Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 8. OKTÓBÉR 1994 2t> AÐSEIMDAR GREINAR Eigi er að að hyggja, af skal lánskjaravísitalan LÁNSKJARAVISI- TALAN hérlendis býr yfir undarlegu eðli sem vart á sinn líka í vest- rænum heimi sem er fólgið í því að allar launahækkanir hefna sín sjálfkrafa með því að hækka skuldir launafólks. Með þessu verður öll kjarabarátta sem öfugmæli ein og Verkamannafélagið Dagsbrún getur illa hugsað sér vinna að kjarasamningum undir sh'kum formerkjum. Vísitölur kunna að vera ágætar til sín brúks sem mælistikur á þróun þjóð- félagsins, en þær verða að uppfylla tvö skilyrði: vera skynsamlega upp- byggðar og notaðar á skynssaman hátt og að mínu áliti uppfyllir láns- kjaravísitalan í dag hvorugt þessara skilyrða. Upphaf verðtryggingar og láns- kjaravísitölunnar má rekja til Ólafs- laga 1979 og var ætlað að stemma stigu við neikvæðum raunvöxtum Guðmundur J. Guðmundsson og bruna sparifjár. Þá var vísitalan samansett af tveimur þáttum, byggingarvísitölu að einum þriðja en fram- færsluvísitölu að tveimur þriðju. í þann tíma voru sviptingar íslensku þjóðfélagi og verðbóigan geisaði, en 1983 var vísitölubind- ing launa afnumin, en verðtrygging láns- kjaravísitölunnar látin óáreitt. Afleiðingar voru skelfilegar og brenna enn í minni fólks og meira segja Morgunblaðinu þótt nóg um. Mikið misgengi myndaðist á milli verðlags og launa og verð- tryggingin olli því að allar skuldir uxu með ævintýralegum hraða. Fjölmargar fjölskyldur sem lagt höfðu út í kaup á húsnæði í góðri trú lentu í vanskilum og jafnvel gjaldþroti. Vextir voru gefnir frjálsir 1984 og átti þannig að koma jafnvægi á framboð og eftirspurn lánsf|ár, en Kominn er tími til að taka launaþáttinn út úr lánskj aravísitölunni, segir Guðmundur J. Guðmundsson, en sá þáttur hefur komið verkalýðshreyfingunni í sjálfheldu. áður höfðu viðgengist skammtanir á lánsfé með niðurgreiddum vöxt- um. Reyndar er einnig öfugmæli að tala um frelsi í þessu sambandi, um samkeppni var varla að ræða meðal banka hérlendis, heldur varð lánskjaravísitalan hið fasta viðmið um vaxtaákvarðanir. Til að bregð- ast við þessu setti Jón Sigurðsson bann á að lán sem væru til skemmri tíma en þriggja ára yrðu verðtryggð en jafnframt ákvað hann að krukka í lájiskjaravísitöluna. Launavísi- töiunni var nú bætt inní og skyldi Bætt geðheilbrigðis- þjónusta um allan heim 10. OKTÓBER nk. hefur verið útnefndur alþjóðlegur geðheil- brigðisdagur af Al- þjóðlegu geðheilbrigð- issamtökunum í sam- vinnu við Alþjóða heil- brigðisstofnunina, WHO. Kjörorð dagsins er: Bætt geðheilbrigð- isþjónusta um allan heim. Alþjóðlegu heil- brigðissamtökin voru stofnuð árið 1948. Markmið þeirra er að fyrirbyggja geðsjúk- dóma, bæta umönnun og meðferð þeirra sem Guðbjörg Sveinsdóttir um við fjölskyldu, vinnu, skóla, tóm- stundir, vini og nán- asta umhverfi, hvernig þarfir okkar, tilfinn- ingar, metnaður og hugsjónir samræmast kröfum lífsins og hvaða viðhorf við höf- um til sjálfra okkar, annarra og gagnvart krö/um daglegs lífs. Á alþjóðlegum mæ- likvarða erum við Is- lendingar vel sett hvað varðar ástand í geð- heilbrigðismálum. Pláss á geðdeildum eru hér mörg miðað þjást af geðsjúkdómum og stuðla að betri geðheilsu um allan heim. Samtökin hafa beitt sér fyrir stofn- un geðheilbrigðisdeildar innan WHO og eiga fulltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum. Samtökin starfa í 111 löndum. Markmiðið með alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi segja samtökin vera að auka skilning á geðheil- brigðismálum um allan heim svo unnt verði að ryðja úr vegi hindrun- um á borð við misskilning, goð- sagnir og útskúfun sem geðsjúkir verða oftar en ekki fyrir. Þegar orðið geðheilsa eða geð- heilbrigði ber á góma er það oft í tengslum við geðveiki. En góð geð- heilsa er annað og meira en að vera laus við einkenni geðveiki. Þegar við tölum um óskir okkar og drauma um hamingju, hugarró og ánægju erum við oftast að taia um eigin geðheilsu. Þetta eru atriði sem koma inn á öll svið daglegs lífs, hvernig okkur vegnar í tengsl- við fólksfjölda og aðgangur að geð- læknum, sálfræðingum og öðrum starfstéttum sem sérhæfa sig í geðheilbrigðismálum er góður. Dregið hefur úr fordómum og útskúfun þeirra sem eiga við geð- ræn vandamál að stríða, enda er nú auðveldara að leita sér hjálpar á þessu sviði og flestir þekkja ein- hvern sem það hefur gert. En við megum samt ekki verða værukær og falla í gryfju sjálf- ánægju. Geðheilbrigðismál þarf að endurskoða í samræmi við breyt- ingar í þjóðfélaginu og þau verða að vera í sífelldri þróun. Vandamál sem fylgja atvinnuleysi, fátækt og breytingum á hefðum og gildis- mati, vandamál flóttafólks, sjúk- dómar á borð við eyðni og sívax- andi eiturlyfjanotkun, allt eru þetta þættir sem hafa í síauknum mæli áhrif á geðheilbrigði fólks um allan heim og þar erum við Islendingar engin undantekning. Þeir aðilar sem vinna með þessi vandamál Geðvernd og geðheil- brigðisvinna er ekki eitthvað sem eingöngu tilheyrir stórum stofn- unum og geðdeildum, segir Guðbjörg Sveins- dóttir. Til að koma í veg fyrir þjáningar næstu kynslóða er mikilvægt að bæta aðstæður barna og unglinga um allan heim. hafa í raun mjög góða innsýn í það þjóðfélag sem við lifum í og ættu þar af leiðandi að láta í sér heyra og hafa áhrif þegar teknar eru pólitískar ákvarðanir sem hafa áhrif á geðheilsu fólks. En geðvemd og geðheilbrigðis- vinna er ekki eitthvað sem ein- göngu tilheyrir stórum stofnunum og geðdeildum. Til að koma í veg fyrir þjáningar næstu kynslóða er mikilvægt að bæta aðstæður barna og unglinga um allan heim. Þau eiga kröfu á að við reynum stöðugt að bæta það þjóðfélag sem við búum í, þannig að þau öðlist ekki aðeins betri lífskjör heldur læri þau líka að vera manneskjur og kunni að njóta þess með öðrum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. gilda til jafns við hinar tvær er fyr- ir voru. Sé tekið tillit til hins mikla vægi launaþátta í byggingavísi- tölunni gilda laun því um 50-60% í verðtryggingu skulda margra landsmanna. Þetta var all undarleg ráðstöfun sem Jón Sigurðsson skrýddi kufli hagfræða og lítil skýr- ing hefur fengist á síðan, enda var þetta fyrst og fremst pólitísk ráð- stöfun. Afleiðingarnar til skemmri tíma kunna að hafa verið þær að hægja á misgengi launa og verð- lags, en til lengri tíma er þýðingin önnur; lífsins ómögulegt varð fyrir launafólk að bæta sér upp kjara- skerðinguna frá 1983 nema þá með að keyra upp lánskjaravísitöluna og hækka höfuðstól skulda sinna. Tökum einfalt dæmi sem ættað er frá úttekt Benedikts Jóhannessonar á lánskjaravísitölunni sem var unn- in fyrir Dagsbrún: Fjögurra manna fjölskylda, sem hefur eina milljón í árstekjur og skuldar fjórar milljónir, fær 10% launahækkun eða 100.000 krónur í peningum. Hækkunin gengur inn í lánskjaravísitöluna og hækkar því höfuðstól lánanna um 320.000 og árlega vaxtabyrði um 25.000 en greiðslubyrðina um 50.000. Þar með er því hálf launhækkuninn töp- uð. Laun eru þannig orðin aðal hreyfiþáttur verðtryggingar hér- lendis sem þýðir að verkalýðshreyf- ingunni iiefur verið komið í sjálf- heldu, launahækkanir kalla á hækk- anir afborgana og rýra kjör fólks. Enda var það líklega hinn hagfræði- legi tilgangur Jóns Sigurðssonar, vísitölunni var breytt að föllnum kaupmætti og hindra átti launafólk í að fá leið.réttingu kjara sinna. Það er einnig skrýtin hagfræði að miða verðtryggingu við vísitölu sem unnin er á einhvern órannsak- anlegan hátt af kjaranefndum víðs- vegar um bæinn og erfitt er að sannreyna. Verðtrygging ætti að miðast við verðbólgu, þ.e. hækkanir á vöru og þjónustu. Þess vegna, ef lánskjaravísitalan er svo bráðnauð- synleg í ísiensku þjóðfélagi, ætti mælistikan að vera rétt, en á þess- ari röngu stiku hafa Dagsbrúnar- menn fengið að kenna upp á síð- kastið; t.d. hafa launahækkanir hjá hjúkrunarfræðingum og meina- tæknum hækkað afborganir af lán- um félagsmanna eins og hendi væri veifað. Þetta leiðir einnig hug- ann að því af hveiju ísland þarf eitt fárra landa í heiminum að vísi- tölubinda lán í svo miklum mæli sem hér tíðkast. Ég geri mér gréin fyrir að ekki er hægt að breyta skilmálum sumra þeirra lána sem þegar hafa verið tekin, en þá þyrfti að fara huga til framtíðar og koma veg fyrir vísitölubindingu þeirra lána er framundan eru. Ég hef orðið þess var að margir virðast deila með mér þessari skoð- un minni á lánskjaravísitölunni og þeirra hópa eru margir virtir hag- fræðingar. Nægir þar að vísa til greinar Sigurðar B. Stefánssonar í Morgunblaðinu er birtist snemm- sumars 1993. En þar efast hann um þjóðhagslega hagkvæmni þess að meirihluti skulda landsmanna skuli hækka samtímis og laun og einnig að lántakandi og lánadrott- inn skuli ekki bera jafna áhættu af lántökunni, heldur þurfi lána- drottinn að baktryggja sig með vísi- tölum. Þannig liggja þá málin fyrir okk- ur Dagsbrúnarmönnum og það vefst fyrir mér sem formanni að semja um kauphækkanir sem kunna að koma í bakið á sumum félagsmönnum. Er ekki kominn tími til að endurskoða notkun lánskjara- vísitölunnar hérlendis eða að minnsta kosti afklæða hana þeim slitna kufli hagfræða, sem er ættað- ur frá Jóni Sigurðssyni, og taka launaþáttinn út? Að mínu áliti er eigi að að hyggja. Höfundur er formaður Dagsbrúnar. y sunnud. kl. 13-17 laugardag og sunnudag Persm *___Faxafetti v/Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík, sími 686999 Opið í dag frá kl. 12:00 -16:00 SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S. 61 9550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.