Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 15

Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 15 BLÓÐIDRIFIN SAGA Barátta kaþólikka og mótmælenda á rætur að rekja til þess er Englendingar hófu að leggja Eyjuna grænu undir sig á 12. öld. • 14. öld. Konungur Englands bannar þegnum sínum að giftast Irum og írsk tunga (gelíska) er bönnuð. • 16. öld. Hinrik áttundi í Englandi slítur tengslin við Páfagarð vegna deilna um hjóna- bandsmál og leggur grunn að ensku biskupa- kirkjunni. Eignir kirkjunnar gerðar upptækar. Dóttir Hinriks, Elísabet fyrsta, reynir að fá íra til að yfirgefa kaþólsku kirkjuna en árang- urslaust. • 17. öld. Uppreisn íra brotin á bak aftur og lagður grunnur að búsetu skoskra landnema á Norður-írlandi. Oliver Cromwell tekur írland og íjórðungur landsmanna fellur í átökunum. Öll réttindi kaþólikka afnumin. • 1798. Uppreisn íra kæfð í blóði. • 1801. írland verður stjómarfarslegur hluti Stóra-Bretlands. • 1845. Kartöflubresturinn. írum, sem voru litlu færri en Englendingar um 1800, fækkar um tvær milljónir á nokkrum árum vegna hungursneyðar og brottflutninga til Norður- Ameríku. Hatur á enskum landeigendum vex. Rætt um írska heimastjórn á breska þinginu. • 1905. Sinn Fein stofnað, berst fyrir fullveldi íra. • 1916. Páskauppreisnin í Dublin mistekst. • 1921. Bretar skipta írlandi, norðurhlutinn áfram hluti Stóra-Bretlands enda mótmælend- ur mikill meirihluti íbúanna. Eamon de Valera, síðar forseti, neitar að samþykkja skiptinguna. De Valera vill að mótmælendur verði fluttir til Bretlands frá Norður-írlandi en í staðinn flytjist írar í Englandi heim. Borgarastyrjöld hefst en lýkur með samningum. • 1938. írska lýðveldið fær nýja stjórnarskrá og slítur síðar, 1949, öll stjómarfarsleg tengsl við Bretland. Hver er Adams? GERRY Adams, 45 ára gam- all og af þekktum lýðveldis- sinnaættum í Belfast, hefur verið leiðtogi Sinn Fein frá 1983. Hann er kvæntur og á 19 ára gamlan son. Adams neitar því að hann sé félagi í Irska lýðveldishernum, IRA, þótt Sinn Fein sé talinn vera pólitískur armur hermdar- verkasamtakanna. Adams hefur ávallt góða stjórn á sér en þykir þurr á manninn og kuldalegur, framkoman menntamanns- leg. Hann hefur reynst öflug- ur'leiðtogi, hefur forðast að styðja hermdarverkin með orðum en ekki fordæmt þau, Gerry Adams leiðtogi Sinn Fein. þá hefði hann umsvifalaust orðið skotspónn ofstækis- fyllstu liðsmanna IRA. Gerð var morðtilraun við Adams 1984, hann særðist á hálsi, öxl og handlegg en slapp við örkuml. Adams er sagður ósveigjanlegur og krefst sameiningar. Skoðana- kannanir benda hins vegar til þess að minnihluti kaþólikka vilji sameiningu við Irska lýð- veldið enda lífskjör í lýðveld- inu lélegri, einkum er vel- ferðarkerfið bágborið. í lýð- veldinu hrýs mönnum hugur við vandamálunum á N- írlandi og myndu sennilega einnig hafna sameiningu. um á þessu ári. Nú gæti orðið breyt- ing á ef Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein og þá um leið pólitískur leið- togi IRA, fær á ný leyfi til að heim- sækja Bandaríkin og útskýra mál- stað sinn. Adams mun þá leggja sig fram um að fá samtök Bandaríkja- manna af írskum ættum á sitt band. Efnahagsvandi Norður-íra hefur ekki farið fram hjá Clinton Banda- ríkjaforseta. Var staðfest í vikunni að stjórnvöld í Washington hyggjast styrkja Norður-íra efnahagslega ef raunverulegt vopnahlé kemst á. Er rætt um allt að 200 milljónum doll- ara í því sambandi eða nær 14 millj- arða króna. Albert Reynolds hefur í samráði við Major komið á fót Vettvangi frið- ar og sátta, sem ætlað er að vera samstarfsgrundvöllur lýðræðislegra stjórnmálaflokka á öllu Irlandi. Talið er að Sinn Fein verði smám saman gerður að „viðræðuhæfum“ stjórn- málaflokki og líkleg byijun sé þátt- taka í þessu samstarfi. Þannig yrði haidið áfram starfi Johns Hume, leiðtoga Lýðræðislega sósíaldemó- krataflokksins á N-Irlandi, sem eink- um er skipaður kaþólikkum. Hume hefur verið óþreytandi í friðartil- raunum sínum og reynt að eyða tor- tryggni Sinn Fein-manna. John Mo- lyneaux, leiðtogi Sambandssinna, var varkár en fremur jákvæður í fyrstu viðbrögðum sínum við vopna- hléstíðindunum en hefur sagt starf Hume „samninga við skrattann“. Breskar skyldur Sem stendur er íhaldsmaðurinn John Major háður stuðningi Sam- bandssinna undir forystu Molyneaux á breska þinginu vegna þess hve ótraust hans eigið lið er á stundum, ekki síst þegar Evrópumálin eru á dagskrá. Stjórn Majors segir að ekki komi til mála að fórna hagsmunum mótmælenda en sagt er að Major og Reynolds hafi rætt um að fella úr gildi lög um eilíft samband hér- aðsins við breska konungdæmið, sem samþykkt voru 1920. I staðinn felli írar á brott stjórnarskrárákvæði þar sem krafist er yfirráða „á allri eyjunni írlandi". Major heitir því að N-írland verði ekki sameinað lýðveldinu „gegn vilja meirihlutans". Þótt mótmælendur séu enn í nokkrum meirihluta bend- ir allt til þess að kaþólikkar verði orðnir fleiri eftir einn eða tvo ára- tugi vegna meiri viðkomu. Meiri- hlutaákvæðið getur því orðið gálga- frestur. Samanlagt kostar friðargæslan og byggðastyrkurinn við Norður- írland bresk stjórnvöld um 4,5 millj- arða punda, nær 500 milljarða króna, á ári. Tjónið sem IRA veldur með sprengjutilræðum í Bretlandi sjálfu mælist einnig í milljörðum punda að ekki sé minnst á mannslíf- in, oft hafa fórnarlömbin verið börn og blásaklausir vegfarendur. Sam- bandssinnum er ljóst að flestir Bret- ar eru fyrir löngu orðnir dauðþreytt- ir á vandamálum þeirra og vilja innst inni gjarnan koma ábyrgð á þeim af sér. Jafnljóst er að það komast Bretar ekki upp með, milljón manns sem á sögulegan rétt á breskri vernd er ekki hægt að hundsa eða gleyma en stjórnvöld í London hljóta að leysa málin í samvinnu við stjórn írska lýðveldisins í Dublin. SOIUGSMIÐJAIU AUGLYSIR: NÚ 6ETA ALLIR LÆRT AÐ SYN6JA! FYRIR F0LKÁ ÖLLUM ALDRI! NÚ GETAALLIR HALDIÐ ÁFRAM AÐ LÆRAAÐSYNGJA! Byrjendanámskeið: Námskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa. Söngkennsla í hóp. Þátttakendur fá grunnþjálfun í raddbeitingu, réttri öndun og ýmsu fleiru sem hjálpar þeim að ná tökum á söngröddinni. Framhaldsnámskeið: Fyrir fólk á öllum aldri, fyrir þá sem hafa verið á byrjendanámskeiði hjá Söngsmiðjunni eða í öðru sambærilegu námi. Einnig fyrir kórfólk sem vill bæta söngkunnáttuna. Þátttakendur fá þjálfun í raddbeitingu og líkamsburði (læra að virkja röddina, rétta líkamsbeitingu og rétta öndun). Unnið er með létta og skemmtilega tónlist sem sungin er í hóp. Einsönqvaranám: Fyrir þá sem hafa hæfileika, löngun og memað til að leggja út á einsöngvarabraut, er boðið upp á einstakt tækifæri til náms. Kennd er söngtækni Hanne Lore Kuhse (en hún er ein virtasta Wagner söngkona þessarar aldar). Unnið er með óperu-, óratónu- og ljóðasöng. Sífellt er leitast við að vinna að skapandi verkefnum svo sem óperuuppsetningum og tónleikum. Kórskóli Sönqsmiðjunnar: Fyrir fólk sem vill taka kórstarf föstum tökum. Nemendur fá grunnþjálfun í raddbeitingu, tónfræði, tónheym og ýmsu fleiru. Áætlaður námstími er tvö ár. Sönqleikjadeild Sönqsmiðjunnar: Býður upp á námskeið fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. Unnið er með söngleikja-, rokk-, popp-, og gospeltónlist. Kennd er söngtækni, leikræn tjáning, dans, tónfræði og tónheym. Nemendur fá tækifæri á að kynnast heimi leikhússins, þar sem unnið er að hinum ýmsu sýningarverkefnum. iá OÖ sön^Vvoröno ' <=úróo9u ? ,r m ríóp' Voúöve'Jngsm\ð\un^ / - ylOÖ oPP^S EINSONGVARANAM SONGLEIKJADEILDAR: Fyrir þá sem hafa hæfileika, löngun og metnað til að leggja út á einsöngvarabraut, er boðið upp á einstakt tækifæri til náms. Unnið er með söngtækni, leikræna tjáningu, dans, tónfræði og tónheym. Nemendur ljúka prófum, syngja á tónleikum og taka þátt í sýningum Söngsmiðjunnar. Barna oq unqlinqaddld: SÖNGLEIKJASMIÐJA Námskeiðin eru aldursskipt frá íjögurra ára aldri. Krakkarnir fá grunnþjálfun í söng, leikrænni tjáningu, hreyfmgu, tónheym og ýmsun táknum í tónlistinni. Þau fá að kynnast heimi leikliússins með því að standa á leiksviði, í búningum, með farða þar sem þau sýna fyrir áhorfendur. Upplýsingar og innritun í síma: 612455 Fax: 612456 SÖIXIGSIVIIÐJAni Skipholti 25 VJSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.