Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 21

Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 21 AÐSEIMDAR GREINAR Fræbanki Landgræðslusjóðs Hvers slags banki er það? Sigurður Blöndal í TILEFNI af fimm- tíu ára afmæli lýðveld- isins og Landgræðslu- sjóðs hefur ungt tón- listarfólk hrundið af stað hvatningarátaki um stofnun fræbanka Landgræðslusjóðs. Jóhann G. Jóhanns- son tónlistarmaður hefur ort hvatningar- ljóð um að yrkja ísland að nýju og samið við það lag, sem sungið er af tuttugu meðal vin- sælustu söngvara þjóð- arinnar, m.a. Kristjáni Jóhannssyni, Diddú, Bubba og KK. Þessi söngur er kominn út á hljómdiski og ágóðinn af honum og öðrum fjáröflunar- leiðum, líka myndbandi af söngn- um, á að renna til að stofna þenn- an fræbanka. Hvers slags banki er nú það? kunna menn að spyija, Fræ- banki Landgræðslusjóðs er kannski ekki „banki“ í venjulegum skilningi, heldur öllu fremur sjóð- ur, sem á að geta tryggt nægar birgðir af trjáfræi í landinu. Nauð- syn þessa er rakin hér á eftir. Til er svo í vistfræðilegum skiln- ingi orðið fræbanki, sem þá merk- fr það magn af fræi, sem til er í efstu lögum skógaijarðvegs og getur spírað, þegar náttúran býður aðstæður til þess, t.d. eftir skógar- eld. Þessi banki náttúrunnar getur geymt fræ sumra tegunda mjög lengi. Hvers vegna þurfum við fræsjóð eða fræbanka? Skógrækt á Islandi er í aðalat- riðum stunduð með því að gróður- setja trjáplöntur, sem vaxnar eru upp af fræi, eða sá fræi beint í útjörð. Fræið er sótt í • íslensk skóglendi af innlendum og innfluttum tijátegundum, eða • skóga á norðurslóðum eða í háíjöllum suðlægari landa. I þessum skóglendum - á ís- landi og erlendis - eru „fræár“ ekki reglubundin, heldur líða iðu- lega mörg ár á milli þeirra, jafn- vel einn eða fleiri áratugir. Því þarf að afla birgða fyrir íslenska skógrækt á einu góðu „fræári" sem geta enst í mörg ár. Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá sem hefur séð um öflun tijáfræs getur ekki keypt miklar birgðir í einu til að liggja með óseldar. Til þess hefir hún ekki fjármagn. Hún fær einungis reglulegar fjárveiting- ar, sem miðaðar eru við verkefni og rekstur eins árs í senn. Oft hefur stöðin þó orðið að kaupa meira fræ- magn af ýmsum tijá- tegundum en hún hef- ur raunverulega haft bolmagn til að hefir þá átt í erfiðleikum með greiðslu. Þetta er ákaf- lega slæm aðstaða, sem hvenær sem er getur kostað, að ekki takist að ná í dýrmætt fræ. Þar hefur raun- verulega oft skollið hurð nærri hælum. Gróðrarstöðvarnar eiga engan kost á „afurðalánum“ svo að þær eru illa í stakk búnar til að kaupa fræbirgðir til margra ára. Því er nauðsyn á „fræbanka“, sem hefir fjármuni til að kaupa mikið fræ- magn eitt ár, sem íslensk skóg- rækt þarfnast, þegar það býðst einhvers staðar, og getur legið með birgðir. Arleg frækaup 7 millj. kr. Skógræktin á íslandi notar um þessar myndir árlega fræ, sem kostar um 7 millj. kr. Þannig er augljóst, að „bankinn“ þarf að vera öflugur, ef hann á að koma að góðu gagni, höfuðstóll þyrfti að vera nokkrir tugir milljóna. Tuttugu til þijátíu milljónir gætu verið góð hjálp, svo að tölur séu nefndar til viðmiðunar. Stofnun fræbanka Landgræðslusjóðs er þannig gríðarlegt hagsmunamál íslenskrar skógræktar. Hugsanleg tilhögun Eg varpa hér fram hugmynd um hugsanlega tilhögun „fræ- banka“, en um það verður auðvit- að fjallað af ábyrgum aðiljum í skógræktinni. Það má hugsá sér tvenns konar tilhögun á innkaupum og dreifmgu tijáfræs til skógræktar á Islandi: • „Bankinn" sé sjálfstæður með „bankastjóra" kannski í hálfu starfi, sem hafi faglega þekkingu til að annast þetta hvort tveggja, og hafi þá á bak við sig einhvers konar fagnefnd til þess einkum að ákveða, hvar skuli leitað fanga. • Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins annist innkaup og dreif- ingu, en fái nauðsynlegt fjármagn að láni hjá „bankanum" til inn- kaupa, en annist síðan dreifingu fræs, og endurgreiði síðan bankanum andvirði árlegrar sölu. Hver þessara leiða, sem væri Skógræktin notar fræ fyrir um 7 m.kr. ár hvert, segir Sigurður Blöndal, svo augljóst er að fræbankinn þarf a,ð vera öflugur. valin, er það „bankinn“, sem kost- ar birðgahaldið. Það má líta á hlut- verk hans sem eins konar „afurðal- ánabanka“ sem gróðrarstöðvarnar hafa ekki átt aðgang að hingað til. Fagleg ábyrgð Rannsóknarstöðin hlýtur að vera sá einstaki aðili, sem öðrum fremur á að bera ábyrgð á því, hvaða tijáfræ er notað í skógrækt í stórum stíl á íslandi. Þar er til staðar þekking og reynsla um tijá- tegundir og kvæmi, sem notast geta við íslenskar aðstæður. En hún hefir að sjálfsögðu samráð við ýmsa aðilja hjá Skógrækt ríkisins og einstök skógræktarfélög, hvað af þessu hentar á hveijum stað. Þetta útilokar hins vegar ekki, að einstakir ræktendur geti prófað ýmislegt í smærri stíl á eigin spýt- ur, eins og löngum hefir gerst. íslensk dæmi um þörf á söfnunarátaki Á þessu sumri er ákaflega gott fræár á sitkagreni á Suður- og Suðvesturlandi. Bara á Tumastöð- um í Fljótshlíð er áætlað, að kosti nokkur hundruð þúsund kr. að safna því sitkagrenifræi, sem þar fellur í haust. Fræið lítur út fyrir að vera vel þroskað eftir hið hlýja og sólríka sumar. Nú þarf að grípa þessa gæs, áður en hún flýgur, því að mörg ár munu líða, þar til annað eins fræár verður hér. Annað dæmi skal ég nefna: Fyrir átta árum var svo mikið fræ á birki í Hallormsstaðarskógi, að hann var brúnn yfir að líta í októ- ber eftir lauffall. Þá voru engin efni til að safna verulegu fræ- magni. Ef öflugur fræbanki hefði þá verið til, hefði verið hægt að safna óhemjumiklu fræi. Með nú- verandi þekkingu og reynslu hefði verið hægt að nota það í land- græðsluskógrækt. Síðan hefír ekki komið „fræár“ í Hallormsstaðar- skógi. Erlend dæmi um hverfulleik fræfalls í aldarfjórðung hefur fræ af rússalerki fengist úr frægörðum á Norðurlöndum, einkum Finnlandi og Svíþjóð, nema 50 kg sem tókst að fá safnað í Arkangelskhéraði í Rússlandi 1990. Síðan hefirekkert fræ fengist þaðan. Síðasta áratug hefur mest af rússalerkifræi feng- ist úr frægarðinum Imatra í Aust- ur-Finnlandi. Nú erú birgðir þrotn- ar þar og ekkert fræfall í vændum næsta ár. Enginn veit, hvenær það verður næst. En allt í einu geta komið góð „fræár“ og þá væri gott að eiga gildan frækaupasjóð. Þetta eru tvö lítil dæmi af mörg- um um hverfulleik fræfalls. Heiður sé tónlistarfólkinu og liðsmönnum þess Hið unga tóniistarfólk, sem boð- ið hefir Landgræðslusjóði liðveislu í þessu stórmáli, á heiður skilinn. Ennfremur Jóhann G. Jóhannsson, hinir 20 söngvarar, Stöð 2, Bylgj- an, Skífan o.fl., sem styðja hvatn- ingarátakið, og loks þeir góðu stjórnmálamenn og aðrir kunnir íslendingar, sem mælt hafa hvatn- ingarorð í sjónvarpsauglýsingu um að styrkja stofnun „bankans". Næsti leikur er hjá íslensku þjóðinni að svara ákalli þessa fólks. fíöfundur er fyrrv. skógræktarstjóri. Okkarframtíð Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 24. og 25. september 1994. -----------Dagþkrá:_________ Laugardngur 24. septcmbcr Sunnudagur 25. septembcr 09:00 10:00 Innritun þingfulltnia Umræður í hátíðarsal Menntaskólans 10:00 Sctning, Guðlaugur Þór Þórðarson í Kópavogi um niðurstöður málefna- nefnda. formaður SUS setur þingið. 12:00 10:10 Gunnar Birgisson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi og formaður Hádegisverður í hátíðarsal Mennta- skólans í Kópavogi. Asparssúþaogbrauð bæjarráðs Kópavogskaupstaðar, 13:00 ávaipar þinggesti. Umiæður um niðurstöður málefnanefnda. 10:20 Ásta Þórarinsdóttir, formaður kjördæmis- 14:00 samtaka ungra sjálfstæðismanna á Ávarp formans Sjálfstasðisflokksins, Reykjanesi, ávarpar þinggesti. Davíðs Oddssonar forsætísráðherra. 10:30 | 14:15 Innritun þingfulltrúa framhaldið Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitjafyrirsvörum. 11:00 Málefnanefndir starfa. 15:45 Umiæður í hátíðarsal Menntaskólans 12:30 Hádegisverður í hátíðarsal Menntaskólans í Kópavogi um niðurstöður málefnanefnda. í Kópavogi. 17:00 Þingslit, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður 13:30 Sambands ungra sjálfstæðismanna Málefnanefndirstarfa. 1 slítur þinginu. 16:00 Skoðunarferð 18:30 Léttar veitingar. Ráðslcfnugjald kr. 900 Ráðstefnustjórí: Cunnnr Jóhann Birgisson borgarfulltrúi 20:00 Hátíðarkvöldverður. Heiðursgestur ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra. Vfeislustjóri Ámi Mathiesen. NYJA BILAHOLUN FUNAHOFÐA I S: Toyota Corolla XL árg. ‘91, ek. 36 þús. km., 5 dyra, sjálfsk., Verð kr. 840.000 stgr. Bein sala. BMW 524 Turbo dlesel árg. '84, ek. 260 þús. km., sjálfsk., álfelgur, góöur í leigu- akstur. Verð kr. 590.000 stgr. Ath, skipti. Toyota Hiace 2WD árg. ‘92, ek. 120 þús. km., grár. Verö kr. 1.590.000 stgr. Ath. skipti. Ford Econoline 250 V6 EFI árg. '88, vín- rauður, 36" dekk, álfelgur, innréttaöur. Verð kr. 2.750.000 stgr. Ath. skipti. BILATORG FUNAHOFÐA T Mazda 626 2000 GLX árg. ‘91, grásans., sjálfsk., álfelgur, ek. 58 þús. km.Verökr. 1.230.000. blásans., ek. 52 þús. km. Verö kr. 1.350.000. Skipti á ódýrari. Nissan Pathfinder XE árg. ‘89, blásans. og silfur, 31" dekk, sóllúga, krómfelgur. Verð kr. 1.480.000. Skipti — skuldabréf. AMC Cherokee Laredo 4.0 árg. ‘88, ek. 135 þús., dökkblár, álfelgur. Verö kr. 1.490.000 stgr. Ath. skipti. Nissan Micra LX árg. ‘91, hvítur, ek. 63 þús. km. Verð kr. 540.000. Nissan Sunny GTi árg. ‘92, svartur, sóll úga, álfelgur, ABS, ek. 56 þús. km. Verökr. 1.250.000. VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN - GOÐ SALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.