Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Uppselt er á allar sýningar Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna Kristján hlað- inn verkefnum næstu vikur Uppselt er á allar átta sýningar á óperu Verdis, Valdi örlaganna, í Þjóðleikhúsinu. Kristján Jóhannsson syngur aðrar átta sýn- ingar á tímabilinu frá 25. nóvember til 10. desember. Hann hverfur af landi brott í millitíðinni og verður hlaðinn verkefnum næstu tvo mánuði. ^ Morgunblaðið/Kristinn Á fullri ferð KRISTJÁN Jóhannsson í hlutverki sínu í Valdi örlaganna í Þjóð- leikhúsinu en uppselt er nú á allar átta sýningar á óperunni og verður Krislján önnum kafinn áður enn hann kemur aftur. „ÞAÐ verður mikið heimshorna- flakk á mér en mér þykir ljúft að vera önnum kafinn og er ánægðast- ur þannig,“ segir Kristján. Hann segist vera afar hamingjusamur með viðtökur á Valdi örlaganna hér, „ekki síst þar sem ég verð að að játa að hafa verið ögn óttasleg- inn eftir allt sem undan er gengið, en sá ótti hefur ekki reynst á rökum reistur,“ segir Kristján. Nýr stjórnandi mun taka við Barbacini á sýningunum í vetur, ítalinn Rico Saccani, sem eins og Barbacini er góðvinur Kristjáns og aðalgestastjómandi við Sinfóníu- hljómsveitina í Búdapest, en þess má geta að þegar Saccani þreytti frumraun sína í Bandaríkjunum stýrði hann Pavarotti í La Boheme. Saccani stýrði viðhafnartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands um seinustu helgi. Einnig mun Gunn- steinn Óiafsson stýra nokkrum sýn- ingum og kveðst Kristján búast við góðu af honum, enda hafi Gunn- steini gengið afar vel með kórstjórn sína í Valdi örlaganna. „Ég hugsa að við höfum aldrei átt betri óperu- kór hérlendis, hvorki fyrr né síðar, bæði hvað varðar söng, leik og all- ar sviðshreyfingar," segir Kristján. Aríur í járnnámu Vinnulota Kristjáns eftir að hann fer af landi brott hefst á gerð sjón- varpsþáttar á vegum þýska sjón- varpsins fyrir Evrópumarkað. Þátt- urinn er alfarið helgaður tónlist og verður hún hljóðrituð í Múnchen en tökustaðir eru m.a. i Köln, Dússeldorf og í Tannháuser Halle í Aachen og öðrum þekktum stöð- um í Þýskalandi. Tónlistin verður bæði gefin út á mynd- og geisla- plötu af Sony Classics. „Þýska sjón- varpið vill færa óperutónlist nær hinum almenna borgara og setur því þáttinn í nútímalegt form undir yfírskriftinni lifandi tónlist. Ég veit t.d. að ég syng sumar aríurnar í gamalli járnnámu í Aachen með tilheyrandi reykjarmekki og eldg- læringum bak við mig. Nessun Ðorma úr Turandot syng ég í gam- alli lestarstöð í Ðsseldorf um há- nótt. í frjálslegri þýðingu merkir Nessun Dorma Mér er ekki svefn- samt, og það er óskaplega einkenn- andi fyrir stemmninguna á lestar- stöðvum að sitja þar aleinn á óguð- legum tíma og vera ekki svefn- samt. Tilgangurinn er auðvitað að búa til nokkurs konar heillandi stemmningu sem höfðar til fólks, ekki ósvipað og í tónlistarmynd- böndum, og gæti orðið mjög skemmtilegt. Ég vænti mikils af þættinum og útgáfunni á geisla- plötunni, því þá er fyrsta skrefið stigið að komast inn á þennan mikla markað og ekki er verra að vera í för með risanum Sony,“ seg- ir Kristján. í október heldur Krist- ján síðan til upptöku á Aidu eftir Verdi í heild sinni fyrir Naxos- geislaplötuútgáfuna, sem er ein stærsta útgáfa sígildrar tónlistar í heiminum og hefur farið nýjar leið- ir við upptöku og gerð hljóðritana sinna sem hefur skilað fyrirtækinu ótal verðlaunaplötum og margvís- legum viðurkenningum öðrum. Einsöngskaflar Aidu verða hljóðrit- aðir í Lundúnum en kórsöngur með einsöngsköflum í Dyflinni og telur kórinn 1.500 manns. Einnig verður tekið upp og sett á markað mynd- band af flutningi söngvaranna á Aidu. Syngur á dönsku Plötuupptökum Kristjáns linnir ekki við þetta, því á næsta ári hljóð- ritar hann fyrir þýska stórfyrirtæk- ið Decca. Geislaplatan er gefin út í tilefni af því að Kaupmannahöfn er mennningarborg Evrópu 1996. „Blessaðir Danirnir hafa alltaf ver- ið í vandræðum með tenóra og leit- að til íslenskra tenóra eins og Stef- áns íslandi, Magnúsar frænda míns Jónssonar og Einars Kristjánsson- ar. Þeir ætla nú að heiðra Carl Nilsen, eitt helsta tónskáld þeirra, með upptöku á óperunni Masqu- erade. Við munum auk þess troða upp í Tívolígarðinum 1996 og syngja óperuna í heild sinni, ásamt því að fara í tónleikaferð með óper- una til Vínar, Lundúna, Brussel og víðar. Ég verð að syngja „pá dansk“ þannig að það er tímabært að finna kartöflu í næsta garði og tálga hana til,“ segir Kristján og hlær dátt. Kristján mun ennfremur syngja fimm sýningar á Cavaleria Rustic- ana í Metropolitan-óperunni í New York áður en hann kemur aftur til íslands í nóvember. Eftir sýningar hér syngur hann síðan í Aidu á jóladag og fram að þriðja í jólum í Múnchen en þá kemst hann í lang- þráð jólafrí „sem ég tek líklega í snjónum í Ölpunum," segir Krist- ján. Mjólkurkaup verslunarinnar Hagkaups af Mj ólkursamlagi Borgfirðinga INDRIÐI Albertsson, mjólkurbús- stjóri Mjólkursamlags Borgfírðinga, segir að mjólkursamlagið sé ekki til- búið til að flytja mjólk að mörkum dreifingarsvæðis mjólkursamlagsins fyrir Hagkaup. Samlagið er heldur ekki tilbúið til að lækka verð mjólkur- innar sem nemur dreifingarkostnað- inum, sem innifalinn er í verði henn- ar. Fyrir þessari afstöðu segir Indr- iði liggja margvíslegar ástæður. „Við getum ekki bara horft á þetta með tilliti til Hagkaups heldur hvað gæti gerst ef við tækjum þessi skref gagnvart öllum öðrum. Smásöluaðil- ar í Reykjavík skipta hundruðum og við erum hræddir við afleiðingamar ef einhver fjöldi fer að fara fram á að við afhendum við kant á þjónustu- svæði. Það er á þessum forsendum sem við fögnum þessum viðskiptum í rauninni ekki því við erum ekki í aðstöðu til að þjóna nema broti af Reykjavíkurmarkaðnum og við látum okkar heimamarkað ganga fyrir,“ segir Indriði. Pakkarnir krónu ódýrari Indriði segir einfalda ástæðu fyrir því hvers vegna umbúðir á lands- byggðinni séu ekki eins og á höfuð- borgarsvæðinu. Mjólkursamsalan í Reykjavík hafi skipt yfir í pakkana vegna þess að þær umbúðir séu krónu ódýrari en fernurnar. Það hafí þótt nægur rökstuðningur eitt og sér. Vélamar séu þó aðeins gerðar fyrir eina stærð af pökkum. Vegna stærðar markaðarins geti MS verið með vélasamstæðu fyrir hveija stærð. Litlu samlögin séu hins vegar „Er ekki í að- stöðu til að fagna viðskiptunum“ STARFSMAÐUR Hagkaups með mjólkurfernu úr Borgarnesi. með fernurnar vegna þess að áfyll- ingarvéiamar geti fyllt á allar stærð- ir, 0,25 lítra umbúðir, 0,5 lítra og 1 lítra. Þau myndu ekki hafa bolmagn til að vera með margar samstæður. Indriði segir að mjólkursamlögin í landinu hafi tekið á sig allar hækk- anir á umbúðum, verðlagshækkanir, gengisfellingar og annað í fjögur ár án þess að fá eyri í aukinn vinnslu- og dreifingarkostnað. „Það getum við bara með því að vera svona leiðin- legir. Mönnum finnst merkilegt að við skulum vera svona geðvondir en við viljum einfaldlega sjá hvaða af- leiðingar hlutimir hafa. Okkur er ekki illa við Hagkaup og við vildum gjaman gera öllum til hæfis en það kostar peninga og við getum ekki velt kostnaðinum út í mjólkurverðið." Tekur tíma að útvega umbúðir Hagkaup leitaði til Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi eftir kaupum á mjólk í femum. Þar þurftu Hag- kaupsmenn að snúa við vegna þess að ekki voru til kassar til að afhenda mjólkina í. í Borgarnesi var vanda- málið leyst þannig að mjólkinni var pakkað í plast og hún afhent á brett- um. Að sögn Guðmundar Geirs Gunnarssonar, framleiðslustjóra MBF, á mjólkurbúið kassa og hjóla- vagna fyrir sinn heimamarkað og ekkert umfram það. Það sem Hag- kaup hafi farið fram á að kaupa sé svo mikið magn miðað við þær ein- ingar sem MBF selji á heimamarkaði að það hefði þurft góðan tíma til að kaupa umbúðir erlendis frá. STUTT Trillum skýlt í stórviðri Ólafsvík. Morgunblaðið. UPP úr hádegi í gær rauk upp með sunnan stórviðri á Ólafs- vj'k og þegar leið á daginn tók sjórinn á víkinni að ijúka eins og mjöll. Nokkrir litlir bátar fóru á sjó í gærmorgun og fengu hann grimman. Síðdegis mátti svo sjá Friðrik Bergmann SH, Ingibjörgu og fleiri báta skýla trillunum á bak við sig heim víkina og inn í hafnarmynnið. Sannaðist þá sem oftar að ber er hver að baki nema sér bróð- ur eigi. Bensínaf- greiðsla við Gylfaflöt BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að úthluta byggingar- rétti fyrir söluturn og bensín- afgreiðslu og skilda starfsemi á 2.500 fermetra lóð nr. 1 við Gylfaflöt. Úthlutunin er til sama aðila og hafði árið 1992 fengið úthlutað byggingarrétti fyrir starfsemina á lóð við Gagnveg, en borgarráð féll á sínum tíma frá þeirri sam- þykkt vegna mótmæla sem bárust frá íbúum í nágrenninu. Úthlutun lóðarinnar við Gylfaflöt er með fyrirvara um að skipulagsstjórn ríkisins fall- ist á staðsetningu bensín- afgreiðslu á lóðinni. Ennfrem- ur er fyrirvari um að sam- komulag verði um uppgjör við lóðarhafa á kostnaði við hönn- un söluturns, þ.e. gerð bygg- ingamefndarteikninga, á lóð- inni við Gagnveg. Svalbarðasam- komulagið Fiskifélagið vill fund FISKIFÉLAG íslands hefur beint þeirri áskorun til stjórn- valda að komið verði á fundi aðildarríkja Svalbarðasamn- ingsins. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segir að bréf með áskorun Fiskifélagsins hafi verið kynnt á ríkisstjórnar- fundi í gær, en hins vegar hefði ekki verið tekin nein efnisleg afstaða til þess á þessu stigi. Grunnskólaskák Island varði titilinn SKÁKSVEIT Æfíngaskóla Kennaraháskólans varði Norðurlandatitil sinn í grunn- skólaskák í Gausdal í Noregi um helgina. íslenska sveitin vann ör- uggan sigur á mótinu. í sveit- inni, sem var óbreytt frá, því í fyrra, voru Arnar E. Gunn- arsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Oddur Ingimarsson og Davíð Ó. Ingi- marsson. Fararstjóri og fyrir- liði var Ólafur H. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.