Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 2í
AÐSEIMDAR GREINAR
ÞÓTT varla sé liðið
ár frá því samningur-
inn um Evrópska
efnahagssvæðið tók
gildi hafa aðstæður
breyst langtum örar
en menn gerðu ráð
fyrir. Til allrar ham-
ingju tryggði aðild ís-
lands að þessum
samningi að við-
skiptalegum hags-
munum okkar í Evr-
ópu er margfalt betur
borgið nú en væri ef
við hefðum hikað og
beðið.
En um leið hefur
hraðferð EFTA-ríkja
inn í Evrópusambandið skapað
okkur íslendingum tækifæri, sem
við megum ekki láta okkur úr
greipum ganga. Við eigum nú
tveggja kosta völ - og verðum að
ákveða okkur skjótt.
Við getum annars vegar látið
reyna á það nú þegar hver kjör
við myndum hljóta og hver staða
sjávarútvegs okkar yrði innan
ESB með því að óska eftir aðildar-
viðræðum nú þegar og taka þann-
ig því boði sem EFTA-ríkjunum
var rétt um hraða inngöngu.
Eða við getum hikað og beðið
- eins og fjölmargir
vildu þegar samning-
urinn um EES stóð
okkur til boða.
Góður áfangi en
gildir ekki til
frambúðar
Þegar unnið var að
gerð samningsins um
Evrópska efnahags-
svæðið töldu EFTA-
ríkin sig hafa með
honum tryggt sér að-
gang að mörkuðum og
athafnalífi Evrópu-
sambandsins eins vel
og unnt yrði án þess
að til beinnar aðildar
að ESB kæmi.
Öllum er núna ljóst hversu mik-
ill ávjnpingur samningurinn var
fyrir íslendinga - og þegar hann
var undirritaður var ekki annað
séð en að hann tryggði okkur jafna
stöðu og öðrum Norðurlandaþjóð-
um innan Evrópu um nokkurt
skeið.
Eftir að samningurinn tók gildi
hófst hins vegar nýr kafli í aðildar-
umræðu EFTA-ríkjanna og mál
gengu mun hraðar fyrir sig en
menn höfðu spáð - og ekki er
útilokað að einmitt það hversu vel
EES-samningurinn var
mikilvægur áfangi
en gildir ekki til fram-
tíðar, segir Sigurður
Arnórsson, til þess
hefur þróunin orðið of
hröð, en það skapar
okkur um leið ný tæki-
færi til sóknar.
tókst til með gerð EES-samnings-
ins hafi í rauninni opnað augu leið-
toga Evrópusambandsins sem og
EFTA-ríkjanna fyrir því að það
var engin þörf að tefja aðildarvið-
ræður frekar.
' >
Gerbreytt staða Islendinga
Þetta gerbreytti stöðu íslend-
inga á örskömmum tíma. Samn-
ingur, sem gat hæglega orðið
vegabréf okkar inn í 21. öldina
og sem var byggður á stoðum, sem
hentaði okkur sérlega vel og stofn-
unum, em tryggðu hagsmuni ís-
lendinga í hvívetna, hafði í raun-
inni flýtt þróun sem menn höfðu
áður talið að tæki mun lengri tíma.
Frændþjóðir okkar á Norður-
löndum töldu EES lausnina ekkf
lengur vera nauðsynlega biðstöðu
og ákváðu að láta reyna á viðræð-
ur um hvernig kjör þeim byðust
við fulla aðild að hinu evrópska
samfélagi lýðræðisþjóða. Niður-
staðan varð sú, í stuttu máli sagt,
að þau fengu flestum sínum kröf-
um framgengt, enda var tekið til-
lit til ólíkrar sérstöðu hverrar ein-
stakrar umsóknarþjóðar. Nú bend-
ir flest til þess að aðildarsamning-
ar verði staðfestir í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á Norðurlöndum.
Þrjár megin ástæður
En hvað var það sem olli því,
að þessar frændþjóðir okkar töldu
ekki lengur að EES-samningurinn
væri hið ákjósanlega fyrirkomulag
í samskiptum sínum við Evrópu-
sambandið? Samtök sænskra at-
vinnurekenda sendu í sumar álits-
gerð sína á þeim samningi sem
Svíar gerðu við ESB og sem
sænska þjóðin greiðir atkvæði um
í nóvembermánuði. Þar segir að
með EES samningnum hafi Svíar
fengið aðgang að innri markaði
Evrópubandalagsins og aðgang að
samstarfi á ýmsum sviðum. Þótt
það hafi verið mikilvægur áfangi
sé hann þó ekki fullnægjandi. Þar
eru þijú atriði talin til:
í fyrsta lagi gefur EES samn-
ingurinn ekki aðild að evópska
tollabandalaginu. Það hefur mik-
inn kostnað í för með sér fyrir
sænskt atvinnulíf.
í öðru lagi veitir EES samning-
urinn ekki sænsku atvinnulífi þann
stöðugleika, sem þarf fyrir lang-
tíma aðgerðir. Sænsk fyrirtæki
verði þá að laga rekstur sinn að
reglum sem aðrir setja, án þess
að vera með á ákvörðun um þær.
Og í þriðja lagi - og það skipt-
ir mestu - hafa Svíar ekki þau
áhrif á framtíðarþróun Evrópu-
sambandsins, sem full aðild að
ESB myndi veita.
Samtök sænskra atvinnurek-
enda telja að það muni kosta miklu
viðameiri og dýrari breytingar fyr-
ir Svía að standa utan ESB en
vera með og fylgja þróuninni. Það
sé tálsýn að trúa að sænskt samfé-
lag hverfi til einhverrar bjartrar
fortíðar hafni menn aðild. Raun-
veruleikinn sé sá að það- verði
sænsku þjóðinni dýrara að standa
utan sambandsins. Mikil umskipan
samfélags þjóðanna í okkar heims-
hluta á síðustu árum hafi hins
vegar vakið kvíða með mörgum
og ótta við breytingar. Ymsir þora
ekki að trúa því að leiðin til bættr-
ar framtíðar sé í því fólgin að
Svíar komist til aukinna áhrifa í
Evrópu.
Skýrið málið en villið ekki
mönnum sýn!
Það er mikilvægt, segir í áliti
atvinnurekendasambandsins, að
vekja skilning allrar þjóðarinnar á
þeim miklu möguleikum sem
fólgnir eru í aðild Svía að Evrópu-
sambandinu, óg það reynir á for-
ystuþrótt stjórnmálamanna að
skýra þessi mál fyrir þjóðinni en
villa henni ekki sýn.
Höfundur er fyrrverandi
idnrekandi og er gjaldkeri
Alþýðuflokksins.
Nú er lag að sækja
um aðild að ESB
Sigurður
Arnórsson
w
r^lNNLENT
Æ2?
Woodstock-hátíðin á Höskuldarvöllum
Mikið drasl og
gróðurskemmdir
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
DRASL eftir Woodstock-hátíðina á Höskuldarvöllum.
Vogum - Morgunblaðið Þórir
Maronsson, yfirlögregluþjónn í
Keflavíkurlögreglunni, segir að
það hafi ekki verið til framfara
að leyfa að svokölluð Wood-
stock-hátíð yrði haldin á Hösk-
uldarvöllum í sumar.
Iiigreglunni hafa borist
kvartanir vegna slæms frágangs
svæðisins eftir hátíðina og tekið
saman skýrslu um málið þar sem
kemur í ljós að mikið drasl er
enn á staðnum og skemmdir á
gróðri. Þá hefur nú þegar drasl
fokið af völlunum og út í Af-
stapahraun sem gerir hreinsun-
ina enn erfiðari en ella. Höskuld-
arvellir er stærsta samfellda
graslendið á Suðurnesjum og
þangað koma þúsundir ferða-
manna á ári hveiju. Jóhanna
Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vog-
um, segir rosalegt að sjá hvern-
ig gengið var frá eftir hátíðina
en treystir á að hlutaðeigandi
aðilar gangi frá eftir sig.
Verði ekkert að gert kemur
til greina að málið verði sent
heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja til
meðferðar sem sæi þá um
hreinsun svæðisins á kostnað
eiganda.
Tölvur
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 2. október nk., fylgir blaðauki sem
heitir Tölvur. í þessum blaðauka verður fjallað um sýndarveruleika,
margmiðlun, Power Mac, tölvukennslu í skólum og nýjungar á
tölvumarkaðnum. Einnig verður umfjöllun á ýmsum sviðum tölvumála
sem snýr að fyrirtækjum og einstaklingum og margt fleira.
Peim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið
er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 26. september.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir,
Dóra Guðný Sigurðardóttir og Petrína Ólafsdóttir,
starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110.
fWtrgiwsiM&Mfo
- kjarni málsins!