Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 31 brotnaði. Hvort sem kalla á slíkt heppni eða ekki er engum blöðum um að fletta að Einar hefur marg- sýnt og sannað að hann var af- burða sjómaður. Á þeim tíma sem Einar var skipstjóri á Lóðsinum vom aðstoðaðir um 1.700 bátar innan hafnar og utan. Ég átti því láni að fagna að vera samskipa bræðrum hans, þeim Ólafí og Haraldi. Stundum gafst tæki- færi til heimsókna þegar legið var í höfn og var gaman að hlýða á þegar þeir bræður rifjuðu upp gamla tíma og hvernig lífsbaráttan var. Einar var góður sögumaður og hafði lag á að sjá skoplegu hlið- arnar á tilverunni. Þessar stundir eru mér ógleymanlegar og nú eru þeir sameinaðir á ný og Sigurður sem var augasteinn afa síns bæst við í áhöfnina. Einar hlaut margvíslegan heiður fyrir störf að björgunarmálum. Hann var sæmdur Fálkaorðunni 1985 og heiðursmerki Sjómanna- dagsins og Slysavarnafélags ís- lands. Einar kvæntist Sigríði Ágústs- dóttur 2. október 1937, þau eignuð- ust fjórar dætur og einn son. Sigríður hefur staðið eins og klettur við hlið Einars alla tíð og búið honum og börnum þeirra ynd- islegt heimili þar sem velvild og hlýja hefur mætt hveijum sem að garði hefur borið. Elsku Sigga, Guð varðveiti þig og styrki í þínum miklu raunum. Við hjónin vottum öllum aðstand- endum dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Einars Sveins Jóhannessonar. Björg og Siguijón. Mitt verk er, þá ég fell og fer eitt fræ, misst land, í duft þitt grafið, min söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til uppphafs síns sem báran, - endurheimt í hafið. (E.Ben.) Það segir sig sjálft að í stórri fjölskyldu urðu allir að taka til hendinni strax og þess varð nokkur kostur, ekki var um neitt annað að ræða. Einari kynntist ég fyrst að ráði fýrir 25 árum er ég giftist syst- ursyni hans. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Einars var glettnisglamp- inn í augunum og þétta og fasta handartakið. Einar var eins og margir í hans fjölskyldu ákaflega stríðinn og óforbetranlegur æringi, alltaf var stutt í glensið. Hann þurfti eins og hin systkinin að fara að vinna fyrir sér um leið og hann hafði getu til. Hann aflaði sér vél- stjóramenntunar og fluttist frá Seyðisfírði 1935 til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til dánardægurs. Einar varð frækinn skipstjóri, með- al annars á Skaftfellingi, sem var Heijólfur þessa tíma, síðan á Von- arstjörnunni, sem hann gerði út sjálfur í flutningi á milii lands og Eyja. Það voru fáir dagarnir sem ferðir féllu niður, þá hefur veðrið verið alveg bandvitlaust enda var Einar ákaflega duglegur sjómaður. Einar tók við sem skipstjóri á Lóðs- inum 1959 og var þar við stýrið til 1984 en þá hættir hann sem fastur skipstjóri en var í afleysingum næstu ár. Einar var ekki alveg sátt- ur við að þurfa að hætta störfum fyrir aldurs sakir enda var heilsa hans góð framan af. I gosinu í Eyjum 1973 bjó Einar bókstaflega um borð í Lóðsinum og unni sér engrar hvíldar. Einar var óvenju farsæll skipstjórnandi og var hann sæmdur heiðursmerki sjómanna- dagsins enda talið að hann hafí aðstoðað 1.700 skip og báta á sínum sjómannsferli. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 17. júní 1985. Einar giftist Sigríði Ágústsdóttur sem lifir mann sinn þau eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son. Sonurinn fæddist síðast. Sagan segir að þá hafi Einar verið staddur úti á sjó er honum var sagt _að nú væri loksins fæddur sonur. Óskaði hann eftir að boðin yrðu endurtekin I talstöðina. Það mun vera í eina MINNINGAR skiptið sem hann óskaði eftir að skilaboð yrðu endurtekin. Sigurður Helgi Sveinsson, barna- barn Einars, lést af slysförum í vor aðeins einum degi eftir 80 ára af- mæli afa síns Einars. Það lýsir ein- stökum kjarki þessarar fjölskyldu að ekki var hætt við fyrirhugað fjöl- skyldu- og vinamót í tilefni af af- mælinu. Séra Guðmundur Guð- mundsson (Jóhannessonar) flutti minningarorð um Sigurð Helga, áttum við okkar bænastund saman, sem ég held að hafi hjálpað öllum mikið. Nú er aldamótakynslóðin smátt og smátt að hverfa, en vonandi munum við ekki gleyma að það var hún sem lagði grunn að því velferð- arþjóðfélagi sem við búum við með þrotlausri vinnu sinni. Þá voru eng- in námslán, er Einar og Sigga að- stoðuðu Guðmund yngsta bróðurinn svo að hann gæti lokið gagnfræða- skóla. Guðmundur átti eftir að verða sérstaklega farsæll sérfræðingur í kvensjúkdómum. Hann varð okkur öllum harmdauði er hann lést langt um aldur fram af slysförum 1981. En það var ekki Einars vani að bera sorg sína á torg. Sum af þess- um stóra systkinahópi dreymdi oft fyrir daglátum. Einar var einn af þeim, hann reyndi mikið að fá bróð- ur sinn Ólaf, sem var skipstjóri á varðskipinu Hermóði, til að fara ekki frá Vestmannaeyjum í febrúar 1959. En örlögin voru ekki umflúin. Hermóður er talinn hafa farist út af Reykjanesi. Vegna þessa og ýmissa annarra hluta varð mér ekki um sel í mars 1972 er Einar hringdi í mig og bað mig þess lengstra orða að fara ekki með Herðubreið- inni daginn eftir frá Eyjum, sig hafði dreymt svo sérkennilega. En ég átti ekki svo auðvelt með að breyta ferðaáætlun minni, enda átti ég stefnumót við Guðmund bróður hans nokkrum dögum síðar og útlit fyrir flug var ekki gott næstu daga. Ög það gat orðið afdrifaríkt fyrir mig og son minn sem ég gekk með þá ef ég kæmist ekki til Reykjavík- ur á réttum tíma. í mínum huga var ekki um neina tilviljun að ræða, þessa nótt sem ég fór með Herðu- breið til Reykjavíkur féll Einar á milli skips og bryggju. Nokkrum dögum síðar tók Guðmundur þriðja son minn með keisaraskurði. Var það ekki tilviljun að þessi sonur minn hlaut að síðara nafni Einar. Það var gott að heimsækja þau hjón á Faxastíginn. Þangað reyndi ég að komast í hvert skipti sem ég skrapp heim til Eyja. Pönnukökurn- ar hjá Siggu ég oftast þáði og einn- ig sherry eða einhveija gómsæta líkjöra. Brandarar fuku og skemmtilegar grínsögur um Einar sjálfan eða gamansögur af öðrum góðum drengjum. Síðustu árin áttu þau hjónin orð- ið við heilsuleysi að stríða. Sumarið 1993 var haldið á Álfaskeiði í Bisk- upstungum ættarmót niðja Elínar og Jóhannesar. Þar mættu þau þijú systkini sem þá voru á lífi, Einar, Sigga og Inga. Þrátt fyrir veikindi lá vel á Einari og Siggu að vanda. Mér fannst svo margt í fari Einars minna mig á föður minn heitinn. Þessi ótrúlega seigla og dugnaður var sameiginlegur þeim báðum. Báðir brutust þeir til náms með eigin dugnaði. Ef það var eitthvað sem þeir óttuðust ekki var það vinna og ósérhlífni. Það var kannski þess vegna sem mér, þessari miklu pabbastelpu, reyndist svo auðvelt að nálgast Einar þó að hann gæti verið ansi stuttur í spuna þegar honum mislíkaði, en ég varð aldrei vör við slíkt. Það eru mörg ár síðan ég komst að leyndarmáli Einars. Við hlógum mikið yfír því þá. Einar þurfti á heyrnartæki að halda, en ef hávað- inn í kringum hann varð mikill tók hann tækið einfaldlega úr sam- bandi. Kannski var þessi sjóhetja orðin þreytt á veikindastríði og tók lífstækið sitt endanlega úr sam- bandi. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og fyrir hönd Viðars og barna okkar. Fríða Einarsdóttir. UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Unnur Guð- mundsdóttir var fædd á Lýtingsstöð- um í Skagafirði 7. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðár- króki 30. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórunn Baldvins- dóttir og Guðmund- ur Stefánsson tré- smiður og bóndi á Lýtingsstöðum. Systkini Unnur eru: 1) Stefana Sigur- laug, f. 11. febrúar 1906, fyrr- verandi kaupkona. Hún var gift Ólafí Sveinssyni kaupmanni í Reykjavík, sem er látinn. Stef- ana dvelur nú á Hjúkrunar- heimilinu Eir; 2) Hervin Hans, f. 15. nóvember 1907, húsa- smíðameistari í Reykjavík. Kona hans var Anna Guttorms- dóttir. Þau eru bæði látin; 3) Sveinn, f. 28. apríl 1912, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Hans kona er Elín Hallgrímsdóttir og eru þau bú- sett í Reykjavík; 4) Sammæðra var Jónas Jóhannsson, f. 12. janúar 1896, fyrrverandi bók- sali á Akureyri. Kona hans var Indiana Gísladótt- ir. Þau eru bæði látin. Unnur flutt- ist unglingur með móður sinni og föð- urömmu til Sauð- árkróks en Guð- mundur faðir hennar vann þá við húsasmíðar víðs vegar um landið. Hinn 3. janúar 1943 giftist Unnur eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Hofdal Sigurðssyni trésmið, og hefur heimili þeirra lengst ver- ið á Sauðárkróki, þar sem Magnús hefur starfað meira en 40 ár við smíðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Einkadóttirín Sigurlaug Þórunn, f. 5. septem- ber 1949, húsmóðir og banka- starfsmaður, er gift Guðmundi Guðmundssyni frá Skaga- strönd, framkvæmdastjóra í Trésmiðjunni Borg á Sauðár- króki. Þeirra börn eru Unnur Elfa, Alfa Lára og Guðmundur Víðir. Útför Unnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag. MINNINGARNAR streyma fram í hugann, þegar kveðja skal slíka mannkostakonu og elskulega frænku sem Unnur Guðmundsdótt- ir var. Víst var ég ekki nema þriggja eða fjögurra ára, þegar ég man hana fyrst á Vífilsgötunni, á heim- ili kjörforeldra minna, Stefönu og Ólafs. Þau áttu þá Sölutuminn við Arnarhól og unnu bæði þar, meðan Unnur systir mömmu gætti búsins og mín. Þegar ég hugsa svo langt til baka eru nær allar myndir hug- ans bundnar við Unni frænku. Eng- inn hefur t.d. leitt mig sér við hönd á sama hátt og hún gerði. Með litla fingri gerði hún gælur við barns- höndina þar sem við gengum ef til vill niður Laugaveginn. Þessi litla snerting hefur fest sig í barnsminni mínu sem tákn um ástúð og hlýju og oft hef ég síðar leitt bömin mín lítil á sama hátt. Samviskusemi og vandvirkni í öllum störfum var Unni í blóð bor- in. Þó hún ætti við heilsuleysi að stríða mikinn hluta ævinnar aftraði það samt ekki myndarskapnum við öll heimilistörfin. „Æ, nú á ég ekk- ert með kaffinu, ég hef verið svo dmsluleg undanfarið," sagði hún stundum en áður en varði voru komnar ótal tegundir á borð fyrir gestinn — smákökur, kanelsnúðar og kleinur, að ógleymdum „Unnar- kossum“, sem áttu < nga sína líka. Oftar en ekki saumaði hún föt á börnin mín til jólagjafa, sem enn eru varðveitt vel og höfð í háveg- um. Ég var í eldhúsinu mínu, þegar mér barst dánarfregnin og leit ósjálfrátt á svuntuna sem ég bar — alla bryddaða og puntaða böndum — bara eina af mörgum, sem hún saumaði og gaf. Umhyggja Unnar fyrir þeim sem áttu bágt var einstök. Ef hún vissi af einhveijum á Sjúkrahúsinu sem hún þekkti og gæti glatt með heim- sókn eða gjöfum, taldi hún ekki sporin sín, henni var þetta svo ljúft. Margir munu minnast þess. Fjöl- skyldan og hennar heill var Unni hjartans mál og sjaldan hef ég þekkt konu, sem bar eins mikla umhyggju fyrir eiginmanni sínum og Unnur sýndi Magga. Virðing og ást ríkti á báða bóga og ef talað var um annað þeirra, voru oftast bæði nefnd í einu, rétt eins og eitt- hvað, sem aldrei ætti að ijúfa. Það voru dýrðardagar þegar einkadóttirin Sigurlaug Þórunn fæddist. Aldrei gleymi ég vikudvöl- inni minni á Króknum þá. Litla Lella í vöggunni, sem stoltur pabb- inn hafði auðvitað smíðað og ég 12 ára stelpan að nema þau fræði hjá frænku að hengja barnaþvott- inn út á snúru og strauja síðan svo vel sem mögulegt var. Ég man svo vel hvað allt húsið angaði af litlu barni. Árin liðu, Lella óx og dafnaði, menntaði sig og giftist Guðmundi. Hefur heimili þeirra og barnanna þriggja alla tíð verið rétt hjá þeim Unni og Magga. Varla er hægt að hugsa sér betra í daglegum sam- gangi og hjálpsemi, sér í lagi þegar viðvarandi heilsuleysi var orðið hjá þeim eldri. Unnur sóttist ekki eftir sæti í ráðum né nefndum en hún var ást- úðlegur og fórnfús merkisberi þeirra kvenna, sem um fram margt annað rækja af einlægni og alvöru hlutverk sitt sem kona og móðir. Elsku Maggi, Lella, Guðmundur og börnin, við Gylfi og öll fjölskyld- an vottum innilega samúð og biðj- um ykkur styrks á erfiðum stund- um. Far þú í friði, frænka mín, ég mun alltaf minnast þín. Þórunn S. Ólafsdóttir (Dodda). Nú hittum við ömmu ekki lengur þegar við komum á Hólmagrundina því að hún er farin í ferðalag. Hún var ein af þessum föstu punktum í lífínu sem við héldum að myndi vara að eilífu. Amma okkar var þessi fullkomna amma, hlý og góð með stórt hjarta, hafði alltaf nægan tíma og var af þeirri kynslóð sem ætíð var heima. Til ömmu og afa var alltaf hægt að fara og höfðum við systkinin það fyrir sið á fyrstu skólaárum okkar að fara beint heim til þeirra eftir skóla. Þarna var hún amma búin að raða á eldhúsborðið brauði og kökum og þegar ,drekku- tíminn var búinn“ var farið að spila marías, kasínu eða fant og þar á eftir var farið yfir heimanámið. Amma gat líka verið föst fyrir og bar hag okkar svo mjög fyrir bijósti að hún lét sig ekki muna um að þvo lambhúshettu sem eitt okkar ætlaði að losa sig við í eitt skipti fyrir öll með því að henda henni ofan í tólgarfat. Lambhúshettan, þá með tólgarlykt, fór sem sé aftur á höfuðið til skjóls í vetrarkuldan- um. Aldrei heyrðum við ömmu hall- mæla nokkrum manni og öllum vildi hún gott gera og umhyggjan náði landshornanna á milli. Eftir að elsta barnabarnið flutti til Reykjavíkur hófust reglulegar sendingar af dúnkabrauði (þ.e heimabakaðar bollur, snúðar og vínarbrauð), kleinum, sultukrukkum, kæfu og gráfíkjutertu, sem engu er lík. Eftir heimsókn til ömmu hvort sem við vorum 12, 16 eða 24 ára fórum við ætíð út södd og glöð og tilbúin að takast á við lífið og tilver- una og það sem var allra best var að tilhlökkunin um að koma aftur, var alltaf sú sama. Elsku afí okkar, missir þinn er mikill eftir næstum 52 ára hjóna- band. Við biðjum Guð að blessa þig og veita þér styrk. Amma, við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Unnur, Alfa og Víðir. Það getur oft verið erfítt að setj- ast niður og skrifa eitthvað á blað. *■ - En það er erfiðara að hugsa um einhveija sem maður á svo mikið í og hún er farin. Búin að yfirgefa okkur í bili og er komin til þess er tekur á móti okkur. Til Guðs. Með örfáum orðum vil ég minnast Unnar Guðmundsdóttur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Unni þegar ég kom í fyrsta sinn á Sauðárkrók með unnustu minni. Það eru sennilega fá orð sem geta lýst krafti hennar og dugn- aði, hún var hreinlega alltaf að og þá að gera eitthvað fyrir aðra og fékk ég að njóta þjónustulundar hennar eins og hennar barnabörn. 'Það var eiginlega alveg sama hvað maður var að gera, alltaf hafði Unnur áhuga á að fylgjast með. Til dæmis þegar ég og nafna henn- ar vorum stödd í Bandaríkjunum hringdi Unnur til okkar svona að- eins til að athuga hvemig allt sam- an gengi. Hún lét ekkert aftra sér frá því að hringja þó hún talaði ekki ensku, hún bara sagði nöfnin okkar á góðri íslensku og þar með fengum við símann og ég held ég hafi nú sjaldan orðið eins hissa og ^ að heyra rödd hennar í símanum. En það var greinilegt á krafti henn- ar að hún lét ekkert aftra sér, sama hvort verkefnin voru stór eða smá, það var drifið í því sem gera þurfti. Best kynntist ég Unni þegar ég bjó hjá þeim Unni og Magnúsi síð- astliðið haust. Mig undraði kraftur- inn sem hún hafði og hversu glæsi- leg hún var. Þama dvaldist ég hjá þeim í eina þijá mánuði á meðan ég starfaði á Sauðárkróki. Á annað eins hótei hef ég aldrei komið, það var dekrað við mig eins og ég væri eitthvert mikilmenni. Þeir sem litu ofaní nestisboxið mitt skyldu ekkert í öllum kræsing- unum, en þar var smurt brauð, heimabakað brauð og margt fleira, enda fannst Unni ekki mikið til koma þegar nafna hennar þeyttist í bakaríið og keypti snúð, nei, ef það yrði aftur ætlaði hún að sjá um nestið. Svona var allt sem hún gerði fyrir mann. Verk hennar vom alltaf vel unnin. Það þakkast seint öll sú hlýja sem ég fékk frá þeim hjónum. Hún mun seint líða úr minni síðasta máltíðin sem við borðuðum með Unni þegar Sigurlaug dóttir hennar átti afmæli og hve ánægð við vorum að fá hana af spítalanum til að borða með okkur. Ég sendi öllum aðstandendum Unnar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Viðar Magnússon. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.