Morgunblaðið - 21.09.1994, Síða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Áryakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
ÓVISSA,
EKKIÖRYGGI
SÆNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn er óumdeilanlegur sigur-
vegari þingkosninganna í Svíþjóð á sunnudag.
Flokkurinn fékk rúm 45 prósent atkvæða og bætti þar með
við sig um sjö prósentustigum miðað við síðustu kosningar. Þetta
er áþekk fylgisaukning hjá jafnaðarmönnum og haustið 1982
er stjórn borgaralegu flokkanna, sem verið hafði við völd í Sví-
þjóð frá 1976, missti meirihluta sinn í kosningum.
Það ber þó að hafa hugfast að í síðustu kosningum fyrir þrem-
ur árum biðu jafnaðarmenn einhvern mesta kosningaósigur sinn
í sögunni. Var það í fyrsta skipti frá árinu 1928 að flokkurinn
náði ekki 40% atkvæða Lkosningum. Það sem hefur gerst nú er
að jafnaðarmenn hafa endurheimt fyrra fylgi sitt en á árunum
1970-1988 voru þeir jafnan með 42,7-45,6% atkvæða.
Tveir aðrir vinstriflokkar, Græningjar og Vinstriflokkurinn,
bættu einnig við sig nokkru fylgi. Allir borgaralegu flokkarnir,
að Hægriflokknum undanskildum, tapa hins vegar fylgi. Raunar
er mjög athyglisvert að flokkur Carls Bildts forsætisráðherra
bætir við sig fylgi. Þetta er í fyrsta skipti í marga áratugi sem
flokkur forsætisráðherrans bætir við sig fylgi í kosningum og
náði hann þó bestu kosningu sinni í 60 ár 1991.
Kosningaúrslitin í Svíþjóð endurspegla öðru fremur tvennt. í
fyrsta lagi hið erfiða efnahagsástand í landinu undanfarin ár
sem bitnar á vinsældum stjórnarflokkanna. í öðru lagi þrá kjós-
enda eftir að endurheimta það efnahagslega öryggi sem einu
sinni var einkennandi fyrir Svíþjóð en Jafnaðarmannaflokkurinn
er í augum margra Svía ímynd þess.
í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í Svíþjóð undanfarinn
áratug er þó harla ólíklegt að þeim verði að þeirri ósk sinni.
Menn verðá ekki síst að hafa í huga ástæður hins mikla kosn-
ingaósigurs jafnaðarmanna árið 1991. Þjóðarframleiðsla Svíþjóð-
ar hafði dregist verulega saman og atvinnuleysi stóraukist. Ljóst
var að velferðarkerfið var orðið sænsku efnahagslífi ofviða.
Þessi kerfisvandi var þegar farinn að gera vart við sig árið
1981 þegar hagvöxtur var enginn í Svíþjóð. í stað þess að grípa
til nauðsynlegra aðgerða skaut hins vegar ríkisstjórn jafnaðar-
manna, sem tók við árið 1982, vandanum á frest. Tvær stórar
gengisfellingar 1982 og almennt góðæri á Vesturlöndum gerði
það að verkum að þeir komust upp með það. Þegar hinu alþjóð-
lega góðæri lauk kom vandinn upp á yfirborðið á ný og hagvöxt-
ur var neikvæður 1990. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna réð
ekki við þann vanda. Bæði vegna þess að hún varð að reiða sig
á stuðning Græningja og fyrrverandi kommúnista á þinginu og
vegna hugmyndafræðilegs ágreinings innan flokksins sjálfs.
Undir forystu hins virta fjármálaráðherra Kjells Olofs Feldts
voru þó (með stuðningi Þjóðarflokksins) tekin fyrstu skrefin í
átt til kerfisbreytingar er tekjuskattar voru lækkaðir en neyslu-
skattar hækkaðir til að hvetja til aukinnar vinnu.
Þegar Feldt lagði fram neyðaráætlun í þinginu veturinn 1990
náðist hins vegar ekki um hana samkomulag meðal stjórnarþing-
manna og hann sagði af sér embætti.
Þannig var umhorfs í sænsku efnahagslífi við síðustu stjórnar-
skipti. Sumarið 1992 fór aftur að hrikta í efnahagskerfinu og
um haustið neyddist stjórnin til að leita eftir samstarfi við stjórn-
arandstöðuna um víðtækar neyðaraðgerðir. Þær reyndust hins
vegar ekki duga til og í nóvembermánuði sama ár neyddist sænski
seðlabankinn til að rjúfa tengingu krónunnar við evrópsku myn-
teininguna ECU og láta hana fljóta á mörkuðum. I kjölfarið
lækkaði gengi krónunnar verulega sem létt hefur sænskum út-
flutningsfyrirtækjum róðurinn og fjölgað störfum.
Svíar berjast aftur á móti enn við gífurlegar opinberar skuld-
ir, hlutfallslega einhverjar þær mestu á Vesturlöndum. Á næsta
fjárlagaári er ráðgert að sænska ríkið taki um 200 milljarða
sænskra króna að láni! Svíar eru við að missa öll tök á opinber-
um útgjöldum þrátt fyrir hvern sparnaðarpakkann á fætur öðr-
um. Ekki vegna fjárfestinga heldur félagslegrar neyslu.
í þessu ljósi er erfitt að sjá hvaða svigrúm jafnaðarmenn hafa
til að „endurreisa“ sænska velferðarkerfið. Ef jafnaðarmenn
ætla að tryggja framtíðarvelmegun í Svíþjóð verða þeir, rétt
eins og stjórn Bildts, að skera niður velferðarkerfið. Það er ekk-
ert svigrúm til að auka ríkisútgjöld í Svíþjóð og skattahækkanir
myndu einungis leiða til fjármagnsflótta og aukins atvinnuleysis.
Ef Svíar gerast aðilar að Evrópusambandinu um næstu ára-
mót, líkt og flest bendir til, verða þeir einnig að aðlaga ríkisQár-
mál sín þeim þrönga ramma, sem Maastricht-sáttmálinn mark-
ar. Að auki verður minnihlutastjórn Carlssons, rétt eins og 1988,
að reiða sig á stuðning Græningja og Vinstriflokksins, mestu
afturhaldsaflanna í sænskum stjórnmálum. Það er ekki öfunds-
vert hlutskipti líkt og hann kynntist siðar þegar hann var í stjórn.
Að aúki hefur sá hugmyndafræðilegi ágreiningur, sem gerði
flokkinn allt að því óstarfhæfan þá, magnast, ef eitthvað er.
Svíar töldu sig kjósa öryggið um helgina en liklega steyptu
þeir sér út í óvissuna.
VEITINGAHÚS í REYKJAVÍK
Reykjavíkur-
höfn
\ '
Vib Laugaveg
eru 20 vín-
veitingahús
QQ
QQ
QQ Q/Q
QQ QQ
QQ Q Q Q
QQ Q Q'Q
QQ QQQQ
Q}Q: Q■ Q|
r,, -Q Q Q Q Q Q
QQ-QQQQQQQ
Vín-
veitingahús
í miðborg
Reykjavíkur
Yínveitingastöðum
fjölgar stöðugt
Vínveitingastöðum í Reykjavík hefur fjölgað gífur-
lega undanfarin ár og eru þeir nú orðnir hátt í 140
talsins. Leyfilegurgestafjöldi ávínveitingastöðum
í Reykjavík er nú tæplega 25 þúsund manns. For-
maður Sambands veitinga- og gistihúsa segir í sam-
tali við Hall Þorsteinsson að hann telji þörf á að
endurskoða hvernig staðið er að úthlutun vínveit-
ingaleyfa til þessara staða.
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
Vínveitingastöðum í
Reykjavík hefur fjölgað
gífuríega frá því bjór-
banninu var aflétt árið
1989, en fram að þeim tíma voru
vínveitingahús í borginni nánast
teljandi á fingrum annarrar hand-
ar. Samkvæmt upplýsingum lög-
reglustjóraembættisins í Reykjavík
voru veitingahús með vínveitinga-
leyfi hins vegar orðin 133 talsins
um síðustu mánaðamót og hjá emb-
ættinu voru þá fyrirliggjandi um-
sóknir um vínveitingaleyfi á sex
nýjum stöðum til viðbótar. Það sem
af er árinu hafa verið veitt 9 ný
vínveitingaleyfi og í fyrra voru veitt
13 leyfi. Leyfilegur gestafjöldi á
vínveitingastöðum í Reykjavík er
er nú tæplega 25 þúsund manns,
þannig að vel ríflega þriðjunginn
af borgarbúum á aldrinum 18-65
ára þarf til að fýlla alla staðina.
Margir vínveitingastaðanna skipta
oft um eigendur og gjaldþrot þeirra
eru ekki óalgeng og telur Wilhelm
Wessman, formaður Sambands
veitinga- og gistihúsa, að m.a. af
þessum sökum sé kominn tími til
þess að endurskoða hvernig staðið
er að úthlutun vínveitingaleyfa hér-
lendis.
Hvað gestafjöldann varðar skipt-
ast vínveitingastaðimir í borginni
þannig að á matsölustöðum, sem
leyfilegt er að hafa opna til kl.
23.30 á virkum dögum og til kl. 1
eða 2 eftir miðnætti um helgar, er
leyfílegur gestafjöldi samtals tæp-
lega 6.600 manns. Á skemmtistöð-
um, sem mega hafa opið til kl. 1
eftir miðnætti virka daga og til kl.
3 um helgar, er leyfilegur gesta-
fjöldi um 12.300 manns, og á gisti-
og veitingahúsum er leyfilegur
fjöldi gesta tæplega 5.800 manns.
Langflestir vínveitingastaðirnir eru
í miðborg Reykjavíkur, eða tæplega
70 staðir, og á Laugaveginum ein-
um eru 20 vínveitingastaðir.
Gert út á skatta
og skyldur
Wilhelm Wessman segir að það
hafi frá upphafi verið stefna Sam-
bands veitinga- og gistihúsa að
beijast fyrir fijálsræði í veitinga-
rekstri, en honum fyndist hins veg-
ar vera kominn tími til þess að
endurskoða hvernig staðið er að
úthlutun vínveitingaleyfa.
Wilhelm hefur í áratug setið í
stjórn Norræna hótel- og veitinga-
sambandsins og hefur því kynnst
vel þróun þessara mála annarsstað-
ar á Norðurlöndum. Þannig hefðu
Danir verið að endurskipuleggja
áfengislöggjöf sína verulega og þar
væri nú erfiðara að fá leyfi til rekst-
urs vínveitingastaða, en hins vegar
auðveldara fyrir viðkomandi að
halda leyfínu. Hann sagði Dani
hafa staðið frammi fyrir því að
ákveðnir veitingamenn hefðu gert
út á skatta og skyldur með því að
standa í skilum við birgja, en láta
svo staðina fara í þrot án þess að
greiða tilskiiin gjöld til hins opin-
bera og opna svo nýjan stað og
endurtaka leikinn. Sagði Wilhelm
að hér á landi stæðu menn nú
frammi fyrir svipuðu.
Ekki hægt að nota
leppalengur
„Með nýju áfengislöggjöfinni
sem samþykkt var í Danmörku í
vor sem leið er þessum mönnum
gert erfíðara fyrir og til dæmis
ganga leppar og því um líkt í sam-
bandi við vínveitingaleyfí raunveru-
lega ekki upp hjá þeim í dag. Þótt
það sé ekki yfírlýst stefna Sam-
bands veitinga- og gistihúsa þá lít
ég persónulega svo á að við eigum
að fara einhveija svipaða leið og
Danir hafa farið í þessu. Það er þá
ekki raunverulega verið að klippa
á fijálsræðið, en hins vegar verða
menn að hafa verið í löglegum
rekstri til að geta fengið leyfi
áfram. Nú er ég ekki að kveða upp
þann dóm að þetta sé allt í þessa
veru hér, en hins vegar hefur ekki
verið gerð nein úttekt á því. Þessi
tíðu gjaldþrot segja þó sína sögu í
þessu og maður veit stundum ekk-
ert hver á suma þessa staði. í stétt-
inni er svo auðvitað alltaf mjög
fastur kjarni sem hefur staðið í
góðum rekstri alla tíð. Þau vínveit-
ingahús eru innan okkar raða og
taka þátt í hagsmunagæslu hótel-
og veitingamanna. Pappírsfyrir-
tækin vilja hins vegar ekkert vera
inni hjá okkur og þau virða í mörg-
um tilfellum hvorki rétt starfsfólks
né nokkuð annað. Ég tel því ekkert
óeðlilegt að þetta verði skoðað út
frá svipuðum forsendum og Danir
hafa gert með því að gera þeim
aðilum sem vilja fara inn á þessum
nótum erfíðara fyrir, en ég er þó
alls ekki hlynntur því að það eigi
að fara að setja á okkur höft og
bönn aftur,“ sagði Wilhelm.
Hörð samkeppni
Hann sagði að sagan sýndi að
rekstur alls þess fjölda vínveitinga-
staða sem í borginni er gæti ekki
borgað sig og vegna harðrar sam-
keppni gengju sumir staðirnir enda-
laust kaupum og sölum. Þá réðu
tískusveiflur miklu og staðir sem
notið hefðu vinsælda mánuðum og
jafnvel árum saman stæðu allt í
einu tómir. Þá sagði hann sam-
keppnina einnig hafa leitt til þess
að veitingamenn væru að bjóða mat
á verði sem oft á tíðum væri langt
undir því sem hægt væri að selja
matinn á miðað við hráefnihráefnis-
verð og skatta sem þyrfti að greiða.
Aðspurður um hvort veitingamenn
hefðu unnið þetta upp með því að
hafa áfengisverðið óeðlilega hátt
sagði hann svo kannski vera að
einhveiju leyti, en samkeppnin
hefði líka leitt til þess að t.d. verð
á bjór væri farið að lækka verulega.
„Ég er alveg sammála því að
bjórverðið var allt of hátt. Á sumum
þessum stöðum hefur hins vegar
orðið veruleg lækkun á bjórverði
og hálfur lítri sem var kannski kom-
inn í 550 krónur er jafnvel seldur
undir 300 krónum núna. Bjórinn
fer því eins og allt annað inn í þessa
hörðu samkeppni þegar framboðið
er svona mikið,“ sagði hann.
Matsala skylda samkvæmt
lögum
Þegar sótt er um vínveitingaleyfi
er umsóknin send til viðkomandi
lögreglustjóra, en hann sendir síðan
umsóknina til umsagnar hjá við-
komandi sveitarstjórn og einnig til
matsnefndar áfengisveitingahúsa.
Sveitarstjórninni er síðan lögum
samkvæmt skylt að fá umsögn
áfengisvarnarnefndar, en sveitar-
stjórnin er hins vegar ekki skyldug
til að fara eftir þeirri umsögn. Það
er svo lögreglustjórinn sem gefur
út vínveitingaleyfíð, en það getur
hann ekki gert nema bæði sveitar-
stjórnin og matsnefndin hafi gefið
umsókninni jákvæða umsögn.
Samkvæmt gildandi lögum verð-
ur matur að vera á boðstólum á
öllum veitingastöðum með vínveit-
ingaleyfi, en að sögn Þórhalls Hall-
dórssonar, formanns matsnefndar
áfengisveitingahúsa, hafa nýlega
verið samdar leiðbeiningar um
hvernig flokka beri staðina eftir
eðli þeirra. Þar er í fyrsta lagi um
að ræða staði sem hljóta fullt vín-
veitingaleyfi, þ.e. heimild til sölu á
léttum og sterkum vínum og bjór,
en mestar kröfur eru gerðar til
þeirra staða hvað varðar allan að-
búnað í sambandi við veitingasölu.
Til þeirra staða sem selja einungis
létt vín og bjór eru gerðar aðeins
minni kröfur og þá sérstaklfiga í
eldhúsi og að síðustu er um að
ræða þá staði sem opna ekki fyrr
en eftir venjulegan matmálstíma,
en þar er einungis farið fram á að
aðstaða til uppþvottar sé til staðar
og hægt sé að afgreiða skyndimat
í sal og nægir þá örbylguofn og
ísskápur.
Óalgengt að staðir
séu sviptir leyfi
Að sögn Þórhalls leggur mats-
nefndin mjög ríka áherslu á að góð
umgengni sé á þeim stöðum sem
hafa vínveitingaleyfi hvað varðar
dagleg þrif og almenna snyrti-
mennsku, en ef staðir uppfylla ekki
slík ákvæði hefur nefndin heimild
til þess að gefínni aðvörun að óska
eftir því við viðkomandi lögreglu-
stjóra að staðurinn verði sviptur
leyfí. Hann sagði að slíkt kæmi
fyrir öðru hvoru, en það væri hins
vegar ekki algengt.
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 25
Danir ganga í dag til kosninga og verða efnahagsmálin efst á baugi
Reikulir kjósendur og
hugsjónalausir flokkar
FYLGISMENN danska íhaldsflokksins á kosningafundi.
Uffe Ellemann-
Jensen, leiðtogi
Venstre og fyrr-
um utanríkisráð-
herra.
Poul Nyrup Ras-
musssen, forsæt-
isráðherra og leið-
togi danskra jafn-
aðarmanna.
Hans Engell leið-
togi íhaldsmanna
þykir traustur og
duglegur.
Vera kann að Danir átti
sig ekki á mikilvægi
kosninganna í dag. Sig-
rún Davíðsdóttir rekur
aðdraganda kosning-
anna og þær hreyfmgar,
sem þar hefur helst verið
að merkja.
Danir ganga til nokkuð ein-
stakra kosninga í dag, þó
kjósendur virðist kannski
ekki taka eftir því, þar sem
kosningabaráttan hefur verið einstak-
lega daufleg, svo ekki sé meira sagt.
Hið einstaka liggur í því að eftir rúm-
lega t.íu ára borgaralega stjórn komst
stjóm undir forsæti jafnaðarmanna
til valda í ársbyrjun 1993, í kjölfar
afsagnar Pouls Schluters þáverandi
leiðtoga íhaldsmanna. Nú ræðst hvort
Danir voru í raun sáttir við valdatöku
jafnaðarmanna. Efnahagsmálin hafa
verið helstu mál kosningabaráttunnar.
En þar sem stjómmálaflokkamir eru
að mestu sammála, er fremur deilt
um einstök áhersluatriði en stóru lín-
urnar. Og lítill skoðanamunur veldur
því einnig að kjósendur eru helst
spurðir hvort þeir vilji halda í Poul
Nyrup Rasmussen núverandi forsætis-
ráðherra, eða fá annaðhvort íhalds-
manninn Hans Engell eða Uffe Elle-
mann-Jensen, léiðtoga vinstriflokks-
ins (Venstre) i forsæti. Borgarafiokk-
arnir hafa á sér nokkur traustleika-
merki, af því þeim tókst að ná nokkr-
um tökum á efnahagsmálunum á
valdatíma sínum. Til þessa vísa þeir
eðlilega óspart. Jafnaðarmenn og
samstjórnarflokkar þeirra vísa hins
vegar til þess að jafnframt hafí at-
rvinnuleysið vaxið. Því vilja þeir ráða
bót á, án þess að varpa stöðugleikan-
um fyrir róða.
Þungamiðjan fyrir miðju
Borgaralega stjórnin tók við völd-
um 1982, eftir að jafnaðarmenn
höfðu gefist upp á að eiga við efna-
hagsmálin. Hún var allan tímann
leidd af íhaldsmönnum með Schlúter
í forsæti og Vinstriflokkurinn var
með. Leiðtogi hans, Uffe Ellemann-
Jensen, var utanríkisráðherra öll ár-
in. í upphafí sátu Kristilegi þjóðar-
flokkurinn og mið-demókratar með
þeim í stjórn, en síðan kom Róttæki
vinstriflokkurinn í stað þeirra. Þessir
flokkar féllu frá í tímans rás, því
stjórnarsetan aflaði þeim ekki vin-
sælda kjósenda og á endanum sátu
kjarnaflokkarnir tveir einir eftir. Í
flokksbúðum þessara þriggja litlu
miðjuflokka bullaði óánægjan, því
þó Schlúter sýndi sig vera algjöran
snilling í að halda stjórninni saman
og stuðningsflokkunum með, þá var
hann lika ósmeykur að hróka til
mönnum og flokkum.
Ekki er gott að segja hvað
Schlúter hugsaði með sér, þegar
hann sagði af sér í janúar 1993 í
kjölfar Tamílamálsins, en hann lét
nægja afsögn, án þess að ijúfa þing
ög boða til kosninga. En nú voru
jafnaðarmenn tilbúnir. Eftir ára-
langa ólgu í flokknum höfðu þeir
kosið sér nýjan formann, Poul Nyrup
Rasmussen. Nyrup lét hugsjónirnar
ekki flækjast fyrir sér, heldur hafði
efnahagsmálin að leiðarljósi, því
hann er ekki hagfræðingur fyrir
ekki neitt. Og líkt og Schlúter er
hann snjall í að tala fólk saman. I
einni svipan tókst Nyrup að sann-
færa miðjuflokkana um að þeim
væri betur borgið við völdin í slag-
togi við jafnaðarmenn.
Menn en ekki málefni
Miðað við hvað Vinstriflokkurinn
(Venstre) kom vel út úr skoðana-
könnunum fyrir ári, þegar hann náði
hátt i þijátíu prósenta fylgi og var
á tímabili stærri en Jafnaðarmanna-
flokkurinn, hlýtur sú spurning að
vakna hvað hann hafi gert til að
missa hylli kjósenda. I raun er erfitt
að benda á nokkurt eitt atriði. Skýr-
ingin virðist fremur vera sú að kjós-
endum dámar ekki sú tilhugsun að
Uffe Ellemann-Jensen verði forsæt-
isráðherra. Hann er harður Evrópu-
sinni, sem ekki mælist alltof vel fyr-
ir meðal þjóðar, sem aðeins féllst á
að vera með í Evrópusambandinu,
ef hún fengi ýmsar undanþágur. Elle-
mann hefur ekki dregið fjöður yfir
að hann vildi helst sjá undanþágurn-
ar hverfa.
Samfara vinsældatapi Vinstri-
flokksins hefur íhaldsflokkurinn unn-
ið á. Hans Engell þykir traustur og
duglegur leiðtogi. Hann er hægur og
rólegur, hefur danskan kímnis-
glampa í augum og þó hann sé að
flestu leyti sammála Ellemann, eru
þeir firna ólíkar persónur. Danir
kunna ekki að meta jafn sjálfsörugg-
an mann og Ellemann og heldur ekki
heimsborgarabrag hans. Ellemann
er maðurinn, sem kjósendur ýmist
heillast af, eða þola ekki. Það er
engum sama um hann. Þessu gerir
hann sér grein fyrir og segir að hann
muni benda á Engell af heilum hug,
ef það megi verða til þess að hægt
verði að mynda borgaralega stjórn.
Kosningabaráttan hefur mótast af
því að jafnaðarmenn hafa haldið
samstöðu með Róttæka vinstri-
flokknum, meðan hinir stjórnarflokk-
arnir tveir eru hikandi. Mið-demó-
kratar segja að þeir muni gera allt
til að lialda Sósíalíska þjóðarflokkn-
um frá stjórnarþáttöku og ef sam-
starf við borgaraflokkana sé eina
leiðin til þess, þá leiti þeir hiksta-
laust þangað. Sósíalíski þjóðarflokk-
urinn hefur einbeitt sér að því að
komast í stjórn, svo áralangri ein-
angrun þeirra ljúki. Þeir styðja því
Nyrup í viðleitni hans til stjórnar-
myndunar. Allt bendir til þess að
flokkurinn vinstra megin við sósíal-
istana, Einingarlistinn, komist á þing
og einnig þeir benda á Nyrup.
Þó ætla mætti að Nyrup þæði þess-
ar stuðningsyfirlýsingar með þökk-
um er það þó öldungis ekki svo.
Hann hefur margsinnis sagt að ekki
komi til greina að hleypa sósíalistum
að. Það sárnar þeim, því þeir hafa
gert allt til að nálgast jafnaðarmenn,
ekki síst með því að eiga þátt í og
styðja eindregið undantekningarnar
sem Danir fengu frá Maastricht-sam-
komulaginu. En þrátt fyrir þetta
neita jafnaðarmenn að hleypa þeim
inn í samfélag sitt. Líkt og sænskir
jafnaðarmenn vilja þeir dönsku ekki
hafa neitt saman við „rauða liðið“
að sælda. Þeir vitna til erlendra
markaða og spurningin er hvort tillit
til þeirra gerir það ekki einfaldlega
að verkum að vinstriflokkum verði
ekki hleypt í stjórn í bráð.
Hægriflokkamir hafa óspart notað
útlitið um sósíalista í stjórn til að
hræða kjósendur frá jafnaðarmönn-
um. Þeir muni ekki eiga annars úr-
kosti en að nota sér stuðning vinstri
vængsins, svo stuðningur við jafnað-
armenn jafngildi stuðningi við hann.
Á móti hafa jafnaðarmenn haldið því
fram að borgaraflokkarnir ætli sér
að taka saman við Framfaraflokkinn,
sem er yst á hægri vængnum.
Kosningabaráttan hefur snúist um
persónur, ekki pólitík og er það vís-
ast engin tilviljun. Skipuleggjendur
hennar eru sér örugglega meðvitaðir
um að tími hugmyndafræðinnar er
liðinn. Skoðanakannanir benda til
að kjósendur geti kosið íhaldsmenn
í dag og jafnaðarmenn eða sósíalista
á morgun ... og hinn daginn muna
þeir ekki hvað þeir hafa kosið.
ESB — viðkvæma málið
Það mætti halda að úr því Dan-
mörk er meðlimur í ESB þá sé um-
ræðan um það ekki sérlega viðkvæmt
mál. Svo er þó öldungis ekki. Vegna
undanþáganna vilja ýmsir stjórn-
málamenn eins og Ellemann og Ritt
Bjerregaard, þingmaður jafnaðar-
manna, gjaman ræða hverning Dan-
ir ætli að halda á málum á ríkjaráð-
stefnunni 1996. Þar fá þeir engan
hljómgrunn, þvi jafnaðarmenn eru
klofnir um afstöðuna og Róttæki
vinstriflokkurinn, með flokksmann
sinn Niels Helveg Petersen sem utan-
ríkisráðherra, treystir sér heldur ekki
í þá umræðu.
Auk hræðsluboðskapar á báða
bóga um áhrif ystu flokkanna til
hægri og vinstri snerist sjálf umræð-
an um efnahagsmálin og atvinnu-
leysið, eins og við var að búast.
Borgaraleg eða rósrauð
jafnaðarframtíð?
Jafnaðarstjórnin er tæpast búin
að sitja nógu lengi í þetta skiptið til
að í ljós sé komið hvort þeir ætli að
halda áfram á sömu braut og borg-
aralega stjórnin hvað varðar stjórn
efnahagsmála. Ef rétt er að verð-
bólga sé vaxandi og þensla í efna- (
hagslífínu almennt, þá er spurning
hvort stjórn þeirra þyrði að beita
jafn róttækum efnahagsgerðum og
stjórn Schlúters gerði við svipaðar
aðstæður upp úr 1985, þegar þeir
settu þjóðina á það sem þá kallaðist
„kartöflukúrinn."
Danir eiga nú kost á að velja hvort
þeir kjósi borgaralega stjórn eða vilji
gefa jafnaðarstjóminni kost á að
halda áfram. Én vegna þess hve
ESB-málin eru viðkvæm hafa stjórn-
málamenn ekki gert mikið af því að
minna á að sitji komandi stjóm út
kjörtímabilið komi það í þeirra hlut
að móta ESB-stefnuna í kringum
ríkjaráðstefnuna 1996. Danir gera
sér því kannski ekki sérlega góða
grein fyrir hve mikilvæg komandi
stjórn verður þeim.