Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
_________________________________FRÉTTIR__________________
Davíð Oddsson forsætísráðherra á ríkisstjórnarfundi í gær
Sjö ára kyrrstöðutíma-
bili er væntanlega lokið
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að á
næsta ári verði hægt að greiða niður erlendar
skuldir þriðja árið í röð, en það hefur ekki gerst
áður síðastliðna hálfa öld. Hann segir að nánast
allar spár um bata í efnahagslífinu sem áður
hefði verið rætt um myndu standast varðandi
þau efni sem að stöðugleika lúta, svo sem gengi,
verðbólgu og vexti. Forsætisráðherra gerði grein
fyrir þessu á ríkisstjómarfundi í gær.
Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið að þær
batahorfur í efnahagslífinu sem menn þóttust
sjá fram á í sumar stæðust og gott betur, þann-
ig að séð væri fram á mjög jákvæðan uppgang
í efnahagslífínu á næstunni.
Dregur úr atvinnuleysi
„Forsendur fyrir lágum vöxtum munu styrkj-
ast þar sem ríkissjóðshallinn verður á næsta ári
minni en við höfum áður unnið með, og hagvöxt-
ur verður allnokkur bæði á þessu ári og hinu
næsta. Þannig að sjö ára kyrrstöðutímabili er
þar með væntanlega lokið. Við munum borga
niður erlendar skuldir þriðja árið í röð og er það
í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyijaldar
sem það gerist þtjú ár í röð, og ekki eru marg-
ar þjóðir að gera það um þessar mundir. Ríkis-
sjóðshallinn hjá okkur verður mun minni en í
langflestum OECD-ríkjum, atvinnuleysi verður
minna á þessu ári en spáð var í upphafi árs, og
á næsta ári er spáð minna atvinnuleysi en menn
spáðu á þessu ári. Þannig að allt stefnir þetta
í mjög jákvæða tölu hvað þetta varðar," sagði
Davíð.
Mikill viðbúnaður vegna stroks þriggja fanga af Litla-Hrauni
Náðust fljót-
lega í námunda
við fangelsið
Morgunblaðið/Júlíus
LÖGREGLA stöðvaði bifreiðar á mótum Þrengslavegar og Hell-
isheiði meðan á leitinni að strokuföngunum þremur stóð.
ÞRÍR fangar struku af Litla-Hrauni
um kl. 16 í gær. Þeir náðust allir
á innan við tveimur stundum og
voru fluttir í Síðumúlafangelsið.
Líklegt er að þeir dvelji þar í ein-
angrun um tíma, en agaviðurlögum
af því tagi er beitt við strok.
Gústaf Lilliendahl, forstjóri fang-
elsisins, sagði að mennimir hefðu
verið að fara í útivistartíma þegar
þeir tóku á rás í burtu. „Fangaverð-
imir sáu strax til þeirra,“ sagði
Gústaf. „Einn stefndi austur, en
hinir tveir hlupu inn í byggðina á
Eyrarbakka. Fangaverðir náðu öðr-
um í jaðri bæjarins, en hinn hvarf
inn á milli húsa. Það var alltaf ljóst
á hvaða svæði hann væri, en það
tók fangaverði nokkurn tíma að
hafa uppi á honum inni á milli
húsa.“
Fanginn sem hljóp í austurátt
faldi sig og fannst síðastur stroku-
fanganna, þótt hann væri næst
fangelsinu. „I hans tilfelli var einn-
ig alltaf Ijóst á hvaða svæði hann
væri, svo það var bara tímaspurs-
mál hvenær hann. næðist," sagði
Gústaf.
Lögregla lokaði vegum
í nágreninnu
Lögregla á Selfossi og á höfuð-
borgarsvæðinu var látin vita af
stroki þremenninganna um hálf-
tíma eftir að þeir tóku til fótanna.
Þá var öllum vegum í nágrenninu
lokað og lögregla leitaði í hverri
bifreið. Gústaf var inntur eftir því
hvort liðið hefði of langur tími þar
til liðsinnis lögreglu var leitað. „Ég
tel viðbrögð fangavarðanna hafa
verið hárrétt," svaraði hann.
Þremenningamir vom fluttir í
Síðumúlafangelsið til yfírheyrslu.
Þeir em að afplána dóma fyrir
þjófnaði og fals, en Gústaf sagði
að þeir væm ekki taldir hættulegir.
í bígerð að Eintak og
Pressan hætti að
koma út
Útgáfa
nýs blaðs
undirbúin
SAMNINGAVIÐRÆÐUR hóps
ijárfesta sem hyggja á stofnun
félags um blaðaútgáfu eru komnar
á lokastig samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Jóhann Óli Guð-
mundsson, forstjóri Securitas og
einn þeirra sem að málinu koma,
segir allar horfur á að slík útgáfa
verði að vemleika en málin muni
skýrast á næstu dögum.
Jóhann Óli segir hugmyndir
hafa verið uppi um að út kæmi
eitt blað og horft sé til þess að
vikublöðin Pressan og Eintak
hverfí af markaðinum. Nýtt blað
komi jafnvel út undir nýju heiti.
Jóhann Óli segir eignaraðild að
slíku útgáfufélagi verða dreifða
og meginsjónarmiðin í þeim efnum
séu að enginn einn eða tveir aðilar
verði afgerandi stærstir í slíku
félagi. Fjárhagslegur gmndvöllur
blaðsins sé mjög sterkur. Hann
segir engar ákvarðanir hafa verið
teknar um hvort einhverjir núver-
andi starfsmanna Eintaks og
Pressunnar verði ráðnir af nýju
félagi, en hann telji þó víst að svo
verði. Ritstjórar nýs blaðs myndu
hafa með þá þætti að gera.
Oddi aðili
Þorgeir Baldursson, forstjóri
prentsmiðjunnar Odda sem hefur
prentað bæði Pressuna og Eintak,
staðfesti í samtali við Morgunblað-
ið að fyrirtækið myndi koma að
slíkri útgáfu en ekki væri tíma-
bært að ræða hvort Oddi yrði hlut-
hafi í nýju útgáfufélagi. Eigendur
Eintaks og Pressunar yrðu minni-
hlutaaðilar að nýju fyrirtæki.
Stjóm nýs félags myndi ákveða
hvort haldið yrði út vikublaði eða
dagblaði.
íslenskur heílaskurðlæknir lék sjálfan sig í sviðsetníngu alvarlegs slyss
ÍSLENSKUR heilaskurðlæknir í
Linköping í Svíþjóð, Steen Magnús
Friðriksson, lék sjálfan sig í sænska
sjónvarpsþættinum SOS sem sýndur
var á sjónvarpsstöðinni Kanal 4 í
gærkvöldi. í SOS em settir á svið
af mikilli nákvæmni raunverulegir
atburðir sem þykja dramatískir eða
á annan hátt í frásögur færandi, svo
sem alvarleg slys eða óhöpp í Svíþjóð
er hafa endað vel. Þátturinn í gær
fjallaði um slys sem átti sér stað
árið 1992, þegar ung kona í litlum
bæ skammt frá Linköping sótti fímm
ára son sinn í sund og ók yfír lestar-
spor á heimleiðinni. Hún tók ekki
eftir aðvífandi lest sem skall á bíln-
um, dró hann með sér langa leið
eftir teinunum og gjöreyðilagði.
Á seinustu stundu
Drengurinn, Johan, kastaðist út
úr bílnum og slasaðist mjög mikið.
Steen, sem hefur starfað í Svíþjóð
síðan 1990 og öðlaðist nýverið rétt-
indi til að verða sérfræðingur í heila-
skurðlækningum, segir að um tíma
hafí litið út fyrir að drengurinn myndi
ekki lifa af. „Röð atvika varð til að
bjarga lífí hans; fyrir það fyrsta var
einn farþega í lestinni reyndur
sjúkraliði sem af tilviljun var með
sogflösku á sér. Johan var meðvit-
undarlaus með mikla höfuðáverka
og bijóstholsáverka og mikið blóð í
vitum og var nær hættur að anda
þegar farþegamir í lestinni komu að
honum. Sjúkraliðanum tókst að sjúga
blóðið upp úr vitum hans og koma
önduninni af stað. Móðirin var einnig
rænulaus en reyndist minna sködduð
og náði sér fljótt. Skömmu eftir að
sjúkrabíll frá Háskólasjúkrahúsinu í
Linköping kom á vettvang hætti
Bjargaði lífi
fimm ára drengs
STEEN Magnús Friðriksson heilaskurðlæknir
ásamt dóttur sinni Unu Björgu.
hjarta drengsins að slá, og
það var ekki fyrr en skömmu
áður en hann kom á spítal-
ann sem hjartahnoð bar
árangur og það fór í gang
að nýju. Eg var á vakt á
heilaskurðdeild og var kall-
aður til niður á bráðamót-
töku þegar drengurinn kom
í hús. Hann reyndist þá vera
með víð og stíf Ijósop á báð-
um augum, sem yfírleitt er
mjög slæmt merki og þýðir
að heilinn sé annaðhvort að
því kominn að deyja eða óaft-
urkræfur dauði hefur átt sér
stað. Mín fyrstu viðbrögð
voru að segja starfsfólki
bráðamóttöku að þetta væri
of seint. Við gætum sent
hann í heilasneiðmyndatöku
og séð um hvaða skaða væri að
ræða, en vonlaust væri að bjarga
honum. Nokkrum augnablikum
seinna sýndi drengurinn mjög veik
viðbrögð og annað ljósopið dróst
saman, þannig að ég skipti snögg-
lega um skoðun. í stað þess að senda
hann í sneiðmyndatöku og gera
rannsókn, sem þarf að gera í nánast
öllum tilvikum, fórum við beint með
hann í aðgerð, með Iátum ef svo
má segja. Aðgerð án rannsóknar er
gerð í einstaka tilfeilum, þegar mað-
ur metur stöðuna svo að aðeins sé
um örfáar sekúndur eða mínútur að
tefla. Maður er þó ekki viss um hvaða
skaða sé að ræða, hvemig blæðingin
hagi sér o.s.frv., heldur verður að
fara eftir ytri áverkum og að vissu
leyti eftir eðlisávísun. Drengurinn
reyndist vera með mjög slæmt
höfuðkúpubrot og mikla
blæðingu undir þykku heila-
himnunni, sem klemmdi allt
blóðflæði til heilans og setti
geysilegan þrýsting á almikil-
vægustu stöðvar heilans.
Hann þolir ekki slíkan þrýst-
ing nema í örstutta stund.
En sem betur fer náðum við
í tíma, því eftir aðgerðina
braggaðist strákurinn furðu
fljótt og er í dag eðlilegur að
öllu leyti,“ segir Steen.
Viðbrögð leikmanna
mikilvæg
Kanal 4 gróf upp þetta at-
vik og ákvað að sviðsetja það
í þættinum. „Þetta er hlutur
sem tilheyrir okkar daglega
lífí á heilaskurðdeild, en sjónvarpið
þefar upp tilvik af þessum toga og
hefur annað mat á þessum hlutum
en við,“ segir Steen Magnús. „Þeir
settu á svið áreksturinn og atburða-
rásina eins og hún lagði sig og kvik-
mynduðu meðal annars á sjúkrahús-
inu þar sem hluti af aðgerðinni var
endurskapaður. Það var nánast til-
viljun að ég lenti í því að leika sjálf-
an mig, því ég var í sumarfríi þegar
fyrstu upptökur voru gerðar og búið
var að fá starfsfélaga minn til að
gegna mínu hlutverki. Tökur töfðust
hins vegar einhverra hluta vegna
þannig að ég var staddur á skurð-
stofúnni þegar ujsptökur áttu að
hefjast að nýju. Ég heyrði að þeir
væru að sviðsetja þennan tiltekna
atburð og þannig vildi til að eftir
aðgerðina 1992 fór ég í sumarfrí og
sá því aldrei strákinn; Ég ætlaði því
að heilsa upp á hann, en þá kom í
ljós að hann hafði ekki treyst sér til
að taka þátt í sviðsetningunni og
vinur hans hljóp í skarðið. Þá fréttu
sjónvarpsmennirnir að ég væri sá
sem hafði gert aðgerðina á sínum
tíma og báðu mig um að taka hlut-
verkið að mér. Ég tók vel í það, þvi
draga má lærdóm af þáttum á borð
við SOS, auk þess sem þeir vekja
oft almenning til umhugsunar um
að nauðsynlegt sé að öðlast grund-
vallarþekkingu á slysum, fyrstu hjálp
og endurlífgun. Þrátt fyrir alla þá
nútímatækni sem sjúkrahús ráða
yfir, skipta mjög oft sköpum fyrstu
viðbrögð á slysstað og sú meðhöndl-
un sem sá slasaði fær þar. Við slík-
ar aðstæðar geta vegfarendur og
aðrir leikmenn gegnt lykilhtutverki.
Þættir eins og SOS gefa almenningi
einnig nokkra innsýn í hvernig vinna
á sjúkrahúsum fer fram og að í ein-
stökum tilfellum geta skyndiákvarð-
anir verið mikilvægar og skilið á
milli lífs og dauða."
Steen kveðst enn ekki hafa hitt
Johan .þrátt fyrir að venja sé að
læknar fylgist með sjúklingum sín-
um. Hann ætli þó að öllum líkindum
að hafa samband við drenginn innan
tíðar.
V
i
I
i
I
I
I
I
I
I
fi
fi
1
I
fi
l
I
I
t
1
t
t
t
í