Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Innan veggja heimilisins Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 23. október nkv fylgir blaðauki sem heitir Innan veggja heimilisins. í þessum blaðauka verður m.a. fjallað um gömul hús og ný, innréttingar og húsbúnað, gólfefni og málningu. Ýmsar hentugar lausnir fyrir heimilið verða kynntar auk þess sem ríkjandi tískustraumar verða kannaðir. Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 17. október. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Dóra Gubný Sigurbardóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 11 11 eba símbréfi 69 11 10. - kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKAK IJmsjón Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp í C- flokki á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur sem hófst um síðustu helgi. Torfi Leósson (1.825) hafði hvítt og átti leik, en Arni H. Kristjánsson (1.675) hafði svart og lék síðast 21. — f7-f5! Nú eru góð ráð dýr fyrir hvít, en Torfi fann væn- legasta möguleikann: sjá stöðumynd 22. Hxf5! — gxf5? (Hrókur- inn er baneitraður og einnig var hæpið að leika 22. — Hxe4, 23. Dxe4 — Bxd4+, 24. Khl - gxf5, 25. De6+! — Kg7, 26. Dxf5 og hvítur hefur vinningsstöðu. Rétti leikurinn er 22. — Dxd4! og svartur stendur mun betur að vígi) 23. Dxf5 — Hxe4 (Eftir 23. - De7, 24. Dxh7+ - Kf8, 25. Hfl+ - Ke8, 26. Dg6+ - Kd7, 27. Df5+ - Kc6, 28. Dc5+ - Kd7, 29. Df5+ - Kc6, 30. Hcl+! - Rc4, 31. Hxc4+ - Kd6, 32. Rf7+ og svartur gafst upp. Næst verður teflt á haust- mótinu miðvikudagskvöldið 12. október. Prúðuleikarana aftur! YNGISMEYJARNAR M og D fara þess góðfús- lega á leit við Ríkissjón- varpið að það endursýni þættina um Prúðuleikar- ana. Þær sakna þáttanna sárt og myndi endursýn- ing mundi gleðja geð þeirra og létta störf. Tapað/fundið Týnt armband GRÓFT silfurarmband með áletruðu nafni fram- an á og innan í tapaðist í miðbænum eða á leið- inni frá miðbæ upp í Breiðholt 30. september. Finnandi vinsamlega hringi í síma 74140 eða 76646. Úr tapaðist GYLLT kvenarmbandsúr með svartri ól tapaðist í Hamraborg í Kópavogi á milli kl. 13 og 14 sl. mið- vikudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 40102 á daginn eða 77122 á kvöldin. Fundar- laun. Guðný. Úr tapaðist í Mýrarhúsaskóla ÉG TÝNDI nýja úrinu mínu í Mýrarhúsaskóla þann 5. október. Það er Orient-úr með brúnni skífu og brúnni leðuról. Finnandi vinsamlega hringi í síma 611523. Fundarlaun. Kolbnin Ósk. Gæludýr Síamsköttur í óskilum Síamslæða, sealpoint, fannst sl. miðvikudags- kvöld við Bústaðaveg í Fossvogi. Hún var með appelsínugula ól en ekk- ert heimilisfang var á henni. Eigandi er beðinn að hafa samband í síma 33753. Farsi Hlutavelta COSPER ÞETTA er ágætis morgunmatur, en hvað veidd- irðu í hádegismat? VINKONURNAR Agnes Ósk Valdimarsdóttir (til vinstri) og Lilja Rut Traustadóttir teiknuðu og heftuðu saman nokkra tugi litabóka og seldu nágrönnum sínum í Mar- bakka- og Sæbólshverfum í Kópavogi til stuðnings flóttafólki frá Rúanda. Stöllurnar seldu hverja bók á 20-70 krónur og söfnuðu þannig alls 2.270 krónum, sem þær hafa afhent Hjálparsjóði Rauða kross Islands. Víkverji skrifar... Víkveiji fór um Vesturlandsveg fyrir nokkru og ók þá um Hvalfjörð. Þetta var einmitt um þann tíma, sem verið var að taka veginn innst í Langadal í notkun og gumaði vegagerðin þá að því að nú ækju menn á varanlegu slit- lagi alla leið til Húsavíkur frá Reykjavík. En þegar komið var að brúnni yfir Fossá í sunnanverðum Hval- firði, tók allt í einu gamaldags malarvegur við. Verið var að gera við slitlagið og vegfarendur óku á malarbomum vegi alllangan spotta. Ökumönnum varð áreiðanlega hugsað til yfirlýsinganna um veginn góða, sem átti að ná svo langt norð- ur í land. En ekki var að sökum að spyija. Víkverji lægði ferðina, þega að malakaflanum kom og lúsaðist eftir honum, svo sem skilti við báða enda malarkaflans gáfu til kynna. En því miður gerðu það ekki allir. Sumir bifreiðastjóranna hægðu í engu á ferðinni og steinkastið aftur undan þeim var eins og skæðadrífa, enda fékk Víkvetji stóran hnullung í framrúðuna, svo að buldi í bflnum. Til allrar hamingju brotnaði rúðan ekki og má þar eflaust þakka að Víkveiji ók löturhægt um þennan kafla. Mikill er munurinn á olíumöl- inni og malarvegunum og það fann Víkverji eftir að hafa ekið þennan stutta vegarspotta á dögunum. xxx eldur finnst Víkverja kjötfram- leiðandinn, sem auglýsir kjöt- ið sitt með koníaksmerkinu V.S.O.P., hafa verið seinheppinn. Merkið stendur fyrir skammstöfun- ina „Very Special Old Pale“, sem þýðir í raun á íslenzku: „Eldgamalt og fölt“. Hver vill kaupa kjöt með slíkri merkingi? xxx amkvæmt gildum brezkum lög- um frá 14. öld er bannað að halda við þjóðhöfðingja Breta eða erfmgja krúnunnar og eru viðurlög við slíku æði mikil. Sérfræðingur í stjórnarsskrá Breta lýsti gildum lagaákvæðum á sjónvarpsstöðinni Sky News nú í vikunni og sagði þá að konur, sem gerðust sekar um að halda við þjóðhöfðingjann eða ríkisarfann gætu átt vona á því að hljóta dauðadóm og verða brenndar á báli, en karlmenn, sem drýgðu þessi landráð ættu að hengjast. Hið sama gildir um maka þessara aðila. Þessum lögum mun ekki hafa verið breytt frá því er þau voru sett um miðja 14. öld. Þetta eru gömul lög og æði ströng miðað við nútíma refsirétt, en skyldi James Hewitt major, sem nú hefur verið sviptur öllum heiðri hafa verið þetta ljóst, þegar hann gaf út bókina „Princess in Love“. Astæða þess, að þessi lagasetning var sett var að koma í veg fyrir allan vafa á erfðum í sambandi við krúnuna, sem auðvitað eru við- kvæmnismál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.