Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaidkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. REYKINGAR - DAUÐANS ALVARA MORGUNBLAÐIÐ fjallar í gær um viðamikla könnun á reykingum íslenzkra ungmenna, 10-16 ára, sem hér- aðslæknar og Krabbameinsfélagið stóðu að. Athugun- in leiðir í ljós að reykingar unglinga hafa aukizt á ný, eftir að hafa minnkað stöðugt í um það bil tvo áratugi. Könnunin færir heim sanninn um, svo dæmi sé tekið, að rúmlega fjórðungur 16 ára pilta reykir daglega — í stað tíu af hverju hundraði árið 1990. Hlutfall 15 ára pilta, sem reykja, hefur á sama tíma vaxið úr 11 í 15 af hundraði. Reykingar hafa ekki aukizt hjá ungum stúlkum, utan í 15 ára aldursflokki, en þar hefur hlutfall þeirra sem reykja vaxið úr 13 í 20 af hundraði. Stúlkur reykja á hinn bóginn almennt meira en piltar. Og reykingar ungmenna í Reykja- vík eru almennari en á landsbyggðinni. Vaxandi reykingar íslenzkra ungmenna eru dauðans al- vara. Þeirri dauðans alvöru var eftirminnilega lýst í frásögn Helga Sigurðssonar, sérfræðings í krabbameinslækningum, hér í í blaðinu 17. maí sl. Þar kemur meðal annars fram að rekja má um þriðjung allra dauðsfalla af völdum krabba- meina til tóbaksreykinga. Þar segir einnig að hér á landi látist á ári hverju að jafnaði og fyrir aldur fram meir en 300 einstaklingar af völdum reykinga. Auk þess eiga reyking- ar hlut að máli í fjölda dauðsfalla af völdum hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma. Orðrétt: „Svo sterk eru tengslin á milli tóbaksreykinga og lungna- krabba að faraldsfræðingar geta áætlað tóbaksnotkun í ýmsum löndum með því að fá uppgefnar tíðnitölur lungna- krabbameins í viðkomandi löndum . . . Reykingafólk má bú- ast við að lifa að meðaltali um sex árum skemur en þeir sem ekki hafa reykt.“ Sérfræðingurinn fjallar einnig um „óbeinar reykingar", það er heilsuspillandi áhrif tóbaksreyks á fólk, sem ekki reykir, einkum börn. Hann segir óumdeilt að reykingar for- eldris geti dregið úr þroska barna og námsárangri. Þá séu eyrnabólgur og öndunarfærasjúkdómar algengari meðal barna reykingafólks en annarra. „Krabbameinsvaldar eru mælanlegir í þvagi barna sem verða fyrir miklum tóbaks- reyk frá öðrum,“ segir og í grein hans. Helgi Guðbergsson, settur héraðslæknir í Reykjavík, seg- ir. ýmsar skýringar fyrir hendi á auknum unglingareyking- um. Ákveðin tízkusveifla hliðholl reykingum, „einhvers kon- ar enduróm frá hippatímabilinu“, sé til staðar. Auk þess hafi veitinga-, kaffi- og ölstofum fjölgað gífurlega, en sterk tengsl séu milli reykinga og áfengisneyzlu. Settur héraðslæknir leggur á hinn bóginn einnig áherzlu á, að baráttan gegn tóbaksnotkun hér á landi hafi skilað miklum árangri á liðnum áratugum. Þannig hafi hlutfall heimila þar sem enginn fjölskyldumeðlimur reykir hækkað úr 17,3% fyrir 20 árum í 42,6% í dag. Þessi árangur er umtalsverður, sérstaklega í ljósi þess að athuganir héraðs- læknanna og Krabbameinsfélagsins sýni ótvírætt, „að mun meiri líkur eru á að börn byiji að reykja ef aðrir í fjölskyld- unni reyki“. Allir þættir heilsuverndar og heilbrigðisþjónustu sinna mikilvægum hlutverkum í nútímasamfélagi. Áugu fagaðila og almennings eru hins vegar smám saman að opnast fyrir því að trúlega felst árangursríkasta og ódýrasta leiðin til framfara í heilbrigðismálum í forvörnum, eins og slysavörn- um í umferðinni og annars staðar, en ekki sízt í því, að draga verulega úr tóbaksneyzlu og öðrum heilsuspillandi lífs- máta. Órækar sannanir um skaðsemi tóbaksreykinga hafa hrann- ast upp í heilsufars- og læknisfræðilegum rannsóknum síð- ustu ár og áratugi. Þeim þarf að koma kirfilega til skila til almennings, enn betur en hingað til hefur verið gert, meðal annars í fjölmiðlum og skólum. Einstaklingurinn getur haft ríkuleg áhrif á eigið heilbrigði, dýrmætustu eign sína, með eigin lífsmáta, neyzluvenjum og líkamsrækt, ef hann er meðvitaður um orsök og afleiðingu, sém hér um ræðir. Og í upplýstu þjóðfélagi, eins og því íslenzka, á enginn að geta lokað augum fyrir heilsufarslegum viðvörunum, studdum vísindalegum rannsóknum og niðurstöðum. Höldum áfram skipulagðri, markvissri baráttu gegn tóbak- inu — og hvers konar heilsuspillandi efnum og ávana. í raun og veru hefur enginn hvorki heilsufarsleg efni sé siðferðileg- an rétt til að stefna eigin né annarra heilsu í tvísýnu með reykingum, vitandi um þá dauðans alvöru sem þeim fylgir. -r- IMAMSLEYFI LÆKNA Laun erlendis drag- ist frá dagpeningum Túlkun heilbrigðisráðuneytisins á því hvað felst í námsferðum lækna, samkvæmt kjara- samningum, er Læknafélagi Islands ekki að skapi. Læknartelja að með samningum sínum við embættislækna hafí ráðuneytið grafíð undan og rýrt gildi námsferðanna. Agnes Bragadóttir kynnti sér ólík viðhorf. af INNLENDUM VETTVANGI IBRÉFI sem Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags Islands, hefur ritað Sighvati Björgvins- syni, heilbrigðisráðherra, fyrir hönd stjómar Læknafélags íslands, kemur fram, að í samningum Læknafé- lags íslands um námsferðir er kveðið á um, að fái læknir í námsleyfi laun erlendis, koma þau til frádráttar dag- peningum. Samkvæmt því hefðu þau laun sem Guðjón Magnússon fékk frá Norræna heilsuháskólanum, 300 þús- und krónur á mánuði, er hann var þar við kennslu og rannsóknir, átt að drag- ast frá þeim dagpeningum, sem heil- brigiðisráðuneytið greiddi honum þá 145 daga, sem hann nýtti í þessu skyni á árinu 1991, að núvirði um 2,2 milljón- ir króna. Samkvæmt þessu hefði Guð- jón engar dagpeningagreiðslur átt að fá, þar sem laun hans og staðaruppbót á meðan hann var við kennslu í Sví- þjóð voru yfir 3 milljónir króna. í samtali við Morgunblaðið sem birt- ist hér í blaðinu í gær, segir Guðjón að fullt samráð hafi verið haft við ráð- herra og ráðuneytisstjóra, um störf hans í Gautaborg í launuðu námsleyfí. Bréfið var sent heilbrigðisráðherra í fyrradag og þar er því Iýst að stjórn LÍ sjái af gefnu tilefni ástæður tii þess að gera athugasemdir við emb- ætti ráðherrans vegna greiðslu fyrir svonefnd uppsöfnuð ótekin námsleyfi. Sverrir Bergmann sagði í gær, þeg- ar rætt var við hann um efnisinnihald bréfs LÍ til heilbrigðisráðherra, að stjóm félagsins hafi viljað, með þessu bréfí, ítreka hvert sé eðli námsleyfa lækna. „Við teljum að þeir samningar sem gerðir hafa verið við embættis- menn, að því er varðar uppsöfnuð námsleyfí, jafnvel til 10-12 ára, séu til þess fallnir að grafa undan mikilvægi námsferðanna og rýra gildi þeirra, og gefí til kynna að slíka ferðir séu annaðhvort ——■ launauppbót eða sumarleyfisferðir, sem er auðvitað fjarri öllu lagi. Við mótmælum því, að rétturinn til greiðslu í námsleyfum skuli vera not- aður með þessum hætti.“ Túlkun ráðuneytis eftir geðþótta mótmælt Orðrétt segir í bréfínu: „Vissulega má telja, að stjóm Læknafélags Is- lands komi það ekkert við ef heilbrigð- is- o g tryggingamálaráðuneýtið og/eða landlæknir vilja umbuna skól- stæðingum sínum. En stjóm Lækna- félags íslands er bæði rétt og skylt að mótmæla því harðlega að ákvæði í samningum Læknafélags Islands við fjármálaráðuneytið um námsleyfí skuli að ofangreindum aðilum túlkuð eftir geðþótta og notuð til þess að réttlæta launagreiðslur." Jafnframt segir að með fijálslegri túlkun heilbrigðisráðuneytis á samn- Skýlaust brot samnings- ákvæða ingsákvæðum fyrir svonefnd uppsöfnuð ótekin námslejfí sé „alvarlega vegið að heiðri allra lækna og samtaka þeirra. Rétt væri, að læknarnir endur- greiddu upphæðir fyrir svo- nefnd uppsöfnuð ótekin náms- leyfi sem væm umfram ákvæði samninga eða hefðu hugsan- lega ekki verið notaðar í viður- kenndu námsleyfi. Annað mál er svo það og stjóm Læknafé- lags íslands óviðkomandi hvort eðlilegt væri að læknamir fengju fé þetta greitt sem eins- konar miskabætur vegna þeirr- ar miklu vinnuþrælkunar sem ætla verður að sé slík í því sem þá mætti kalla vinnubúðir hins opinbera við ofanverðan Lauga- veg að ekki verði tekin náms- leyfi nokkra sinni í meira en heilan áratug." Fram kemur í bréfí LÍ að læknir gangist undir þá ánægjulegu og sjálfsögðu kvöð að viðhalda menntún sinni og þjálfun og að auka við hvoru tveggja. Símenntun lækna sé hluti af siðferðilegum og laga- legum skyldum þeirra. I siða- reglum lækna segi m.a.: „Lækni ber að viðhalda þekkingu sinni og endumýja hana og leitast við að fullnægja þeim kröfum, sem starfsgrein hans lýtur á hveijum tíma“. Ber að halda við þekkingu sinni Jafnframt er vísað í læknalög nr. 53/1988, þar sem segir: „Lækni ber að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvæmlega eftir henni.“ Orðrétt segir síðan: „Augljóst er að símenntun lækna kostar fé og það stundum verulegt; fargjöld, ráðstefnu- gjöld og kostnað við uppihald meðan á námsdvöl stendur, hvort heldur er við ákveðna stofnun eða á sérstökum þingum... Læknar sem hvorki viðhalda né heldur auka við menntun sína og þjálfun og sem ekki fylgjast með í --------- hraðri framvindu í læknis- fræði geta ekki vænst þess að hafa þá virðingu og það traust né heldur þann gagn- lega trúnað sem gerir þekk- ingu þeirra og starf að mik- ilvægustu undirstöðu heilbrigðiskerfís- insj' landinu. í samningum Læknafélags íslands um námsferðir er gengið út frá að læknar séu í vinnu meðan á námsferð stendur. Þeir tapa því engum launum eða launatengdum rétti við að fara í námsferðir en hafa heldur ekki af þeim neinn launalegan hagnað. Eitt fargjald er greitt á ári, samkvæmt reikningi, námskeiðsgjöld sömuleiðis samkvæmt ákvörðun hins opinbera um upphæð námskeiðsgjalda. Venjulega eru þessi gjöld hærri en hið opinbera greiðir og borga þá læknar sjálfír mismuninn. Dagpeningar eru eftir mati ferðakostn- aðamefndar ríkisins miðað við líklegan kostnað í hveiju landi og er ætlað að standa undir öllum dvalarkostnaði. Fái læknir í námsleyfi laun erlendis koma þau til frádráttar. Læknar gefa síðan skýrslu um námsferð sína þegar þeir koma aftur heim.“ Sverrir Páll Bergmann Sigurðsson ► Túlkun heilbrigðis- ► Það mun enginn ráðuneytisins grefur hér í ráðuneytinu undan mikilvægi svara fyrir um námsferðanna og gildi greiðslurnar til Guð- þeirra er rýrt. jóns Magnússonar. P Guðmundur Bjarnason ► Guðjón var í þess- ari kennslu í Gauta- borg með mínu sam- þykki. Lagði áherslu á að fá hann. Guðjón Magnússon ► Hafði ekki hug- mynd um þetta endur- greiðsluákvæði, ef Iæknir þiggur laun erlendis, í námsferð. til svara í ráðuneytinu, en ekki mig. Mér finnst að það hljóti að vera þeirra mál að svara fyrir um það, enda var ákvörðun um þennan samning við mig tekin af yfirmönnum ráðuneytisins, en ekki mér sem launþega. Ég er ekki og hef aldrei verið neinn sérfræðingur í kjarasamningum lækna, og frómt 'frá sagt þá hafði ég ekki hugmynd um þetta endurgreiðsluákvæði, sem þú ert að segja mér frá, ef læknir þigg- ur laun erlendis, í námsferð og veit engin dæmi þess að það hafi verið látið á það reyna, enda skil ég ekki hvernig launþegi á að geta endurgreitt vinnuveit- anda sínum laun sem hann fær frá öðram vinnuveitanda." Guðmundur Bjarnason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, var ráðherra þegar umræddur samn- ingur var gerður við Guðjón. Hann var í gær spurður sömu spurningar og ráðuneytisstjór- inn: „Það er nú afar erfitt fyrir mig að svara þessu án þéss að hafa skoðað málið, eða rifjað það betur upp, því nokkuð er umliðið frá því þetta var. Guðjón var í þessari kennslu í Gautaborg með mínu samþykki. Ég lagði mikla áherslu á að fá hann sem skrif- stofustjóra að heilbrigðisráðu- neytinu og gerði við hann sam- komulag um að hann mætti sinna þessu kennsluhlutverki líka, tímabundið,“ sagði Guð- mundur. „Um einstakar greiðsl- ur, eða hvernig var gert upp við hann, það var þá ekki á mínu borði. Ég ætla ekki að neita því, að það kunni að hafa verið svo, að Guðjón hafi engan rétt átt á því að fá dagpeninga- greiðslur frá ráðuneytinu þennan tíma. Það er náttúrlega ekki Laun erlendis til frádráttar dagpeningaim Af tilefni þeirrar málsgreinar, sem hér fer á undan, er vitnað í 14. kafla kjarasamnings sjúkrahúslækna, (laus- ráðinna) sem fjallar um endurmennt- un. 14.3 „Kostnaður við námsferðir: Sérfræðingar skulu fá greiddan ferða- og dvalarkostnað á náms- ferðum þessum skv. reglum þeim, sem gilda um greiðslu ferðakostn- aðar fastráðinna ríkisstarfsmanna á hveijum tíma. Nú fær sérfræð- ingur laun erlendis, og koma þau þá til frádráttar greiðslum þess- um.“ Ákvæði í kjarasamningum fastráðinna lækna eru hliðstæð. Ymsum leikur forvitni á að vita, hvers vegna sá háttur var ekki hafður á, í sambandi við mál Guðjóns Magn- ússonar, skrifstofustjóra ----------- heilbrigðisráðuneytisins, er hann starfaði hjá Norræna heilsuháskólanum á fullum launum frá ráðuneytinu, launum hjá Norræna heilsuháskólanum og staðarappbót, án þess að þær greiðslur kæmu til frádráttar dagpeningagreiðslum frá hinu opinbera í 145 daga. Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins var í gær spurður hver væri skýring þessa: „Ég ætla ekkert um það að segja. Ég gerði engan samning við Guðjón og ætla ekkert um málið að segja," sagði Páll. Aðspurður um hvort ein- hver í heilbrigðisráðuneytinu gæti svarað fyrir um, hveijar skýringar þessa væru, svaraði Páll: „Það mun enginn hér í ráðuneytinu svara fyrir um það.“ Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, var í gær spurður hvers vegna hann hefði bæði fengið greiðslur frá Norræna heilsu- háskólanum og dagpeningagreiðslur frá heilbrigðisráðuneytinu árið 1991: „Nú verður þú að spyrja þá sem era Ekki launa- uppbót til lækna gott, ef menn eru að taka sér greiðsl- ur eða krefjast greiðslna eða launa, sem þeir eiga ekki rétt á. Hafí svo verið, þá er það eitthvað sem mér hefur ekki verið ljóst á þeim tíma,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Styðja rangtúlkun Undir lok bréfs stjórnar Læknafé- lags Íslands segir: „Athafnir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisi og/eða landlæknisembættisins eru til þess fallnar að styðja rangtúlkun á eðii námsferðanna og líta á þær sem einhvers konar launauppbót til lækna, en ekki sem greiðslu kostnaðar að hluta fyrir sjálfsagða, siðferðilega og lagalega skyldu læknanna eins og þær eru. Að ráðuneyti og/eða landlæknir skuli „meta það svo“ að læknir eigi ótekin uppsöfnuð námsleyfi svo mán- --------- uðum skipti sem skuli greið ast sem jafngildi launa er skýlaust brot samningsá- kvæða og um leið óvirðing við námsferðirnar sem grandvallast á faglegum siðfræðilegum og lagalegum skyldum lækna. Nær hefði verið að ofangreind- ir aðila hefðu „metið það svo“ að lækn- ir sem ekki rækir hinar sjálfsögðu siðferðilegu og lagalegu skyldur sínar svo áram skipti hefði ekki haft í heiðri það sem honum ber að eigin siðaregl um og læknalögum." Bréfinu lýkur svo: „Læknasamtök- in hafa orðið að veija námferðarétt- inn með oddi og egg árum saman. Reynt hefur verið endurtekið í samn- ingum að hafa hann af læknum, m.a. með því að rangtúlka eðli námsleyf- anna. Sú túlkun hefur vísvitandi ver- ið viðhöfð og ráðherrar því miður verið þar í fararbroddi. Því er ekki að undra að þeir ásamt með ráðgjöf- um sínum hnjóti um sjálfa sig og í stað þess að greiða samkvæmt samn- ingum hluta kostnaðar við símennt- un, komi nú greiðslur fyrir að sinna henni ekki.“ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 27 Forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfíarðar hf. Reyndi ekki á lántökur vegna bæjarábyrgðar | Eigendur Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. eru ósáttir við ummæli Magnúsar Jóns Ámason- ar, bæjarstjóra, um að bæjarsjóður eigi 290 milljónir króna auk ábyrgða bundnar í bygg- ingu fyrirtækisins. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við þá sem hlut eiga að máli. Viðar Halldórsson og Þórar- inn Ragnarsson benda á að bæjarsjóður Hafnar- fjarðar hafí ekki lagt fé til Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. vegna Pjarðargötu og ítreka jafnframt að framkvæmdin sé ekki á vegum bæj- arins. Miðbær Hafnarfjarðar hf. hafi hins vegar þegar greitt inn á há gatnagerðargjöld til bæjarins og samið um greiðslu eftirstöðva. Vegna óska bæjaryfirvalda hafi ver- ið ráðist í byggingu bílkjallara undir húsinu sem hafði í för með sér auka- kostnað. í tíð fyrri meirihluta í bæj- arstjórn hafí verið samþykkt kaup á hluta hússins fyrir bókasafn og aðstöðu fýrir almenningsvagna. Það eina sem bærinn hafí lagt fyrirtæk- inu til væri 120 milljóna króna bæjarábyrgð sem bæjarstjórn sam- þykkti samhljóða að veita. „Bæjarábyrgðin barst okkur og því var ekki leitað annarra leiða með lántökur vegna framkvæmdanna,“ sagði Þórarinn. Eigendur Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. eru auk_ Viðars og Þórarins þeir Þorvaldur Ásgeirs- son tæknifræðingur, Gunnar Hjalta- lín endurskoðandi og Páll Pálsson kaupmaður. Hlutafé fyrirtækisins er ein milljón en eigendur hafa að auki ábyrgst um 70 til 80 milljónir króna. Áð sögn Viðars er húseignin nú veðsett fyrir 380 milljónir og er stefnt að því að taka húsnæðið í notkun eftir tvo mánuði. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um 800 milljónir. Eignin var metin í sumar að tilhlutan bæjaryfirvalda og var sennilegt markaðsverð talið 517 millj. miðað við staðgreiðslu. Bæjarábyrgð er 137 millj. Viðar sagði að 120 millj. króna bæjarábyrgð væri nú komin í 137 millj. en ekki í 143 millj. eins og bæjaryfiröld héldu fram. Einföld bæjarábyrgð er fyrir skuldabréfun- um sem eru til 17 ára með föstum 9,7% vöxtum og sagði hann að vext- irnir hefðu verið ákveðnir í samræmi við þau vaxtakjör sem þekktust þeg- ar ábyrgðin var veitt. Þau hafí verið mun hærri en vextir í dag. Samið var við Handsal hf. og var ávöxtun- arkrafa veðskuldabréfanna miðuð við ávöxtunarkröfu húsbréfa. „Hjá Handsali var ávöxtunarkrafa veð- skuldabréfa með bæjarábyrgð 1,5% hærri en ávöxtunarkrafa húsbréfa en önnur bréf voru með 3-4% hærri kröfu,“ sagði Viðar. „Ef við værum að taka þessi lán í dag þá væru vextir líklega um 7% og við stefnum að því að fá vextina lækkaða. Það er hreint ekki þannig að 9,7% vext- ir liafí verið settir á bréfin til þess að við fengjum meira greitt í upp- hafí eins og gefið hefur verið í skyn.“ Bæjarábyrgð grunnurinn „Bærinn hefur enn ekki borgað eina krónu í þessa framkvæmd," sagði Þórarinn. „Ákvörðun um bæjarábyrgð er pólitísk sem sam- þykkt var samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ef til vill vildi bæjar- stjórn sýna stuðning og jafnframt að áhugi væri fyrir að þessi bygging kæmist upp.“ „Það er engin launung að bæjar- ábyrgðin er grunnurinn að því að þetta hús fór af stað,“ sagði Viðar. „Vegna umræðu um að við höfum ekki staðið við gerðan samning við bæinn vil ég taka fram að við höfum þurft að setja auka tryggingu vegna bæjarábyrgðarinnar. I samningnum, sem á ný hefur verið staðfestur í bæjarráði, stendur að aukatrygg- ingu eigi að setja þegar húsið er fokhelt og nú er það nær fullbúið. Við getum ekki veðsett húsið nema með leyfí bæjaryfirvalda þar sem ekki hefur verið gengið frá lóðar- samningi eða fokheldisvottorði. Hugsunin er sú að þegar við fáum þessi vottorð þá getum við veðsett húsið eins og við viljum en um leið er gert ráð fyrir að við setjum 50 milljón króna aukatryggingu og hef- ur náðst samkomulag um hvar í verslunarhúsinu þessi aukatrygging verður. Spurningin er hvort það taki því að þinglýsa 50 milljónum en kostnaður við það er 600 þúsund krónur fyrir tæpa tvo mánuði.“ Auk þeirra 137 milljóna sem þeir Viðar og Þórarinn telja að bæjar- ábyrgðin sé komin í þá er bærinn ábyrgur fyrir 10 milljón króna víxli með sérstöku veði í húseigninni en á meðan víxillinn er ógreiddur hefur verið gefín eftir kvöð um 10 milljóna króna hlut bæjarins í hótelturninum. „Þetta er ákvörðun bæjarsjóðs," sagði Viðar. „Þegar hér er komið sögu standa 82 milljóna króna gatnagerðagjöld eftir af þessum 290 milljónum en eftirstöðvar þeirra eru um 25 til 30 milljónir. Hefur þegar verið samið um með hvaða hætti þær verða greiddar.“ Bílakjallari Viðar vék síðan að kjallara húss- ins og sagði að fyrrverandi ’bæjar- yfirvöld hefðu farið fram á að bíla- stæði yrðu í kjallaranum en upphaf- lega hafi ekki verið gert ráð fyrir kjallara undir húsinu. Þar gætir sjávarfalla og því bæði erfitt og kostnaðarsamt að byggja hann. „Bærinn hefur skuldbundið sig til að greiða 50 milljónir vegna afnota af 102 bílastæðum í kjallara og verð- ur sú upphæð greidd á 15 árum,“ sagði hann. „Þá keypti bærinn hluta hússins fyrir bókasafn á 55,3 millj- ónir og aðstöðu fyrir almennings- vagna. Að vísu var nýlega hætt við kaup á aðstöðu fyrir almennings- vagna og höfum við samþykkt að rifta þeim samningi.“ „Það sem bæjarsjóður hefur lagt til byggingarinnar eru kaup á hluta ■ hússins fyrir 35,7 milljónir með skuldabréfum sem enn er ekki farið að greiða, bílakjallari fyrir 55,3 milljónir auk bæjarábyrgðar, sem er I dag 137 milljónir," sagði Þórar- inn. Heildarkostnaður 750-800 miiy. Til þessa hefur kostnaðaráætlunin verið viðskiptaleyndarmál og ekkert hefur verið gefið upp um kostnað- inn. Þórarinn sagði að heildarkostn- aður yrði á bilinu 750-800 milljón- ir. Sennilega yrðu það 800 milljónir þegar upp væri staðið. „Húsið er langt komið og hefur það verið veð- sett fyrir 380 milljónum," sagði Við- ar. „Hlutafé Miðbæjar Hafnarfjarð- ar hf. er ein milljón króna auk ábyrgða hluthafa sem eru um 70 milljónir. Ábyrgðirnar voru settar í stað þess að hækka hlutafé og við gerum okkur grein fyrir að þær þarf að hækka. Þetta er það dýr framkvæmd." Viðar sagði að reiknað væri með að söluverð hússins, samkvæmt þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir, yrði um 800 milljónir. „Það er ekki erfitt að meta arðsemi þeirra hluta hússins sem við höfum leigt og bæjarsjóður hefur fengið allar upplýsingar um hvað þeir eign- arhlutar standa undir mikilli fjár- festingu," sagði hann. „Við teljum að húsið standi undir sér núna, tveimur mánuðum fyrir opnun, og þá erum við ekki að tala um háa húsaleigu." Stoltir af framkvæmdinni í | „Eftir að mótmælin gegn húsinu byrjuðu held ég að við höfum fyrst og fremst einbeitt okkur að því að koma því upp og í notkun," sagði Þórarinn. „Þannig að við gætum ( verið stoltir af þessari framkvæmd.“ j „Auðvitað vonumst við til að hafa J. eitthvað út úr þessu,“ sagði Viðar. j „En allt þetta umtal að undanförnu ' hefur gert okkur erfítt fyrir. Við i gerum okkur ljóst að við verðum að ljúka verkinu og skilja eftir fallegt hús en án þess að nokkur beri skaða af að hafa farið út í þetta, hvorki verktakar né við sjálfir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.