Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 14
14 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
mar
MÓTMÆLENDUR OG KAÞÓLIKKAR Á ÍRLANDI
Reuter
DRENGUR í Belfast horfir á veggmynd sem liðsmenn hermdarverkasamtaka mótmælenda, Frelsisfyikingar Ulsters (UFF), hafa gert.
Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, hefur hvatt UFF til að feta í fótspor írska lýðveldishersins og binda enda á hryðjuverkin.
AJkíxf
tot-^or g\ot\)
,nov nches,
outs- but, Jjov
alono.
h no ?ood
Stríosþreyta
og tortrygpni
írski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst yfir
vopnahléi í 25 ára baráttu sinni gegn bresk-
um yfírráðum á Norður-írlandi. Friður er
þó ekki tryggður. Gagnkvæm tortryggni á
sér langar rætur, ótti mótmælenda við sam-
einingu og hlutskipti minnihluta í kaþólsku
lýðveldi verður ekki upprættur þegar í stað,
segir í grein Kristjáns Jónssonar
Ibúar Belfast á Norður-írlandi
hafa ekki sameinast um margt
síðustu áratugina og sama var
upp á teningnum er vopnahlé írska
lýðveldishersins (IRA) gekk í gildi.
Kaþólikkar fögnuðu víðast hvar en
mótmælendur voru flestir þögulir
eða beinlínis fjandsamlegir og töldu
IRA vera búinn að ná fram markm-
iði sínu með ofbeldi. Bretar væru
búnir að selja mótmælendur í hendur
óvinunum með baktjaldamakki sem
síðar kæmi í ljós, ella hefði IRA
ekki tekið þessa ákvörðun. Ef hiéið
heldur mun 25 ára skæruhernaði
gegn breska hernum á Norður-
Irlandi Ijúka en við tekur flókið og
hættulegt pólitískt spil. Þar mun
einkum reyna á það hvort John
Major, forsætisráðherra Bretlands
og leiðtogum Sambandssinna, eins
og helsti stjórnmálaflokkur n-írskra
mótmælenda er kallaður, tekst að
nýta tækifærið og koma á endanleg-
um friði. Öfgamenn úr röðum mót-
mælenda gætu grafið undan þeirri
viðleitni með sprengjutilræðum sem
IRA gæti goldið í sömu mynt.
Deilurnar um Norður-írland eru
fuilar af þversögnum. Stjórnmáia-
armur IRA, Sinn Fein, berst fyrir
róttækum sósíalisma og sameinuðu
írlandi. Hann hefur fengið um 10%
fylgi á N-írlándi en aðeins 1-2% í
írska lýðveldinu; sagt hefur verið að
fyrr verði írland múslimaríki en sós-
íalískt.
Vinstrisinnar í Bretlandi, ekki síst
menntamepn, styðja kröfurnar um
sameinað írland og hafa gert lengi.
Þeir vilja að mótmælendur, meiri-
hlutinn á N-írlandi með 300 ára
gamlar rætur í landinu, sætti sig við
að verða minnihluti í landi sem allt
fram á síðustu ár hefur verið kallað
helsta afturhaldsbæli og prestaveldi
heims að íran einu undanskildu.
Löggjöf írska lýðveldisins um fóstur-
eyðingar, kvenréttindi og fjölmörg
önnur efni er eins og stefnuskrá
framsækinna vinstriafla á Vestur-
löndum, rituð aftur á bak, enda áhrif
kaþólsku kirkjunnar hvergi meiri í
allri Evrópu.
Ótti mótmælenda á sér að sumu
leyti eðlilegar skýringar, þeim finnst
skorta á heiðarleika og samkvæmni
í rökræðum um framtíð héraðsins.
Fullyrt er að ekki verði knúið í gegn
að Irland sameinist gegn vilja mót-
mælenda, eining sé skilyrðið, en
„enginn hópur eða flokkur má hafa
neitunarvald" eins og breski Verka-
mannaflokkurinn hefur sagt. Hvað
merkir þetta? Að mótmælendum
verði ekkert mein gert ef þeir sætti
sig einfaldlega við að láta undan
kröfunum um sameiningu? Breski
dálkahöfundurinn Geoffrey Wheatc-
roft hefur í The Spectator sagt að
þetta sé „tungumál nauðgarans"
sem vilji koma fram vilja sínum án
þess að fórnarlambið æpi. Hann spyr
hvað það sé sem geri kröfuna um
sameinað írland svo heilaga að eng-
in önnur lausn sé viðunandi, hvort
ekki sé þá rétt að taka ávallt undir
allar sameiningarkröfur, t.d. ef
þýskumælandi þjóðir í Evrópu vildu
sameinast í eitt stórríki. Benda má
á kröfur Rússa um réttindi minni-
hlutahópa Rússa í grannlöndunum,
væri hægt að réttlæta hugsanlegar
kröfur þeirra um sameiningu t.d.
Eistlands við Rússland á sömu for-
sendum og gert er_í málefnum kaþó-
likka á N-Irlandi? A minnihluti ávallt
rétt á að sameinast móðurríkinu?
Sameiningarsinnar segja að íbúar
alls Irlands, þ.e. N-írlands og Irska
lýðveldisins, ættu að ákveða í þjóðar-
atkvæðagreiðslu hvort þeir vilji sam-
einingu. Bent hefur verið á að sann-
girnin í þessari kröfu sé jafn mikil
og þegar andstæðingar þjóðfrelsis
íra í Bretlandi á síðustu öld sögðu
að allir íbúar Stóra-Bretlands ættu
að greiða atkvæði um sjálfstæðis-
kröfur íra. Ella væri ekki um lýðræð-
islega ákvörðun að ræða.
Vonbrigði á ný?
Verður niðurstaða vopnahlés ÍRA
enn ein vonbrigðin? Breyttar að-
stæður geta valdið því að langþráður
friður náist í þessari atrennu en
mörg Ijón eru á veginum. Eftir er
að leysa ýmis erfið mál, t.d. kröfur
IRA um að fangar úr þeirra röðum
verði látnir lausir. Einnig hafa bresk
stjórnvöld krafist þess að skæruliða-
herinn, sem í eru nokkur hundruð
virkir menn, láti af hendi gríðarlegar
vopna- og sprengjuefnabirgðir sínar.
Olíklegt er að það gerist vafninga-
laust en athygli hefur vakið að í
yfírlýsingu IRA var ekki sagt að
samtökin áskildu sér rétt til að svara
með gagnárásum ef hermdarverka-
menn mótmælenda réðust á kaþó-
likka.
Fullyrt er að öfgamenn mótmæl-
enda hafi orðið mjög undrandi á
þessu en túlki þetta fremur sem
slægð en raunhæfan friðarvilja.
Landlægri tortryggni stríðandi aðila
verður ekki útrýmt í einni svipan.
Sinn Fein, hinn pólitíski armur
IRA, krefst þess að breski herinn,
um 19.000 manns, hverfi frá
N-írlandi og komist sæmilegur frið-
ur á er ekki útilokað að breska
stjórnin gangi að því skilyrði. Stjórn-
andi n-írsku lögreglunnar (RUC)
hefur heitið því að eftir nokkra
mánuði muni verða minna um her-
menn á götunum. Hægriarmur
breska íhaldsflokksins mun þó beita
sér gegn tilslökunum af þessu tagi
en hægrimennirnir hafa lengi verið
nátengdir Sambandssinnum.
Aðstæður eru um margt breyttar
frá því á áttunda áratugnum er IRA
Fórnarlömbin
í blóðugum átök-
um öfgahópa ka-
þólikka og mót-
mælenda hafa
ekki síst verið
óbreyttir og sak-
lausir borgarar.
ákvað tvisvar sinnum einhliða
vopnahlé sem bæði fóru út um þúf-
ur. Nær 25 ára blóðug átök hafa
komið niður á mótmælendum jafnt
sem kaþólikkum og breskum her-
mönnum. Meira en 3.000 manns
hafa fallið og skelfileg grimmdar-
verk hafa verið unnin. Almenningur
þráir frið, þrátt fyrir efasemdir og
ótta, og leiðtogar mótmælenda,
einnig öfgamenn á borð við Ian Pais-
ley, verða að taka ákveðið tillit til
þeirra óska.
í öðru lagi má nefna að Sam-
bandssinnar réðu lögum og lofum á
Norður-írlandi í hálfa öld í krafti
meirihluta mótmælenda, sem eru
nær 60% íbúanna, en frá 1972 hefur
héraðinu verið stjórnað frá London.
Þeir eru því á vissan hátt einnig
undir bresku oki, eins og kaþólikk-
arnir segjast vera, pólitísk áhrif
mótmælenda á eigin mál héraðsins
eru hverfandi.
Efnahagur og herlið
I þriðja lagi má nefna efnahaginn
sem hefur á flestum sviðum hnignað
undanfarna tvo áratugi. Hefðbundn-
ar atvinnugreinar héraðsins á borð
við skipasmíðar og vefnaðariðnað
hefðu vafalaust orðið að láta í minni
pokann fyrir samkeppni í þriðja
heiminum þótt allt hefði verið með
friði og spekt en óöldin hefur gert
illt verra. Hins ber að gæta að þótt
það hljómi eins og þversögn hafa
átökin að sumu leyti eflt efnahag-
inn, þau hafa beint fé til N-írlands.
Vera breska hersins veldur aukn-
um hagvexti og hvers kyns öryggis-
gæsla önnur, sem nær 20.000 manns
annast, er einnig dijúg tekjulind
fyrir héraðið, staðreynd sem ekki
hefur verið haldið mjög á lofti.
Breska stjórnin hefur veitt Norður-
írlandi háa byggðastyrki. Héraðið
hefur auk þess fengið ótæpilega
styrki úr þeim sjóðum Evrópusam-
bandsins er aðstoða eiga svæði sem
eiga í vök að veijast efnahagslega.
Markmið bresku stjórnarinnar
með efnahagsaðstoðinni hefur verið
að reyna að draga úr viðsjám sem
oft stafa af atvinnuleysi og öllu því
vonleysi sem því fylgir meðal unga
fólksins. Oft er freistandi fyrir unga
atvinnuleysingja að drepa tímann
með því að erta breska hermenn.
Stundum hafa slík strákapör endað
með blóðugum átökum en ungu hetj-
urnar hafa þá a.m.k. af einhveiju
að státa í gráum hversdagsleikanum.
Peningar að vestan
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hringdi í Albert Reynolds, forsætis-
ráðherra írlands og Major er tíðind-
in bárust um vopnahlé IRA og bauð
aðstoð sína. Sagt er að Reynolds
vilji að komið verði á leiðtogafundi
ríkjana þriggja um írlandsmálin.
Clinton hét því í kosningabaráttunni
1992 að gera sitt til að stuðla að
friði á N-írlandi og urðu margir
Bretar lítt hrifnir, töldu Clinton ekki
hafa rétt til að skipta sér af breskum
innanríkismálum. Bandaríkjamenn
hafa lengi verið áhugasamir um
málefni írlands, tugmilljónir Banda-
ríkjamanna rekja ættir sínar þang-
að. Fyrir nokkrum árum helltu
bandarískir stuðningsmenn IRA
milljónum dollara í sjóði samtakanna
árlega en heimildarmenn segja að
mjög hafi dregið úr þeim stuðningi,
hann verði vart yfir 200.000 dollur-