Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Haldið föngnum í Kambódíu ÞRÍR vestrænir menn hafa verið í haldi Rauðu khmeranna í Kambód- íu í fjörutíu daga. Samningaviðræður um lausn mannanna hafa reynst árangurslausar en þeir sjást á þessari mynd, sem tekin var í vik- unni. Þeir eru fv.: David Wilson frá Ástralíu, Jean-Michel Braquet frá Frakklandi og Mark Slater frá Bretlandi. Samkomulag náðist ekki um lausn gíslanna í vikunni sem leið vegna sprengjuárása stjórn- arhers Kambódiu á stöðvar Rauðu khmeranna. I myndbandi, sem dreift var til fjölmiðla í Phnom Penh, hvatti Mark Slater sijórnarher- inn til að hætta árásunum svo gislarnir kæmust til fjölskyldna sinna. „Verði sprengjuárásunum ekki hætt næst aldrei samkomulag,“ sagði hann. Hjálparstofnunin Care í Þýskalandi Hörð gagnrýni á starfið 1 Rúanda Stuttgart. Morgunblaðið. ÞÝSKA hjálparstofnunin Care, sem nýverið sendi 270 sjálfboðaliða til hjálpar- starfa í Goma, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir dæmalaust skipulagsleysi á flóttamannasvæðinu, auk þess sem því hefur verið haldið fram af fyrrum starfsmönnum að stofnunin bruðli með söfnunarfé. Hjálparstofnunin Care, sem fjár- magnar starfsemi sína með gjöfum og söfhunarfé, gerði gífurlega mikið úr „Rúanda-átaki“ sínu í sumar og notuðu forsvarsmenn hennar hvert tækifæri til að komast í fjölmiðla, þar sem ekki voru spöruð stóryrðin. Læknar, hjúkrunarfræðingar og „aðrir velviljaðir" voru hvattir til að gerast sjálfboðaliðar og liðsinna bág- stöddum í Afríku, en ekki var gerð krafa um að menn hefðu nokkra reynslu af hjálparstarfi. Auglýsingar Care báru tilætlaðan árangur því gífurlegur flöldi fólks, einkum í yngri kantinum, lýsti sig þegar reiðubúið til að takast á við krefjandi verkefni á fjarlægum slóðum. Fljótlega eftir komuna til Goma varð þýsku sjálfboðaliðunum hins vegar ljóst að þeim höfðu verið gefn- ar villandi upplýsingar um nánast allt sem laut að starfsemi Care á flóttamannasvæðinu. Ekkert skipu- lag reyndist vera á hjálparstarfinu og enginn á staðnum sem virtist vera í forsvari fyrir hópnum. Annað og mun alvarlegra var þó að læknar og hjúkrunarfólk áttu í stökustu erf- iðleikum með að koma sjúkum til hjálpar, þar sem skortur var á öllum nauðsynlegustu lyfjum og ekki var ráðin bót á því af hálfu Care, þrátt fyrir ítrekaðar óskir sjálfboðaliðanna þar að lútandi. Beðist afsökunar Gagnrýni fólksins í fjölmiðlum og sú ákvörðun margra að sætta sig ekki við óviðunandi aðstæður í Goma og snúa aftur til Þýskalands löngu fyrr en ætlað var, reyndist vera mik- ið áfall fyrir forráðamenn Care, sem fram að þessu höfðu lagt hvað mesta áherslu á að lofa eigið ágæti. Fyrstu viðbrögð á þeim bænum voru að halda því fram, að fólkið hefði gefist upp þar sem það hefði ekki verið nægilega undirbúið andlega undir hörmungar stríðsins og hið mikla álag sem fylgir slíku hjálparstarfi. Ummælin vöktu þvílíka reiði að for- svarsmenn stofunarinnar sáu sér þann kost vænstan að taka orð sín aftur og biðja sjálfboðaliðana opin- berlega afsökunar. Hjálparstofnunin Care hefur beðið mikinn álitshnekki vegna máls þessa, bæði innan Þýskalands og utan. Aðeins eru um þijár vikur síðan á þriðja hundrað læknar, hjúkrunar- fræðingar og aðrir sjálfboðaliðar voru sendir með hraði tii Goma, til hjálpar nauðstöddum flóttamönnum frá Rúanda. Fljótlega fór að bera á mikilli óánægju meðal fólksins, sem taldi aðstæður vera óviðunandi með öllu; ekki aðeins væri skipulag af hálfu Care fyrir ríeðan allar hellur heldur skorti bæði lyf og hjálpar- gögn. í kjölfarið hafa sjálfboðaliðarn- ir einn af öðrum gefist upp og nú þegar hafa um 70 snúið aftur til Þýskalands. Þögnl leik- sýning Edinborg. Reuter. NÍUTÍU mínútna leikrit þar sem ekki er sagt eitt aukatek- ið orð, hefur vakið geysilega eftirtekt á Edinborgarhátíð- inni og er uppselt á frumsýn- inguna. Alls koma um 40 leik- arar fram í „Stundinni sem við vissum ekki af hvort öðru“ og leika þeir 400 persónur. Leikstjórinn, Luc Bondy, segir hvorki um sviðsútgáfu af þögulli kvikmynd eða list- dans að ræða. „Listdans er of óhlutrænn og í þöglum mynd- um er enginn texti. Þetta er leikrit. Það byggir á texta. Það er skrifað þrátt fyrir að engin orð séu sögð.“ Persónurnar í verkinu eiga að vera venjulegt fólk, t.d. skokkarar og uppar, svo og persónur úr goðafræði og Bibl- íunni. Leggur leikstjórinn áherslu á að leikararnir reyni ekki að gæða persónur sínar of miklu lífi, þar sem þær séu of margar og tíminn of stuttur. SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 13 Hvað viltu losna við mörg kíló ? Átak gegrt umframþyngd, A-tími Átak gegn umframþyngd. fram.h B-tími Átak -gegn umframþyngd, A-tími er árangursríkt 8 vikna námskeið fyrir þá sem vilja ná af sér aukakílóunum. Tilvalið fyrir byrjendur. Námskeiðið hefst 5. sept. Takmarkaður fjöldi í bæði Átak A og Átak B, framhaldsnámskeið Skráning er hafin. Lokaður hópur. Átak gegn umframþyngd, framhald, B-tími er árangursríkt námskeið fyrir þá sem þegar hafa lokið Átaki A, og fyrir þá sem þegar eru komnir í ein- hverja æfingu.en vilja gott aðhald Námskeiðið hefst 6. sept. Skráning er hafin. Lokaður hópur. Fjölbreyttir tímar í eróbikk Ókeypis barnapössun Heitir pottar Vatnsgufa Ijós föKriN! FROSTASKJÓll 6 • SÍMI: 12815 OG 12355 Eitt blab fyrir alla! JHiorgTmhlaþíþ - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.