Morgunblaðið - 21.09.1994, Side 18

Morgunblaðið - 21.09.1994, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GERRIT Schuil og Guðni Franzson. „Ich liebe dich, Clara“ TÓNLIST Gcrðubcrgi KLARINETTU- TÓNLEIKAR Guðni Franzson og Gerrit Schuil léku verk eftir Schumann og Brahms. Laugardagurinn 17. september 1994. MARGT og mikið hefur verið ritað um vináttu' Schumanns og Brahms og eru fá dæmi um slíka vináttu tveggja tónsmiða, nema þá helst Haydns og Mozarts. í raun er hér um að ræða sérkennilegan þríhyrn- ing því millum þeirra var Clara Schu- mann, ekki síðri tónsnillingur en þeir og hollráð þeim og gagnrýnin á tónsmíðar þeirra. Tónleikarnir hóf- ust á Phantasiestiicke op. 73, eftir Schumann, glæsilegu verki, sem var mjög skemmtilega leikið. Rómöns- urnar þtjár, op. 94, eftir Schumann, voru upphafsverkin eftir hlé en þar er minna umleikis hvað varðar tækni og tilfinningaleg átök og standa rómönsurnar því nær sönglaginu, eins og það er fegurst hjá Schu- mann. Klarinettsónöturnar eftir Brahms eru meðal fegurstu tón- skáldverka rómantíska tímabilsins og þar náði samleikur Guðna og Gerrits mestri reisn, bæði þar sem öllu var vogað og í hægu þáttunum, þar sem þeim tókst oft að skapa óvenjulega sterka stemmningu. Það mátti heyrá í leik beggja, að tónlist- in er annað og meira en nótur. A sama hátt og Guðni hefur vakið at- hygli fyrir tilfínningaþrunginn flutn- ing á útspekúleruðum nútímatón- verkum, var hann ekki síðri í túlkun hins rómantíska tónmáls í verkunum eftir Schumann og Brahms, þar sem þeir félagar léku með sterkar and- stæður, allt frá kyrrlátri íhygli upp í átök, sem oft náðu að vega salt á ögurbrún áhættunnar, eins og heyra mátti t.d. í lokaþáttunum í Brahms- sónötunum. Glæsileiki og listfengi var aðalsmerki tónleikanna og til- finning þeirra félaga fyrir tónmáli verkanna kom einnig fram í afburða- fallegu tónverki, sönglaginu Ihr Bild, eftir Clöru Schumann, en þeir til- einkuðu henni þessa tónleika. Það lýsir ef til vill að nokkru listfengi Guðna, að hann fann smá stef í verki Schumanns, er ber í sér hljó- man orðanna „Ich liebe dich, Clara". Jón Ásgeirsson A * Islensk menningarvika í Arósum Viðamikil íslandskynning ISLAND er landet er heitið á menningarviku sem haldin verður í Árósum í Danmörku 26. septem- ber til 2. október. Í heitinu getur falist í senn að ísland sé landið og það „hafi lent“ í Danmörku, eins og forstjóri Norræna hússins, Torben Rasmussen, benti á þegar hann kynnti dagskrá menningarvi- kunnar. Torben Rasmussen, sem nýlega tók við forstjórastarfi Norræna, hússins í Reykjavík, sagði það við hæfi að minnast íslands á danskri grund vegna gamalla og nýrra tengsla landanna, einnig væri af- mælisár lýðveldisins næg ástæða. Hann bætti því við að ekki væri úr vegi að girða fyrir ranghug- myndir um landið. Menningarvikan kemur til með að kosta átta milljónir íslenskra króna og er það dtjúgur hluti þess framlags sem Norræna húsið fær árlega til rekstrarins. Menntamála- ráðuneyti Islands og Danmerkur veita styrki og einnig Flugleiðir, Hertz, Gyldendal og fleiri fyrir- tæki. Torben Rasmussen sagði að það væri stefna í norrænu sam- starfi að efna til kynninga í næst stærstu borgum landanna, einblína TORBEN Rasmussen, for- stjóri Norræna hússins. ekki á höfuðborgir. Norræna húsið í Reykjavík gengst ekki aðeins fyrir kynningum norrænna mál- efna hérlendis heldur vill kynna ísland annars staðar á Norðurlönd- um. Fjölbreytt dagskrá Dagskráin hefst formlega með tónleikum í Tónlistarhúsinu í Árós- um þar sem Erling Blöndal Bengts- son og Nina Kavtaradze leika sam- an á selló og píanó. Myndlistarsýningar verða af ýmsu tagi, m.a. með verkum eftir Kjarval, Einar Jónsson, Jón Stef- ánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur og Þorvald Skúla- son. Þá verða sýningar á verkum fjölmargra núlifandi myndlistar- manna, málverk, vatnslitamyndir, grafík, listiðnaður og hönnun. Fyrsta sýning erlendis á ís- lenskri byggingarlist frá 18. öld til okkar tíma verður í Arkitekta- skóla Árósa, einnig sýning frá ÞJóðminjasafni íslands á íslenska þjóðbúningnum. Sögulegar ljós- myndasýningar eru enn fremur á dagskrá. Karlakórinn Hekla, Böm náttúr- unnar og Bíódagar verða meðal kvikmynda auk heimildamynda og myndbanda. Bókmenntir og ásatrú Rithöfundamir Einar Már Guð- mundsson, Einar Kárason, Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Vigdís Grímsdóttir lesa úr verkum sínum. Ýmsir fræðimenn halda fyrirlestra um listir og bókmenntir, handritin og ásatrú. Leikgerð Sveins Einars- sonar á Bandamannasögu verður sýnd og rokkhljómsveitin Sting- andi strá leikur á nokkrum tónleik- um. Efnt var til ritgerðarsamkeppni um ísland meðal skólabama í Árósum og verða verðlaun veitt. Danskir matreiðslumenn fram- reiða íslenskan mat og kórsöngur, íþróttir og íslenski hesturinn setja svip á dagskrána. Dagskrá menningarvikunnar er birt í myndskreyttum bæklingi og búið hefur verið til veggspjald í tilefni menningarvikunnar. Fijálsi leikhópurinn æfir í Tjarnarbíói Sannur vestrí á fjalimar FRJÁLSI leikhópurinn æfir um þessar mundir leikritið Sannur vestri (True West) eftir bandaríska leikritaskáldið og leikarann Sam Shepard, sem einnig skrifaði Sjúk í ást, sem sýnt var hér á landi. Leikrit þetta hefur verið sýnt víða um heim og fengið góðar viðtökur. Verkið verður frumsýnt um miðjan október í Tjarnarbíói. Hall- dór E. Laxness leikstýrir verkinu og leikarar eru Valdimar Örn Flygenring, Magnús Ragnarsson, Harald G. Haraldsson og Guðrún Þ. Stephensen. Grátbroslegt Sannur vestri er tragikómedía sem ijallar um tvo bræður sem hittast óvænt á heimili móður sinn- ar í Kalifomíu. Yngri bróðirinn, Austin, er að betjast við að koma saman rómantísku kvikmynda- handriti fyrir Hollywood, þegar eldri bróðirinn, Lee, drykkfelldur flækingur, mætir á staðinn. Vinnufriðurinn er úti fyrir Austin og er hann sleginn út af laginu, þegar Lee nær að vekja áhuga kvikmyndaframleiðanda Austins á nútíma vestra, sem er óskrifaður. Framleiðandinn er tilbúinn að kaupa þennan vestra fyrir miklar fúlgur, sem þýðir algjört skipbrot fyrir Austin. Þó að þeir séu bræð- ur gilda engar venjulegar reglur á milli þeirra og mörg mál eru óuppgerð, enda ólíkir. Forsala aðgöngumiða er hafín og sýningarfjöldi er takmarkaður. Úlfar og menn JACK Nicholson vinnur enn einn leiksigur, sem tvær ólíkar persónur I Úlfur. KVIKMYNPIR Stjörnubíó ÚLFUR („WOLF'j ★ ★ ★ Leikstjóri Mike Nichóls. Handrit Jim Harrison og Douglas Wick. Kvik- myndatökustjóri Giuseppe Rotunno. Tónlist Ennio Morricone. Förðun Rick Baker. Klipping Sam O’Steen. Aðalleikendur Jack Nicholson, Mich- elle Pfeiffer, James Spader, Kate Nelligan, Richard Jenkins, Christ- opher Plummer. Bandarísk. Columb- ia Pictures 1994. ÁHORFENDUR, og þar af leið- andi Hollywood, tóku miklu ást- fóstri við hverskyns ófreskjur strax á sokkabandsárurn kvikmyndanna. Athyglin beindist einkum að þeirri ókræsilegu þrenningu, úlfmannin- um, eða varúlfinum, Drakúla greifa og Frankenstein. Sem kunnugt er gerði Francis Coppola stórmynd um Drakúla fyrir skemmstu, „undra- barnið” Kenneth Brannagh vinnur nú að nýjustu myndinni um skrímsl- ið Frankenstein (með sjálfum Rob- ert de Niro í titilhlutverkinu) og Úlfur er ’94 árgangurinn af úlf- manninum, með afburðamanni í hveiju rúmi. Svo ástarævintýrið stendur enn. Útgáfustjórinn Randall (Jack Nicholson) verður fyrir því að vera bitinn af úlfi sem hann ók á að næturlagi. Frá því fer líkamsstarf- semi hans að taka miklum stakka- skiptum. Lyktarskynið eykst og athyglisgáfan. Smám saman verða breytingarnar enn meira afgerandi, hann breytist í úlfmann, varúlf, að næturlagi. Jafnframt því verða miklar breytingar í lífi bans. Rand- all er sagt upp starfí og við því tekur undirmaður hans og skjól- stæðingur, Stewart Swinton (James Spader). Þá kemst hann að því að kona hans stendur í ástasambandi við Swinton en sjálfur verður Rand- all ástfanginn af Lauru Alden (Michelle Pfeiffer), dóttur yfir- manns síns. Nú er úlfseðlið farið að taka við sér í líkama og sál prúð- mennisins Randalls sem snýr vöm í sókn og knýr fram sigur á öllum vígstöðvum, eða hvað? Þær gerast ekki glæsilegri, skemmtimyndirnar frá Hollywood, enda einvalamannskapur að baki. Tónlist Morricones draugsleg, dimm og tregafull, klippingamar gerast ekki betri en hjá Sam O’Steen, svið- in og sviðsbúnaðurinn í úrvals- flokki, handritið afar vel skrifað og snillingurinn Giuseppe Rotunno, sem á árum áður gerði garðinn frægan með heimskunnum leik- stjórum einsog Fellini, Huston og Vittorio De Sica, svo nokkrir séu nefndir, fangar söguna og and- rúmsloftið á meistaralegan hátt. Það kæmi ekki á óvart þó Óskars- verðlaunatilnefningarnar hellist yfir Úlfínn í fyllingu tímans. Og Jack Nicholson í toppformi. Sama hvort hann er að túlka hinn fágaða og siðprúða menntamann, útgefand- ann, þar er hann hinn fullkomni herramaður á hverju sem gengur, eða lætur ráðast af villidýrseðli úlf- mannsins. Aðrir leikarar standa sig vel, einkum James Spader, en Úlfur er mynd Nicholsons, Morricones, O’Steens, Rotunnos og förðunar- meistarans Ricks Bakers sem um- breytir leikendum í varúlfa á ein- faldan (án nokkurra stórbrellna) og áhrifaríkan hátt. Handrit þeirra Jims Harrisons og Wesleys Stricts er óvenju bragðmikið, hlaðið frábærum til- svörum, kaldhæðni að menntaelít- unni og hinum harða heimi stjórrn enda stórfyrirtækja vestan hafs. í rauninni er baráttusaga útgáfu- stjórans Randalls svo áhugaverð og vel unnin áður en dýrið hleypur í manninn að þessi gamla, góða var- úlfssaga pirrar mann dálítið. En við því er ekkert að gera, heldur berast með. Handritshöfundunum tekst heldur ekki eins vel upp í úlfkapítul- anum öllum, svo sem engin furða, en það hefði mátt slípa hlutina bet- ur saman og ganga tryggilegar frá lausum endum, svo sem hver beit Swinton? Úlfur er blanda af frábærri mynd um miskunnarlausa baráttu í við- skipta- og einkalífi áhugaverðrar persónu og hinnar gömlu goðsagnar um úlfmanninn. Báðar túlkar Nich- olson af snilld. Ramminn er óvenju vandaður og Mike Nichols leikstýrir af reynslu og fagmennsku. Þessir þættir rekast nokkuð stirðlega á, engu að síður er Úlfur einkar skemmtileg og vönduð afþreying. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.