Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 7 FRÉTTIR •vhM; Skiptiferð skógræktarf ólks Fimmtíu Norðmenn græða upp landið FIMMTÍU manna hópur Norðmanna ætlar að taka þátt í uppgræðslu landsins næstu tvær vikurnar og vinna við ýmis skógræktarstörf. Hópur íslendinga er einnig farinn austur um haf til Noregs að leggja hönd á plóginn við skógrækt frænd- þjóðarinnar. Skógræktarskiptiferðir sem þessar hafa verið farnar reglu- lega allt frá árinu 1949 og eru í umsjón Skógræktarfélags íslands og systurfélags þess í Noregi. Norska skógræktarfélagsins. Norsku gestirnir munu dvelja á tveimur stöðum að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá skógrækt- arfélaginu. Bæði verður gist á fyrr- um óðali Snorra Sturlusonar, Reyk- holti í Borgarfirði, og í Fljótshlíð á Suðurlandi á slóðum Gunnars á Hlíðarenda. Fjölbreytt vinna í Borgarfirði eru Norðmennirnir við vinnu í Daníelslundi á Svigna- skarði þar sem lagðir verða göngu- stígar og unnið við umhirðu og grisj- un á skóginum. Á Suðurlandi verður barist við gróður- ogjarðvegseyðingu með gróðursetningu trjáplantna á landgræðsluskógasvæðum Skóg- ræktarfélags Rangæinga á Rangár- völlum. íslenski hópurinn verður að þessu sinni á Hálogalandi norðan Þrænda- laga og verður dvalið viku í senn á tveimur stöðum. Flugeftirlitsnefnd óskaði eftir fundi með Flugleiðum Morgunblaðið/Sverrir Hefur selurinn mannsaugu? SELUR er til sýnis fyrir gesti Húsdýragarðsins í Laugardal. Margir hafa fallið fyrir augna- ráði selsins, og finnst mörgum eitthvað mannlegt við það, enda segir biblían að selir séu afkom- endur fornra mannvera og þjóðtrúin segir þá menn í álög- um. Lesendur geta sjálfir dæmt um augnaráðið af þessari mynd. Ekki ástæða til að fjölga ferðum FLUGEFTIRLITSNEFND sér ekki ástæðu til þess að Flugleiðir fjölgi fiugferðum í ágústmánuði. Nefndin óskaði eftir fundi með fulltrúum Flugleiða eftir að sterkur orðrómur kom fram um að erfitt væri að fá sæti í millilandaferðir flugfélagsins. Birgir Þorgilsson formaður nefnd- arinnar segir, að nefndarmönnum hafi þótt ósanngjarnt að Flugleiðir færu út í kostnaðarsamt átak við að fjölga sætum með litlum fyrirvara á þeim árstíma þegar sætanýting þurfi að vera mjög góð. Þá hafi komið í ljós á fundinum að enn væru óseld unj 40 þúsund af 156 þúsund sætum sem í boði eru í ágústmánuði. Loks segir Birgir, að reynslan sýni að sætanýting sé ekki nægilega góð þegar sætaframboð er aukið. „Nefndin komst að þessari niður- stöðu eftir að hafa farið ofan í saum- ana á sætanýtingu á öllum flugleið- um flugfélagsins," sagði Birgir. „Við metum það svo, að á þessum árstíma verði Flugleiðir að hafa góða sæta- nýtingu. Jafnframt er ennþá það mikið af sætum í framboði að ekki er nokkur hætta á að menn verði strandaglópar. Mikið er eftir af sæt- um á almennu farþegarými þó að 90% af ódýrustu farmiðunum hafi þegar verið seldir," sagði hann. Erfitt að komast til Kaupmannahafnar Vandamálið hefur verið mest á flugleiðinni til Kaupmannahafnar. I júlí var ferðum þangað fjölgað, en Birgir segir, að þær ferðir hafi ekki nýst fullkomlega. Það sé því óeðlilegt að krefjast þess af Flugleiðum, að fara út í mikið átak að auka sæta- framboð á flugleiðum sínum. „Það gæti komið harkalega niður á félag- inu, sem yrði engum í ferðaþjón- ustunni til góðs. Ég bendi á, að hlut- verk nefndarinnar er að gæta tiags- muna bæði neytenda og Flugleiða í þessu tilviki,“ sagði Birgir. Ferðasímakort 89^23 '■w*. 00 SH Lykill að þjónustu í yfir 40 löndum fyrir þá sem þurfa að ná sambandi hratt og örugglega. Kortin eru fáanleg í tveimur gerðum: Reikningskort: Afhent án endurgjalds en símanotkun kemurtil greiðslu á símareikningi korthafa hér heima. Sótt er um reikningskortin á næstu póst- og símstöð. Fyrirframgreidd kort: Seld á póst- og símstöðvum um land allt. Kortin kosta 800 krónur eða 2500 krónur. Ótvíræður sparnaður og aukin þægindi þegar hringt er frá hótelum erlendis. Á kortunum eru númer og leiðbeiningar sem nota á þegar hringt er. Það eina sem þarf er aðgangur að tónvalssíma með tökkum og símanúmer þjónustunnar í hverju landi fyrir sig. Fyrsta útgáfa fyrirframgreiddu kortanna er tileinkuð 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. ..„aukin þægindi ol) sparjrjaéur PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.