Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 35 i ------------------------------------------ i mundsson var ákaflega vinsæll í | stórum hópi félaga sinna af báðum kynjum. Hann var ræðinn og léttur í lund, nánast kátur. Hann hafði næmt og gott skopskyn og ósjaldan var stutt í hláturinn þar sem hann var nálægur. En hann var líka hlýr og notalegur og sannur vinur. Hall- dórs beið björt framtíð þegar örlögin gripu svo hastarlega í taumana að . ekki varð aftur snúið. Hans er sárt ' saknað í Framhaldsskólanum á { Húsavík. Fjölskyldu hans og nánustu | vinum vottum við djúpa samúð með ósk um að bjartar minningar um góðan dreng megi sefa þann mikla harm sem þeim er búinn. Guðmundur Birkir Þorkelsson. En gott átt þú, sál hver, sem guð veitir frið, þó gæfan þín sé hverful umn veraldar svið. (6. er. Ingemann - Sb. 1945 - M. Joch.) Nú þegar haustið færist yfír með * öllum sínum þunga, er ekki laust ( við að menn fyllist vonleysi yfir til- gangi þessarar jarðvistar. Halldór Asmundsson hefur verið hrifinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Hall- dór, eða Dóri eins og við kölluðum hann alltaf, fluttist hingað frá Reykjavík 15 ára að aldri og lauk 9. bekk grunnskóla með okkur hér á Húsavík. Sást það fljótt að hér var j á ferðinni hress og opinn strákur sem féll vel inn í hópinn á staðnum. Eru ' það ófáar minningarnar um þær ( ánægjulegu stundir sem við áttum með honum, sem bijótast fram í hugann við þann hörmulega atburð sem nú hefur átt sér stað og ófáir vinirnir, bæði hér og annars staðar á landinu, sem spyija sig þeirrar spurningar í sorg sinni, hvernig svona mikið óréttlæti geti átt sér stað með svona stuttu millibili. Dóri . gekk í gegnum margt á sinni stuttu ævi en stóð þó alltaf eftir óbugaður I eins og sýndi sig vel við fráfall hans ( ástkæra stjúpbróður Heimis Eiríks- sonar, sem lést af slysförum 15. maí sl. Sýndi Dóri þá fádæma styrk sem margir fá seint fullþakkað. Kynni okkar af Dóra voru allt of stutt en þó með öllu ómetanleg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja ( vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Ási, Sirra, Halldór, Sigrún, Ásrún, Ingólfur, Linda, íris Dögg, I Guðrún, Hörður og aðrir vandamenn og vinir. Nú hafa verið rofin stór skörð sem aldrei verða fyllt til fulls. En Guð gefi ykkur styrk til að stand- ast þær miklu sorgir sem á ykkur hafa verið lagðar. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Bekkjarsystkini á Húsavík. I I dag kveðjum við ástkæran vin okkar, Halldór Ásmundsson. I Þegar við fengum þessi sorgartíð- indi vaknaði sú spurning í huga okkar af hveiju Dóri okkar er tekinn frá okkur í blóma lífsins. Við reynum að hugga okkur við þá tilhugsun að Guð hafi ætlað honum æðra hlut- verk. Við kynntumst Dóra í grunnskóla og lágu leiðir okkar saman út gaggó. i Mynduðust þar á milli sterk vina- tengsl. Eftir að hann fluttist til 1 Húsavíkur kom hann þó oft til I Reykjavíkur að heimsækja vini sína og voru þá ætíð fagnaðarfundir. Það sem stendur upp úr í minning- unni um hann Dóra er að hann var mjög Iífsglaður og vinur vina sinna, en það var samt alltaf stutt í stríðn- ina. Óhjákvæmilega koma mörg skemmtileg atvik upp í hugann þeg- ar við minnumst gamalla og góðra l tíma sem við áttum með honum. Minningin um góðan dreng Iifir. , Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Við vitum að Dóra líður vel núna, þar sem hann er og þar er hann á meðal vina. Guð veri með honum. Við vottum aðstandendum hans okk- ar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Halldórs Ás- mundssonar. Aðalheiður, Berglind, Elín Sjöfn, Elín Ingibjörg, Fríða Dóra, Guðbjörg Kristín, Guð- rún Alda, Ingibjörg Ásta, Soffía og Telma. Mjög góður vinur okkar, Halidór eða Dóri eins og allir kölluðu hann, er dáinn. í blóma lífsins var hann hrifinn burt svo snögglega og við sitjum eftir og söknum hans sárt og skiljum ekki hvers vegna svo ungur og hress drengur sem átti fraintíðina fyrir sér var kallaður úr þessum heimi. Við gleymum seint öllum þeim góðu stundum sem við áttum með honum og voru þær mjög margar. Dóri fór sínar eigin leiðir og hugsaði ekki alltaf hlutina til enda. Ef honum datt eitthvað skondið í hug þá þurfti helst að framkvæma það með það saman. En nú er Dóri farinn frá okkur. „Það getur ekki verið,“ var okkar fyrsta hugsun þegar okkur barst þessi sorgarfrétt um að hann hefði látist í bílslysi. Dóri verður áfram í huga okkar allra. En sárast er að geta hvorki séð hann né snert. Við vitum að Dóra líður vel þar sem hann er og þar er hann meðal vina. Elsku Dóri, við áttum eftir að gera svo margt saman og það er líka margt sem við vildum hafa sagt við þig. Við höldum alltaf að nógur tími sé til þess. Þessar línur minna á þig og verða lokaorðin okkar til þín. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Elsku Ási, Sirra, systkini, ættingj- ar og vinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Anna María, Hrefna Regina, Hólmgeir, Sigurður Veigar og Sigþór. Léttur í lund og bjartur, þannig munum við eftir Dóra, sem við vor- um svo heppin að kynnast í gegnum nána vináttu hans við son okkar Sjonna. Þrátt fyrir að Dóri fengi að kynnast hlutum á tuttugu árum sem við hin eldri þurfum oft ekki að upplifa fyrr en miklu seinna á ævinni var alltaf stutt í góða skapið og brosið. Þrátt fyrir að Dóri flytti til Húsa- víkur heyrðum við alltaf í honum öðru hvoru, núna síðast á hljómleik- um hjá vinum hans síðla sumars og voru það gleðifundir. Þegar ungl- ingsárin koma er ýmislegt brallað sem foreldrarnir eru ekki alltaf ánægðir með, en þessir strákar komu standandi niður og höfðu lífið framundan. Óréttlætið í þessu lífi er mikið og það er erfitt að skilja tilganginn, nú þegar við höfum bara minninguna um hlýjan og einlægan dreng. Við vottum föður hans og fjölskyldu samúð okkar. Dáinn, horfmn, harmafregn hvilíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifír, það er huggun harmi gegn. Bjarney, Gunnar, Árni og Siguijón. Dauðinn kemur ætíð á óvart og hann spyr ekki að aldri. En þegar hann sækir heim ungan mann í blóma lífsins þá getur maður ekki annað en spurt: Hvers vegna nú, hvers vegna þú? Þegar mér barst sú hörmulega fregn, að góður vinur minn og fé- MINNINGAR lagi, Halldór Ásmundsson, eða Dóri eins og hann var alltaf kallaður, hefði látist í hörmulegu slysi, var eins og einhvers konar sambland af tómleika og óraunuveruleikatilfinn- ingu helltist yfir mig. Það er erfitt að meðtaka það að þessi kyndilberi lífsorku og lífsgleði sé fallinn frá, einmitt þegar björt framtíð blasti við. Það var mitt happ að fá að kynn- ast Dóra og ég eignaðist strax vin- áttu hans og traust. Dóri var góður vinur sem hlustaði, vinur sem hjálp- aði, vinur sem kom skapinu í lag, vinur sem styrkti mann í gegnum súrt og sætt, vinur með breitt bak. Þegar litið er til baka er svo margs að minnast að fátt verður nefnt. Þó eru mér minnisstæðar þær stundir sem við áttum saman þegar við, ásamt fleiri góðum vinum, fórum til Vestmannaeyja á vertíð og komum fátækari til baka af peningum en ríkari af góðum minningum þaðan. Og þegar við Dóri sátum eitt skipti af mörgum heima og röbbuðum sam- an, og Dóri fékk skyndilega þá flugu í höfuðið að fara og skoða Mývatns- sveit kl. 12 á miðnætti, því þangað hafði hann aldrei komið. Við brunuð- um þangað og eyddum heiili nótt í að skoða og rabba saman um ýmis mál. Þeirri nótt mun ég aldrei gleyma. Elsku Dóri. Ég hefði gjarnan vilj- að eiga fleiri stundir með þér, en svona er það, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég þakka þér allar þær ljúfu stundir sem við áttum saman og allar þær ljúfu minningar sem þú gafst mér og ég mun geyma í huga og hjarta. Það stóra skarð sem höggvið er í raðir okkar félaganna verður aldrei fyllt. Sárin munu seint gróa, en minningarnar munu ætíð ylja okkur öllum. Ég sendi Ása, Sirru, Hödda, Guð- rúnu, Ásrúnu, Ingólfi, Lindu, og ír- isi Dögg mínar dýpstu samúðar- kveðjur á þessari erfiðu stundu og bið guð að styrkja þau í gegnum það sem framundan er. Ingvar Þór Guðjónsson. Elsku Dóri, okkar kæri vinur. Nú er hann farinn frá þessum heimi í annan heim þar sem hann nýtur ástar og huggunar þeirra ástvina er taka á móti honum. Halldór eða Dóri eins og við flest vildum kalla hann var sérstakur. Hann var ljúfur, skemmtilegur og góður vinur. Hann var tekinn frá okkur svona ungur og í blóma lífs- ins, og söknuðurinn er mikill, en við þökkum Guði fyrir að hafa leyft okkur að kynnast honum svona vel og geta átt allar þessar yndislegu minningar um hann Dóra. Kæri Ásmundur, okkur langar að segja: Guð veri með þér og styrki þig í sorginni. Vottum við fjölskyldu hans, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sam- úð. Guð geymi þig, elsku Dóri okkar. Þínar vinkonur, íris Ragnarsdóttir og Vigdís Garðarsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, við kveðjum félaga okkar hann Dóra í hinsta sinn. Hann hafði í sumar náði 20 ára aldri og þá er lífið rétt að byija. Þá grípa örlögin í taumana og taka hann í burtu frá okkur. Til- gangurinn er einhver, það vitum við, en það er erfitt að sætta sig við það. Hann Dóri var þeim hæfileika gæddur að vera mjög hreinskilinn og opinn og átti auðvelt að ná til SérlVæðingar i blómaskivyf iimiiur i ió oll (jrkilirri blómaverkstæði INNAsb Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 fólksins í kringum sig með glensi og gríni. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum í kringum sig og hafði alltaf svör á reiðum höndum. Það er óhætt að segja að hann hafi lifað lífinu lifandi, og hafði hann alltaf nóg fyrir stafni. Vinahópur Dóra var stór og eiga því margir um sárt að binda. Þó að við höfum ekki verið nánustu vinir Dóra, þá leið okkur alltaf vel í návist hans og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta þeirra stunda sem við áttum með honum, en hefðu átt að vera miklu fleiri. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himinninn bjartur og sorgarský sópast burt. (J.G. Herder) Fjölskyldu Dóra, vinum og að- standendum viljum við votta okkar dýpstu samúð, og megi góður Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Kolbrún og Agnes. Mig langar með nokkrum kveðju- orðum að minnast góðs vinar míns, Dóra. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur og lífsglaður maður falli frá í blóma lífsins. Ég minnist Dóra sem einlægs og skemmtilegs vinar sem ég gat alltaf leitað til og fengið góð ráð og upp- örvun hjá. Við Dóri kynntumst sumarið 1993 á Húsavík, kynni okkar voru ekki löng, en náin og einlæg. Dóri var opinskár og félagslynd- ur, átti störan vinahóp, þar sem hann var oftast hrókur alls fagnaðar og alltaf var stutt í hláturinn og grínið. Undir niðri var hann samt alvarlega hugsandi um lífið og tilver- una. Það koma margar minningar um góð og gleðileg atvik upp í hugann við svona skyndilegt fráfall góðs vin- ar og munu þær geymast í huga mér um ókomin ár. Það var gott að fá tækifæri til að kynnast svona góðum strák, sem Dóri var, og ég minnist samverustunda okkar með þakklæti og söknuði. Ég sendi foreldrum, systkinum,' ættingjum og vinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning hans. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökuil ber, steinar tali allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Sandra. Að morgni 30. september síðast- liðinn barst okkur sú harmafregn að vinnufélagi okkar og vinur, Hall- dór Ásmundsson, hefði látist af slys- förum þá um morguninn. Það er erfitt að sætta sig við þá köldu stað- reynd að Halldór kveðji svo snemma, aðeins rúmlega tvítugur. Hann sem var rétt að byija lífið. Síðastliðin þijú ár var Halldór við vinnu með okkur. Hann var lærling- ur í málmiðn. Hann var vinnugefmn og glaðlyndur og góður félagi. Dug- legur var hann og verklaginn og léku hlutirnir í höndum hans. Hann var oft fljótur að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Hann vildi lifa lífinu hratt. Æskan er oft ærslafull. í logn- mollu hversdagsleikans var glað- værð þín, Halldór, okkur öllum ánægjuauki. Við vinnufélagarnir kveðjum þig nú hinsta sinni og þökk- um þann stutta tíma sem við áttum saman. Við vottum aðstandendum Hall- dórs innilega samúð og vonum að minningin um góðan lífsglaðan dreng sé huggun harmi gegn. Vinnufélagar á Vélaverkstæðinu Grími hf. Fleiri minningargreinar um Halldór Asmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR BÓASAR FRIÐJÓNSSONAR. Guðlaug Erlendsdóttir, Pálmi Guðmundsson, Friðjón Erlendsson, Sigrún Magnúsdóttir, Björgvin Erlendsson, ísafold Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför RAFNS KJARTANSSONAR, Síðumúla 21, Reykjavík. ■ Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Kristín Þorleifsdóttir, Óskar Rafnsson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Ásta Karen Rafnsdóttir, Birgir Gunnarsson, Kjartan Rafnsson, Jensína Böðvarsdóttir, Sverrir Rafnsson, Birna Einarsdóttir, Ingibjörg Gréta og sonur, Ágúst Kjartansson, Þorvaidur Kjartansson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HARALDAR DIÐRIKSSONAR, Smáratúni 17, Selfossi. Unnur Auðunsdóttir, Diðrik Haraldsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Þorsteinn Reynisson, Hafdís Unnur og Haraldur Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.