Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 39 FRÉTTIR AFMÆLI Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands gengst fyrir 150 námskeiðum nú á haustmisseri. Þau eru kynnt í fréttabréfi frá stofnuninni sem sent er endurgjaldslaust til 19.000 ein- staklinga og fyrirtækja. Námskeið stofnunarinnar eru öllum opin og sækja þau á hverju ári um 6.000 manns, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðin tengjast bæði störfum fólks og áhugamálum. Starfstengdu námskeiðin eru fjöldamörg á sviði rekstrar og stjórnunar, umhverfis- mála, tölvunotkunar og hugbúnaðar- gerðar, hönnunar, matvælafram- leiðslu, lögfræða, fjármagnsvið- skipta, heilbrigðis- og félagsmála svo nokkuð sé nefnt. Meðal fjölmargra nýjunga má nefna námskeið um stofnun fyrir- tækja, rekstur smærri fyrirtækja og útflutningsmál. í fréttabréfinu segir m.a. að reynsla hérlendis sem erlend- is sýni að háskólamenn reyni síður fyrir sér við stofnun fyrirtækja en aðrir þjóðfélagshópar. A haustmiss- eri verður í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Iðntækni- stofnun gert átak í fræðslu um stofn- un fyrirtækja. Þá verður boðið upp á styttri námskeið sem nýst geta þeim sem starfa við eða standa að útflutningi. í samstarfi við Útflutn- ingsráð verður haldið námskeiðið „Utflutningur á vörum og þjónustu - Fyrstu skrefin" fyrir atbeina Verk- fræðingafélagsins og Tækniskólans námskeið um útflutning á tækni og ráðgjafarþjónustu og loks námskeið um ijármögnun útflutnings. Þá er áformað að bjóða upp á heildstætt útflutningsnám sem gæti hafist haustið 1995. Það yrði eins árs nám sem hægt væri að stunda með starfi. Þau námskeið sem tengjast áhugamálum fólks eru m.a. um bók- menntir, heimspeki, myndlist, tónlist, sagnfræði og tungumál. Nánari upplýsingar um námskeið- in fást hjá Endurmenntunarstofnun. Suðurland Skólabílstj órar fræðast UMFERÐARRÁÐ og umferðar- fræðslan halda kynningar- og fræðslufund fyrir skólabílstjóra á Suðurlandi í dag, iaugardag, í sam- vinnu við Samtök sunnlenskra sveit- arfélaga. Fundurinn er haldinn á Hlíðarenda, Hvolsvelli, en markmið er að veita starfsmönnum skólanna upprifjun á nokkrum atriðum sem snerta starfið. Farið verður yfir þau öryggisatriði sem ávallt þurfa að vera í lagi, umfang og eðli trygg- inga, agavandamál, samstarf við foreldra og skólastjórnendur og síð- ast en ekki síst að kynnast viðhorfi barnanna sjálfra til skólaakstursins. Áhersla á skyndihjálp og tryggingar Á fundinum verður meðal annars lögð áhersla á skyndihjálp, trygging- ar, búnað og viðhald, að leiðir skóla- bíls ættu ekki að liggja um skólalóð, mikilvægi stundvísi, öryggissjón- armið við val á biðstöðvum, búnað við flutning fatlaðra, samvinnu á milli skólabílstjóra, kennara, for- eldra og annarra sem málið varðar, að fullorðinn fylgi nemendum í fyrstu ferðum á haustin, að umsjón- arnemendur séu tilnefndir í skólabíl og að biðstöðvar séu ekki leiksvæði o.fl. Meðal þeirra sem flytja fræðslu- erindi á fundinum eru Jón Hjartar- son, fræðslustjóri, Guðmundur Þor- steinsson, námstjóri í umferðar- fræðslu, Ólína Guðmundsdóttir, for- eldri barns sem ferðast með skóla- bíl, Jón Hermannsson, fulltrúi hjá Bifreiðaskoðun íslands, og Daði Guðmundsson, skólastjóri. Málpípan í Borgar kringlunni LAUGARDAGINN 8. október hefst Málpípan í Borgarkringl- unni. Málpípan er samstarfsverk- efni Rásar 2 og Borgarkringlunn- ar. Málpípan er heiti á kappræðum tveggja aðila um eitthvert fyrir- fram ákveðið efni. Fyrsta málefnið sem tekið verð- ur fyrir er: Standa ferðaskrifstofur á Islandi í útflutningi á verslun? - Hvað hefur íslensk verslun að bjóða? Til að karpa um þessar spurningar koma Helgi Pétursson markaðstjóri Samvinnuferða Landsýnar og Sigurður E. Har- aldsson fyrrverandi formaður Kaupmannasamtakanna. Samkvæmt þeim athugunum sem gerðar hafa verið á verslun íslendinga í innkaupaferðum und- anfarin ár má reikna með að um 2,5 milljarðar króna verði eftir í útlöndum. Þar af er um hálfur milljarður sem íslenska ríkið fengi í formi VSK. Málpípan verður annan hvéVn laugardag fram að áramótum. Utsending hefst kl. 14 frá Borgar- kringlunni. Stjórnandi er Lísa Pálsdóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Allir sem áhuga hafa á málefnum líðandi stundar geta mætt í Borgarkringluna og lagt fram spurningu til frummælenda. ♦ ♦ ♦---- Dansskóli Her- manns Ragnars til kirkju í TILEFNI af ári fjölskyldunnar efnir Dansskóli Hermanns Ragn- ars til kirkjuferðar í Bústaðakirkju fyrir nemendur sína, foreidra og aðstandendur, sunnudaginn 9. október, kl. 14.00. Sóknarprestur- inn séra Pálmi Matthíasson mun predika og barnakór Bústaða- kirkju mun syngja undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. Doktorsritgerð á sviði blóðstorku og fíbrín- sundrunarfræða ÓLÖF Sigurðardóttir læknir varði doktors- ritgerð á sviði blóð- storku og fíbrínsundr- unarfræða (blood coagulation and fi- brinolysis) við Karol- inska Institutet í Stokkhólmi 22. apríl sl. Ritgerðin ber heitið „Studies on PAI-1, Vitronectin and their interaction“. Rannsóknir þessar fóru fram á árunum 1988-1994 við mei- nefnafræði- og blóð- storkurannsóknardeild Karolinska-sjúkra- hússins undir leiðsögn Björns Wi- mans prófessors í blóðstorkurann- sóknum við sama sjúkrahús. And- Dr. Olöf Sigurðardóttir, mælandi við doktors- vörnina var prófessor Björn Dahlbáck frá blóðstorkurannsókn- ardeild sjúkrahússins í Malmö. Ólöf lauk lækna- námi frá Háskóla ís- lands 1985 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í meinefnafræði 1992. Hún starfar sem deild- arlæknir á blóðstor- kurannsóknardeild Ka- rolinska-sjúkrahússins og heldur áfram rann- sóknum sínum þar. Ólöf er fædd 1958, dóttir Guðrúnar Birnu Hannesdóttur tónmenntakennara og Sigurðar Sigurðssonar fyrrver- andi bónda og sjómanns. Reiðtygjaþjófar á ferð í Heimsenda ÖÐRU hvoru ber það við að brotist er inn í hesthús á höfuðborgarsvæð- inu. Nýlega var farið í hesthús á Heimsenda við Kjóvelli og stolið þar þremur hnökkum og einum sjö beislum. Flest voru reiðtygin merkt þann- ig að erfitt getur reynst að koma þýfinu í verð. Þarna var um að ræða tvo Eldjárns hnakka og einn íslandshnakk. Eigandinn vildi beina því til þeirra sem tóku reiðtygin að best væri að lauma þeim aftur inn í húsið svo lítið beri á þannig að hægt sé að láta málið niður falla. Gera má ráð fyrir að kostnaður við endurnýjun á því sem tekið var sé á bilinu tvö til þtjú hundruð þúsund krónur. Ástæða er til að minna hesta- menn á að geyma ekki reiðtygi og önnur verðmæti í hesthúsum á þeim tíma sem umferð um þau eru stopul. Nemendur og kennarar skólans munu aðstoða við messuhaldið og meðal annars mun Helga Þóra Björgvinsdóttir, einn af nemend- um skólans, leika á fiðlu lag eftir föður sinn Björgvin Þ. Valdimars- son. Hann stjórnar einnig söng bræðranna Gunnars og Sigmund- ar Jónssona í athöfninni. Allir nemendur Dansskóla Her- manns Ragnars, jafnt yngri sem eldri, eru hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni. Gamlir nem- endur skólans og velunnarar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og að lokinni athöfninni verður kirkjukaffi á vegum safnaðar- stjórnar, segir í fréttatilkynningu. MARGRÉT J. ISLEIFSDOTTIR MIKIL öndvegiskona á stórafmæli í dag. Samstarfsfólk hennar á sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli sendir henni sínar bestu kveðjur, þakkar vin- áttu og samstarf um langt árabil. Þegar Margrét er nefnd fylgir oft og Pálmi. Maður hennar er Pálmi Eyjólfsson fv. sýsluskrifari á Hvolsvelli. Saman hafa þau gengið göt- una frá 20. apríl 1946, er þau gengu í hjúskap og fluttu í nýbyggt hús sitt við Hvolsveg, Hvolsvelli, og þar stendur enn þeirra rausnargarður. Kunnings- skapur þeirra hófst þó nokkru fyrr, er bæði þénuðu í gömlu Kaupfé- lagsbúðinni, þar blómstraði róm- antíkin hjá unga fóikinu. Þau hjón störfuðu um langt árabil á sýsluskrifstofunni, voru máttarstólpar embættis, andlit þess og kjölfesta í hópi góðra starfsmanna. Sýslumenn er með þeim hafa starfað meta þau að verðleikum. Ég tel runar að þessi hjón séu sjaldgæft dæmi um far- sæla útkomu þess er hjón starfa á litlum vinnustað. Því veldur prúðmennska á báða vegu, gagn- kvæm virðing og miklir hæfileikar til samstarfs og samskipta við fólk, þar sem allir fundu sig velkomna og fengu bestu þjónustu. Afmælisbarnið, Margrét J. ísleifsdóttir, er fædd 8. okt. 1924, að Miðkoti í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir, fædd að Voðmúla- stöðum í Austur-Landeyjum 20. desember 1891, dáinn 5. október 1970, og ísleifur Sveinsson, fædd- ur að Skíðbakka, Austur-Landeyj- um, fæddur 18. júní 1990, dáinn 21. apríl 1981. Hann stundaði búskap í Miðkoti, Fljótshlíð, til 1941 er þau hjón fluttu á Hvols- völl. Isieifur var smiður góður og brautryðjandi um tijárækt og garðrækt á Hvolsvelli ásamt konu sinni. Hún á því ekki langt að sækja natnina í ræktun og um- hirðu garðsins síns hún Magga. Börn Margrétar og Pálma eru: Guðríður Björk, fædd 5. mars 1945, sölufulltrúi í Reykjavík, gift Guðmundi Ingvari Guðmundssyni, stýrimanni. Þau eiga 2 börn; Ingi- björg, hjúkrunarfræðingur og al- þingismaður, fædd 18. febrúar 1949. Hennar maður er Haraldur Sturlaugsson, útgerðarmaður. Þau eiga ijóra syni og búa á Akra- nesi; Isólfur Gylfi, sveitarstjóri á Hvolsvelli, fæddur 17. mars 1954. Hans kona er Steinunn Ósk Kol- beinsdóttir, kennari, og eiga þau fjögur börn. Margrét hóf störf á skrifstofu Rangárvallasýslu 1. apríl 1965. Hennar aðalstarf hefur verið við Almannatryggingar sem fulltrúi í þeirri deild embættisins. Margrét er sem kjörin í starf þetta, sem er vandasamt, krefst mikilla hæfi- leika { mannlegum samskiptum, skilnings, natni og vilja til að greiða fyrir fólki, sem er oft sjúkt og aldrað. Einnig þarf að vaka yfir því hvaða rétt þetta fólk á og benda á það, hjálpa til við að út- vega læknisvottorð, semja um- sóknir og útskýra málin. Allt þetta er Margréti eðlislægt og tiltrú bótaþega og trúnaðarsamband við tryggingafulltrúann er eins og best verður á kosið. Er ég undirritaður kom til starfa við sýslumannsembættið í Rangár- þingi fyrir tæpum níu árum, féll mér þegar einkar vel samstarfið og öll kynni við Margréti, hafði raunar verið henni málkunnugur um skeið og notið gestrisni þeirra hjóna. Er mér kunn- ugt að nú sem allan sinn búskap hafa þau hjón Margrét og Pálmi verið sótt heim af fólki í héraði og lengra að komnu, mér er nær að halda flesta daga. Hús þeirra stendur fólki opið og gestrisni er einstök, myndarskapur hús- móður í veitingum með því albesta, glað- værð og hlýtt viðmót, skapar það andrúms- loft að öllum líður vei. Upp kemur í hugann atvik er sýnir í senn jafnaðargeð Margrét- ar en um leið andúð hennar á ós- anngirni og yfirgangi. Framan við afgreiðsluborðið á sýsluskrifstof- unni stendur ábúðarmikill maður, sem verið er að liðsinna. Maðurinn er þó afar ókurteis og finnur að öllu með dóigslegu orðfæri. Stend- ur þá Margrét upp frá skrifborði sínu, gengur til mannsins, horfir á hann brosandi og segir með hægð en mikilli festu: „Við ei-um nú vön því að gera fólki til hæfis hér á skrifstofunni." Það var eins og hleypti hefði verið úr blöðru. Ribbaldinn steinþagnaði, roðnaði eins og skólastrákur og hefur frá þessum degi verið prúðmennskan holdi klædd þegar hann á erindi við _ sýsluskrifstofuna. Á okkar fámenna vinnustað er hún hinn góði andi og fyrirmynd um góða hætti, allt í röð og reglu, aldrei mætt of seint og ekkert sluks. Nei, gamli góði ríkissjóður hefur fengið mikið fyrir þá hung- urlús í formi launa er Margrét hefur þegið í hartnær 30 ára starfi. Það væri henni þó víðs fjarri að nöldra um kaup og kjör, kröfugerð í eigin þágu, er ekki hennar máti. Ég lít á Margréti ísleifsdóttur sem einstaka manneskju og kvíð þeirri stund er starfi hennar lýkur hér á sýsluskrifstofu um nk. áramót. Sumt fólk verður manni afar náið og einhvern veginn hefur hún Margrét orðið okkur eins og besta móðir, held við verðum hálf hnípin og líkt og munaðarlaus þegar sam- starfinu lýkur. Með krefjandi heimilisstörfum, uppeldi barna og vinnu utan heim- ilis hefur Margrét lagt fjölmörgum samfélagsmálum lið, svo sem gæslumaður barnastúku í 11 ár. Virk um áratugi í kvenfélagi í stjórn og sem formaður. Þau hjón Margrét og Pálmi sáu um Stórólfshvolskirkju í aldar- fjórðung. Kirkjan var ávallt hrein og hlýleg og ekki var skömm að meðhjálparanum. Margrét er kona sviphrein, nett og fríð. Hún er ávallt glöð í við- móti og hefur góðan húmor, — hlær innilega og sér það jákvæða í lífinu. Margrét er engan veginn skaplaus heldur kona staðfestu og sterks vilja, sem stefnir ótrauð að setu marki — og nær því. Hún er ekki að trana sér eða olnboga áfram í tilverunni. Það er hins vegar sómi að henni hvað sem er, enda smekkvís og vel uppáfærð — og ber mikla persónu. Margrét er kona trúuð og biblíu- fróð, einnig á þeim vettvangi er hún gefandi, það hef ég sannreynt persónulega. Nú veit ég að Margrét mundi segja „þetta er nú fullstór skammtur húsbóndi góður“. Á móti verð ég að segja „allt er það satt og rétt og af bestu samvisku tíundað". Lifðu heil um langa tíð og þakka þér vináttuna við mig og mína. Margrét er stödd erlendis með fjöl- skyldu sinni. Friðjón Guðröðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.