Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LÁÚGARDAGUR 8. 'ok'TOBER;ið94 HASKOIABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍOIÐ ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRUMSYNING: FORREST GUMP Veröldin veröur ekki sú sama. ... eftir að þú hefur séö hana með augum Forrest Gump. Tom Hanks. Forrest Gump drepfyndin og hádramatísk... vel leikin og innihaidsrík." Ó.H.T. Rás 2 TVOFALDA GEISLAF HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM. Vinsælasta mynd ársins í Bandaríkjunum. Ótrúleg ævi einfeldningsins Forrest Gump endurspeglar söguna síðustu 30 ár. Með stórkostlegum myndbrellum hefur Robert Zemeckis tekist að skapa ótrúlegan heim þar sem raunverulegum atburðum er skeytt inn í atburðarásina. Þú sérð hlutina í nýju Ijósi á eftir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FJOGUR BRUÐKAUP OG JARÐARFÖR Q^our Weddings. and a FuneraL.L.-sii JOI TANNSTONGULL NEDLA Roberto Bemgni sem flestir þekkja sem kynóða leigubíl- stjórann úr Night On Earth. Sýnd kl. 11.15. Síð sýn. BLAÐIÐ Den Russiske sangerinde (Rússneska söngkonan) Danskur diplómat i Moskvu flækist í dularfullt morðmál. Allt stefnir í stórt diplómatískt hneyksli en yfirvöld telja að um slys hafi verið að ræða. Gegn vilja allra heldur dipló- matinn rannsókninni áfram. Sýnd kl. 9. Min fynske barndom (Sinfónía æsku minnar) Hrífandi saga um verðandi tónlistarsnilling. Sönn saga eins fremsta tón- skálds þessarar aldar, Carls Nielsens. Sýnd kl. 4.50. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR S. Magnússon myndlistarmaður og stuðningsmaður Krýsuvíkursam- takanna ásamt Snorra Welding framkvæmdastjóra við eitt verkanna á sýning- unni „List gegn vímu“. Verkið er eftir Gunnar Orn Gunnarsson myndlistar- mann og ber heitið „Heima er best“. List gegn vímu Krýsuvíkursamtökin fagna því um þessar mundir að fimm ár eru nú liðin frá stofnun samtakanna. Af því tilefni var efnt til málverka- sýningar í sýningarsal Hafnarhússins við Tryggva- götu, og ber hún yfirskrift- ina „List gegn vímu“. Um 140 myndlistarmenn hafa gefið um 200 listaverk á sýninguna, sem er sölusýn- ing til styrktar baráttunni gegn vímuefnaneyslu. Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð í þeim tilgangi að festa kaup á skólahúsinu í Krýsuvík, sem þá var í mik- illi niðurníðslu og breyta því í vist- og meðferðarheimili fyrir vímuefnaneytendur, sem ekki höfðu náð viðun- andi árangri eftir hefð- bundnum leiðum. Að sögn Snorra Welding, framkvæmdastjóra samtak- anna, var stefnt að upp- byggingu meðferðarsamfé- lags með langtíma meðferð og endurhæfingu í huga, sem byggði einnig á mark- vissu námi og vinnu, um- hirðu húsdýra, landgræðslu og ylrækt. Snorri sagði að upphafleg markmið hefðu náðst og hefðu samtökin því nú, á fimm ára afmælinu, leitað til myndlistamanna eftir stuðningi til fjáröflunar svo unnt yrði að halda óbreyttum . rekstri áfram.Hann sagðist vera þakklátur öllu því fólki sem brugðist hefði vel við varð- andi sýninguna svo og öðr- um stuðningsmönnum Krýsuvíkursamtakanna, enda hefðu samtökin mikil- vægu hlutverki að gegna, þar eð skjólstæðingarnir væru flestir heimilslausir, í mikilli blandaðri neyslu og margir með afbrotaferii að baki. Elle MacPherson veik fyrir Bretum ► Toppfyrirsætan Elle MacPherson sló ærlega í gegn í ástr- ölsku myndinni Sirens, þar sem hún lék á móti þeim Breta sem hvað mestar vonir eru bundnar við um þessar mundir, Hugh Grant. I framhaldi af því fékk hún hlutverk í nýjustu James Bond- myndinni, sem nefnist „Gullna augað“. Þar leikur hún á móti öðr- um Breta, sem ekki minni vonir éru bundn- ar við, Pierce Brosnan. Elle MacPherson, sem er þrjátíu ára, tek- ur þrátt fyrir allt lifinu með ró og eyðir frí- tíma sínum á strönd- inni í St. Tropez með unnasta sínum, hinum þijátíu og tveggja ára gamla Tim Jeffries. Ekki ber á öðru en að vel fari á með skötu- hjúunum ogþví er spurningin sem brenn- ur á vörum margra: „Er hann breskur?" Schiffer gefur út bók um tískuferil sinn ►TOPPFYRIRSÆTAN Claudia Schiffer kynnti bók, sem kemur út í Frakk- landi í nóvember, á bókahá- tíð í Frankfurt á föstudag. Bókin byggist mestmegnis upp á myndum af þokka- gyðjunni og nefnist „Souv- enirs et Confidences". Schiffer segir að ekki sé um sjálfsævisögu að ræða, held- ur sé bókin stutt umfjöllun um tískuferil hennar. Eins og kunnugt er gaf toppfyrirsætan Naomi Campbell út bók fyrr á þessu ári sem nefnist „Swan“. Schiffer sagðist ékki hafa lesið bókina. Önn- ur fræg kona, sem kynnti bók sína á bókahátíðinni í Frankfurt, var Ivana Trump, fyrrverandi eigin- kona fasteignajöfursins Donald Trump. CLAUDIA Schiffer með eintök af bók sinni undir arminum. IVANA Trump með væntanlega ævisögu sína, sigurmerki og bros á vör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.