Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ I Zhírínovskí meinað að millilenda Sakar forset- ann um ofsóknir Moskvu. Reuter. ÞINGFLOKKUR Vladimír Zhír- ínovskís og þingmenn rússneska bændaflokksins hafa ákveðið að mæta ekki til haustþingsins vegna þess, að leiguflugvél Zhírínovskís á leið til Norður-Kóreu var meinað að millilenda í bænum Kemerovo í Sí- beríu. Segir Zhírínovskí, að um sé að ræða ofsóknir Borís Jeltsín for- seta og stjómvalda á hendur sér og hefur krafist rannsóknar. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja, að flugvöllurinn í Kemerovo hafi ver- ið skemmdur og því hafi flugvélinni verið beint til Tomsk en Zhírínovskí segir, að þetta sé aðeins síðasta dæm- ið af mörgum um skipulagðar ofsókn- ir stjómvalda gegn sér. Þingmenn kommúnista höfðu einnig ákveðið að hundsa þingið en snerist síðan hugur og á þingfundi í gær vöra raunar sumir þingmenn bændaflokksins. Stjómarandstaðan á rússneska þinginu er farin að búa sig undir for- setakosningamar 1996 og stefnir að sameiginlegu framboði gegn Borís Jeltsín forseta. Fæstir vilja þó hafa samstarf við Zhírínovskí og flokkur hans er almennt talinn vera stundar- fyrirbrigði úti á jaðri stjómmálanna. ZHÍRÍNOVSKÍ, þriðji f.h., og aðrir þingmenn Fijálslynda lýðræðisflokksins yfirgefa þingsalinn. I l I I L I 1 ! í n v j ii m umbúdmn: Sama góða súkkulaðikexið * Aður: Sími 641005-6 Bandaríkjaþing ályktar um afskipti af málefnum nágrannaríkisins Haítí Washington, Port-au-Prince. Reuter. FULLTRÚA- og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu á fimmtudag ályktun þar sem hvatt er til tafarlauss og algers brott- hvarfs Bandaríkjahers frá Haítí. Ekki er þó nefnd nein dagsetning í þessu sambandi. Búist var við því að efri deild þings Haítí tæki í gær fyrir tillögu um sakaruppg- jöf leiðtoga herforingjastjórnar- innar, til að greiða fyrir endur- komu Jean-Bertrands Aristide, hins útlæga forseta landsins, en neðri deild þingsins samþykkti tillöguna með miklum meirihluta atkvæða á fimmtudagskvöld. Fulltrúadeildin bandaríska sam- þykkti ályktun um brotthvarf hersins með 258 atkvæðum gegn 167 en öldungadeildin með 91 at- kvæði gegn 8. Er ályktunin byggð á samkomulagi leiðtoga demó- krata og repúblikana, George Mitchell og Bob Dole. I henni er Clinton einnig ávítaður fyrir að leita ekki samþykkis þingsins áður hemaðarafskiptin hófust. Felld var ályktun háttsettra manna í utanríkismálanefnd þingsins um að að leyfa afskipti af málefnum Haítí fram til 1. mars og að veita forsetanum heim- ild til að framlengja þau um óákveðinn tíma. Auk þess var felld ályktun repúblikana þar sem þess var krafíst að brottflutningurinn hæfíst nú þegar og sagt að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði Samþykkt al- gert brotthvarf herliðsins Reuter ÞINGMENN í neðri deild Haítíþings samþykkja með miklum meirihluta atkvæða sakaruppgöf til handa leiðtogum herfor- ingjastjómarinnar á fimmtudagskvöld. aldrei átt að senda bandarískar sveitir til Haítí. Mikill meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Haítíþings samþykkti sakauppgjöfína til handa herfor- ingjastjórninni en ekki er þó ljóst hversu margir greiddu henni at- kvæði. Þá deildi þingmenn á um hvort um pólitíska eða algera upp- gjöf væri ræða. Hugh Shelton, yfírmaður bandarísku sveitanna á Haítí, sagðist í gær telja ólíklegt að Raoul Cedras, hershöfðingi myndi yfirgefa landið fyrr en hann neyddist til, þann 15. október. Illmenni handtekið Maður, sem talinn er vera einn grimmasti og ofbeldishneigðasti meðlimur vopnaðra sveita herfor- ingjastjórnarinnar, svokallaðra „attaches“ var handtekinn á fimmtudag og er nú í haldi banda- rískra hermanna. Hann heitir Je- an-Claude Celestin, kallaður „Pyntarinn Ticoyo“ og er fímm- tugur. Hópur fylgismanna Ar- istide náði Celestin er hann leit- aði læknis vegna skotsára en hann hafði skotið sjálfan sig í afturendann. Celestin er sakaður um að allt að 150 morð, og sagður „sá versti af þeim verstu“ og voru í gær undirbúin mikil hátíðahöld vegna handtöku hans. 90 ára afmælinu verður fagnað með sýningu helgaðri iðnmenntun á þessari öld. s Sýningin verður í Iðnskólahúsinu á Skólavörðuholti laugardaginn E 8. október kl. 12-17. Allir sem áhuga hafa á iðnmenntun eru hvattir til að koma. Kohl segist sitja út næsta kjörtímabil Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, vísaði því harðlega á bug á blaðamannafundi í gær að hann hygðist láta af embætti á miðju næsta kjörtímabili, sigri hann í þingkosningum síðar í mánuðinum. Sagðist Kohl hafa fullan hug á að sitja út allt kjörtímabilið eða til ársins 1998. Kohl hefur verið kanslari Þýska- lands síðustu 12 ár og lýsti hann því jafnframt yfir að þó hann hygð- ist sitja út allt kjörtímabilið, myndi hann ekki bjóða sig fram á ný 1998. Jafnaðarmenn sökuðu Kohl um það sl. fimmtudag að blekkja kjós- endur með því að lýsa því ekki yfir hvort að hann ætlaði sér að hætta á miðju kjörtímabilinu til að rýma fyrir „erfðaprinsinum“ Wolf- gang Seháuble. Kohl sagðist ekki einu sinni hafa íhugað þann möguleika að hætta eftir tvö ár en þá verður hann sá kanslari, sem lengst hefur setið í sögu Þýskalands. Konrad Adenauer var í kanslaraembættinu í 14 ár. Þegar blaðamenn á dagblöðum hliðhollum Jafnaðarmannaflokkn- um gengu á hann og spurðu hvort að hann hygðist jafnframt bjóða sig fram 1998 brosti Kohl sínu breiðasta til þeirra og þakkaði þeim það traust sem þeir sýndu sér með því að ganga út frá því að hann myndi^ sigra í kosningunum á þessu ári. „Ég get einungis boðið fram á ný ef ég verð ennþá f fullu fjöri,“ sagði kanslarinn glottandi. Kohl sagðist meta stöðuna sem svo að allt útlit væri fyrir að núver- andi stjórnarsamstarf gæti haldið áfram að loknum kosningum. Var- aði hann við þeim möguleika að Jafnaðarmenn kæmust til valda með stuðningi Græningja og PDS, arftaka austurþýska kommúnista- flokksins. Mikilvægustu verkefnin fram- undan sagði hann vera að treysta sameiningu Þýskalands og taka fleiri skref fram á við varðandi samruna Evrópusambandsins. Ríkjaráðstefna ESB, sem hæfíst 1996, væri gífurlega mikilvæg. I í L 1 t í I I í M i V í í \ < i ( < (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.