Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 17 NEYTENDUR i i ► i > ) ) i > > Uppskrift vikunnar Reyniberj ahlaup úr danskri matreiðslubók GUÐRUN Sæ- mundsdóttir er listakokkur segja þeir sem til hennar matseldar þekkja. Hún fer líka ótroðnar slóðir í eldamennskunni og þó hún sé mikið fyrir að halda í hefðir getur hún ekki staðið við það þegar matmáls- tímar á hennar bæ eru annarsvegar. „Ég hef mjög gam- an af því að prófa eitthvað nýtt og þegar ég er þreytt og þarf að slappa af fer ég í eldhúsið og elda eða baka.“ Líklega hefur hún fengið áhugann með móðurmjólk- inni, því móðir hennar Sigui-veig Guðmundsdóttir var mikið fyrir að gera tilraunir í eld- húsinu. Uppskriftin af reynibeijahlaupi sem Guðrún ætlar að gefa lesendum í dag er einmitt kom- in frá móður henn- ar. „Þegar mamma byrjaði að búa upp- úr 1940 ráðlagði henni fröken Stein- sen sem var á holds- veikraspítálanum í Laugarnesi að fá sér þessa dönsku matreiðslubók sem ég nota enn í dag. Hún heitir Dansk husholdn- ings kogebog, fru Constantin og er frá árinu 1927. Mamma gerði stundum hlaup úr reynibeijum eft- ir uppskrift úr þessari bók og í ár ákvað ég að prófa,“ segir Guðrún. Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÚN Sæmundsdóttir og reynibeija- hlaupið hennar. Hratið nýtir hún í krydd- sultu. Vilji lesendur prófa að búa til hlaup úr reyniberjum er um að gera að fara að drífa í því áður en berin verða ónýt. eiga ekki að springa. Guðrún mæl- ir með að súr græn epli séu notuð og um það bil þijú kíló. Eplin eru alls ekki flysjuð en kjarninn tekinn úr þeim. Þau eru síðan soðin þang- að til þau eru næstum því orðin að mauki. Annars segist Guðrún ákveðin í að sjóða berin næst í örbylgjuofni, það hafí hún gert við rifsberin. Þar sem ekkert vatn komi nálægt þeim þá verði hlaupið svo stökkt og fínt. Þegar búið er að sjóða reyniber- in eru þau kreist úr sigti yfir grisju og sama með eplin. Sjóðið saman lítra af reynibeija- safa og eplasafa og bætið í 1.250 kg af sykri. Þegar þetta er búið að sjóða saman er hlaupið tilbúið í krukkur. Að þessu sinni notaði Guðrún ekki glerkrukkur heldur mót undan ísblómi. Mótin eru úr plasti og því ómögulegt að þvo þau úr sjóðandi vatni þannig að Guðrún átti vodkadreytil sem hún skolaði mótin uppúr. Hlaupinu var hellt í mótin og þegar hún hellir hlaupinu úr mótinu á disk lítur það út eins og blóm og er mátulegur skammtur á matarborðið. Morgunblaðið/Þorkell SUMIR þurfa að klifra hátt til að ná í reyniberin. Kryddsulta úr hratinu Reyniberjahlaup 1 lítri reyniberjosafi 1 lítri eplosofi 1,250 kg sykur Byijið á að tína berin, um það bil fjögur til fimm kíló. Guðrún segist hafa þurft að klifra hátt til að ná í ber og innan um reyniberin rakst hún á hálfdauða geitunga þannig að ekki var það beinlínis skemmti- legt. Berin eru tekin af stilkum og það verður að hreinsa þau mjög vel. Berin eru síðan soðin við væg- an hita í tvær klukkustundir og þau Reyniberjahrcit eplahrat sykur engiferrót chiliduft negull heill pipar rósapipar Guðrún nýtti hratið af reynibeijum og eplum í kryddsultu, einskonar „chutney". Hún sauð það með sykri og kryddaði síðan með ofantöldu kryddi. „Þetta ber ég fram með kjöti og sultan er til dæmis einstak- lega góð með lifur.“ Morgunblaðið/Þorkell SIGURÞÓR Þórólfsson verslunarstjóri í Herragarðinum með straufríar bómullarskyrtur. Straufrítt og má þvo ÓHÆTT er að segja að tímarnir breytist því sífellt eru að koma á markaðinn nýjungar sem menn hafa ekki einu sinni látið sig dreyma um áður, en auðvitað fagna um leið og þær líta dagsins Ijós. Gott dæmi um það er öll vélvæðingin sem gert hef- ur innreið sína inn á heimilin á síð- ustu áratugum, mörgum húsmæð- rum til mikillar gleði. En enn sem komið er straujar þvotturinn sig ekki sjálfur. Hinsvegar eru nú komnar á markaðinn karlmannaskyrtur úr 100% bómull, sem eru með öllu straufríar þó ótrúlegt megi virðast, „eitthvað sem allar eiginkonur dreymir um,“ segir Garðar Siggeirs- son í Herragarðinum, þar sem skyrt- ur þessar fást. Þær fást í 20 litum, bæði einlitar og röndóttar, í þremur ermalengdum og kosta 5.490 kr. Og það sem meira er. Á þeim er tekin eins árs ábyrgð. Skyrturnar má þvo við 60 gráðu hita og þær má sömuleiðis þeytivinda og setja í þurrkara án þess að þær hlaupi. „Ég er búinn að vera með svona skyrtur í sölu undanfarin þijú ár, sel um það bil tíu stykki á ári og hingað til hefur ekki ein einasta kvörtun borist." Skyrturn- ar eru frá Eterna Excellent í Austur- ríki. Þá vek- ur athygli önnur nýj- ung í sömu verslun BUXUR úr 100% ull sem þola 30 gráðu vélþvott. sem eru sparilegar buxur úr 100% ull sem má þvo við 30 gráðu hita í þvottavél, en hingað til hefur þurft að fara með alullarbuxur í næstu- hreinsun. Buxurnar eru frá þýska fyrirtækinu Gardeur ogeru markaðs- settar undir yfirskriftinni „Wool & wash“. Þær eru til í átta litum, eru silkifóðraðar niður fyrir hné og kosta 9.450 kr. Þær má hinsvegar ekki vinda í vél, en eins og gengur, verð- ur að fara eftir þeim þvottaleiðbein- ingum sem er að finna á flíkinni. Að sögn Garðars komu buxurnar fyrst á markað í fyrra og ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að þær standist ekki kröfur. Norræn fagkeppni kj ötiðnaðarmeistara Islendingar í öðru og þriðja sæti HÁRSBREIDD munaði að ís- lendingar hrepptu Norður- landameistaratitilinn í norr- ænni fagkepppni kjötiðnaðar- meistara fyrir skömmu. Óskar Erlendsson hjá KEA og Jónas Hjartarson hjá Meistaranum fengu báðir 193 stig í keppninni og voru jafn háir og danskur kjötiðnað- armaður sem síðan hlaut titil- inn. Óskar var í öðru sæti og Jónas í því þriðja. Þá hlaut Óskar titilinn Landsmeistari íslands en hann var stiga- hæstur íslensku keppendanna og Níels Hjaltason hjá SS varð Norðurlandameistari í fyrsta fiokki. Keppt í fjórum flokkum í keppninni var fyrst og fremst verið að dæma vinnu- brögð og fagmennsku við framleiðslu á kjötvörum og skyldum vörum. Keppt var í fjórum flokkum, villibráð, vör- um úr fiski, spægipylsur og sérvörur landa. Þetta er í annað skipti sem íslendingar taka formlega þátt í keppninni í Herning en áður hafði Björn I. Björnsson kjötiðnaðarmeistari sent vör- ur í keppnina. Að sögn forsvarsmanna er góður árangur íslenskra kjöt- iðnaðarmanna mikil hvatning því innan skamms þurfa þeir að keppa við innfluttar kjöt- vörur. HÁSKÓLIÍSLANDS ENDURMENNTUN ARSTOFNUN KV ÖLDNÁMSKEIÐ FYRIR ALMENNING Námskeiðin eru öllum opin Júdit og Hólofernes - um apokrýfu bækurnar og áhrif þeirra á listir, þriðjud.(10x)ll. okt.-13. des. Fjallað verður um uppruna og þau sundurleitu menningar- og trúarlegu áhrif, sem apokiýfú bækur Biblíunnar bera vitni um. Mismunandi túlkun lista- manna á atburðum sagnanna skoðuð og tekin dæmi um myndlist, tónlist og bókmenntir. Umsjón: Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Verð 8.800 kr. Mexíkó í fortíð og nútíð, þriðjud. (lOx) 11. okt.-13. des.. Saga landsins verður rakin frá því fyrir komu Spánveija og ffam til dagsins í dag. Leitast verður við að varpa ljósi á mannlíf og flókið samspil þeirra ólíku og oft á tíðum ósættanlegu afla sem knúið hafa mexíkóskt samfélag áfram. Binnig verður fjallað um bókmenntir og listir, sem og málefni líðandi stundar. Umsjón: Sigríður Guðmundsdóttir, leikhúsfr. Verð 8.800 kr. Gargantúi og Pantagrúlli- sögur Fran^ois Rabelais um hina góðgjörnu og virtu risa, fimmtud. (6x) 20. okt.—24. nóv. í sögunum segir ffá uppátækjum og ævintýrum feðg- anna Gargantúa og Pantagrúls og skrautlegs fylgdar- liðs þeirra. Lögð áhersla á að kynnast texta Rabelais í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar, draga upp mynd af verkinu sem heild og menningu samtímans, jafnt alþýðunnar sem hinna lærðu stétta, og rætt um stöðu Rabelais í evrópskri bókmenntasögu. Leiðb.: Dr. Torfi H. Tulinius, dósent við HÍ. Verð: 7.200 kr. Gluggað í efnisskrá Sinfóníunnar — fyrirlestrar og tónleikar, þriðjud. og fimmtud. (8x) 18. okt.—10. nóv. FjaUað um verk sem flutt verða á femum tónleikum hljómsveitarinnar Þátttakendur kynnast verkunum og fá innsýn í þann menningar- og sögulega jarðveg, sem þau em sprottin úr með því að hlýða á fyrirlestra og tóndæmi. Leiðb.: Hákon Leifsson tónskáld. Verð: 5.800 kr. fyrirlestrar (afsláttarkort á tónleika SÍ). Heimsmynd nútímans - kenningar um upphaf og þróun alheimsins, miðvikud. (6x) 26. okt.—30. nóv. Innihaldslýsing alheimsins —jörðin og sólkerfíð, vetrarbrautin, stjömuþokur og þyrpingar þeirra, dreifing efiiis í alheiminum og kenningar um upphaf og þróun alheimsins. Leiðb.: Stjameðlisfræðingamir Gunnlaugur Bjömsson og Einar H. Guðmundsson. Verð 7.200 kr. Myndasögur: Saga, form, greining, miðvikud. (4x) 9.- 30. nóv. Gerð söguleg grein fyrir miðlinum, sem á 100 ára afmæli um þessar mundir. Sýnt fram á hvemig þróun greinarinnar hefur haldist í hendur við hræringar í þjóðfélaginu og innan annarra listgreina. Valin dæmi ffá ólíkum löndum en einnig rakin saga íslensku myndasögunnar. Leiðb.: Þorri Hringsson myndlistarm. Verð 3.800 kr. ítalska, 30. október—19. nóvember, þriggja vikna hraðnámskeið. Leiðb.: Roberto Tartaglione, Studio di Italiano í Róm. Skráning í móttöku Tæknigarðs í síma 694940. Nánari upplýsingar í símum 694923,694924 og 694925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.