Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÍDAG BRANDUR TÓMASSON BRANDUR Tómas- son, fyrrverandi yfir- flugvirki hjá Flugvé- lagi íslands og síðar Flugleiðum, er áttatíu ára í dag, 21. septem- ber. Brandur er einn af frumherjum í fslenskri flugsögu og fylgdi úr hlaði þeim þætti sög- unnar er að viðhaldi og viðgerðum laut. Á frumbýlisárum flugs- ins var aðstaða til þeirra hluta mjög fá- brotin. Brandi tókst með elju sinni og snilli að færa það til betri vegar. Hann hóf störf hjá Flugfélagi íslands 25. desember árið 1938 og starfaði nærfellt hálfa öld í sínu fagi. Jóhannes Snorrason flugstjóri segir um Brand í bók sinni Skrifað í skýin: „Hann var hald okkar og traust færi eitthvað úrskeiðis enda hefur hann lengi verið þekktur fyrir að hafa ráð undir hverju rifí.“ Þetta eru orð að sönnu. Þegar flugvélakostur flugfélagsins fór stækkandi svo sem Skymaster DC 4 og Cloudmaster DC 6 B og þurfti að koma þeim inn í skýli til eftirlits og viðgerðar voru þau of lítil til að aka þeim beint inn. Brandur fann upp aðferð og tækni til þess að ská- skjóta þeim inn í skýli sem var mikið vanda- verk. Leysti hann það vel af hendi. Já, það er gæfa þessarar þjóðar að slíkir menn sem Brandur skyldu veljast til þess að starfa að íslenskum flugmálum. Búa margir að leiðsögn hans, enda eru íslenskir flugvirkjar vel metnir fagmenn á heimsmælikvarða og viðurkenndir í hágæðaflokki. Brandur hefur átt við vanheilsu að stríða nú síðustu ár. Eg sendi honum og fjölskyldu hans bestu kveðjur á þessum tímamótum og bið honum blessunar. Ijafi hann þakkir fyrir framlag sitt til ís- lenskra flugmála. Aðalsteinn Dalmann Októsson. BRIPS Umsjón Arnór G. Kagnarsson Vetrarstarf Munins í Sandgerði hafið Vetrarstarf Bridsfélagsins Munins í Sandgerði hófst miðvikudaginn 14. sept. með því að haldinn var aðalfundur félagsins. Karl G. Karlsson var kosinn formaður, Bylgja Jónsdóttir gjaldkeri og Garðar Garðarsson ritari. Með- stjórnendur eru Reynir Óskarsson og Bjöm Dúason. Að loknum aðalfundi var spilað- ur 10 para tvímenningur og sigr- uðu Einar Júlíusson og Reynir Óskarsson, fengu 87 stig. Ingimar Sumarliðason og Kristján Kristj- ánsson urðu í öðru sæti með 86 og Ari Gylfason og Karl G. Karls- son þriðju með 82 stig. Miðvikudaginn 21. sept verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilamennskan hefst kl. 20. Spilað er í Björgunarsaveitarhúsinu. Bridsfélag Breiðfirðinga Tólf pör mættu til leiks á fyrsta spilakvöldi B. Breiðfirðinga í vet- ur. Spilaður var Howell-tvímenn- ingur og hæsta skorinu á spila- kvöldinu náðu eftirtalin pör: Halldór Þorvaldsson - Jón Egilsson 194 Hjördís Sigurjónsd. - Ragnheiður Nielsen 186 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 177 Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 175 Firmakeppni Bridssambands Islands 1994 Firmakeppni Bridssambands ís- lands verður haldin í Sigtúni 9 helgina 1.-2. okt. nk. Spiluð er sveitakeppni u.þ.b. 100 spil. Keppnin er opin öllum fyrirtækjum af öllu landinu sem sannanlega hafa keppendur á launaskra. Þetta er létt og skemmtileg keppni og vonandi taka sem flest fyrirtæki þátt. Keppnisgjald er 15.000 kr. á sveit og spilað er um gullstig í hveijum leik. Verðlaunabikarar verða veittir fyrir þijú efstu sætin og auk þess fá sigurvegararnir farandbikar til varðveislu næsta árið. Byijað verður að spila kl. 11 báða dagana. Skráning er þegar hafin á skrifstofu Bridssambands íslands í síma. 91-619360. íslandsmótið í einmenningi 1994 íslandsmótið í einmenningi verð- ur haldið helgina 8.-9. okt. Mótið verður spilað eins og undanfarin ár. Húsfyllir hefur verið í þetta mót þannig að það er betra að láta skrá sig tímanlega. Kerfið verður sent til keppenda til þess að þeir hafi tíma til að lesa það yfir. Keppnisgjald er 2.500 kr. á mann og skráning er á skrifstofu Bridssambands Islands í síma 91- 619360. Vetrarmitchell Föstudaginn 16. sept. 1994 var spilaður Mitchell með þátttöku 22 para. Úrslit urðu eftirfarandi: NS-riðill: Þórður Sigfússon/Dan Hansson 361 Vignir Hauksson/Haukur Harðarsson 306 MapúsTorfason/GuðmundurPétursson 298 Meðalskor 270 AV-riðill: DagurHalldórsson/BjömStefánsson 312 Hjalti Bergmann/Stefán Ólafsson 301 Apar Kristinsson/Cecil Haraldsson 286 Meðalskor 270 Spilað er öll föstudagskvöld í Sigtúni 9 og hefst spilamennska kl. 19. Sérstaklega verður auglýst þegar starfsemin flyst í nýja hús- næðið í Þönglabakka. BRIDS Umsjön Guöm. Páll Arnarson „HVAR er spaðinn?" Með 11 spaða á milli handanna, sáu AV enga ástæðu til að blanda sér í sagnir. Þessi staðreynd fór ekki framhjá sagnhafa og hann dró þá ályktun að liturinn hlyti að skipast 6-5. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 5 ▼ DG976 ♦ K863 ♦ K52 Vestur Austur ♦ D108632 ♦ KG974 ♦ 104 ♦ DG963 Suður ♦ Á ♦ ÁK853 ♦ ÁG52 ♦ Á87 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 hjarta Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: hjartatvistur. Þar eð vestur á tígul- drottninguna vel valdaða virðist slemman dæmd til að tapast, enda eðlileg spila- mennska að svína tígulgosa. Á opnu borði má þó vinna spilið í þessari legu með því að taka ÁK í laufi og spila tígli þrisvar. Vestur lendir inni á drottninguna og neyð- ist til að spila spaða út í tvö- falda eyðu. Þar með hverfur tapslagurinn á lauf. En þetta er á opnu borði og það er ekki að sjá að sagnhafi hafi nokkurt tilefni til að fara svo langsótta leið. Og þó. í sæti suðurs var Bandaríkjamaður að nafni Chuck Lamprey. Þegar hann spilaði hjarta í öðrum slag kom austur á óvart með því að henda laufi. „Mátti hann ekki missa spaða?“ hugsaði Lamprey og reyndi að finna skýringu á þessu undarlega afkasti. Venjuiega henda menn fyrst frá lengsta lit, svo það var rökrétt að reikna með að austur ætti a.m.k. jafnmörg lauf og spaða. Lamprey hafði þegar slegið því fóstu að spaðinn skiptist 6-5, svo að öllum líkindum átti austur 5-5 skiptingu í svörtu litunum. Lamprey hafnaði því tígulsvíningunni og spilaði upp á innkastið. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Hjól fannst GRÁTT kvenhjól var skil- ið eftir í garði á Hjarðar- haga 29 fyrir þremur vik- um. Upplýsingar í síma 620253. Hjól týndist SVART og grænt fjalla- hjól af gerðinni HMTB Diamond Back „Sorrento S“ hvarf frá Kaplaskjóls- vegi 61 sl. mánudag. Hafi einhver orðið var við hjól- ið er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 28052 eða 24603. Hálsmen fannst FUNDIST hefur vandað hálsmen í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 18510. Gæludýr Týndur köttur MJÖG falleg lítil læða, hvít með svörtum og gui- brúnum flekkjum, er í óskilum í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 654546. COSPER Hve lengi hefur þú eiginlega unnið í þessu fyrirtæki. SKÁK U m s J ó n M a r g e i r Pétursson ÞESSI staða kom upp á SKA-stórmeistaramótinu í Horgen í Sviss sem lauk fyr- ir helgina. Spánski alþjóðlegi meistarinn Jorge Magem (2.520) hafði hvítt og átti leik, en þýski stórmeistarinn Jörg Hickl (2.535) hafði svart. 37. Rhf5! - gxf5, 38. Rxf5 (Svartur er nú glataður því 38. - Hg8 er svarað með 39. Dh5 mat) 38. - Kg8, 39. Hxg7+ - Kf8, 40. Dh5 - Rf7, 41. Hh7 - Dc4 og Hickl gafst upp án þess að bíða eftir svari andstæðings- ins, enda er staðan alveg vonlaus. Mótið var haldið samhliða Credit Suisse stór- mótinu sem Kasparov vann. Úrslit urðu þessi: 1. Hodg- son, Englandi, 9 v. af 11 mögulegum, 2.-4. Margeir Pétursson, Magem og Hickl 7 v. 5.-6. Hug og Ziiger, Sviss, 6 'h v. 7. Brunner, Sviss, 5 v., 8.-10. Schlosser, Þýskalandi, Masserey, Sviss, og Landenbergue, Sviss, 4 v., 11.-12. Godena, Ítalíu, og Fioramonti, Sviss, 3 v. LEIÐRETT Magnús B.Jónsson Röng mynd Með frétt um setningu Bændaskólans á Hvann- eyri í 105. sinn birtist mynd af Sveinbirni Dag- finnssyni, ráðuneytis- stjóra, en í texta sagði, að myndin væri af Magn- úsi B. Jónssyni skóla- stjóra. Morgunblaðið biðst af- sökunar á þessum mistök- um. Átti við allt árið I töflu sem fylgdi um- flöllun um stöðu bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar í gær, kom fram að 83% fari til reksturs málaflokka árið 1994 en í fréttinni er haft eftir Magnúsi Gunnars- syni formanni bæjarráðs, að hlutfallið sé 88%. Rétt er að taka fram að 83% eiga við tímabilið frá 1. janúar til 15. júní 1994 en 88% eiga við allt árið. Rangft skírnarnafn í frétt á forsíðu Morgun- blaðsins í gær sagði að Vladímír Rútskoj yrði for- setaframbjóðandi harð- línuafla í Rússlandi. Rútskoj heitir réttu nafni Alexander Vladímírovítsj Rútskoj, er sem sagt son- ur Vladímírs. Beðist er velvirðingar á þessu. Hjörtur Þ. Daðason í frétt af fjöltefli Davíðs Bronsteins stórmeistara við íslenzk börn og ungl- inga misritaðist föður- nafn Hjartar Þórs Daða- sonar, sem einn bar sigur- orð af stórmeistaranum. Morgunblaðið biðst af- sökunar á þessum mistök- um Víkveiji skrifar. •• Víkverji er þeirrar skoðunar að ekki sé allt með felldu, að því er varðar þjónustu þeirra sem ann- ast sjónvarpsviðgerðir og flutninga tækja til og frá viðgerðarverk- stæði. Fyrir skömmu kom Víkveiji erlendis frá og uppgötvaði við heim- komu að það var ekkert nema snjór á boðstólum á sjónvarpsskjá hans. Hann hafði samband við viðgerðar- verkstæðið sem gerir við sjónvarps- tegund hans og var boðið upp á að maður yrði sendur heim, til þess að stilla tækið, hvað Víkveiji þáði. Maðurinn kom, stillti tækið og hvarf síðan á braut með 2.500 krónur frá Víkveija sem þóknun fyrir stilling- una. Næsta kvöld reyndist snjórinn aftur hafa tekið völdin af auglýstum dagskrárliðum sjónvarpsstöðvanna, þannig að Víkveiji snéri sér á nýjan leik til verkstæðisins. XXX Niðurstaða þess samtals varð sú, að það væri eitthvað að tækinu. Var sendur bíll með láns- tæki á staðinn og tæki heimilisins fært til verkstæðis. Fyrir þessa þjónustu greiddi Víkveiji 2.000 krónur. Nokkru síðar var tækið ásamt stillingarmanni sent á nýjan leik til heimilis Víkveija, og allar stöðvar stilltar inn. Fyrir viðgerðina á verkstæðinu greiddi Víkverji svo 5.800 krónur og 2.000 krónur auk- reitis fyrir flutninginn til heimilisins og flutninginn á Iánstækinu aftur til verkstæðisins. Víkverji mátti sem sagt bíta í það súra epli að greiða 4.000 krónur fyrir flutningana til og frá heimilinu, 2.500 krónur fyrir stillingu, sem ekki entist í einn sól- arhring, og loks 5.800 krónur fyrir viðgerð, sem vonandi endist og end- ist. Það er hreint ótrúlegt hversu fljót pyngjan er að léttast um 12.300 krónur, þegar kaupa þarf þjónustu sem þessa. Víkveiji er síð- ur en svo sáttur við svona við- skipti, en samkvæmt upplýsingum verkstæðisins er hér um viðtekna viðskiptahætti að ræða - viðskipta- hætti, sem verkstæðismaðurinn sagðist í fljótu bragði ekki sjá neina ástæðu til að breyta. Frómt frá sagt, telur Víkveiji að hann hafi sjaldan eða aldrei fengið jafnlítið fyrir jafnháa upphæð sem hann hefur þurft að reiða fram. Utsölur eru margar í gangi núna. Einatt er hægt að gera kjarakaup á slíkum útsölum, eins og Víkveiji reyndi si. laugardag, þegar hann ásamt börnum sínum fór í verslunarleiðangur niður Laugaveginn. íþróttavöruverslun að nafni Sparta er við miðjan Laugaveginn og þar fékk Víkverji íþróttagalla á börn sín tvö, íþrótta- sokka og stuttbuxur, fyrir verð sem líklega nálgast verð eins íþrótta- galla, þegar ekki er um útsölur að ræða. Það var Víkveija því huggun harmi gegn að fara í útsöluinnkaup og telja sig gera kjarakaup, eftir að hafa lent I óvæntum og óvel- komnum stórútgjöldum vegna heimilissjónvarpsins. Það er nú einu sinni þannig, að í upphafi skólaárs, verða útgjöld heimilanna ærið mik- il, þar sem kaupa þarf skólafatnað, skólaútbúnað og hverskyns fylgi- búnað fyrir veturinn og því getur það skipt miklu máli fyrir heimil- isbudduna, að hafa vakandi auga með haustútsölunum, og því sem þar er á boðstólunum, því þannig er hægt að spara heimilinum um- talsverðar fjárhæðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.