Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 42

Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 42
I 42 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Smáfólk OKAV, LITTLE BROTHEK, RUN OUTTOTHE KITCHEN.AND GET ME A GLA55 OF WATER.. Jæja, litli bróðir, hlauptu fram í eldhús og sæktu mér glas af vatni... BROTHK harassmentí; Hví skyldi ég gera það? Svo þú komist hjá því að verða Iaminn í hausinn! BROÐURAREITNI! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Hvers eiga nýbú- ar að gjalda? Frá Ásmundi Una Guðmundssyni: í JÚLÍ í ár las undirritaður pistil í Morgunblaðinu sem bar jrfirskriftina „Burt með kynþáttahatara“. Að þeim skrifum stóðu 14 þýskir nemar í íslensku við háskóla í Bonn. Und- anfari þeirra skrifa voru greinilega pistlar eftir Magnús Þorsteinsson, Vatnsnesi, þar sem hann ræðst all- harkalega og af óbilgirni að fólki sem flust hefur hingað til lands og kallast nýbúar. Nú 26. ágúst sl. áréttaði Magnús fyrri skrif sín. Er þar aftur höggvið í sama knérunn. Býsnast hann yfir því að norræni kynstofninn sé að hverfa í úreldingu vegna annarra kynstofna sem komið hafa á íslenska grund og blandast blóðböndum við okkur íslendinga. Sem bóndi ætti hann að vita að skyldleiki í skepnum kallar fram allskonar krankleika og vesöld er fram í sækir ef ekkert er gert til úrbóta. Svipað á við um mannfólkið. Líka ætti hann að vita að í íslendingasögunum úir og grúir af frásögnum um herferðir víkinga fyrr á öldum til herfanga á þrælum, aðallega konum. Til hvers! Jú, svo skyldleikinn heima fyrir yrði ekki of mikill. Því má ætla að slík öfga- skrif séu hugarburður einstaks manns, ekki fjöldans eins og Magnús vill vera láta. Að öllu athuguðu erum við íslend- ingar blandaður kynstofn langt aftur í aldir. Eitt enn, eigum við þá að útskúfa ástandsbörnunum, nú mið- aldra fólki, sem varð til á og eftir hernámsárin líkt og Magnús vill gera við nýbúana. Mitt svar er stutt: Nei. ÁSMUNDUR UNI GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. Raunvísindaleg skýring Frá Þorsteini Guðjónssyni: „ÞAÐ er ekki á öllum tímum, að menn verða fyrir lækningum, sem verða ekki skýrðar með raunvísinda- legum hætti ...“ segir séra Geir Waage um slík fyrirbæri almennt, eftir komu kraftaverkamannsins Hinns frá Ameríku hingað til lands (DV 23. ágúst). Ég vek athygli á setningunni um, að slíkar lækningar „verði ekki skýrðar með raunvísinda- legum hætti“. Þarna virðist mér séra Geir vera á hálum ís, fullyrða meira en hægt er að standa við. Og staða hans er jafnvel veikari en margra annarra, því að fyrir 4-5 árum hefði hann ekki þurft að ganga nema tvo kíló- metra í austurátt, til manns, sem þar bjó, og hefði sá maður getað frætt hann um rétta raunvísindalega skýringu. Skýringin á því, að maðurinn Hinn gat látið menn detta aftur fyrir sig með því einu að beina fingri (án dáleiðslu) er sú, að kraftur verkar milli hans og sjjúklingsins og ber að líta á þetta sem náttúrufyrirbæri (lífaflfræðilegt) en ekki guðfræðiat- riði. Benni Hinn var stillir (determin- ant) að orkunni sem streymdi í hvern þann sjúkling, sem varð hennar var, og var því ekki veitandi lækningar á annan hátt en með fyrirbæninni, sem er stilliáhrif. Það er mjög lofs- vert, að Morgunblaðið skyldi segja í fyrirsögn að „kosmiskir kraftar" séu þarna að verki, en ekki finn ég þau orð í texta fréttarinnar. Hvort fyrir liggja staðfest læknisfræðileg dæmi urti bata er nokkuð annað mál, íjöldi slíkra dæmi er til úr ólík- ustu áttum og má af því draga álykt- anir. Séra Geir er fróður maður og skemmtilegur og veiti ég jafnan at- hygli því sem frá honum kemur. Treysti ég því, að hann veiti nú at- hygli því, sem hér er á minnst og taki það til greina. Fyrir mitt leyti er ég ekki í vafa um, að slík afstaða hans gæti orðið íslensku kirkjunni til meiri blessunar en jafnvel nokkuð annað sem hún aðhefst. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. PníðmannlegTir leikur Frá Páli Jóhannessyni: Sunnudaginn 21. ágúst horfði undirritaður á leik Þórs og Fylkis í 4. flokki karla á Akureyri. Leikur- inn, sem var mjög mikilvægur fyrir bæði liðin, var bæði skemmtilegur og prúðmannlega leikinn af báðum liðum. En skugga bar þó á þegar markmaður Fylkis meiddist og var fluttur á brott í sjúkrabíl. Atvik þetta var óhapp sem engum verður kennt um. Þess vegna var ég alveg steinhissa þegar ég svo las grein í Morgunblaðinu 24. ágúst þar sem þjálfari Fylkis hafði stór orð um hve grófir og ruddalegir leikmenn Þórs hefðu verið og taldi ástæðu til að kvarta undan Þórsurum til KSI. Nú gæti maður spurt, var þessi maður ekki staddur á vellin- um? Varla, en ég veit þó betur því hegðun mannsins og röflið í honum á og við hliðarlínu vallarins er hon- um ekki til framdráttar. Honum væri nær að líta í eigin barm áður en hann ræðst á aðra. Þeir þjálfarar Þórs sem að 4. flokki standa, Jónas Róbertsson, Gísli Bjarnason ásamt Siguijóni Magnússyni, hafa hingað til þótt mjög góðir þjálfarar og ávallt hefur verið talað um hve prúðir og agað- ir strákarnir eru sem þeir hafa þjálf- að, og gat ég ekki séð að neitt skorti á í áðurnefndum leik. Fylkir vann Þór í þessum leik og óska ég þeim til hamingju með sigurinn en mínir menn eru úr leik og vona ég að Fylkir fari alla þá leið sem ég vildi að Þórsarar hefðu farið. Markmanni Fylkis óska ég góðs bata. PÁLL JÓHANNESSON, Bröttuhlíð 8, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.