Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 13

Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 13 VIÐSKIPTI Swissair færaukna samkeppni ZUrich. Reuter. SVISSNESKA flugfélagið Swissa- ir kann að lenda í aukinni sam- keppni á heimamarkaði ef stjórn- völd láta verða af því að auka frelsi í flugsamgöngum innanlands. Er nú til athugunar í samgönguráðu- neytinu hvort flugfélaginu TEA basel verður heimilað leiguflug milli Genfar og Zúrich. Verði leyfið veitt táknar það upphafið að endalokum þeirrar einokunar, sem Swissair hefur haft á svissneska heimamarkaðin- um, og er um leið orðsending til Evrópusambandsins um að aflétt verði markaðshömlum í Sviss. Raunar hafa Iítil flugfélög áður fengið leyfi til leiguflugs en þetta er í fyrsta sinn, sem sótt er um það á mikilvægri flugieið. Forráðamenn Swissair ætla að taka aukná samkeppni mjög alvar- lega og hafa skipað vinnuhóp til að ræða nýtt dótturfélag, sem á bjóða upp á ódýrar en lúxuslausar ferðir milli Genfar og Zúrich. Sum- ir telja þó líklegar, að brugðist verði við með ferjuflugi á vegum Crossair, dótturfélagi Swissair í héraðinu, en það býður nú þegar upp á ódýrar ferðir. -----» ♦■■■4--- Færri Finnar án atvinnu Helsinki. Reuter. FÆRRI voru atvinnulausir í Finn- landi í ágúst en í sama mánuði í fyrra og slík fækkun hefur ekki átt sér stað í fjögur ár. í ágúst voru 483,731 atvinnu- lausir miðað við 490,804 i sama mánuði 1993. Atvinnulausum fækkaði í 19.1 í ágúst miðað við 20.1% í júlí. Dregið hefur úr atvinnuleysi, þar sem ungt fólk snýr sér aftur að námi að loknu sumarleyfi og upp- sögnum hefur fækkar. I lok síðasta áratugar var innan við 4% atvinnuleysi í Finnlandi. Atvinnuleysi jókst 1991, þar sem Finnar misstu markaði sína í Sovétríkjunum fyrrverandi og lítill markaður var fyrir fyrir timbur og vélar á Vesturlöndum. SEIKOSHA SpeedJET20Q Bleksprautu- prentari 25,900 SKIPHOLTI 17 • 105 REVKJAVlK _______,____ SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 Cll_.1__J Morgunblaðið/Silli BANKARÁÐ og forystumenn bankans í heimsókn sinni til Húsavíkur. Seðlabankafund- ur á Húsavík Húsavík - Seðlabanki íslands hefur undan- farin ár haldið einhvern funda sinna úti á landsbyggðinni til að kynna sér betur at- vinnuhætti og ástand hinna ýmsu staða. Þetta árið hélt bankaráð fund sinn á Húsa- vík með bankastjórum og frammámönnum bankans, enda er formaður bankaráðs nú, Þröstur Ólafsson, fæddur og uppalinn á Húsavík. Eftir venjulega fundarsetu heimsóttu gestirnir nokkur stærstu fyrirtækin á Húsa- vík og Safnahúsið en því færðu þeir gjöf, eitt eintak allra seðla sem út hafa verið gefnir af Seðlabanka íslands. Áður en þeir kvöddu héraðið heimsóttu þeir Mývatnssveit og fyrirtæki þar og óku um héraðið í hinu fegursta haustveðri. Námskeið um fjármál heimilisins „Eftir jjármálanámskeiðiðgengur mér miklu betur með heimilis- bókhaldið og ég veit nákvamlega í hvaðpeningarnir fara!“ Helga Birgisdóttir húsmóðir og Ijósmóðir Hvert námskeið er tvö kvöld og fer kennslan fram í Búnaðar- bankanum Austurstræti (gengið inn Hafnarstrætismegin) frá kl. 19:30 til 22:30. Námskeiðið kostar 2.500 kr. en félagar í Heimilislínunni greiða 1.900 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er vegleg handbók um fjármál heimilanna, bókhaldsmappa og veitingar. Upplýsingar og skráning er í síma (91) 603 203 (markaðsdeild). Hvað kostar að eiga bíl? Hvað kostar að reykja? Hvernig má spara? Hvar fást hagstæðustu lánin? Hvaða ávöxtunarleiðir eru bestar? Lánamöguleikar Áætlanagerð Heimilisbókhald Heimilisrekstur Bætur vegna húsnæðiskaupa Borga ég ofmikið í skatta? HEIMILISLINAN Tryggingabætur o.fl. _ Einfaldar ftármálin Námskeið fyrir 12 til 15 ára unglinga Námskeiðin hefjast kl. 15:30 og standa yfir í tvo tíma. Þau fara fram í Búnaðarbankanum Austurstræti 5 (aðalbanka), 3. hæð. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 603267 (fræðsludeild). Hægt er að panta tíma fyrir nemendahópa. Þátttakendur fá fjármála- handbók og viðurkenn- ingarskjal. FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA Boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum unglingum á aldrinum 12-15 ára. Næstu námskeið Fjármál heimilisins: i # Mánud. 26. september og miðvikud. 28. september # Mánud. 10. október og miðvikud. 12. október Námskeið fyrir unglinga 12-15 ára: I I # Þriðjud. 27. september # Miðvikud. 28. september | j • Miðvikud. 5. október I 1 Námskeið utan Reykjavíkur verða auglýst síðar. \ BIJNAÐARBANKINN - Tmustur banki HVÍTA HLJSIO / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.