Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 21 AÐSEIMDAR GREINAR Eínn voða hissa Arnþrúður Karlsdóttir EF MARKA má umræðuna um HM’95 undanfarið mætti halda að ákvörðunin um að halda keppnina hér á landi hefði verið tekin í kosningabarátt- unni í Reykjavík í vor. Svo einkennilega sem það kann að hljóma þá eru fáir ef nokkrir stór- viðburðir á Islandi sem hafa verið jafn vel ígrundaðir og undir- búnir og HM’95. Vand- inn í dag snýst fyrst og fremst um það að ekki hefur verið staðið við loforð sem fyrir löngu voru gein af æðstu stjórnvöld- um. Staðreyndin er sú að forráða- menn HSÍ hafa tvívegis fengið iof- orð hjá tveimur ríkisstjórnum lands- ins um fjárstuöning vegna byggingu fjölnota íþróttahúss. Fyrst árið 1988, þegar gefin var út kynningarbæklingur á 3 tungu- málum og keppnin var „seld“ innan alþjóðahandknattleikssambandsins. Ráðherrar í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fullyrtu að ríkisvaldið stæði að öllu leyti á bak við HSÍ til þess að halda keppnina hér á landi. Birgir ísleifur Gunnarsson, þáver- andi menntamálaráðherra, lýsti því yfir í fyrrgreindum bæklingi, að þegar lægju fyrir áform um bygg- ingu ijölnota ráðstefnu- og sýning- arhúss sem rúmaði 8 þúsund áhorf- endur. Matthías Á. Mathiesen, þá- verandi samgönguráðherra, studdi keppnina af alefli. í þessum sama bæklingi taldi Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, það vera heiður fyrir Reykjavík- urborg að fá keppnina hingað. Var nokkuð skrýtið þótt alþjóða- handknattleikssam- bandið hafi fallist á að keppin yrði haldin hér á landi? Bæklingurinn átti að hafa annað og meira gildi en að sýna fallegar myndir. Málið í höfn 1990 Forráðamenn HSÍ gátu ekki ímyndað sér annað en að við þessi fyrirheit yrði staðið. Enda virtist það verða að veruleika þegar ný ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar ákvað á fundi þann 3. apríl 1990 að veita óafturkræft framlag til byggingar fjölnota íþróttahúss í Kópavogi eða alls 300 milljónir króna. Var því gerður bindandi samningur við Kópavogsbæ af hálfu ríkisvaldsins. Á sama tíma gerði HSÍ samning við Kópavogsbæ um framkvæmdir hússins og fjárfram- lag v/keppninnar. Var hægt að fá betri tryggingu til 'að halda heims- meistarakeppnina með glæsibrag? Gjaldþrot blasti við HSÍ Á árinu 1991 var það flestum kunnugt að fjárhagsstaða HSÍ var afar slæm, skuldir skiptu tugum milljóna sem stjórnarmenn HSÍ höfðu margir hveijir gengist í per- sónulega ábyrgð fyrir. Á þeim tíma í mínum huga seldi Friðrik Sophusson 300 millj. króna skuldbind- ingu ríkisins, segir Arnþrúður Karlsdótt- ir, fyrir 20 milljónir með nauðasamningum. var 3ja ríkisstjórnin komin í málið. Ríkisstjórnin sem enn situr, ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Þess sama Davíðs og var í bæklingnum forðum sem „seldi“ keppnina. Stjórnarmenn leituðu eftir fjárhagsaðstoð hjá fjár- hagsnefnd AÍþingis en þeirri beiðni var hafnað. Við HSÍ blasti því að- eins gjaldþrot með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og stjórnarmenn sáu fram á að missa aleiguna. Það hálfa hefði verið nóg. „Einn voða hissa“ í þessari erfiðu stöðu HSÍ sá fjár- málaráðherra, Friðrik Sophusson, sér leik á borði. í því fólginn að rifta samningi fv. ríkisstjórnar við Kópa- vogsbæ og greiða þeim 10 millj. kr. fyrir. Síðan var hann tilbúinn að greiða 20 millj. króna úr ríkissjóði eða af almannafé ef HSÍ-menn væru í staðinn tilbúnir að gefa yfir- lýsingu. Afsala HSÍ öllum rétti í málinu og m.a. að HSÍ leitaði ekki frekar til ríkisins eftir fjárframlagi v/HM'95. Menn áttu úr vöndu að ráða, það var annaðhvort að velja persónulegt gjaldþrot eða láta neyða sig til undirskriftar. Sem stjórnar- maður neitaði ég að skrifa undir en óskaði eftir eftirfarandi bókun: „HSí hefur leitað til ríkisstjórnar íslands og Alþingis vegna yfirstand- andi fjárhagsörðugleika. Þeirri beiðni var hafnað. Þess í stað hafa verið boðnar 20 millj. króna úr ríkis- sjóði, með því skilyrði að HSÍ falli frá öllum hugsanlegum fjárkröfum á hendur ríkissjóði, sem upp kynnu að koma vegna þess að HM’95 verði ekki haldið á íslandi. Tel ég að hér hafi HSÍ beinlínis verið beitt þving- unum og neytt til að afsala sér þeim augljósa rétti að krefjast vanefnda- bóta ef samningum milli hlutaðeig- andi aðila yrði rift. Tel ég þessi vinnubrögð af hálfu æðstu stjórn- valda íslands mjög svo ámælisverð, þ.e. að nýta sér bága fjárhagsað- stöðu HSI með þessum hætti. Get ég því ekki annað en lýst mig and- víga þeirri tillögu sem fram hefur verið lögð vegna þessa máls.“ í mínum huga seldi Friðrik Soph- usson 300 millj. kr. skuldbindingu ríkisins fyrir 20 milljónir með nauð- ungarsamningi því margir stjórnar- manna beinlínis píndu sig til þess að samþykkja þetta. Það er umhugs- unarvert hvort ekki hefði verið rétt að leita eftir ógildingu fyrir dómi vegna þessa gjörnings, m.t.t. þeirrar neyðarstöðu sem menn voru í. Hér er um að ræða sama fjármálaráð- herrann sem nú birtist dag eftir dag í fjölmiðlum og lýsir yfir því að HSI hafi afsalað sér öllum réttindum gagnvart ríkinu v/HM’95. „Einn voða hissa.“ AUt í einu „handboltahöll" Fjármálaráðherrann virðist hafa haft stuðning Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Þess sama Davíðs og var í bæklingnum forðum sem Skrattínn úr sauðarleggnum Gunnlaugur Þórðarson FLEST öll erum við íhaldssöm í huganum gagnvart hvers konar nýbreytni. Jafnvel á heimilum fólks birtist íhaldssemi þessi í því að ekki má breyta upp- röðun húsgagna eða upphengingu málverka eða mynda. Slíkt gæti valdið misklíð á heimil- inu. Þannig má minn- ast þess að ekki mátti hrófla við útliti Reykja- víkurtjarnar, slíkt var talið vera helgispjöll. Nú munu flestir vera því sammála að sú breyting, sem orðið hefur á með tilkomu ráðhússins og fegrun tjarnarsvæð- isins hafi verið til prýði. Dæmi eru þess, að menn, sem ég hef viljað fá með mér á listsýn- ingu með „abstrakt" listaverkum, hafa neitað af fyrra bragði að lúta svo lágt, einungis af því að verkin sem væru til sýnis væru ekki í hefð- bundnum stíl. Þó mun staðreyndin vera sú, að því meira sem menn skoða „abstrakt list“, þeim mun meira hrífast menn af slíkum verk- um. Eins mun það vera með verk á öðrum sviðum lista, að þeim mun meira, sem fólk þjálfast gagnvart listinni, því opnari verður hugur þess fyrir nýjungum. Þjálfun augans er sérstaklega mikilvæg til þess að kunna að meta myndlist og húsa- gerðarlist. Skrattinn í París Fyrir nokkrum árum vann banda- ríski arkitektinn I.M. Pei, sem reyndar er af kínversku bergi brot- inn, samkeppni í að hanna nýjan inngang að listasafninu mikla, „Le Louvre" í París, eitt voldugasta listasafn heims. Nauðsyn þótti að gera nýjan inngang í safnið, en vegna þrengsla var aðgangur að því löngu orðinn allt of þröngur, þannig að iðulega mynduðust tuga metra langar biðraðir við innganginn í listasafnið. Lausn listamannsins var frábær. Arkitektinn gerði ráð fyrir miklum pýramída úr gleri á miðju hinu mikla lista- safnstorgi eða hinum forna hallargarði Frakkakonunga. í gegnum pýramídann var farið ofan í jörðina og inn í sýningarsali listasafnsins. Bráðsnj- öll hugdetta, ekki bein- línis glæsileg við fyrstu sýn, en þeim mun magnaðri við nánari kynni. Lausnin er mjög óhefðbundin og þótti mörgum, sem hún væri eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Olli hugmyndin miklum mótmælum, en ekkert mark var tekið á þeim sem betur fer og Það er spá mín, að þeg- ar fram líða stundir og reynsla er komin í við- byggingum, segir Gunnlaugur Þórðar- son, verði mönnum ljóst að önnur lausn, en sú sem fundin var fínnst ekki, líkt og var í Louvre. var verkinu lokið og mun nú engum koma til hugar að lausnin hefði getað orðið á annan hátt. Hinn nýi inngangur I Louvresafnið gefur strax spennandi hugboð um það, sem þar er innan dyra. Iðnó fær andlitslyftingu Reykjavíkurborg hefur sýnt leik- listarsögu höfuðborgarinnar þá miklu virðingu að kaupa Iðnó og hefur færst í fang að láta endur- Pýramídinn í Louvre. nýja bygginguna og gefa suðurhlið- inni „andlitslyftingu". Hér áður fyrr hafði svo iila tekist til, að gera þurfti sérstakt anddyri við suðurhlið húss- ins. Var þetta skelfing ófrumlegur steinkassi. Óhugsandi var að hann fengi að standa áfram, slíkt var útlit hans. Varð það úr að stein- byggingin var rifin. Teiknistofa Ingimundar Sveins- sonar, arkitekts, í samráði við Þor- stein Gunnarsson, arkitekt, fann bráðsnjalla lausn, sem er greinilega undir áhrifum „pýramídans í París“, með því að reisa gler- og stálgrind- arbyggingu. Skemmtilegt uppátæki að koma með allt annað efni til lausnar og útfærslan er eftir því. Nú hefur fólk, sem alls ekki er vant svona lausn í arkitektúr lýst yfir óánægju sinni með verkið. Lát- um það gott heita, því smekkur manna er svo mismunandi og mis- jafnlega þjálfaður. Sérstaklega hef- ur verið gerð krafa um að skipt verði um glerið í byggingunni, en það er ryklitað. Auðvitað hefur þótt nauðsyn að hafa glerið ryklitað af tæknilegum ástæðum. Það er spá mín að þegar fram líða stundir og reynsla er komin á viðbygginguna verði mönnum ljóst að önnur lausn, en sú sem fundin „seldi“ keppnina. Forsætisráðherr- ann virðist nefnilega hafa „fundið upp“ orðið handboltahöil, sem aðeins átti að nota eina kvöldstund. Slíka vitleysu ætlaði hann ekki að reisa. Þessi „frasi“ sló í gegn en að vísu bara í smátíma eða þar til menn áttuðu sig á brellunni. Það hafði allan tímann verið stefnt að því að reisa fjölnota hús sem svo sannar- lega gæti átt eftir að skapa þjóðinni mikla möguleika á sviði ferðamála og ekki hvað síst til hagsbóta fyrir aðrar íþróttagreinar. Það sjá ailir sem ná að horfa fram fyrir eigin tær. Algjör vanvirðing Það er harla undarlegur hugsun- arháttur og vanvirðing þessarar rík- isstjórnar að hundsa viljayfirlýsing- ar ráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Sömuleiðis er að engu hafður bindandi samningur ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar frá 1990. Báðar þessar ríkisstjórnir voru sammála um það að stórvið- burður eins og HM væri mikil lyfti- stöng fyrir þessa þjóð. Þannig að hugmyndin um HM er ekki aðeins draumsýn ævintýramanna, heldur staðreynd sem byggist á loforðum o g veivilja æðstu ráðamanna þessar- ar þjóðar. Loforðum sem voru ekki gefin í kosningunum í vor, heldur loforðum sem upphaflega voru gefin fyrir 7 árum. Höfundur erfyrrv. stjórnarmaður íHSÍ. var finnst ekki, líkt og var í Louvre. Það er svo stutt í bóndann í mörg- um okkar að torfbæjarhugsunin rík- ir enn. Sem betur fer hefur slíkur hugsunarháttur aldrei verið til með- al Rómveija ella væri Róm ekki slík sem hún er. Því miður hefur höfuð- borgin löngum verið sliguð af þess- um afdalahætti sem nú síðast kom fram í neikvæðri afstöðu nokkurra til nýbyggingar dómshúss Hæsta- réttar. Samkvæmt framansögðu er skylt að láta glerskálann standa óhaggað- an í nánustu framtíð, því þess er að vænta að smekkurinn muni þroskast. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 571800 Opið til kl. 21.00 í kvöld. Opið kl. 10-17 laugardag. Lokað sunnud. og mánudag. Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 750 þús. Toyota Carlna 2000 E '93, sjálfsk., ek. 33 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. V. 1650 þús., sk. á ód. Suzukl Fox 413 árg. '87, 5 g„ ek. 84 þ. km„ nýskoðaður. Tilboðsverð kr. 430 þús. Daihatsu Rocky 2.0 bensfn '85, 5 g„ ek. 141 þ. km. Tilboðsverö kr. 540 þús. M. Benz 190E '93, sjálfsk., ek. aöeins 23 þ. km„ álflegur, sóllúga o.fl. V. 2.9 millj. Toyota Corolla STD '89, 3ja dyra, ek. 76 þ. km. V. 540 þús. Honda Clvlc LSi '92, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 17 þ. km„ rafm. f rúðum o.fl. V. 1180 þús. MMC Pajero '83, bensín, 4 g„ ek. 193 þ. km„ 31“ dekk. Verð 420 þús. MMC Galant 2000 GLS '87, sjálfsk., ek. 83 þ. km. Topp eintak. V. 620 þús. MMC Colt GL '90, 5 g„ ek. 80 þ. km. V. 650 þús. Subaru Juaty J-10 4x4 '88, 4ra dyra, rauður, 5 g„ ek. 57 þ. km. V. 450 þús. Nissan Micra GL '89, 3ja dyra, hvitur, 5 g„ ek. 97 þ. km„ sóllúga. samlitir stuðar- ar. V. 380 þús. Subaru station 1800 4x4 '86, 5 g„ ek. 118 þ. km. Toppeintak. V. 530 þús„ sk. á dýrari. Toyota Corolla Touring GLi '92, 5 g„ ek. 49 þ. km„ vínrauður, rafm. í rúðum, álfelg- ur o.fl. V. 1350 þús. Daihatsu Charade SG Sedan '91, sjálfsk., ek. 51 þ. km. V. 730 þús„ sk. á ód. Daihatsu Applause 4x4 '91, grár, 5 g„ ek. aðeins 30 þ. km„ dráttarkúla o.fl. V. 980 þ. Sk. á ód. Toyota Hi Lux Double Cab '92, diesel, 5 g„ ek. 52 þ. km„ 33" dekk, lengri skúffa. V. 1850 þús„ sk. á ód. k í fjöllunum lu- og sérréttamatseðill öll kvöld Hveradölum 2020, fax 872337

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.