Morgunblaðið - 08.10.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 08.10.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 13 LAIMDIÐ Fljótsdalshérað og Eskifjörður Hjálparsveitir sameinaðar Á DÖGUNUM voru Hjálparsveit skáta Fljótdalshéraði og Hjálpar- sveit skáta Eskifirði sameinaðar í eina sveit. Viðræður höfðu staðið yfir milli sveitanna um sameiningu um nokkurt skeið og á félagsfundum beggja sveita var samhljóða sam- þykkt að ganga til sameiningarinn- ar. Hjálparsveit skáta Fljótdalshér- aði var stofnuð 2. nóvember 1979 og er því að verða 15 ára. Aðsetur sveitarinnar er í Miðási 10 á Egils- stöðum og er sveitin ágætlega búinn tækjum og búnaði. Á hún meðal annnars einn besta snjóbíl sem til er á landinu af gerðinni Hagglund. Hjálparsveit skáta á Eskifirði var stofnuð 22. febrúar 1987 og réðst sveitin þá strax í að kupa björgunarbát af öflugri gerð. Flestum landsmönnum er í fersku minni strand Bergvíkur í Vöðlavík og síðar strand Goðans á sama stað, þar sem unnið var að björgunaraðgerðum í langan tíma við verstu aðstæður. Kom þá ber- lega í ljós hversu mikilvægt er að öflugar björgunarsveitir séu starf- andi á þessu svæði. Stofnfundur hinnar nýju sveitar var haldinn á Egilsstöðum að við- stöddum fulltrúum frá Landsbjörg, landssambandi björgunarsveita. Með sameiningu þessara sveita er gert ráð fyrir að skipulagning og ráðstöfun fjármagns og tækja verði betur tryggt og björgunar- starf á Austfjörðum verði skilvirk- ara og öruggara. NÝKJÖRIN stjórn hinnar sameinuðu sveitar. Talið f.v. Kjartan Ólafur Einarsson, Guðmundur Hólm Guðmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Karl Lauritzson og Stefán Sigurðsson, formaður. Morgunblaðið/Silli HEILSUBÆRINN Húsavík. Heilsu- efling* á Húsavík Húsavík - Heilsuefling nefnist samstarfshópur heilbrigðisráðu- neytis og Landlæknisembættisins um forvarnir og bætta lífshætti. Húsavík er einn þeirra staða sem valinn hefur verið til að framkvæma þá áætlun og er nefndur heilsubær. Að þeirri framkvæmd standa Heilsugæslustöðin, Völsungur og Húsavíkurbær. Nýlega flutti Margrét Jónsdóttir, íþróttakennari, fyrirlestur sem hún nefndi: Gildi útiveru og almennrar hreyfingar, en hún er þekkt fyrir starf sitt í sambandi við áhuga: mannahópinn íþróttir fyrir alla. í erindi sínu lagði hún mikið upp úr því að nauðsynlegt væri fyrir alla sem gætu að stunda hreyfíngu ut- andyra. Hún ræddi um mataræði, æfingar, hollustuhætti og fyrir- byggjandi aðgerðir með þjálfun hjarta-, æða- og öndunarkerfis og það sem hún kallar þol, kraft og liðleika. Upphitunaræfingar og göngutúr Að loknum fyrirlestri Margrétar lét hún viðstadda gera upphitunar- æfingar og fór síðan með hópinn í göngutúr og að honum loknum fóru hinir göngusveittu í sundlaugina og þar stýrði hún sundleikfimi, sem vakti mikla ánægju. í framhaldi af þessu er fyrirhug- að að fá sem flesta bæjarbúa til að fara í göngutúra og stunda aðra hreyfingu alla þriðjudaga kl. 18 og laugardaga kl. 13.30 og hefst þjálf- unin og gangan við sundlaugina. Fylgstu meb á fimmtudögum! Vibskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr viðskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars með verðbréfamörkuðum, bílaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir aðilar um málefni sem tengjast tölvum og viðskiptum. - kjartti málsins! Allt í járnum á jólaverííó /4-5 BLA LáHSTRAUST 2B ríkJafjUf ff.ar ■** •VI 'TS/t}

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.