Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 7

Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 7 I I I ) í > > > I I :> I I V FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli BISKUP og sendiráðsprestur takast í hendur eftir að sá fyrr- nefndi'hafði verið settur í embætti í norsku sjómannakirkjunni í Gautaborg. Fjölmenni var við messuna. Jón Dalbú í embætti sendiráðsprests HR. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, setti séra Jón Dalbú Hró- bjartsson í embætti sendiráðsprests í Ósló og Gautaborg á sunnudag. Jón Dalbú sinnir barna- og ung- lingastarfi, almennum^ guðsþjón- ustum og þjónustu við íslendinga í borgunum tveimur og nágrenni þeirra. Jafnframt sinnir hann ís- lenskum sjúklingum á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg. Biskup hélt utan fyrir helgi og messaði í Ósló áður en hann setti Jón Dalbú í embætti í norsku sjó- mannakirkjunni í Gautaborg. Mikil kirkjusókn var á báðum stöðum og lásu sendiherrarnir, Eiður Guðna- son í Ósló og Sigríður Snævarr í Gautaborg, ritningargreinar. Fylgdi biskup hinum nýja sendiráðspresti í barnaguðþjónustu og í heimsókn til Ásdísar Stefánsdóttur, lungna- og hjartaþega, á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu. Biskup sagði að hún væri að ná sér og eiginmaður henn- ar dveldi hjá henni öllum stundum. Séra Jón Dalbú er þriðji prestur- inn til að gegna embætti sendiráðs- prests. Hinir eru í Kaupmannahöfn og London. Stöðvum unglingadrykkju Askorun um aðgerðir send til sveitarfélaga ÁTAKIÐ Stöðvum unglingadrykkju hefur sent öllum sýslumönnum og sveitarstjórnum landsins áskorun um aðgerðir vegna útivistartíma barna 16 ára og yngri. í lögum um vernd barna og ung- linga segir að börn 12 ára og yngri megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 nema í fylgd með full- orðnum. Börn sem eru á aldrinum 13-16 ára skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22 enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Þetta gildir um timann frá 1. september til 1. maí. Á sumrin lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir. Átakið Stöðvum unglingadrykkju varar eindregið við því að reynt verði að rýmka þessar reglur með undanþágum fyrir suma aldurshópa. Tilraunir til slíkra frávika hafi reynst illa og drykkja meðal ungl- inga hafi verið talsverð þar sem þau hafa safnast saman á götum úti eftir að útvistartíma lýkur, sérstak- lega um helgar. Andlát GISSUR Pálsson ljósa- meistari lést í Borgar- spítalanum sl. laugar- dag á 85. aldursári. Gissur fæddist í Þykkvabæ í Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu 13. desember 1909, sonur hjónanna Páls Sigurðssonar og Margrétar Elíasdóttur. Hann fluttist til Reykja- víkur árið 1927 og hóf rafvirkjanám hjá Eiríki Ormssyni. Hann lauk sveinsprófi í rafvéla- virkjun árið 1932, fyrst- ur Islendinga, og hóf eigin atvinnu- rekstur 1933 í samvinnu við tvo fé- laga sína. Fyrirtækið var umsvifam- ikið í rafvæðingu landsins og annað- ist rafvæðingu heilu þorpanna. Gissur gekk ungur í góðtemplara- regluna og starfaði þar einkum að barna- og unglingamálum. Starf hans að bindindis- og félagsmálum var mikið og var hann þeirra vegna heiðursfélagi Umdæmisstúkunnar, Stórstúkunnar og Bindindisfélags öku- manna. Fyrir störf sín að félagsmálum var Gissur sæmdur ridd- arakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Gissur varð ljósam- eistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1949 og hafði þann starfa í 40 ár. Hann var heiðursfé- lagi Leikfélagsins. Gissur var kvæntur Sigþrúði Pét- ursdóttur, sem lést árið 1977. Þau áttu tvær dætur, Bryndísi, sem dó ung, og Sigrúnu, gifta Sigurði Jörg- enssyni. Hann ól einnig upp tvö stjúpbörn og systurdóttur sína, sem ung missti foreldra sína. GISSUR PALSSON NISSAN MlCRA Stóri smábíllinn Nissan Micra fimm dyra Inní harðri skelinni þarf öllum að líða vel og örugglega • Hiti í sætum • Vökva- og veltistýri • Nissan Micra er mjög rúmgóð og björt • Stálöryggisbitar eru í öllum kurðum • Sérstök styrking í þaki og hliðarbitum • Diskabremsur að framan • Skálabremsur að aftan • Tvívirkur hleðsluskynjari ( Load sensing Value ) tryggir jafna bremsun Micra er hönnuð með öryggispakka sem nser til flestra hluta og setur um leið ný viðmiðunarmörk í bílum af þessum stærðarflokki. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sfmi 91-674000 f þau sem lesa smá letrið, hafa vaðið fyrir neðan sig og eru alltaf örugglega spennt....» bilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.