Morgunblaðið - 08.10.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.10.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðanakönnun IM Gallups fyrir Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Islands 61%ámóti lengingu skólaárs Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) lengingu grunnskólaársins í 10 mán. og styttingu framhaldsskólans í 3 ár? Á rekstur grunnskóla að vera í höndum ríkis eða í höndum sveitarfélaga? Úr skoðanakönnun ÍM Gallup fyrir HÍK 09 KÍ í september 1994 337 spurðir 806 tóku afstöðu 31 tök ekki afstöðu Hvorki né 5,5% 837 spurðir 695 tóku afstöðu 142tók ekkiafstöðu Niðurstöður styrkja sjónarmið kennara Meirihluti hlynnt- ur ríkisreknum skólum HIÐ íslenska kennarafélag og Kennarasamband íslands kynntu í gær niðurstöður skoðanakönnunar um skólamál og breytingar á lögum um grunnskóla og framhaldsskóia, sem ÍM Gallup framkvæmdi í sept- ember sl. Valdir voru af handahófi 1.200 manns á aldrinum 15 til 69 ára á landinu öliu og nemur svörun 71,7%. Könnunin leiðir í ljós að rúmlega 61% svarenda sagðist and- vígt áformum um að skólaárið í grunn- og framhaldsskólum yrði lengt úr 9 mánuðum í 10 og fram- haldsskólinn þannig styttur úr 4 árum í 3. Um 33% sögðust hlynnt lengingu skólaársins og rúm 5% hvorki hlynnt né mótfallin henni. Fleiri vilja að ríkið reki skóla í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 57% svarenda telja að rekstur grunnskóla eigi að hvíla á herðum ríkis en 47% sögðust vilja láta sveitarfélögin annast þennan rekstur. Þegar svörin voru greind eftir kynjum, reyndust mun fleiri konur en karlar vilja að reksturinn væri áfram í höndum ríkisins, eða 65% kvenna á móti 49% karla. Um 68% þeirra svarenda sem eru á skólaaldri, þ.e. á milli 15 og 19 ára gamlir, vilja að ríkis annist rekstur grunnskóla en lægst er þetta hlut- fall hjá fólki á milli 55 og 59 ára, eða tæplega 47%. Tæplega 61% svarenda telur hins vegar að sveit- arfélag sitt sé í stakk búið til að taka við rekstri grunnskóla 1. ág- úst 1995, eins og að er stefnt, en rúmlega 39% telja svo ekki vera. Karlar voru frekar þeirrar skoðunar en konur að sveitarfélögin séu reiðubúin til að annast reksturinn. Rúmlega 84% Reykvíkinga telja borgina undir það búna að taka við rekstri grunnskóla á tilætluðum tíma, en minnihluti fólks á lands- byggðinni, ef undan eru skilin Suð- urnes, er sömu skoðunar varðandi sín sveitarfélög. Úti á landsbyggð- inni eru skólar og rekstraraðilar þeirra jafnframt fleiri. Eftir því sem fólk hafði hærri fjölskyldutekjur var líklegra að það teldi sveitarfélag sitt tilbúið til að taka við rekstrin- um. Samræmd próf og bætt laun Viðmælendur vpru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að samræmdum prófum væri fjölg- að, þannig að þau væru einnig hald- in í 4. og 7. bekk grunnskóla. Tæp- lega 51% kváðust vera hlynnt próf- unum en 43% andvíg, en rúm 6% skipuðu flokk þeirra sem voru hvorki með eða á móti. Fólk virtist þó almennt mun hlynntara sam- ræmdum stúdéntsprófum en slíku fyrirkomulagi í neðri bekkjum grunnskóla. I yngsta aldurshópnum var andstaðan við samræmd próf mest, eða 57% svarenda á aldrinum 15 til 19 ára sem voru andvíg, sam- anborið við að meirihluti fólks sem hafði unglinga á aldrinum 15 til 19 ára á sinni forsjá var fylgjandi samræmdum stúdentsprófum. Skoðanir fólks á því hvort i grunnskólalögunum eigi að vera ákvæði um hámarksfjölda nemenda í bekk eru nokkuð svipaðar, því tæplega 79% voru hlynnt slíku ákvæði en aðeins 19% því mótfallin. Tæplega 57% svarenda kváðust þeirrar skoðunar að ef iaun kennara yrðu bætt, myndi það leiða til betra skólastarfs, en rúmlega 43% töldu það litlu eða engu skipta. Konur eru frekar þeirrar skoðunar en karl- ar. Greining eftir aldri leiddi í ljós að unglingar á aldrinum 15 til 19 ára höfðu minnsta trú á að bætt laun leiddu til betri skólastarfs, eða aðeins 28% þeirra, en mesta trú á launabótum til handa kennurum hafði fólk á aldrinum 35 til 44 ára, eða 69%. Hlutfall þeirra sem telja launabætur til batnaðar er alls stað- ar undir 50% á landsbyggðinni að frátöldum Suðurnesjum, en á höf- uðborgarsvæðinu er hlutfallið í kringum 66%. Rúmlega 81% sér- fræðinga og yfir 73% þeirra sem vinna við skrifstofustörf eða fag- lærð störf við opinbera þjónustu, eru þeirrar skoðunar að bætt laun leiði til betra skólastarfs. Þetta hlut- fall er lægra í öðrum stéttum og lægst hjá þeim sjómönnum og bændum sem svöruðu, eða um 40%. Aðspurðir voru að endingu beðn- ir um að raða í forgangsröð þremur atriðum sem þeir telja mikilvægast fyrir þá sjálfa eða fjölskyldur þeirra; góðar samgöngur, góður skóli og góð heilsugæsla. Tæplega 57% töldu góða heilsugæslu vera mikil- vægasta atriðið af þessum þremur en tæplega 33% töldu skólann eiga að skipa það sæti. Tæplega 11% nefndu samgöngur í fyrsta sæti, og leiðir greining eftir búsetu í ljós að góðar samgöngur skipa veiga- meiri sess á meðal íbúa í litlum bæjum og í dreifbýli. Góður skóli var aftur á móti nefndur hlutfalls- lega oftar á Suðurnesjum og ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur. ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, og Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands íslands, segja nið- urstöður könnunar ÍM Gallup styrkja fagpólitíska afstöðu kennara varð- andi hugmyndir um lengingu skóla- ársins og styttingu framhaldsskól- ans, flutnings grunnskóla til sveitar- félaga, launamál og fjölda í bekkjar- deildum. „Afstaða fólks er mjög skýr í flestum tilvikum og þeir fýrirvarar sem við höfum sett við hugmyndir um t.d. lengingu skólaárs og flutning grunnskóla, eiga sér greinilega hljómgrunn meðal almennings," seg- ir Guðrún Ebba. Elna Katrín og Guðrún Ebba segja að eindregin afstaða almennings til lengingar skólaárs hafí ekki komið þeim mjög á óvart. Lítt útfærðar hugmyndir „Flutningur grunnskóla hefur ver- ið sagður vera formatriði og í sam- ræmi við vilja mikils meirihluta fólks. Greinilegt er að farið hefur verið offari í þessum efnum og ég held að fólk hafi smátt og smátt áttað sig á að margt í þessum hugmyndum um lengingu skólaárs, er lítt útfært. Við og fleiri höfum bent á að ræða þyrfti meira en fjölda skóladaga, það þyrfti einnig að skoða innihaldið. Lenging skólaársins til samræmis við það sem tíðkast víða í nágrannalönd- um okkar, þarf að fela í sér breyt- ingu á námsefni og jafnvel nýjar námsgreinar. Hugmyndirnar þýða minnkandi atvinnuþátttöku ung- menna sem leiðir ,til aukinnar ábyrgðar skóla á þessu fólki sem hann hefur ekki bolmagn til að óbreyttu," segir Elna Katrín. Þær segja að stuðningur fólks við samræmd próf hafi valdið þeim nokkrum vonbrigðum, þar sem stað- reyndin sé sú að þegar skólastarf þurfi að miðast að miklu leyti við samræmd próf, leiði það til frekari stöðlunar kennslu en nú tíðkast. Vara beri við ofurtrú á gildi sam- ræmdra prófa, sem séu mjög kostn- aðarsöm. „Verði þessi próf að veru- leika þarf að auka eftirlit með öllu skólastarfi til muna, auk þess sem eitt próf getur ekki talist réttur mælikvarði á allt starf í skólum landsins," segir Guðrún Ebba. Ráðherra taki mið Þær segjast fagna stuðningi við að setja lagaákvæði sem spornar við að of margir nemendur séu í hverri bekkjardeild, og skilningi meðal fólks á að launakjör kennara séu ófull- nægjandi. „Við vonum einungis að menntamálaráðherra taki tillit til þessara sjónarmiða meirihluta fólks við áframhaldandi ákvörðunartöku í umræddum málaflokkum," segir Elna Katrín. Bókanir um úttekt á fjárhag borgarinnar og könnun á stjórnkerfi Fjárhagiir og sljórn- un í ógöngum að matí meírihlutans ÚTTEKT Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar B. Stefánssonar á fjárhag Reykjavíkurborgar og könnun Stef- áns Jóns Hafstein á stjómkerfi Reykjavíkurborgar voru meðal mála sem rædd voru á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag. í bókun Reykjavíkurlistans kemur fram að skýrslumar varpi skýru ljósi á fjár- hagslegar og stjórnunarlegar ógöngur sem borgarkerfið var kom- ið í undir stjórn Sjálfstæðisflokks- ins. í bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins vegna úttektar end- urskoðenda segir að hún staðfesti að ekkert sé athugavert við athafn- ir og vinnureglur sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þá sé skýrsla Stefáns Jóns Hafstein einungis umbúðir utan um þá fyrirætlan borgarstjóra að koma á fót fimm nýjum stjórnun- arsviðum og ráða fimm fram- kvæmdastjóra. Skortur á ábyrgð og yfirsýn í bókun R-lista kemur fram að skýrslumar hafi verið unnar að hans frumkvæði og að niðurstöður þeirra varpi ljósj á fjárhagslegar og stjórnunarlegar ógöngur sem borgarkerfið var komið í undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. „Þessar skýrslur eiga það sammerkt að þær leiða í ljós að mikið skortir á að ábyrgð sé nægjanlega vel skilgreind í stjórnkerfi borgarinnar og að upp- lýsingakerfi hennar hafí þróast í takt við nútímahugmyndir um stjórnun." Bent er á að upplýsingar hafí ekki verið notaðar sem stjórntæki og að meðal annars þess vegna hafí skort nauðsynlega yfírsýn og aðhald í rekstri og fjármálum borg- arinnar. Nú sé svo komið að rekstr- arútgjöld taki til sín allar tekjur borgarinnar og rúmlega það. Fé til framkvæmda á þessu ári sé ekkert nema lánsfé. Úttekt á fjárhagsstöð- unni leiði auk þess í ljós að fyrstu sex mánuði ársins hafi útgjöld ver- ið 31,2% hærri en skatttekjur tíma- bilsins. Afleiðingin sé aukin skulda- söfnun ár frá ári og eru skuldir borgarinnar nú um 12 milljarðar. Skuldastaða borgarinnar hafi því breyst frá því að vera 45% af skatt- tekjum árið 1990 í um 105% í lok júní. Aðhöfðust ekkert Þá segir; „Forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur var fullkunnugt um þessa stöðu en aðhöfðust samt ekk- ert. í stað þess að takast á við að- steðjandi vanda kusu þeir að vísa honum inn í framtíðina og brugðust þar með skyldu sinni við umbjóð- endur sína - íbúa Reykjavíkur. Samkvæmt ósk kjósenda, kemur það vandasama verk í hlut Réykja- víkurlistans að fínna leiðir út úr þessum ógöngum." Atvinnu haldið uppi í bókun Sjálfstæðisflokksins seg- ir að skýrsla endurskoðendanna staðfesti að ekkert athugavert er við athafnir og vinnureglur sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Borg- arbúum sé ljóst að á sama tíma og samdráttur hafí orðið í skatttekjum borgarinnar og efnahagsörðugleik- ar og atvinnuleysi hafi aukist á síð- ustu þremur árum hafi verið ákveð- ið að borgin tæki virkan þátt í að- gerðum til að snúa þróuninni við og halda uppi verkframkvæmdum og atvinnnu á meðan fyrirtæki hefðu minna svigrúm til þess. Þetta k'omi skýrt fram í fjárhag borgar- innar. Undirbúa skattahækkun Þá segir: „Upphrópanir R-listans vegna fjármála borgarinnar eru ein- göngu til þess að undirbúa skatta- hækkanir, sem einkenna vinnu- brögð þeirra vinstri flokka sem nú hafa komið undan R-lista merkjum og stjórna Reykjavík með skrif- finnsku, pólitískum aðstoðarmönn- um og fjölgun milliliða." Fimm ný svið í sérstakri bókun minnihlutans um skýrslu Stefáns Jóns Hafsteins, segir að hún sýni að ætlunin sé að koma á fót fímm nýjum stjórnunar- sviðum og ráða fimm framkvæmda- stjóra. Tillögurnar feli í sér að ein- angra eigi borgarstjóra frá daglegri stjómun borgarinnar, styrkja emb- ættismannakerfið á kostnað kjör- inna fulltrúa og gera öll samskipti stjórnsýslu borgarinnar og borgar- anna þunglamalega. „Víða í skýrsl- unni gætir mikils misskilnings á hlutverki einstakra embættismanna og stofnana og ennfremur er að finna í skýrslunni beinar rangfærsl- ur. Skýrslan hefur verið unnin á fljótfæmislegan hátt og má víða sjá í skýrslunni að höfundur hefur ekki þekkingu á viðfangsefninu,“ segir í bókuninni __ Loks segir að enginn ágreiningur sé um að stjórnkerfi borgarinnar þurfi ávallt að vera til endurskoðun- ar. Þannig hafi verið staðið að málum hjá borginni og fyrirtækjum hennar síðustu áratugi. Ekkert stjórnkerfi sé það fullkomið að ekki þarfnist það stöðugrar endurskoð- unar og lagfæringar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.