Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 230. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MÖRGUNBLAÐSINS Fyrsti snjórinn í Landmannalaugum Hussein varaður við að ögra fullveldi Kúveits Kúveit. Reuter. „Framtíð- inni“ frestað NÝJAR „framtíðarlestir" Bresku járn- brautanna lðgðu nýlega upp í ferðalag til Svissnesku Alpanna en þar átti að sannreyna, að þær stæðust hinar ströng- ustu kröfur, grimmdarfrost og stórhríð- ar og allt þar á milli. Lestirnar, sem voru fjórar talsins, komust þó aldrei nema til Birmingham vegna þess, að þar hafði gert næturfrost og rafiinan yfir teinunum var frosin á litlum kafla. Það var meira en „framtíðarlestimar" þoldu og hafa Bresku járnbrautimar fyrir- skipað rannsókn á þessu hlálega atviki. Bókmennta- perlan var skemmtiskrif BRESKA ríkisútvarpið, BBC, hóf nýlega að útvarpa framhaldsþætti, sem byggð- ur er á „Dagbók ungrar hefðardömu“ frá því áranum 1764 og ’65. Var höfund- ur dagbókarinnar sagður vera írsk kona, Cleone Knox, og fylgdi það með, að dagbókin hefði fundist í bókaverslun í London. Ekki hafði þó verið útvarpað nema einum þætti þegar hundmð manna hringdu til að láta bókmenntafræðing- ana hjá BBC vita, að dagbókin væri fölsuð. Höfundurinn væri Magdalen King-Hall, vinsæll höfundur snemma á öldinni. Dagbókin hefði fyrst komið út 1925 og flestir látið blekkjast, jafnvel talið hana með mestu bókmenntaperlum enskrar tungu, en þegar hún var endur- útgefin 1967 skýrði King-Hall frá því í formála, að hún hefði skrifað hana sér til skemmtunar 18 ára gömul. Heimsmynd- unarkenningu snúið við VÍSINDAMENN aðhyllast flestir kenn- inguna um Hvellinn mikla sem upphaf efnisheimsins eins og við þekkjum hann en nú segir kunnasti stjarnfræðingur Breta, Sir Fred Hoyle, að hún sé al- röng. Efnisheimurinn hafi alltaf verið til. Gífurlegar geislasprengingar, sem rísa og hníga á örfáum mínútum í út- jaðri hins sýnilega alheims, séu til marks um nýsköpun cfnisins, eins konar „litla hvelli“. Setur hann þessa kenningu fram í nýútkominni sjálfsævisögu sinni og hann hafnar kenningunni um svartholin, sem gleypi í sig allt efni. Segir hann, að þvert á móti bendi allt til útstreymis frá þeim en ekki innstreymis. BANDARÍSKU og bresku herliði var stefnt til Kúveits í gær vegna mikilla liðsflutninga íraska hersins í suðurhluta íraks, í um 30 km fjarlægð frá landamærunum við Kúveit. Eriendir stjórnarerindrekar segja, að ekkert bendi þó til yfírvofandi innrásar og telja, að Saddam Hussein íraksforseti sé fyrst og fremst að þrýsta á um að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna verði aflétt. Öryggisráð SÞ var kallað saman til fundar í gær og var búist við, að það samþykkti að vara Hussein við hvers kyns ögrunum. Leiðtogar araba- ríkjanna hafa áhyggjur af aukinni spennu í Miðausturlöndum. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að allt sé með kyrrum kjörum á landamærum Kúveits og íraks en talsmenn Bandaríkja- manna og Breta segja, að þeir séu við öllu búnir. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, varaðí Saddam Hussein í gær við að ráðast aftur inn í Kúveit og skipaði fyrir um, að flugmóðurskipið George Washington yrði Liðsfhitningar Iraks- hers ekki taldir benda til yfirvofandi innrásar sent inn í Persaflóa. Þá hafa fjögur herskip önnur með 2.000 landgönguliða verið send að ströndum Kúveits. Bretar stefna nú einni freigátu frá suðurhluta Persaflóa til Kúveits. Aætlað er, að írakar séu með 20.000 hermenn úr Lýðveldisverðinum og 350 skrið- dreka í Suður-írak en stjómarerindrekar í Kúveit og talsmenn Kúveitstjórnar segja, að liðsflutningar íraka séu ekki af því taginu, sem einkenni undirbúning innrásar. Segja þeir, að um ögranir sé að ræða, írakar séu komnir að fótum fram efnahagslega, og vilji reyna að þrýsta á um, að efnahagsþvingun- um Sameinuðu þjóðanna verði aflétt. Þá vaki líklega einnig fyrir þeim að auka á óvissuna í Kúveit og spilla fyrir efnahags- legri viðreisn þar. Málgagn íraksstjórnar sagði í gær, að reynt yrði að forðast átök við Bandaríkjamenn en hugsanlega yrði hætt öllu samstarfí við SÞ. Öryggisráðið til fundar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kvatt saman í gær til að ræða ögranir íraka og í drögum að ályktun, sem lögð var fyrir fund- inn, var Hussein íraksforseti varaður við og ítrekað, að staðinn yrði vörður um fullveldi Kúveits. Er fullri ábyrgð lýst á hendur íraks- stjórn standi hún ekki við vopnahlésskilmál- ana frá 1991. Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, Esmat Abdel-Maguid, sagði í yfírlýsingu í gær, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af öryggi Kúveits og stjórnvöld í Egypta- Iandi skoruðu á Iraksstjórn að hafast ekkert að, sem gæti aukið á spennu í heimshlutan- um. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísra- els, kvaðst hins vegar ekki óttast nýtt hem- aðarævintýri Iraka. Höfum skipt umgír GRÍPTU DAGINN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.