Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 19 ERLENT _________________________________________________________________________________________________ Reuter FORYSTA breska Verkamannaflokksins tekur höndum saman á flokksþinginu í Blackpool í gær. Sigur fyrir Blair FORYSTUMENN Verkamanna- flokksins breska syngja „Hin gömlu kynni gleymast ei“ á loka- degi flokksþingsins í Blackpool í gær. Flokkurinn hefur mikið forskot í skoðanakönnunum á Ihaldsflokk Johns Majors forsæt- isráðherra, sem þingar í Bourne- mouth i næstu viku. Ihaldsblaðið The Daily Telegraph sagði að þingið hefði verið ótvíræður sig- ur fyrir nýjan leiðtoga flokksins, Tony Blair, enda þótt vinstrisinn- um tækist naumlega að fella til- lögu hans um að umfangsmikil þjóðnýting yrði ekki lengur í stefnuskránni. Fréttaskýrendur sögðu að tillaga Blairs markaði álíka þáttaskil og þegar þýskir jafnaðarmenn ákváðu að fjar- lægja vísanir til marxisma í stefnuskrá sinni árið 1959. Blair segir í viðtali við tímaritið Newsweek að sósíalismi í anda Karls Marx sé „ekki þreyttur, hann er dauður". Kosið verður í Bretlandi ekki seinna en 1997. PRÓFKJÖR 28. og 29. október • • Markús Orn í 4. sæti Stuðningsfólk! Verið velkomin á skrifstofuna Suðurlandsbraut 20. Opið : 16.30-21.30. Laugard. og sunnud.: 13.30- 18.00. Símar: 882299 & 883399 J Ránsfengur Rauða hersins í Þýskalandi Snilldarverk van Goghs og Degas loks til sýnis EREMITAGE-listasafnið í Péturs- borg hyggst opna sýningu á mál- verkum eftir 19. og 20. aldar meist- ara sem Rauði herinn gerði upptæk í Þýskalandi í stríðslok en verkin voru í einkaeigu. Fengnum var hald- ið stranglega leyndum fram til 1991 er Sovétríkin hrundu og segir núver- andi forstöðumaður safnsins, Míkha- íl Pjotrovskí, að ekki sé hægt að ýkja þá leyndarhyggju sem umlukið hafi málið. Sjálfur fékk hann ekki að sjá myndirnar fyrr en hann tók við embætti aðstoðarforstjóra Erem- itage 1991 en faðir hans var for- stjóri safnsins í 26 ár. Talið er að fyrri eigendur og afkomendur þeirra muni í sumum tilvikum gera kröfur til verkanna eða bóta fyrir þau. „Þetta var ótrúlegt. Enginn hafði litið þau augum í 50 ár. Enginn for- vörður hafði snert þau í 70 ár“, seg- ir Pjotrovskí. Verkin eru eftir snill- inga á borð við Degas, Cézanne, Toulouse-Lautrec, Monet, Pissarro, Renoir og van Gogh. Talið að verkin væru týnd Fram á síðustu ár var talið að mörg þeirra væru einfaldlega týnd. Um eitt þeirra, „Place de la Conc- orde“ eftir Degas, segir í ritum um málarann: „Myndin týnd. Talið að hún hafi eyðilagst". Annað þekkt verk í safninu er „Hvíta húsið að næturlagi" eftir van Gogh en mynd- ina málaði hann nokkrum vikum fyrir andlátið. Sýningin verður opnuð í mars nk. og fleiri munu fylgja í kjölfarið, að sögn forstjórans, þá verða m.a. sýnd- ar vatnslitamyndir og teikningar úr sömu leynilegu kimum safnsins. Kröfugerð og gagnrök Pjotrovskí situr í nefnd fimm þý- skra og fimm rússneskra. -listasafn- stjóra sem ijalla skal um skaðabæt- ur og endurheimt listaverka sem gerð voru upptæk í stríðinu. Hann segir að hugsanlegur kröfur um endurheimt listaverkanna í Péturs- borg verði að útkljá fyrir rétti. Leyfi til að flytja dýrmæt listaverk úr landi yrði að koma frá stjórnvöldum í Moskvu. Hann viðurkennir að málið sé eld- fimt í pólitísku tilliti en telur að sov- ésk heryfirvöld hafi á sínum tíma haft fullan rétt á að gera verkin upptæk. „Á þinginu okkar eru mjög skiptar skoðanir um það hvort skila beri listaverkum til Þýskalands. Einnig gætu Þjóðveijar brugðist hart við. „Sumir þar í landi munu spyija: Hvenær ætlið þið að senda allar myndirnar heim á ný?“ segir forstjórinn. Carlsson tekur við völdum Krónan vanmetin Stokkhólmi. Rcutcr. INGVAR Carlsson, leiðtogi sæn- skra jafnaðarmanna, tók formlega við völdum af Carl Bildt, leiðtoga Hægriflokksins, í gær. í ræðu sinni sagði nýi forsætisráðherrann að ít- arleg stefnuyfirlýsing minnihluta- stjórnar jafnaðarmanna yrði lögð fram fljótlega. Þar yrðu tillögur um ríkisfjármál, hagvöxt og atvinnu- leysið. „Markmið stjórnarinnar er að endurvekja traust á Svíþjóð og sænsku krónunni", sagði Carlsson. „Eg tel að gengi krónunnar sé van- metið. í kosningastefnuskrá jafn- aðarmanna voru tillögur um sparn- aðaraðgerðir upp á 61 milljarð króna, 560 milljarða íslenskra króna. Fjárlagahalli Svía er einhver sá mesti í álfunni og telja margir hagfræðingar þörf á mun róttækari aðgerðum til að stöðva vöxt hans. Carlsson sagðist myndu beita sér fyrir því að aðild Svíþjóðar að Evr- ópusambandinu, sem kosið verður um í þjóðaratkvæði 13. nóvember, hlyti samþykki. Svíar myndu leggja áherslu á umhverfisinál í samband- inu, einnig að samstarfið við ríki Austur- og Mið-evrópu og þriðja heiminn yrði aukið. J Krin9lunnl Dagur frímerKisins 7. október Verðlaunaleikur! Veljið fallegasta íslenska frímerkið. Dregið verður úr svörum þeirra sem velja vinsælasta merkið. Vegleg verðlaun í boði. Útgáfudagsstimpill '|( )1 verður í notkun á sýningunni. Frímerkjasöfnun ungs fólks er þema nýju frímerkjanna sem gefin eru út í tilefni af Degi frímerkisins. Þetta er þriggja frímerkja smáörk og verð hennar er 200 krónur. PÓSTUR OG SÍMl Sími: 636051-2 Forsetamappan, ein söluhæsta bók á íslandi fyrr og síðar, verður seld á þessari sýningu. Upplagið er á þrotum. Verðið er kr. 1.450,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.