Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D 214.TBL.82.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Geislaeft- Mannfall er óeirðalögregla ræðst á stuðningsmenn Aristides irlit við N-Noreg Ósló. Morgunblaðið. NORSKIR tollverðir hafa með aðstoð hersins kannað hvort rússnesk skip undan ströndum Finnmerkur eru með geislavirk- an farm um borð. í þessum leynilegu aðgerðum var notast við geigerteljara sem mælir geislavirkni. Yfirmenn tollgæslunnar segja ástæðu leitarinnar ekki þá að ábendingar hafí borist um geislavirk efni um borð í skipunum, heldur vilji menn komast að raun um hversu við- tækt smygl kunni að vera. Bandaríkjaher óttast að dragast ínn í átök á Haítí New York, Port-au-Prince. Reuter. EINN óbreyttur borgari féll og fjölmargir særðust er haítísk óeirðalög- regla, hliðholl herforingjastjórn landsins, réðst með bareflum á stuðn- ingsmenn Jean-Bertrands Aristides, útlægs forseta landsins, sem safn- ast höfðu saman til að fagna bandarískum hermönnum. Samkvæmt samkomulagi Bandaríkjastjórnar við herforingjastjórnina sjá'innlendar sveitir áfram um löggæslu og höfðu bandarísku hermennirnir því ekki leyfi til að hafa afskipti af aðgerðum lögreglunnar. Eru ráðamenn í bandaríska hernum farnir að óttast að Bandaríkjaher muni dragast inn í innbyrðis átök íbúa á Haítí, ef fram fer sem horfir. Reuter EINN féll er lögregla, hliðholl herforingjastjórninni, réðst að stuðningsmönnum Aristides. Aristide gaf loks í gær út stutta yfirlýsingu um Haítí en hún vakti einkum athygli sakir þess að þar minntist hann ekki á samkomulag sem gert var við herforingjastjórn- ina í Port-au-Prince á sunnudags- kvöld. Bill Clinton forseti vék sér hjá því að svara spurningum um af- stöðu Aristide er hann hitti blaða- menn skömmu eftir að yfirlýsingin birtist. Þúsundir bandarískra her- manna gengu á land víða meðfram strönd Haítí í gær og tóku sam- göngumannvirki á sitt vald. Cedras áfram á Haítí? Aristide hafði ekkert látið frá sér fara frá í síðustu viku og var af- stöðu hans beðið með eftirvænt- ingu. Þykir yfírlýsingin til marks um óánægju hans með samkomu- lagið sem Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, náði á sunnu- dagskvöld við ráðamenn á Haítí. Gerir það ráð fyrir að herforingja- stjórnin fari frá 15. október, Ar- istide komi þá aftur til valda og lýðræðislegum stjórnarháttum verði komið á. Raoul Cedras hverfur ekki frá Haítí þegar herforingjastjórnin hef- ur sagt af sér, að sögn Charles Davids, utanríkisráðherra landsins. Gaf hann jafnvel til kynna að Cedr- as hefði pólitísku hlutverki að gegna og ástæðulaust yrði því fyrir hann að fara úr landi. David sagði að ríkisstjórnin færi ekki frá nema þingið samþykkti áður iög er tryggði henni sakaruppgjöf. Óljóst samkomulag Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði i gær að skýringa væri þörf á ýmsum ákvæðum sam- komulagsins sökum þess hve óljós þau. væru. Þar væri t.a.m. engin ákveðin dagsetning tilgreind um heimkomu og valdatöku Aristide. Sömuleiðis vissu menn ekki hvað átt væri við með því að herforingjar færu á „eftirlaun með fullum heiðri“, án þess að fara úr landi, eins og ráð hefði verið fyrir gert. John Shalikashvili, forseti herfor- ingjaráðsins, sagði í gær að gera yrði ráð fyrir að bandarískar her- sveitir yrðu frekar mánuði en vikur á Haítí. Sagði hann að þrátt fyrir góðar viðtökur í fyrstu yrðu sveit- irnar að vera varar um sig og rifj- aði í því sambandi upp góðar mót- tökur sem bandarískar sveitir fengu er þær voru sendar til Sómalíu. Dante Caputo, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Haítí, sagði í gær af sér en hann hefur undan- farin tvö ár reynt að semja um að herforingjastjórnin hverfi frá völd- um. í bréfi til framkvæmdastjóra SÞ kvartaði hann yfir því að ekkert samráð hefði verið haft við hann af hálfu Bandaríkjastjórnar. ■ Flugvélar/16 Reuter JOHN Major og Nelson Mandela rita nöfn sín á krikket-kylfu með nöfnum leikmanna í landsliðum beggja ríkjanna. Fyrsta heimsókn í rúma þrjá áratugi Höfðaborg. Reuter. Gengið til kosninga í Danmörku Kjósendur telja niðurstödiuia engubreyta Kaupmannahöfn. Reuter. Azerbajdzhan Samið um olíuvinnslu Moskvu. Tho Daily Telegraph. HÓPUR vestrænna fyrirtækja, undir forystu British Petroleum og Statoil, undirritaði í gær samkomu- lag -yið stjórnvöld í Azerbajdzhan um olíuvinnslu í Kaspíahafi. Er þetta í fyrsta skipti sem vestræn olíufyrirtæki ná aftur fótfestu í fyrrum Sovétríkjunum frá því 1917. Rússnesk stjórnvöld gagnrýndu samninginn þegar í stað og sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanrík- isráðuneytinu að hann yrði ekki virtur. Gaidar Alejev, forseti Azerbajdz- han, sem er fyrrverandi herforingi í KGB og sat í æðstaráði sovéska kommúnistaflokksins í tíð Brez- hnevs, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af athugasemdum Rússa og tók fram að rússneska olíufyrir- tækið Lukoil ætti 10% aðild að fyrir- tækjahópnum. Þá hefðu rússnesk stjórnvöld fullvissað hann um það á síðasta ári að Azerar hefðu óskor- að vald yfír olíulindum á Kaspíahafi. Talið er nauðsynlegt að ná sam- komulagi við Rússa þar sem líklega mun reynast nauðsynlegt að flytja olíuna um Rússland til Vesturlanda. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, hét því í gær í Höfðaborg að Bretar myndu styðja Suður-Afríku með sem svarar um tíu milljörðum króna næstu þtjú árin. Breskur for- sætisráðherra hefur ekki heimsótt Suður-Afríku frá því að Harold Macmillan ávarpaði þing hvíta minni- hlutans, árið 1960 og sagði „vinda breytinga" blása um Afríku. Skömmu eftir heimsókn Macmill- ans sögðu Suður-Afríkumenn skilið við breska samveldið og stofnuðu lýðveldi. Major sagði að pólitíska óveðrinu sem vindar breytinganna hefðu komið af stað væri að slota og nú væru löndin á ný tengd í sam- veldinu. „Ég er hingað kominn til að lífga við gamla vináttu, rétta nýrri Suður-Afríku höndina, hefja nýtt skeið, leggja áherslu á ný tengsl milli landsins ykkar og míns.“ POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hvatti kjós- endur í gær til þess að gera íjög- urra flokka stjóm jafnaðarmanna og miðjuflokka kleift að halda áfram góðu starfi sínu. Gengið er til kosninga í dag, mið- vikudag, og er jafnaðarmönnum og vinstriflokkum spáð sigri en tveimur siórnarflokkum fylgistapi. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Radikale varaði í gær við því að ynnu borgaraflokkarnir kosn- ingarnar og tækju upp samstarf við Framfaraflokkinn, sem lengst er til hægri í dönskum stjórnmálum, gæti það stefnt 'stefnu Danmerkur í Evr- ópumálum í hættu. Sagði hann að koma yrði í veg fyrir vandamál á borð við þau sem upp komu er Dan- ir felldu Maastricht-sáttmálann árið 1992. „Nú gengur allt betur í Dan- mörku. Við höfum unnið vel í efna- hagsmálunum. Leyfið okkur að ljúka þessu starfi,“ sagði Nyrup Rasmussen í sjónvarpskappræðum í fyrrakvöld. Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre, sagði stjórnina hins vegar hafa hafið mikla neysiu- hátíð en reikningurinn myndi hins vegar ekki berast fyrr en síðar. Fylgi stjórnarflokkanna og tveggja vinstriflokkdr hefur verið svipað í skoðanakönnunum síðustu daga, í könnun sem birt var í Berl- ingske Tidende í gær, var fylgi stjórnarinnar 41,3% en vinstriflokk- anna 11,9, samtals 53,2%, en fylgi íhaldsflokksins 13,4%, Venstre 24,5% og Framfaraflokksins 6,2%, samanlagt 44,2%. ■ Reikulir/29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.