Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 19
w MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 19 'íi^* FYRSTI Snæfuglinn siglir inn Reyðarfjörð, NÝJASTI Snæfuglinn. Frystiskip sem kom til Reyðarfjarðar í janúar 1989. hlustað frekar en nú varðandi of- veiðina. Nú eru þeir að reyna að veita vatni niður í jörðina. Hvað þýðir það annað en hún kólnar? Hvað hitar hún lengi upp vatnið?" spyr hann. „Það er nú þannig að ekkert er eilíft nema ef vera skyldi sólin,“ segir hann svo og ypptir öxlum. Síldin og loðnan Hann vekur einnig máls á því að norsk-íslenska síldin hafi verið drepin gegndarlaust á Rauða torg- inu, sem fékk það heiti vegna skip- anna en þarna veiddu. „Eftir að hausta tók lá síldin á þessum slóð- um og henni var mokað upp gegnd- arlaust. Það var fyrst nú um daginn sem hennar verður vart utan norsku lögsögunnar. Hún fer ekki á ís- landsmið fyrr en stofninn er orðinn það stór að hún þarf að leita ætis annars staðar.“ — En nú snýst allt um loðnu. „Já, og þorskurinn lifir á loðnu,“ segir hann og vottar fýrir brosi eins og hann sé að velta fyrir sér hvort taki því að útskýra vangaveltur sín- ar. „Þá er spumingin þessi: Hugsa i, menn nóg um að þorskurinn hafi eitthvað að éta? Rækju- og loðnu- veiðin fer nú fram á uppeldisvæðum þorsksins. Hafa menn nógu góða yfirsýn yfir hvað má taka mikið án þess að skerða lífsmöguleika hjá t.d. þorskinum?" segir hann og bætir við eins og svar við eigin bollaleggingum: „Manni skilst að l þessir fræðimenn séu að reyna að sjá fyrir því að ekki verði gengið of nærri stofninum, en lífskeðjan 1 er svo sannarlega flókin.“ Bráðabirgðahúsnæði í átta ár Síminn hefur hringt töluvert á meðan spjallinu stóð og faxið skot- ið blöðum frá sér. Þegar talið berst aftur að aðstöðunni segir Hallgrím- ur að skrifstofan hafi áður verið í gömlu pakkhúsi. „Svo vorum við það bjartsýnir að við fórum að byggja. Ekki eitt hús heldur tvö og er annað í útleigu en hitt er verið að gera klárt, svo við fluttum hing- að til bráðabirgða," segir hann. „Það var árið 1986,“ grípur Sig- urbjörg fram í. „Já,“ segir Hallgrímur og hlær. „Aurarnir voru akkúrat búnir og meira til þegar búið var að byggja húsið. Það hafa aldrei verið til pen- ingar til að innrétta skrifstofuna. Ég sé út af fyrir sig ekkert að því. Það fer ágætlega um okkur héma,“ heldur hann áfram kankvís á svip. „En svo við sleppum öllu gríni þá er verið að reyna að koma upp skrif- SESTUR í helgan stein. Hall- grímur Jónasson segist munu halda áfram að vinna eitthvað við tölvuna, þótt hann hafi látið af störfum sem forstjóri Skipakletts. stofuhúsnæðinu núna, þannig að Hörður Þórhallsson sem tekur við af mér getur vonandi flutt síðla sumars í það húsnæði." Það er komið að lokum spjallsins og segist Hallgrímur vera sáttur við tilvemna. Hann sé orðinn 76 ára og kominn tími til að hætta og láta fyrirtækið í hendur yngri manni. Utgerðin gangi þokkalega, aflinn hjá Snæfelli var að andvirði 360 milljónir króna árið 1992, 400 m.kr árið 1991 og í fyrra 270 m.kr. „Ég veit ekki hver aflinn verður í ár en ætli megi ekki búast við að verðmætin verði 340-350 milljónir króna.“ Þegar hann er spurður hvort hann ætli nú að njóta þess að vera hættur að vinna og taka því rólega svarar hann ekki beint, en segist hafa lent í árekstri fyrir tveimur árum. „Það kom bíll á fljúgandi ferð á móti mér á öfugum kanti á blindhæð. Ökumaður bílsins lést samstundis og konan mín sem var með mér fór mjög illa. I raun hefði ég aldrei átt að fara að vinna eftir þetta slys, þannig að ég verð að mestu heima við,“ segir Hallgrím- ur. „Ekki ef ég þekki þig rétt,“ skýtur Sigurbjörg inn í. „Þá verður þú örugglega með tölvuna einhvers staðar í handraðanum." „Jú, ætli það ekki, hún er nú svosem ekki hávær,“ svarar hann á sinn rólega hátt. SPARISIÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS -fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.