Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Traust hagstjórn ÞEGAR núverandi ríkisstjóm tók við völdum í apríllok 1991 stóð hún frammi fyrir miklum efnahags- vanda. í kjölfar aflasamdráttar og mik- illar umframafkastagetu stóð sjáv- arútvegurinn frammi fyrir miklum hallarekstri. Þannig var 7,5% halli í botnfiskvinnslu árið 1991 og 8,1% halli árið 1992. í stað þess að taka á vanda umframafkastagetu með hraðari úreldingu, hafði vandinn verið falinn með enduruppvöktu millifærslukerfi í sjávarútvegi. Póli- tískt úthlutunar- og ákvörðunar- kerfi skapaði fortíðarvanda í efna- hagskerfinu sem var stærri en áður hafði þekkst. Keimlík efnahags- stefna var alþekktur fylgifiskur margra fyrrverandi ríkisstjóma. Óarðbærar fjárfestingar Talið er að um 70 milljarðar kr. hafi farið í súginn í óarðbærar fjár- festingar á ámnum 1985-1990. Stærsti hlutinn er vegna fjárfest- inga í sjávarútvegi, fiskeldi, loð- dýrarækt og fjárfestinga { orkubú- skap sem ekki hafa nýst. Þessa fjár- muni vantaði inn i efnahagskerfi þjóðarinnar. Atvinnuleysi fór því hríðvaxandi samfara almennum samdrætti í efnahagslífinu og kaupmáttur versnaði. Starfsskilyrði at- vinnulífsins voru slæm, hagnaðarvon fór minnkandi og eigið fé rýrnaði. Árin 1991-1993 voru því einhver þau erfiðustu sem íslensk hagstjóm þurfti að glíma við um langan aldur. Þá er þess óget- ið að fjármál hins opin- bera vora í molum. Langvarandi halli sem náði hámarki á kosn- ingaárinu 1991 gerði allar vamaraðgerðir ríkisins í at- vinnumálum erfiðar. Einkum reynd- ust kosningavíxlar útgefnir vorið 1991 af þáverandi íjármáiaráðherra háir. Vissulega hafði þáverandi ríkisstjóm náð umtalsverðum árangri í glímunni við verðbólguna. Til að treysta þann árangur í sessi þurfti breytt viðhorf í hagstjóm. Mikið og erfitt uppbyggingar- starf beið því nýrrar ríkisstjómar. Skynsamleg hagstjórn Jákvæður árangur núverandi stjómar efnahagsmála er ótví- ræður. Ekki er þó. hægt að þakka það ytri aðstæðum. Þær hafa ekki verið hag- stæðar núverandi ríkisstjóm. Viðskipta- kjör hafa verið óhag- stæð. Markaðsverð sjávarafurða í erlendri mynt hefur farið lækk- andi allt frá árinu 1991, en er nú nokkuð stöðugt. Þá hefur þorskafl- inn dregist saman úr 334 þús. tonn- um 1990 í 230 þús tonn á yfirstand- andi ári. Heildaraflaverðmætið hef- ur dregist saman frá árinu 1990 og 1991 og hefur þá m.a. verið tekið tillit til Smuguafla. Vextir á erlendum peningamörk- uðum hafa verið háir og farið held- ur hækkandi. Samdráttur á stærstu erlendu mörkuðum okkar hefur dregið úr eftirspum og lækkað út- Jón Baldvin Hannibalsson ÍSLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 765. þáttur Þegar Fróðárundur stóðu sem hæst, segir svo í Eyrbyggju: „Það var tíðenda að Fróðá það sama kveld, er Þóroddur hafði heiman farið, að máleldar voru görvir, og er menn kómu fram, sá þeir að selshöfuð kom upp úr eldgrófmni. Heimakona ein kom fyrst fram og sá þessi tíð- endi; hún tók lurk einn, er lá í durunum, og laust í höfuð seln- um; hann gekk upp við höggið og gægðist upp á ársalinn Þór- gunnu. Þá gekk til húskarl og barði selinn; gekk hann upp við hvert högg, þar til að hann kom upp yfír hreifana, þá féll hús- karl í óvit.“ Lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir því, að ég hef kallað eina tegund af staglstíl Fróðársel til styttingar. Það kom svo til, að mér þóttu óþarfar endurtekning- ar á sínum tíma mjög til lýta og hörmulega algengar, og þeg- ar að var fundið, var sem þessi óværa færðist í aukana, rétt eins og selurinn gekk upp við högg- in. Má segja að umsjónarmaður hafí stundum verið nær fallinn í ómegin í viðureigninni við selsa. Mér fínnst svo, að selshöfuðið hafí gengið upp og ofan, en uppsækinn hefur mér þótt Fróð- árselur um stund. Getið hef ég þeirra fréttamanna að góðu sem best hafa séð við honum. Nýleg og raunveruleg dæmi um selinn eru hins vegar: 1) Vindurinn var sex vindstig. 2) Borgarveggur hinnar fomu borgar. Umsjónarmanni þykir einboðið að segja: Vindurinn var sex stig og veggur hinnar fornu borgar. (Segir nokkur lifandi maður *hitinn var sex hitastig?) ★ Steinar Pálsson í Hlíð í Gnúp- vérjahreppi er alltaf jafnáhuga- samur um íslenskt mál. Nú lang- ar hann til að ræða aðeins um flóttann frá þágufallinu, ekki svonefnda „þágufallssýki“. Hann fer ekki „til Hveragerðis“, heldur í Hveragerði eins og heimamenn eru vanir. Hann undrast, þegar fréttamenn fara „til Selfoss“, því að vonandi hafí þeir heyrt og lesið Vorhvöt eft- ir Steingrím Thorsteinsson, en þar er farið „að fossum og dimmbláum heiðum". „Það er gömul og góð málvenja," segir Steinar, „að fara að öllum foss- um og bæjum. Enginn fer til Gullfoss, til Goðafoss eða til Dettifoss. En ef við förum að hugsa á ensku, segjum við kannski „to Dettifoss" o.s.frv. Þórir landnámsmaður „bjó að Selfossi". Höfundur Landnámu var ekki haldinn neinum þágu- fallsótta. Okkur hér um slóðir þykir fara vel á að fara að Sel- fossi. Mér þætti mikils um vert að heyra álit þitt á svona máli.“ Umsjónarmaður þakkar Steinari bónda bréf fyrr og síð- ar. Og skemmst er af því að segja, eins og vant er, að hann er hjartanlega sammála Stein- ari. Hafí hann sæll skrifað mér bréf. ★ Ólafur Haukur Ámason skáld sendir mér það bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið: „Meðan skógræktarljón eru að lunda og lafmóðir gangnamenn hunda er Vigga í Tröð að versla sér blöð og hinir ýmsu menn alitaf að funda. Kæri Gísli. ■ Þetta „raulaðist fram í týtmann“ eftir lestur síðasta [763.] pistils þíns. Hafðu heila þökk fyrir þá alla. Bestu kveðjur." ★ Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd skrífar mér skemmtilegt bréf og spyr fyrst um orðið afur- gæðingur og vitnar í gamlan og glöggan mann á Skaga- strönd: „Þá er merkingin sú,“ segir Rúnar, „að viðkomandi sé fúll eða lítt viðræðuhæfur. Kannast þú við þetta orðalag?“ Umsjónarmaður: Ég kannast ekki við þessa orðmynd, hins vegar þekki ég orðið afgæðing- ur í sömu merkingu, og það er ekki mjög fátítt í bókum Hall- dórs Laxness. Afuryrði er líka til um skæting. Ætli af(ur) í þessum samböndum sé ekki neitandi forskeyti? Af(ur)gæð- ingur er væntanlega það sem ekki er gott. Þá segir Rúnar frá manni sem nefndi búkhljóð úr afturenda manns „aftansöng“, og fleira í líkum dúr þykir honum benda til nokkurrar grósku í málinu. Hann hefur oft heyrt og séð orðið óðaverðbólga, og geysi- mikið þéttbýli þykir honum rétt- nefnt „óðaþéttbýli". Rúnar: „Að síðustu, þá vil ég geta þess að mér leiðist að heyra talað í Qölmiðlum um að „leysa þennan Akkilesarhnút“.“ Umsjónarmaður er ekki hissa á því. Hæll Akkilesar var veiki bletturinn á þeim kappa, en ekki er getið hnúta. Aftur á móti var í borginni Gordíon í Litlu-Asíu hnútur sem Alexander mikli hjó á, en leysti ekki. Það virðist því heldur en ekki hafa orðið „sam- sláttur“, þegar talað var um „að leysa Akkillesarhnút". Það er eiginlega enn verra heldur en „ganga milli Pontíusar og Pílat- usar“. Umsjónarmaður þakkar Rún- ari bréfíð og þykir leitt að hafa ekki getað gert því betri skil. ★ Auk þess er lagt til: 1) Að menn steinhætti að hafa vitlaust eignarfall af kvenkynsorðum sem enda á ing. Menn afsala sér rétti til nýtingar, ekki „til nýtingu". Og menn krefjast tryggingar vegna byggingar, en menn kreljast ekki „trygg- ingu“ „vegna byggingu“. 2) Að í stað grískættaða orðsins „dramatúrg“ komi íslenska orðið leiksmiður, sbr. gr. ergos = sá sem vinnur, gerir eitthvað; erg- on = verk. Það sem lagði grunninn að þeim umskiptum til hins betra sem orðið hafa, segir Jón Baldvin Hannibalsson, var skynsamleg hagstjóm sem lagði megin áherslu á stöðugleika inn á við og bætta sam- keppnisstöðu út á við samfara nýjungum í at- vinnulífi í kjölfar EES- samningsins. flutningsverð. Það sem mestu varð- ar um þau umskipti til hins betra sem orðið hafa var skynsamleg hagstjóm sem lagði megin áhersiu á stöðugieika inn á við og bætta samkeppnisstöðu út á við samfara nýjungum í atvinnulífi í kjölfar EES-samningsins. Þrátt fyrir áeggjan stjómarandstöðu hefur ekki verið gripið til mildandi að- gerða með millifærslusjóðum eða gjaldþrota fyrirtækjum verið haldið í öndunarvél misseram saman. Stefna ríkisstjómarinnar var að stuðla að stöðugleika, sem leiða myndi til hagræðis, virkari áætl- unargerðar til lengri tíma og hag- vaxtar um leið og ýtt yrði undir nýsköpun á atvinnulífínu. Dregið úr ríkisforsjá - virkara markaðskerfi Markaðskerfíð hefur verið eflt og dregið hefur verið úr pólitískum áhrifum í ákvarðanatöku í atvinnu- lífínu. Skýrari leikreglur með víð- tækara frelsi til athafna og við- skipta hefur skilað sér í aukinni verðmætasköpun meðal þjóðarinn- ar. Mikil umskipti urðu í þróun peningamála frá lokum október þegar ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til lækkunar vaxta. Vaxtastigið í landinu hefur lækkað frá tveimur í allt að fjögur prósentustig. I ríkisfjármálum er markviss bar- átta við sjálfvirkar árlegar hækkan- ir nú að skila árangri. Meginstefna ríkisstjórnarinnar hefur verið að draga úr þenslu ríkisútgjalda og styrkja þar með stöðugleikann. Þetta verður áfram megin viðfangs: efni efnahagsstjórnunarinnar. í sjávarútvegsmálum voru samþykkt lög um stjórn fískveiða. Með sam- þykkt þeirri era leikreglur þar nú skýrar og ekki tímabundnar. Af- koma sjávarútvegsins hefur því batnað þrátt fyrir minnkandi botn- fískafla. Ákvarðanataka í einstök- um fyrirtækjum er nú með öðram og betri hætti en áður. Nú geta fyrirtækin aðlagað sig breyttum en þekktum ytri aðstæðum um leið og áætlað er til lengri tíma — án þess að treyst sé á ríkisforsjá, opinbera styrki eða óvissu í afla. Með GATT-samningnum hefur landbúnaðurinn einnig fengið nýja umgjörð til að starfa eftir. Ljóst er að í kjölfar samninganna mun hefj- ast einhver innflutningur á land- búnaðarvöram. Til að auðvelda bændum þá aðlögun er afar brýnt að auka hagræðingu og bæta sam- keppnisstöðu greinarinnar. Árangurinn í viðskiptastöðunni við útlönd er umtalsverður, en við- skiptajöfnuðurinn hefur verið já- kvæður í tvö ár og allt bendir til að svo verði einnig á næsta ári. Ef það gengur eftir munum við á þessum áram lækka þjóðarskuldir okkar um liðlega 20 milljarða kr. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur þjóðin búið við fjögur ár samfelld þar sem verðbóiga er innan við 5%. Bætt samkeppnisstaða Það sem mestu máli skiptir við hagstjórn er að samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega sé með þeim hætti að hún hvetji til sóknar á erlenda markaði. Með gerð EES- samningsins var samkeppnisstaða og markaðsaðgengi íslenskra at- vinnuvega bætt varanlega. íslensk fyrirtæki búa nú við 380 m. manna heimamarkað. Ný tækifæri til markaðssóknar eru því nánast ótak- mörkuð. Raungengi krónunnar er hagstæðara innlendri atvinnustarf- semi en um áratugaskeið. Þá hafa skattar fyrirtækja lækkað. Að- stöðugjaldið hefur verið fellt niður og skatthlutfall tekjuskatts einnig lækkað. Vaxtastigið í landinu hefur lækkað. Þannig hafa aðgerðir ríkis- stjórnarinnar stuðlað að hagstæðari samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja en verið hefur um áratuga- skeið. Hagur þeirra fer batnandi um leið og útflutningur þeirra eykst. Það vekur athygli að útflutn- ingur annarra afurða en stóriðju og sjávarútvegs sýnir öraggan vöxt. Forystumenn í íslensku atvinnulífí hafa skilið breytta tíma og nýtt sér tækifærin. Hagur launafólks Samdráttarskeiðið sem hófst um 1987 hefur vissulega valdið kaup- máttarrýrnun hjá launafólki. Þó hefur tekist að halda kaupmætti ráðstöfunartekna nánast óbreyttum bæði árin 1993 og 1994. Stöðug- leiki í verðlagsmálum, lækkun vaxta og lækkun virðisaukaskatts á matvæli eiga stærstan þátt í því að tekist hefur að veija kaupmátt- inn. Það verður höfuð kappsmál allra að varðveita stöðugleika í verðlagsmálum næstu árin. Hann er mesta hagsmunamál launafólks í bráð og lengd. Sá skuggi hefur hvílt yfír íslensku efnahagslífi að atvinnuleysi hefur aukist verulega. Það tvöfaldaðist á árunum 1987- 1991 en þrefaldaðist frá 1991- 1994. Opinberar vinnumarkaðsað- gerðir hafa vissulega stuðlað að aukinni atvinnu. Ríkisstjórnin veitti 2,9 mrð. kr. til atvinnuskapandi aðgerða. Enn er þó spáð um 3,5% atvinnuleysi á næsta ári, sem er sannarlega of mikið. Við megum þó ekki gleyma því að við eram hluti af stærri efna- hagsheild og ef við lítum til Evrópu er atvinnuleysi þar mun meira en hér, eða um 12%. Þótt við getum engan veginn sætt okkur við 3,5% atvinnuleysi er ástandið hér ekkert sambærilegt við það sem við horfum upp á í kringum okkur. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en ríkisstjórnin skili af sér góðu búi við lok kjörtímabilsins. Verkefnið sem henni var falið hefur hún leyst vel af hendi. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands, og utanrlkisráðherra. Fyrirlestur um hæfi- leika á vinnumarkaði MENNINGAR- og fræðslusamband alþýðu og Norræna húsið bjóða til fyrirlestrar og umræðu í Norræna húsinu mánudaginn 10. október nk. kl. 20. Þar mun Jannik Augsburg, verkefnisstjóri í Vejle í Danmörku, ræða um þá hæfileika sem helst muni vera þörf fyrir á vinnumarkaði framtíðarinnar og hvernig þeir hæfí- leikar verði efldir. Jannik Augsburg mun fara yfir það hvernig þróunin hefur verið í Danmörku og greina frá rannsókn- arniðurstöðum, en háskólar í Dan- mörku hafa verið að fást við rann- sóknir á þessu sviði. Jafnframt mun Jannik Augsburg segja frá því hvern- ig tekið er á þessum málum í Vejle. Fyrirlesturinn fer fram á dönsku og eru umræður á eftir. Þátttaka er heimil öllurn sem áhuga hafa, en væntanlegir þátttakendur eru vin- samlegast beðnir um að skrá sig á skrifstofu MFA. ij i f i í: t c t: t i # c c c c % i i i c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.