Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 28

Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Híð rétta andlit Norðmanna í MEIR en 20 ár hef- ir íslenzk fiskveiði- stefna snúist um nýt- ingu veiðanna innan 200 mílna lögsögunnar, en lítið hefir verið sinnt um réttinn til úthafs- veiða af stjórnmála- mönnum og stjórnvöld- um._ Afraksturinn er sá að íslandingar eiga nú á annað hundrað meira eða minna mislukkuð úthafsveiðiskip, sem notuð eru innan 4and- helginnar, og hafa spillt henni svo, að fiskur er hættur að hrygna á helstu miðum landsins, og það í bezta árferði til sjávarins. Allt er komið í hnút, og framtíðin óljós. Hin miklu uppgrip í Smugunni sýna okkur, hversu fnikilvægar út- hafsveiðarnar eru íslenzka fiskifiot- anum, og hversu nauðsynlegt það er að úthafsflotanum sé beint að úthafsveiðum, en hann ekki notaður til að beija niður annað framtak innan fiskilögsögunnar, svo sem verið hefir, vegna vanstjórnar á þessum málum. Norðmenn horfa með hundshaus á Smuguveiðar ís- lendinga og hafa hótað því aðlverja með kjafti og klóm veiðarnar á „verndarsvæðinu“ við Svalbarða, en þá eru innifalin veiðisvæðin við Jan Mayen og Bjarnarey. Ný reglu- gerð Norðmanna heimilar fjarlæg- um þjóðum, svo sem Pólvejum og EB-þjóðum veiðar á „verndarsvæð- inu“, en útilokar veiðar íslendinga, eina þeirra þjóða, sem'liggja að „verndarsvæðinu". Það er því nauð- synlegt að athuga nánar, hver sé réttarstaða íslands og Noregs með tilliti til fiskveiða á N-Atlantshafinu og þá sérstaklega á Svalbarðasvæð- inu. „Verndarsvæði" Noregs við Svalbarða Þótt alþjóðadómstóllinn i Haag hafi dæmt Norðmönnum í vil um- ráðin yfir Svalbarða árið 1920, í deilum þeirra við Dani, tóku slík umráð aðeins til stjórnvaldsaðgerða á landinu sjálfu. Engar fiskveiðar voru stundaðar á eða frá Svalbarða á þeim tíma né síðar, og þessvegna var ekki og er ekki um neina fisk- veiðilögsögu að ræða frá þessum eyjum eða skeijum, þe. Svaibarða- eyjunum, Jan Mayen eða Bjarnarey. Fiskveiðilögsaga er í eðli sínu sett til að tryggja veiðirétt íbúa viðkom- andi landsvæðis rétt til veiða innan veiðilögsögunnar. Af þessu leiðir, að þar sem engin byggð er, og því engin útgerð stunduð, er engin fiskiveiðilögsaga. Alþjóðlegar regl- ur um fiskveiðilögsögu eru ekki settar til að Norðmenn, og þá sér- staklega frú Gro Harlem Brundt- land, séu að setja norskar geðþótta- reglugerðir um fjarlæg óbyggð svæði. Slíkt er löglaust og heimild- arlaust að aiþjóðalögum. Semsagt bull. Norðmenn hafa nú haldið því fram, að þeir hafi sett einhliða „verndarsvæði" við Svalbarða árið 1977, og að það hafi byggst á áunn- inni hefð til fiskveiða á svæðinu á 10 ára tímabilinu 1967 til 1977. Alveg er óskilgreint, hvað við er átt með orðinu „verndarsvæði", en væntanlega verður að túlka þetta svo, að Norðmenn hafi í huga að verja þetta svæði með hervaldi, svo sem var' við töku Hágangs II, sem er eina dæmið fram til þessa. Þetta er ólöglegt að alþjóðalögum, svo sem fyrr segir. Þá er greinilegt, að Norðmenn fara ekki með rétt mál, þegar þeir segjast hafa sett „vernd- arsvæðið" 1977, því að 28. maí 1980 undirritar Annemarie Lor- entzen, þáverandi utanríkisráð- herra Noregs, samkomulag við ís- land, þar sem segir, „að Noregur mun á næst- unni ákveða fiskveiði- lögsögu við Jan May- en“. Slík fiskveiðilög- saga hefir aldrei verið sett, vísast af því, að Norðmenn hafa gert sér grein fyrir að slíkt var gagnstætt alþjóðaleg- um samþykktum. í stað þess tóku þeir upp „verndarsvæðið" við Svalbarða með sér- stakri norskri reglu- gerð, og hugðust veija svæðið í skjóli hennar. Það kom síðan í ljós, í sambandi við töku Há- gangs II, að þessi reglugerð var einskis virði, og var hún síðan aftur- kölluð með nýrri reglugerð 1994, sett af frú Gro Bruntland sjálfri. Þar með var fyrri reglugerðin felld úr gildi, enda hafði hún aldrei hlot- ið viðurkenningu neins ríkis, nema Finnlands, sem síðan hefir mót- mælt slíkri túlkun. Ekkert ríki hef- ir viðurkennt nýja ofbeldisreglugerð Norðmanna, og er hún þannig að- eins á ábyrgð frúarinnar norsku, og ekki gild gagnvart neinum, nema kannske einhveijum Norðmönnum sjálfum, ef þannig þykir henta. Norðmenn setja ekki einhliða norsk- ar reglugerðir um alþjóðleg veiði- Reglugerð Norðmanna um einhliða stjórnun þeirra á veiðum við Svalbarða er ekki í sam- ræmi við alþjóðlegar reglur nú, segir Onund- ur Asgeirsson. Engin þjóð hefir viðurkennt þessar reglur, sem, --------------------—--- beint er aðeins að Is- lendingum. svæði á íjarlægum slóðum, svo gilt sé. Til þess þarf alþjóðlegt sam- komulag og alþjóðlega stjórnun. Réttur íslands til fiskveiða Þótt ísland hafi verið í farar- broddi um nýja skipan fiskveiða strandríkja, sem lauk með ákvörðun Hafréttarráðstefnunnar um 200 sjó- mílna fískveiðilögsögu þeim til handa árið 1975, leiddi þessi ákvörð- un til nokkurrar stöðvunar frekari umræðu hér. Þannig er það aug- Ijóst, í ljósi síðari umræðna og þró- unar alþjóðlegs fískveiðiréttar síðan, að verulegs andvaraleysis_ hefir gætt í „Samkomulagi milli íslands og Noregs um fiskveiði- og land- grunnsmál" dagsett 28. mai, 1980, undirritað af Ólafi Jóhannessyni og Annemarie Lorentzen, utanríkisráð- herrum ríkjanna á þeim tíma. (Sjá Stjt. 9/1980.) Þar er í forsendum, 5. mgr., gengið út frá því, að físk- veiðar, þe. loðnuveiðar utan ' 200 mílna tilheyri Noregi sem stjórnenda eyjarinnar Jan Mayen, og á þessum grundvelli hefur Noregur síðan fengið úthlutað loðnukvóta af ís- lenzka loðnustofninum. Síðan hefir þessi loðnusamningur orðið þríhliða, þar sem Grænland hefir fengið samskonar rétt til þessarra loðpu- veiða. Hvorttveggja er rangt. Bæði Jan Mayen og NA-Grænland eru „einskismannslönd" að því er tekur til fiskveiða, og þessvegna fylgir þeim engin fiskveiðilögsaga og því engin fiskveiðiréttindi sérstaklega. Samkomulag þetta við Noreg er þannig gert á röngum forsendum, sem jafnframt gildir um framhaldið Önundur Ásgeirsson gagnvart Grænlandi, en þessir loðnusamningar voru síðast fram- lengdir á þessu ári til 4 ára, og gilda því til ársins 1998. Nú virðist það komið í ljós, að Norðmenn hafi túlkað forsendur þessa „Samkomulags frá 1980“ á þann hátt, að íslendingar viðurkenni 200 mílna fískveiðilögsögu á öllu Svalbarðasvæðinu þeim til handa, og á þeim grundvelli sett 200 mílna „verndarsvæðið" við Svalbarða. Til þess að leiðrétta þennan misskilning er því nauðsynlegt, að ísland segi upp þessu samkomulagi við Noreg frá 1980 að því er fiskveiðar varð- ar. Þar sem engin tímamörk eða uppsagnarákvæði eru í þessu sam- komulagi frá 1980, gildir það aðeins svo lengi, sem því er ekki sagt upp af öðrum hvorum aðilanum, og er því nauðsynlegt að því sé sagt upp þegar í stað til að taka af allan vafa gagnvart túlkun Norðmanna. Ekki er nauðsynlegt að ógilda nú- verandi þríhliða samkomulag um loðnuveiðar við Noreg og Grænland, þar sem telja verður að það geti talist öllum þjóðunum hagkvæmt að halda því samkomulagi áfram, svo sem um hefir verið samið. Þá er hér rétt að tekið sé fram, að ís- land hefir í raun ekki samþykkt 200 mílna veiðiréttindi við Jan Mayen, en haldið fast við fullar 200 mílna veiðilögsögu íslands í átt til Jan Mayen. Þa_r er engin miðlína viður- kennd af íslands hálfu. Norðmenn virðast hinsvegar hafa misskilið þetta sem fleira. Enginn grundvöllur er þannig fyrir fískveiðilögsögu Noregs við Svalbarða, Bjarnarey eða Jan Mayen. Þetta vita þeir og nefnir reglugerð þeirra það því „verndarsvæði", en slíkt verndar- svæði nýtur engrar verndar að al- þjóðalögum. Alþjóðlegar veiðar á úthafinu Viðræðurnar um hafréttarmál í New York, sem eru einskonar fram- hald Hafréttarráðstefnunnar frá 1975, virðast benda til mjög aukins réttar strandríkja til stjórnunar á fiskveiðum. Þetta er eðlilegt, því að með mjög aukinni tækni við veiðar er auðvelt að sækja á stöðugt fjar- lægari mið. Til að forðast yfirvof- andi glundroða í veiðum, verður því að setja nýjar og afgerandi reglur um úthafsveiðar. Þannig hefir kom- ið fram, að eðlilegt væri að líta á allt Svalbarðasvæðið sem innhaf, sem ætti að stjórnast af þeim físk- veiðiþjóðum, sem að því liggja þ.e. Rússum, Norðmönnum, Færeying- um, íslendingum og e.t.v. Græn- lendingum, þótt engar veiðar séu stundaðar frá þeim hluta Græn- lands, sem að þessu hafsvæði ligg- ur. Þessi lönd ættu þannig að hafa sameiginlega stjórnun á nytjum þessa hafsvæðis eða innhafs, og semja um þær veiðar sín á milli. Einn megintilgangur alþjóðlegra reglna um veiðar á úthafínu hlýtur að vera sá, að koma í veg fyrir of- veiði og sókn á óeðlilega ljarlæg mið, ásamt stjórnun á óeðlilegri fjár- festingu í veiðibúnaði. Nátengt þessarri stjórnun er svo sala á veiði- heimildum milli þjóða, sem lítil eða engin stjómun getur verið á. Nær- tækt dæmi um þetta er kaup Norð- manna á 2.500 tonna rækjuheimilda á Dohrn-banka af Grænléndingum. Hér er um að ræða sameiginlegan stofn ísíands og Grænlands, sem liggur beggja megin við miðlínu milli landanna, og mjög mikil hætta er á að verði' upp urinn af veiðiskip- um Norðmanna. Það kom fram í útvarpsviðræðunum við Norðmenn, að þetta samsvarar 25.0,00 þorsk- tonnum, en hver ætlar að stjórna því að ekki verði tekið meira? Norð- menn hafa nú eitt sinn sannað, að þeir eru frekir til ijárins, og láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Eg tel að miklu eðlilegra væri, að ef leyfa ætti annarri þjóð veiðar innan físk- veiðilögsögu einhvers ríkis, að slík útgerð væri staðsett í því rfki. Ef td. íslendingar fá leyfi til veiða við Kamtsjatka, þá ætti slík útgerð að vera staðsett þar, en ekki á Islandi. Sama ætti að gilda um Norðmenn á Grænlandi. Höfundur cr fyrrvcrandi forstjóri Olís. Matvælaiðju- skóli í Kópavog'i í KOPAVOGI er nú að rísa matvælaiðju- skóli, sem væntanlega tekur til starfa haustið 1995. Með byggingu þessa skóla er ekki aðeins lagður grunnur að verkmenntun í matvælaiðn hér á landi heldur opnast jafnframt möguleikar á að tengja og þróa námið beint við þarfir atvinnulífsins. Bygging skólans Bygging matvæla- iðjuskólans hefur átt sér langan aðdraganda. Árið 1982 var fyrst skipuð nefnd til að gera tillögur að byggingu matvælagreinaskóla, sem mundi veita alhliða undirstöðufræðslu á sviði matvælaiðnaðar. Þá þegar kom fram sú tillaga að reist yrði sérstök bygging, verknámshús, yfir matvæla- og hótelgreinar á lóð Menntaskóla Kópavogs. En það var ekki fyrr en í apríl 1991 að undirritaður var samningur milli ríkisins og Kópavogskaup- staðar að á lóð Menntaskólans í Kópavogi skuli rísa um 5.000 fermetra matvælaiðjuskóli. Fyrsta skóflustungan var síðan Sigurrós Þorgrímsdóttir Með matvælaiðjuskóla í bestan- Kópavogi er verið að efla starfsmenntun á íslandi, segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, um leið og ís er brotinn til að þróa nýjar fram- leiðsluvörur í tengslum við matvælaiðnað. styrkari stoðum undir efnahagslífið. Það er mjög mikilvægt að við einbeitum okkur að því að fullvinna mat- vöru úr gæða hráefni fyrir erlenda markaði. Matvælaiðjuskólinn opnar nýja möguleika á stórauknu samstarfi milli kennara og/eða nemenda skólans og fyrirtækja í að leita nýrra leiða í nýsköpun á sviði matvælafram- leiðslu. Samvinna milli þessara' aðila þarf því að vera, allt frá upp- hafi, náin og virk. Fyrirhugað er að öll aðstaða til kennslu í matvælaiðn verði sem allra best og í skólanum verði eitt fullkomnasta eldhús á íslandi og þó víðar væri leitað. Slík að- staða ætti ekki aðeins að nýtast nemendum skólans til hefðbund- ins náms heldur opnast jafnframt möguleikar á að nýta hana fyrir tilrauna- og þróunarstarf í mat- vælaiðn í tengslum við fyrirtækið og stofnanir. Þó svo að skólinn sé staðsettur í Kópavogi ætti hann að geta nýst öllum fyrirtækjum á landinu. Það er því í raun ekkert einka- mál Kópavogs að hér rísi öflugur matvælaiðjuskóli heldur öllum þeim sem vilja veg matvælafram- leiðslu í landinu sem mestan og Iðngarðar tekin 26. júní sama ár. Fyrsti áfangi skólans, sem er skrifstofu- álma, var tekin í notkun haustið 1993. Áætlað er að skólinn sjálf- ur verði fokheldur í byijun des- ember á þessu ári og byijað verði að kenna þar í einhveijum grein- um haustið 1995. Eins og fram hefur komið hef- ur allt frá því umræður hófust, um stofnun sérstaks matvæla- iðjuskóla, verið stefnt að því að hann myndi hýsa Hótel- og veit- ingaskólann, auk þess yrðu kenndar þar bakara- og kjötiðn. Þrátt fyrir að þegar sé ákveðið að þessar greinar verði kenndar við skólann er ekki ólíklegt að fleiri greinar, sem tengdar eru matvælaiðn, fái inni í skólanum þegar fram líða stundir. Styrkur grunnur Bygging þessa skóla er mjög mikilvægt skref í að skjóta styrk- ari stoðum undir matvælaiðn á íslandi. Við íslendingar erum matvælaframleiðsluþjóð og ætt- um því fyrir löngu að vera búnir að stíga þetta skref og styrkja . undirstöður þessara greina. Segja má að einn helsti vaxtarbroddur í íslensku efnahagslífi á komandi árum sé í matvælaframleiðslu. Á tímum aflasamdráttar og efna- hagsþrenginga er nauðsynlegt að leita nýrra leiða til að renna Meirihluti bæjarstjórnar Kópa- vogs leggur mikla áherslu á að í tengslum við skólann verði kann- aðir möguleikar á að koma á fót iðngörðum í samvinnu við aðila í iðnaðinum. Atvinnumálanefnd Kópavogs er þegar farin að kanna grundvöll fyrir slíkum iðngörð- um. Hugmyndin er að slíkir iðn- garðar mundu verða hvatning fyrir skólann og fyrirtæki að vinna saman að því að þróa og markaðssetja nýjar framleiðslu- vörur í matvælaiðnaði. Hug- myndir að slíkum iðngörðum eru enn á frumstigi. En atvinnumála- nefnd og meirihluti bæjarstjórnar hafa fullan hug á að iðngarðar, sem munu tengja saman skóla, fyrirtæki og markað, verði að veruleika innan fárra ára. Öflugri matvælaiðn Við íslendingar þurfum á að halda vel menntuðu iðnlærðu fólki, ekki síður í matvælaiðn en öðrum iðngreinum. Með aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu hefur losnað um við- skiptahindranir innan Evrópu. Um leið opnast möguleikar á að stórauka útflutning á iðnvarningi okkar til þessara landa. Það er hagur allra landsmanna að hér á landi rísi öflugur matvælaiðnaður sem hefur á að skipa fólki með sérþekkingu. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn _þess að efla starfs- menntun á íslandi. Með nýjum matvælaiðjuskóla er verið að stíga skref í þessa átt. Um Ieið opnast möguleikar á að gera stórátak í að þróa nýjar fram- leiðsluvörur í tengslum við fyrir- tæki í matvælaiðnaði. Það er mjög brýnt að ráðamenn þjóðar- innar standi vörð um framtíð og framþróun þessa skóla og stuðli um leið að öflugri matvælaiðn í landinu. Höfundur er stjórnmála- og fjölmidlafræðingur og formaður atvinnunmlancfndar Kópnvogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.