Morgunblaðið - 04.09.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 25 ~~
ÖÐRUVÍSI
VERSLUN
Kertastjaki úr smíðajárni var kveikjan að
fyrirtæki Ásu Maríu Bjömsdóttur, Smíð-
ar og skart, verslun með handunna listmuni
á Suðurlandsbraut 52. Þegar Ása María fór
á námskeiðið hjá Stjórnunarfélaginu hafði hún
í huga að stofna og reka gistiheimili, en hug-
myndin að versluninni fæddist meðan á nám-
skeiðinu stóð.
Ása María var hótelstjóri á Húsavík en
missti vinnuna þegar nýir aðilar tóku við
rekstrinum. Hún lærði hótelstjórn í Sviss og
markaðsstjórn í Tækniskóla íslands og hafði
því hug á að stofna og reka eigið gistiheim-
ili. Með þá hugmynd fór hún á námskeiðið
hjá Stjórnunarfélaginu. „Flest það sem kennt
var á námskeiðinu hafði ég þegar lært þannig
að fyrir mig var þetta kannski meiri upprifj-
un. En ég viidi að sjálfsögðu bæta við þekk-
ingu mína á þessu sviði og fá þann stuðning
sem mig vantaði. Það sem mér fannst hvað
mikilvægast á þessu námskeiði eftir á að
hyggja, var félagsskapur hinna kvennanna
og sá styrkur sem þær gáfu mér. Við bárum
upp hugmyndir okkar hver við aðra og rædd-
um þær í fyllsta trúnaði.
Á þessum tíma var ég í viðræðum við
nokkra aðila með kaup á gistiheimili í huga.
En þar sem mikil skuldabyrði fylgdi flestum
þeirra og óöryggi í bókunum, freistaði mín
ekkert af þeim. Þegar námskeiðið hófst var
þessi hugmynd um gistihús að falla um sig,
en hugmyndin að versluninni að fæðast."
Eiginmaður Ásu Maríu er véivirki og hafði
hann smíðað kertastjaka og gefið henni.
„Kveikjan að versiuninni var kertastjakinn.
Eg horfði á stjakann, það var eins og kveikt
væri á myndvarpa, og ég sá verslunina skýrt
fyrir mér. Gjafavöruverslun með handunna
listmuni. Hvorki hefðbundna minjagripaversl-
un né gallerí.
í fyrsta iagi yrði útlit og innréttingar versl-
unarinnar að vera öðruvísi en tíðkast. í öðru
lagi yrði vöruúrval að vera fjölbreytt og var
ég þá sérstaklega með muni handverksmanna
og listamanna utan af landi í huga. Á Húsa-
vík hafði ég til dæmis séð mikla grósku í
handverki. I þriðja lagi yrði verðið að vera
viðráðanlegt."
Ása María vann með hugmynd sína á nám-
skeiðinu og segist auk þess hafa setið tímum
saman í tölvuherberginu við undirbúnings-
vinnu. Staðsetning verslunarinnar var það
fyrsta sem huga þurfti að. Henni var bent á
að verslunarsvæðið við Suðurlandsbraut, það
er að segja bláu húsin í Fákafeni, væri fram-
tíðarsvæði, en þar sem svæðið var nýtt svo
og verslunin líka var þetta í raun tvöföld
uppbygging.
„Það bjargaði mér hversu nísk ég er,“ seg-
ir hún. „Eg ákvað að hafa innrétttingar eins
ódýrar kostur væri en smekklegar, og fékk
eiginmanninn í lið með mér. Hann smíðaði
því allar innréttingar. Ég fékk þó aðstoð utan
frá til að undirbúa veggi undir málningu, en
til dæmis sparaði ég mér það fé sem farið
hefði í gólfefni með því að skrapa upp gólf-
málningu og lakka steininn með glæru lakki.
Ég tók vörur í umboðssölu frá handverks-
fólki úr öllum landsfjórðungum og var eina
fjárbindingin í innfluttu vörunum, sem eru
þó aðeins um 10% af því sem til sölu er. Stofn-
kostnaður var því aðeins um ein milljón króna
og átti ég méstan hluta af því fé sjálf.“
Tólf dögum eftir að námskeiðinu lauk, eða
21. mars, opnaði Ása María verslun sína. „Ég
ákvað að vera ein við afgreiðslu til að byrja
með tii að fá tilfinningu fyrir versluninni. Ég
gerði líka ráð fyrir því að vinna án tekna
fyrsta árið. En þetta hefur gengið betur en
ég átti von á og viðtökur hafa verið jákvæðar."
Morgunblaðið/Kristinn
ÁSA María: Ég ákvað að vera ein við afgreiðslu til að byrja með til að fá tilfinn-
ingu fyrir versluninni. Ég gerði líka ráð fyrir því að vinna án tekna fyrsta árið.
Smíðar og skart, versl-
un Ásu Maríu Björns-
dóttur, selur handunna
listmuni og eru flestir
þeirra eftir íslenska
listamenn og hand-
verksmenn
Of langt mál yrði að telja upp alla þá list-
muni sem í versluninni fást, en flestir eru
þeir litlir um sig og verðbreidd það mikil að
allir ættu að finna eitthvað sem buddan sam-
þykkir.
„Viðskiptavinir hafa sagt að þeir hafi það
á tilfinningunni að þessi verslun sé öðruvísi,"
segir Ása María. „Til dæmis kom hingað
Bandaríkjamaður hvað eftir annað í sumar
og keypti listmuni. Hann vildi endilega að ég
opnaði útibú í Boston og sagði að munir sem
þessir mundu renna út. Enda eru munirnir
sem ég er með geysilega vel unnir og vandað-
ir og því erum við íslendingar fyllilega sam-
keppnisfærir hvað handunna listmuni snertir."
Á RÉTTUM
TÍMA
^ ^ ^ Morgunblaðið/Kristinn
HUGRUN: Ég vil byrja smátt og sjá fyrirtækið vaxa. Á íslandi er eins dauði
annars brauð. Eg vil helst ekki vera þessi dauði!
Reynsla af störfum sölumanns kom Hug-
rúnu Pétursdóttur til góða þegar hún
stofnaði heildsölufyrirtæki sitt í mars á
þessu ári. Lengi hafði hana langað til að
flytja inn lín og var reyndar með ákveðið
umboð í huga, en skorti áræðni til að hefja
framkvæmdir. Hún sótti því námskeiðið hjá
Stjórnunarfélaginu „til að fá það spark“ sem
hún þurfti, eins og hún segir. Heildsala
Hugrúnar Pétursdóttur flytur nú inn dúka,
servítettur, handklæði, sloppa og fleira fyr-
ir hótel, veitingahús og sjúkrahús.
Hugrún hafði unnið hjá heildsölunni
Steinavör í fjögur ár þegar hún hætti þar
í október 1992. Steinavör hafði meðal ann-
ars flutt inn lín frá fyrirtækinu Tissage
Alfred Flamme í Belgíu. Þegar Steinavör
hætti rekstri langaði Hugrúnu til að flytja
inn vörur belgíska fyrirtækisins, en til að
svo mætti verða þurfti hún að stofna fyrir-
tæki.
„Ég sótti námskeiðið hjá Stjórnunarfélag-
inu til að fá þá aðstoð sem ég þurfti til að
hrinda hugmynd minni í framkvæmd,“ seg-
ir Hugrún. „Það var einstakt að koma inn
á námskeiðið, því þar mátti sjá þverskurð
af þjóðfélaginu. Þarna voru listakonur, kon-
ur í stjórnunarstörfum, heimavinnandi hús-
mæður, og margar þessara kvenna höfðu
verið að berjast við atvinnuleysið. Þessi
hópur þjappaði sér saman og átti Fanný
Jónmundsdóttir stærstan þátt í því. Að öðr-
um ólöstuðum var hún frábær. En þarna
fékk ég það spark sem ég var að bíða eftir.
Síðan gerðust hlutirnir hratt fyrir sig.
Meðan á námskeiðinu stóð, eða milli jóla
og nýárs, skrifaði ég belgíska fyrirtækinu
með fyrirspurnir um umboðið, og þeir
hringdu í mig um hæl og sgurðu hvort ég
væri tilbúin að taka við því. Ég fór því utan
strax í janúar og gekk frá samningum við
þá. Þetta er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og
var ég frá upphafi mjög hrifin af vönduðum
vörum þeirra.“
Hugrún hafði unnið sem sölumaður í
mörg ár áður en hún stofnaði fyrirtæki sitt,
fyrst hjá Myllunni og síðar hjá Steinavör.
Arið 1988 settist hún aftur á skólabekk í
Verslunarskóla Íslands, á ferðamálabraut,
og fann að markaðsfræði og auglýsingasál-
fræði áttu vel við hana. Auk þess hafði hún
sótt fjölda sölunámskeiða bæði hér heima
og erlendis og var því enginn nýgræðingur
á þessu sviði.
„Ég byijaði á því að kynna mér allt sem
viðkom stofnun fyrirtækis. Einnig kynnti
ég mér markaðsstærðina, eins og til dæmis
það hversu mörg hótel og veitingahús á
landinu nota dúka, og lá yfir þeirri vinnu
dag og nótt. Síðan varð ég mér úti um
tölvu, fax og símsvara og setti heildsöluna
á stofn, með vörumerkinu HP Lín. Stofn-
kostnaður var um 450 þúsund krónur og
tók ég mér lán fyrir honum.
Ég þekkti markaðinn hér heima ágætlega
og skrifaði því dreifíbréf og hafði samband
við nokkra aðila. Áður en varði var ég kom-
in á kaf í vinnu og mátti varla vera að því
að sækja námskeiðið!
Fyrirtækin sem ég hafði samband við
höfðu áður keypt danskt og belgískt lín.
Nokkrir aðilar þekktu vörur TAF og gæði
þeirra, og hjá öðrum féll þessi vandaða og
fallega framleiðsla í góðan jarðveg. Merki
fyrirtækjanna eru og oft ofin í línið. Þjóðhá-
tíðin og forsetaveislur voru framundan og
hótel og veitingastaðir því tilbúin til að
endurnýja dúka og servíettur. Það má því
segja að ég hafi verið á réttum tíma.
Eg er með allt lín fyrir hótel og veitinga-
hús og ber þar hæst dúka og servíettur.
En ég vil líka ná til íþróttafélaganna og
annarra félagasamtaka með handklæða-
framleiðslu í huga. Handklæðin sem ofin
eru sérstaklega fyrir HM ’95 á ísiandi eru
mjög falleg og er ég einkar stolt af þeim.“
HP Lín, heildsölufyrir-
tæki Hugrúnar Péturs-
dóttur, flytur meðal
annars inn dúka og
handklæði fyrir hótel
og veitingahús
Hugrún segir að reksturinn gangi vel og
að hún hafi nú í tvígang greitt sjálfri sér
laun síðan hún stofnaði fyrirtækið í mars.
yÉg vil byija smátt og sjá fyrirtækið vaxa.
I viðskiptum á íslandi er eins dauði annars
brauð. Ég vil helst ekki vera þessi dauði!
Og ég hef fullan hug á að færa út kvíarnar
með tímanum.“
Samkeppnisaðilar eru margir á markað-
inum og segir Hugrún að það sé af hinu
góða. „Það gerir viðskiptin bara meira
spennandi. Ég er lítið gefin fyrir volæði.
Þegar ég lióf viðskiptin spurði fólk hvort
ég væri ekki með öllum mjalla að stofna
fyrirtæki á þessum síðustu og verstu tím-
um. En mér líst vel á markaðinn og ég
veit að íslandi er ráðstefnuland framtíðar-
innar. Við þurfum bara að venja okkur af
því að hugsa aðeins um eitt ár í senn, held-
ur hugsa mörg ár fram í tímann."