Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 29 KRISTJÁN SÆMUNDSSON + Kristján Sæ- mundsson prentari var fædd- ur á Lambanesi í Fljótum, Skaga- fjarðarsýslu, 4. des. 1910. Hann lést á Landakotsspítala 12. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Sæ- mundur Kristjáns- son bóndi og skip- sljóri, Lambanesi, f. 16. okt. 1883, d. 30. ágúst 1915, og Herdís Ingibjörg Jónasdóttir frá Minni-Brekku í Fljótum, f. 30. júlí 1889, d. 14. febr. 1938. Alsystkini Krist- jáns eru: Sigurjón, prent- smiðjueigandi, fyrrv. bæjar- sljóri og heiðursborgari Siglu- fjarðarkaupstaðar, f. 5. maí 1912; Andrés, f. 10. sept. 1913, d. 1. okt. 1929; Sigurlaug, dó hvítvoðungur 1916. Hálfbróðir Krist- jáns er Eiríkur Ei- ríksson, fyrrv. prentari, f. 27. ág- úst 1924. Krislján vann við prent- vinnu, prentsmiðju- rekstur og bókaút- gáfu í Reykjavík. Hann stundaði söng- og músíknám í Svíþjóð um fjögurra ára skeið. Hann var ókvæntur og barn- laus. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, en jarðsett verður í kirkjugarð- inum í Gufunesi. ÞAÐ TELST ekki til mikilla tíðinda þótt 84 ára gamall maður, saddur lífdaga, deyi. Þetta er eðlilegur gangur lífsins og á ekki að koma neinum í uppnám. Þó var eins og eitthvað brysti innra með mér þegar Sigurjón bróð- ir hringdi í mig þ. 12. þ.m. og sagði mér frá láti albróður síns, Kristjáns Sæmundssonar, sem einnig var hálfbróðir minn. Kristján lést að morgni þess dags á Landakotsspít- ala. Þessi tíðindi leiddu eins og ósjálf- rátt til þess að ég fór að tína sam- an minningabrot úr bernsku minni á Akureyri þegar móðir okkar bræðra, Herdís Jónasdóttir, ekkjan stolta og harðduglega, eygði þann möguleika að geta stofnað til heim- ilis með þremur mannvænlegum sonum sínum á ungum aldri, Krist- jáni, Sigutjóni og Andrési. Hún hafði verið gift í Fljótum vestur harðduglegum drengskapar- manni, Sæmundi Kristjánssyni bónda og skipstjóra frá Lambanesi, og eignast með honum fjögur börn, synina þijá ofantalda og dótturina Sigurlaugu sem lést hvítvoðungur skömmu eftir að faðir þessara systkina hafði farist á voveiflegan hátt í fiskiróðri á Haganesvík. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það hve eiginmanns- og dóttur- missirinn var mikil raun fyrir hina ungu konu. „En hún sýndi frábæran hetjuskap og dugnað við uppeldi barnanna ..." segir um hana í Skag- firskum æviskrám. Ög eru það sönn orð og makleg. Níu árum eftir atburðinn hörmu- lega á Haganesvík var ekkjan kom- in til Akureyrar í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi til að ala örverpi það sem þessi minningarorð ritar og þarf ekki meira um það að segja. Og í öðru lagi eygði hún þá von að geta stofnað til heimilis á Akur- eyri með sonum sínum og þannig komið í veg fyrir að þeir færu á vergang sem oftar en hitt var hlut- skipti barna á þessum árum sem misstu foreldra sína. Er ekki að orðlengja það að Her- dísi Jónasdóttur tókst ætlunarverk sitt vegna þess að hún trúði á og treysti dugnaði og hæfileikum sona OLAFUR ÞOR VALDSSON + ÓIafur Þorvalds- son var fæddur 14. maí 1926. Hann lést á Sauðárkróki 14. september síð- astliðinn. Ólafur var sonur hjónanna Þor- valds Ólafssonar bónda í Arnarbæli í Ölfusi og konu hans Krisljönu Hjalt- ested. Hann lauk námi í rafvirkjun árið 1950. Einnig stundaði hann sjó- mennsku um tíma og Ólafur starfaði líka mörg sumur við ferða- mennsku, ók hann ferðamönnutn um landið og hafði hann mikla unun af því að kynna land sitt og miðja af þekkingu sinni á fegurð íslands og víðáttu. Ólafur kvæntist Margréti Jónsdóttur hinn 2. september árið 1950 en þau slitu samvistir. Þeim varð fimm barna auðið. Elsta barn þeirra, Ólafur, lést í frum- bernsku. Eftirlifandi börn þeirra eru, Asta, Svala, maki hennar er ísleifur Ottesen, Kristjana, maki henn- ar er Guðmundur Davíðsson, og Þor- valdur, maki hans er Torfhildur Sigvalda- dóttir, Ólafur eignað- ist átta barnabörn og eru þau: Margrét Sara Oddsdóttir, Ólafur Orri Guð- mundsson, Davíð Kristján Guðmunds- son, Sylvía Lind Þor- valdsdóttir, Pétur Kristófer Oddsson, Símon Örn Oddsson, Svala Lind Þorvaldsdóttir og Ólafur Þorvaldsson. Ólafur læt- ur eftir sig fimm systur á lífi: Lydíu Þorvaldsdóttur, Katrínu Þorvaldsdóttur, Vigdísi Þor- valdsdótturj Kristínu Þorvalds- dóttur og Asdísi Kvaran. Útför Ólafs Þorvaldssonar fer fram í dag frá Langholtskirkju. ELSKU pabbi minn. Nú ertu farinn í ferðalag, ekki Fjallabaksleið né yfir Sprengisand heldur í þína hinstu ferð. Þetta er svo sárt, svo ótrúlega sárt. Þú varst fyrsti umhverfissinninn sem ég kynntist. Ekki þreyttist þú á að stoppa bílinn á ferðum okkar fjöl- skyldunnar, sem voru ófáar, allir út að safna rusli, sem aðrir sér ómeðvitaðri höfðu dreift um landið okkar fallega. Einar Ben. og Laxness voru þín- ar hetjur og ekki síst Ólafur Kára- son ljósvíkingur. Óska vildi ég að geta heyrt þig bara einu sinni enn segja við mig með þinni djúpu rödd og með blik í bláum augunum: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi fyllir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft strengur í brjósti, sem brast, við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) MINNIIVIGAR sinna og stóð þetta sambýli í rúm- lega 8 ár eða þar til hálfbræður mínir bytjuðu að róa á öðrum mið- um lífsins enda þá orðnir hálffull- orðnir menn. Kristján og móðir mín settu svo heimili á laggirnar í Reykjavík á haustmánuðum 1937 og stóð það fram í febrúar 1938 að móðir okkar lést langt um aldur fram. Eitt skyggði þó á í sambýli mæðginanna á Akureyri. Andrés lést aðeins 16 ára gamall og var þung raun fyrir móður og bræður ofan á allt sem á undan var gengið. Þessi heimilisstofnun móður okk- ar varð þess valdandi að milli mín og Kristjáns og Sigurjóns myndað- ist taug sem aldrei hefur slitnað þótt stundum hafi lengst í henni og komið á hnökrar. Við höfðum það alltaf í undirvitundinni að blóð er þykkra en vatn. Þegar ég ákvað að skrifa nokkur minningarorð um hinn látna bróður minn varð mér fullkomlega ljóst að rriér var mikill vandi á höndum. I Kristjáni Sæmundssyni þjuggu nefnilega tveir menn. Sá glaðværi, stundum allt að því strákslegi Krist- ján, umhyggjusamur, greiðvikinn og góður sem gaman var að um- gangast. En svo var líka til hinn duli, fráhrindandi Kristján, einfar- inn sem dró sig inn í skel og vildi hvergi dvelja nema í myrkviði eigin hugaróra þangað sem ómögulegt var að fylgja honum. Enda vildi hann þá ekki hafa neinn kringum sig, allra síst r.áin skyldmenni. Þessi einfari náði yfirhöndinni á miðjum aldri eftir þungan sjúkdóm. Helst vildi ég minnast góða og glaðværa drengsins. En ég veit að það er ómögulegt. Einfarinn skýtur alltaf upp kollinum og krefst síns sess í lífshlaupinu. Kristján Sæmundsson hóf prent- nám í prentsmiðju Björns Jónssonar hér á Oddeyri 2. des. 1926. Þar starfaði hann þar til í júlí 1935. Þá fór hann til Reykjavíkur þar sem hann átti heima síðan. Hann hóf starf í ísafoldarprentsmiðju þar sem hinn merki og hreinskiptni maður Gunnar Einarsson réð ríkjum. Með þeim Kristjáni þróuðust samskipti sem að lokum leiddu til vináttu með miklum drengskap Gunnars þegar Kristjáni reið allra mest á. Árið 1942 varð Kristján einn stofnenda prentsmiðjunnar Skál- holts og veitti hann því fyrirtæki forstöðu. Skálholtsprentsmiðja var fyrst og fremst bókaútgáfufyrir- tæki og rneð því rættist sá draumur Kristjáns að eiga hlut að útgáfu góðra og ódýrra bóka. Árið 1938 bytjaði að örla á þessum draumi þegar hann og starfsfélagi hans, Vilhjálmur Svan Jóhannsson, gáfu út bókina Sól og syndir eftir norska skáldið Sigurd Hoel og Kamelíufrú Alexandre Dumas. Skálholtsprentsmiðja hætti svo störfum eftir skamman tíma og Kristján hóf aftur störf i ísafoldar- prentsmiðju hjá vini sínum Gunnari sem hann svo fylgdi þegar hann stofnsetti prentsmiðjuna Leiftur sem stóð einnig að mikilli bókaút- gáfu. I Leiftri vann svo Kristján við setjaravélina þar til hann hætti vinnu við prentverk rúmlega sjötug- ur. Þegar íslenskar prentsmiðjur hófu að vélvæða setningu lesmáls upp úr 1941 tók Kristján þátt í þeirri þróun og náði hann mikilli leikni í meðferð og viðhaldi á setn- ingarvélum, einkum af Intertype- gerð. Vinnufélagar hans hafa sagt mér að hann haft verið flummur setjari og setti svo rétt að undrun sætti og fékk reyndar lof fyrir hjá höfundum bóka í formálum eða eft- irmálum. Áhugi fyrir söng kviknaði mjög snemma hjá þeim bræðrum Krist- jáni og Sigutjóni. Og enn þann dag í dag minnast gamlir Akureyringar þeirra sem söngbræðranna úr Haf- steinshúsinu. Flestir vita að Sigur- jón er landskunnur söngmaður, einkum með Karlakórnum Vísi á Sigluftrði. Árið 1946 fór Kristján til söng- náms til Stokkhólms og naut þar kennslu afburða góðra kennara sem sumir voru víðfrægir fyrir þekkingu sína á söng- og músíksviði. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Kristján hefur nýtt sér námið vel og lært margt þau fjögur ár sem hann dvaldi í Svíaríki. Hann var rnjög músíkalskur og hafði næmt tón- eyra. Ég verð að viðurkenna að ég fylgdist ekki vel með því hvernig Kristján nýtti sér þetta söng- og músíknám þegar heim var komið. En eitthvað mun hann hafa leið- beint í söngfræðunum því eitt sinn heyrði ég hinn kunna söngvara Hauk Morthens lýsa því yfir í út- varpi að hann ætti Kristjáni kollega sínum talsvert að þakka á söngsvið- inu og það litla sem hann hefði lært í söng hefði hann lært hjá honum. Kristján kom sér upp ágætu plötusafni með fcægum söngvurum á sviðið óperu- 'og óperettusöngs og annarra söngleikja. Og á tíma- bili vissi hann um öll stór nöfn á þessu listasviði. En fleira greip hugann en prent- verk, bókaútgáfa og söngur. Á tímabili sökkti hann sér niður í ættfræði og önnur íslensk fræði og hefur næmi hans kornið honum þar $ að góðum notum. Hefur hann áreið- anlega ekki átt langt að sækja þennan áhuga því í Skagfirskum æviskrám er sagt að Sæmundur faðir hans hafi verið minnugur og sagnafróður. En nú er komið að kveðjustund. Við Sigutjón stöndum álengdar og drúpum höfði í virðingu og segjum: Hvíl þú í friði, bróðir, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Eiríkur Eiríksson. Kristján föðurbróðir minn er far- inn frá mér. Við vorum alltaf miklir vinir. Við gátum spjallað tímunum saman um lífið, dauðann, tónlist, matreiðslu, ættir, fugla himinsins, fiskinn í Miklavatni - yfirleitt hvað sem var. Hann rétti mér hjálparhönd þeg- ar ég þurfti á að halda, síðustu árin reyndi ég að vera honum innan handar. Hann elskaði pönnukök- urnar mínar, fiskibollurnar mínar, hann var innilega þakklátur fyrir hvert lítið viðvik sem ég gat gert honum. Nú ertu farinn, elsku frændi, og ég sakna samverustunda okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stella Margret. líður bet.ur núna, elsku afi, og ég hugsa um góðu stundirnar sem við áttum saman og þegar ég er sorg- mædd skoða ég hug minn og sé að ég græt vegna þess sem var gleði mín. Takk fyrir allt, elsku afí minn. Með kveðju frá Pétri Kristófer og Símoni Erni, bræðrum mínum. ^*n’ Margrét Sara Fráfall Ólafs tengdaföður míns kom eins og reiðarslag sl. miðviku- dag. Ólafur hafði brugðið sér ásamt vinafólki sínu í Skagafjörð, en að morgni miðvikudags kenndi hann lasleika og var farið á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Ekki var talið í fyrstu að um alvarlegt tilfelli væri að ræða enda bar Ólafur sig ávallt vel og kvartaði ekki þó eitthvað bjátaði á, en skyndilega sem hendi væri veifað var hann allur. Ólafur hafði nýlega sökum aldurs látið af störfum og naut hann þess að eiga frístundir, eitthvað sem hann og margir af hans kynslóð þekktu lítið. Spila golf, ferðast og njóta tónlistar. Ólafur var vel les- inn. íslensk náttúra var honum einkar hugleikin og voru fáir staðir á íslandi sem hann hafði ekki sótt heim. Hann var eftirsóttur í ferðir um landið og kunni frá mörgu for- vitnilegu að segja. Ólafur vann síðast hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, en áður hafði Ólafur lagt fyrir sig hin ýmsu störf samhliða rafvirkjun enda fjöl- hæfur og eftirsóttur starfskraftur. Þótt kynni okkar ÓLafs yrðu ekki löng þá varð okkur vel til vina og er ég þakklátur fyrir þær stund- ir sem gáfust. Með harm í hjarta kveð ég hann. Hvíl í friði. ísleifur Ottesen. INGÓLFUR FREYR GUÐNASON Þú vars ekki mikið fyrir veraldleg gæði, en af andlegum gæðum áttir þú gnægtabrunn. Synir mínir, Ólafur Orri og Davíð Kristján, biðja fyrir kveðju til afa og þakkir fyrir ferðir í réttir, ferðir itl að taka upp kartöflur, gómsætar ilmandi pönnukökur með heimatil- búinni sultu og ekki síst fyrir þinn frábæra karrýpottrétt, sem verður þeim ógleymanlegur líkt og þú sjálf- ur. Elsku pabbi minn, ég kveð þig á sama hátt og ég hef alltaf gert. Hafðu það gott, farðu varlega og mundu að ég elska þig. Þín Kristjana. Nú er Ólafur Þorvaldsson allur. Það er með söknuði sem mér verður hugsað til tengdaföður míns sem svo skyndilega var kallaður til ann- arra starfa af æðri máttarvöldum. Ólafur var lífsglaður og sterkur persónuleiki. Harin hafði unun af lestri íslenskra bókmennta og elsk- aði íslenska náttúru og íslenska menningu. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum. Ég bið Guð að styrkja börn hans og barnabörn í sorg þeirra og kveð hann að sinni. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Pétur Daviðsson Elsku afi, þó að þú sért farinn eigum við alltaf eftir að muna eftir þér og sakna þín. Við minnumst sím- hringinganna sem þú hughreystir okkur með og gafst þér alltaf góðan tíma til þess að tala við okkur. Ég gleymi aldrei jólunum árið 1992 þeg- ar þú varst hjá okkur á Bárugötu og ég og Hörn, vinkona mín, komum inn úr snjónum ískaldar og votar og þú hitaðir upp kjúkling og sósu handa okkur og við átum hann allan og þú bara hlóst að okkur. En brostið hjarta heldur áfram að slú. Ég veit að þér + Ingólfur Freyr Guðnason frá Drangshlíðardal fædd- ist 15. janúar 1994. Hann lést 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyvindar- hólakirkju 27. ágúst. LITLI vinur minn er dáinn. Það er erfitt að horfa á eftir svona fallegum og fjörugum dreng, en maður er ekki spurður. Ég þekkti hvorki hann né fjöl- skyldu hans þá en ég fékk að kynn- ast þeim í sumar á barnadeild Hringsins. Þar áttum við saman margar góðar og ánægjulegar stundir. Það gleður mig mjög að ég skyldi fá að kynnast Ingólfi og per- sónutöfrum hans, hann sparaði ekki brosin sín og var mjög kátur og glað- ur þegar maður gaf sér tíma til að leika við hann þó að það væri ekki nema fáeinar mínútur. Hann var mjög félagslyndur ungur drengur og vildi vera innan um fólk á öllum aldri. Elsku Ingólfur, þú átt þinn stað í hjarta okkar og huga. Guð geymi þ'g- Elsku Lena, Ásdís Björg, Lilja Dögg og Árný Rún, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Anna Birna og ÓIi Þór. Ester og Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.