Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 37 Svífur að haustið Síðari grein BLOM VIKUNNAR 303. þáttur Alpaþyrnir - Er- yng-ium alpinum er falleg eftirsótt garðplanta sem enn hefur ekki náð mik- illi útbreiðslu hér. Hæðin er venjulega u.þ.b. 60 sm en getur þó verið allt að því metri. Heita má að plantan sé öll með bláleitum blæ, stönglar eru allstinn- ir og þurfa lítinn stuðning. Blóm- hnappurinn er nær svartur á lit og utan- um hann sitja blá geislandi reifablöð sem gera plöntuna mjög sérstæða í útliti og vekja á henni óskipta eftir- tekt. Oftast er alpaþyrni fjölgað með sáningu en það má einnig gera með skiptingu sé varlega að farið þegar plantan er að koma upp snemma vors. Blómin standa lengi og henta afar vel til þurrk- unar. Gullkornblóm - Centaurea macrocephala er stór og stæðileg jurt sem á heimkynni í Kákasus. Stönglar Jmsj6n Agústa B j ö r n s d ó 11 i r eru fremur stinnir en verða allt að metra á hæð og veitir því ekki af nokkrum stuðn- ingi. Lensulaga stilk- laus blöðin liggja þétt upp að stönglinum en á enda hvers stönguls sitja sólgul- ar blómkörfumar. Gullkomblómið gerir engar sérstakar kröf- ur til jarðvegs en sól- ríkan stað þarf að velja því. Fer vel hvort heldur stak- stætt eða í beði með hávöxnum litríkum blómum svo sem lúp- ínu og riddaraspora. Jurtinni má fjölga með skiptingu. Moskvurós - Malva moskata er blóm-, blaðfögur og ilmandi skrautjurt frá Mið- og Suður- Evrópu, u.þ.b. 50-60 sm á hæð og hefur verið ræktuð hér í ára- raðir með góðum árangri. Um blómgunartímann má heita að plantan sé alþakin blómum og er litur þeirra frá rósrauðu og upp í hvítt. Gerir litlar kröfur til jarðvegs og er yfirleitt auðveld í ræktun. Að jafnaði er hún ekki langlíf en auðvelt er að fjölga henni hvort heldur er með skipt- ingu eða sáningu. Mun hafa náð tiltölulega meiri útbreiðslu á Norðurlandi en hér syðra. Prestabrá - Chrystanthemum maximum þrífst hér vel en þó er rétt að velja henni sólríkan skýldan stað í venjulegri gróðurmold. Hæð er breytileg, allt frá 30 sm upp í metra og þarf oft einhvern stuðn- ing. Á stöngulendunum sitja all- stórar blómkörfur, 5-6 sm í þver- mál, hreinhvítar með gula miðju. Blöðin dökkgræn og gjáandi. Mörg afbrigði eru hér í ræktun og mun silfurprinsessan vera með þeim þekktari. Einnig er til af- brigði með fylltum blómum en getur vart talist harðgert.. Fjölg- að með sáningu eða skiptingu. Útlagi - Lysimachia punctata Glæsileg jurt og harðgerð, algeng í görðum hér um langt árabil. Stönglarnir, allt að því metra háir, eru stinnir og beinvaxnir, þaktir blöðum og blómum að heita má frá jörð og upp í topp. Blómin eru klukkulaga, sterkgul á lit og standa lengi. Útlaginn gerir engar sérkröfur til jarðvegs en kann þó vel að meta að hann sé myldinn og ívið rakur og sól- elskur er hann í meira lagi. Vel fallinn til afskurðar. Venjulega fjölgað með skiptingu. Þessi upptalning á örfáum teg- undum í síðsumars- og haust- blómstrandi fjölærum jurtum verður þá ekki lengri að sinni. Einungis hefur verið getið stór- vaxinna jurta en í lokin má geta þess að líka má finna ýmsar lág- vaxnar jurtir sem bera blóm í þessari árstíð, til að mynda ýms- ar fjólur. Vart er hægt að skilj- ast svo við þennan þátt að ekki sé minnst á kínavöndinn - Gentiana sino ornata (10-15 sm á hæð) sem einna seinast allra fjölærra jurta opnar sín undurfögru dýragras-bláu blóm mót heiðum hausthimni. Það er gott að eiga slíkan kjör- grip í garði sínum. Starfsmaður óskast! Óskum eftir starfsmanni í lakkvinnu. Reynsla í sprautulökkun og meðhöndlun lakkefna æskileg. Upplýsingar gefa Ágúst Magnússon og Hákon Halldórsson. Kaupfélag Árnesinga Trésmiðja, Austurvegi 69, Selfossi, sími 98-21680. Bókasafnsfræðingur /skjalavarsla Búnaðarbanki íslands auglýsir stöðu bóka- safnsfræðings til að annast skjalavörslu bankans. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi frum- kvæði, geti unnið sjálfstætt og sé lipur í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. og skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra. BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki Stangveiðimenn ath.! Flugukastkennsla hefst næstkomandi sunnudag kl. 10.20 árdegis í Laugardalshöll- inni. Við leggjum til stangir. Kennt verður 9., 16., 23. og 30. október og 13. nóvember. Aðeins þetta eina námskeið fyrir áramót. Starfsmannafélög og hópar, nú ertækifærið. Skráning á staðnum. K.K.R. og kastnefndirnar. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðár- króki, fimmtudaginn 13. október 1994 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Barmahlíð 25, Sauðárkróki, þingl. eig. Valgarð H. Valgarðsson, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður stéttarfélaga i Skagafirði. Helluland, Rípurhreppi, þingl. eig. Ólafur Jónsson, Þórunn Ólafsdótt- ir og Kristin Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði og Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Nl.-vestra. Kárastígur 16, Hofsósi, þingl. eig. Steinunn Yngvadóttir, gerðarbeið- ándi Byggðastofnun. Kirkjugata 7, Hofsósi, þingl. eig. Sigurður B. Pétursson og Erla Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóöur ríkisins, innheimtumaður ríkissjóðs og íslandsbanki hf. Lambeyri, Lýtingsstaðahreppi, þingl. eig. Friðrik R. Friðriksson, gerð- arbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Narfastaðir, Viðvíkurhreppi, þingl. eig. Ólöf Þórhallsdóttir, gerðar- beiöendur Lind hf. og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Nautabú, Hólahreppi, þingl. eig. Hafdis Pálrún Gunnarsdóttir, gerðar- beiðendur Stofnlánadeild landbúnaðarins og Vátryggingafélag ís- lands hf. Raftahlíð 48, Sauðárkróki, þingl. eig. Gunnar Þ. Guðjónsson og Sól- rún Steindórsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og veðdeild Landsbanka islands. Stokkhólmi, Akrahreppi, þingl. eig. Halldór Sigurðsson, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki fslands og veðdeild Landsbanka fslands. Sæmundargata 5, íbúð C, Sauðárkróki, þingl. eig. Pétur Helgason, gerðarbeiðendur BYKO hf. og innheimtumaður ríkissjóðs. Túngata 10, Hofsósi, þingl. eig. Pétur Arnar Unason, gerðarbeið- andi Lffeyrissjóður stéttarfélaga f Skagafirði. Víöigrund 16, íbúð l.t.v., Sauðárkróki, þingl. eig. Eiríkur Hansen, gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka íslands. Víðigrund 16, íbúð 2.t.v., Sauðárkróki, þingl. eig. Albert Þórðarson og Alfa Pálsdóttir, gerðarbeiðendur innheimtumaður rfkissjóðs og veðdeild Landsbanka (slands. Víðigrund 8, íbúð 2.t.v., Sauðárkróki, þingl. eig. Birkir Angantýsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands. Öldustígur 14, Sauöárkróki, þingl. eig. Kristján Þór Hansen, gerðar- beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki. - kjarni málvins! Miðill - heilun Hjálp við að komast að rót andlegra og líkamlegra sjúkdóma og leysa þá upp! Áruteiknun með leiðsögn. Tarotspá með leiðsögn. Einkatímar. Halla Sigurgeirsdóttir, hjálparmiðill, sími 91-43364. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Hallveigarstíg 1 *simi 614330 Dagsferð sunnud. 9. okt. Kl. 10.30 Hengllssvæðið. Róleg og þægileg haustganga fyrir alla fjölskylduna um svæðið í kringum Hengil. Verð kr. 1.200/1.300, frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðn- um. Miðar við rútu. Brottför frá BSI bensínsölu. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 9. okt. Kl. 10.30 Kálfstindar - Kálfsgil. Skemmtilegir fjallshryggir aust- an Þingvalla. Verð 1.200 kr. Kl. 13.00 Þingvelliríhaustlitum. Gengið að eyðibýlunum Hraun- túni og Skógarkoti. Missið ekki af haustlitunum á Þingvöllum. Verð aðeins 1.000 kr., fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6. Myndakvöid F.í. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður fimmtudagskvöldið 13. okt. í Fóstbræöraheimilinu, Langholtsvegi 109-111, og hefst það kl. 20.30. Fylgist með auglýsingum um helgina. Nýr staður og dagur. Vegna breytinga á Sóknarsalnum er ekki lengur hægt að hafa myndasýningarnar þar. f vetur er stefnt að því að komast í nýjan sal Ferðafélagsins i Mörkinni 6. Hornstrandafarar F.í. Hin árlega haustganga Hom- strandafara F.i. verður laugar- daginn 15. október. Gengið verður frá Höskuldarvöllum að Bláa lóninu og snæddur kvöld- verður þar. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Hallvarðsson, s. 91-686114, Eiríkur Þormóðs- son, s. 91-18538, Guðmundur Hjartarson, s. 91-654299, og skrifstofa F.l. Árbók F.Í.1994 Gerist félagar og eignist árbók- ina „Ystu strandir norðan Djúps". Einstaklega falleg og fróðleg bók. Hún er innifalin í árgjaldi kr. 3.100. Árbókin er einnig fáanleg í harðkilju fyrir 500 kr. aukagjald. Sendum hvert á land sem er. Hringið eða lítið við á skrifstofunni, Mörkinni 6, S. 91-682533, fax 682535. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.