Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ‘ EDWARD Kennedy ræðir við blaðamenn eftir að nauðgun hafði verið kærð á herragarði Kennedy-ættarinnar í Flórída í marsmánuði árið 1991. MQög þykir hafa hallað undan fæti hjá Edward Kennedy á undanförnum árum og hefur hann verið vændur um ofdrykkju og ólifnað. Við hlið hans stendur Joseph Kennedy fulltrúadeildarþingmaður en hann hefur játað að hafa neytt marijúana á yngri árum. Síðasti Kennedybróðir- inn í kröppum dansi Edward Kennedy á erfíða kosningabaráttu fyrír höndum og svo kann að fara að hann tapi þing- sæti sínu. Karl Blöndal, fréttaritari Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum, gerir grein fyrir hvemig hið pólitíska lukkuhjól er tekið að snú- ast gegn einum áhrifamesta leiðtoga demókrata. TED Kennedy á nú í fyrsta skipti í 32 ár erfiða kosn- ingabaráttu fyrir hönd- um og svo gæti farið að repúblikönum takist hið ómögu- lega; að ráðast inn í helgasta vígi demókrata og knésetja einn helsta framvörð þeirra. Sú var tíðin að Kennedy-nafnið eitt dugði til að veiða atkvæði í Massachusetts og menn öldungs óskyldir Kennedy- ætt þeirri, sem oft hefur verið nefnd konungsfjölskylda Banda- ríkjanna, voru kosnir til embættis- starfa út á það eitt að heita Kennedy. Nú berst síðasti Kennedy-bróðirinn, Edward Morr- is, fyrir pólitísku lífí sínu. Langt er síðan skoðanakannanir fóru að sýna að Kennedy stæði höllum fæti, en öldungadeildarþingmaður- inn og ráðgjafar hans létu sér í léttu rúmi liggja meðan vantaði áskoranda. Andstæðingurinn óskrifað blað Mánuði fyrir kosningar hefur andstæðingurinn tekið á sig mynd stjórnmálamanns án pólitískrar fortíðar sem klæðir boðskap sinn búningi einfaldleikans. Fjármála- rnaðurinn Mitt Romney boðar „breytingar", sem hann segir að séu ekki á færi Kennedys eftir rúm- lega þriggja áratuga setu í öld- ungadeildinni. Kosningabarátta Kennedys hef- ur farið illa af stað. Kennedy byrj- aði á að spyija Romney út í morm- ónatrú hans og afstöðu mormóna- kirkjunnar gagnvart svertingjum, en dró í land þegar Romney minnti á að bróðir hans hefði barist gegn fordómum vegna trúarbragða er hann varð fyrir árásum vegna ka- tólsku sinnar meðan á forsetafram- boði hans stóð. Þegar Kennedy gumar sig af löggjöf gegn glæpum svarar Romn- ey með því að hann hafí ekki lagst á sveif með frumvarpinu fyrr en það hafði verið þynnt út. Það er hugur í repúblikönum um þessar mundir og þeir sjá fram á að geta jafnvel bundið enda á nær óslitna 40 ára valdasetu demókrata á þingi. Ósigur Kennedys væri táknrænn fyrir slík kaflaskipti í bandarískum stjórnmálum og ekk- ert væri repúblikönum kærara en að fella þingmanninn frá Massac- husetts. Kosningarnar snúast hins vegar ekki um Romney, heldur um Kennedy. Allt frá því hann svindl- aði á prófí í Harvard-háskóla hefur staðið styrr um Ted Kennedy. Dauði Mary Jo Kopechne, sem var í bíl með þingmanninum þegar hann fór út af brú við Chappaqu- idick fyrir 25 árum, batt nánast enda á pólitískan feril Kennedys og gerði metnað hans til að verða forseti að engu. í seinni tíð hefur það orð farið af honum að hann sé drykkfelldur kvennabósi. Tímaritið Vanity Fair birti fyrir tveimur árum mynd af berum afturenda karlmanns í faðmlögum við kvenmann um borð í skútu á grænum haffleti og sagði að þar væri Kennedy á ferð. Sögu- sagnir um að hann ráfaði blindfull- ur um veitingastaði Washington með lúkurnar undir hveiju pilsi voru legíó. Umrenningur í jakkafötum Útlit Kennedys þótti renna stoð- um undir þessar sögusagnir og vart er skrifuð grein um hann án þess að minnst sé á umfangsmikinn skrokkinn og þrútið andlitið. Vikuritið Newsweek birti teikn- ingu þar sem hann er að sliga lít- inn asna og í myndatexta var hann sagður „útblásinn og grár“. Dálka- höfundurinn Ellen Goodman skrif- aði í dagblaðið Boston Globe að ætla mætti að Kennedy væri öldruð fegurðardrottning en ekki gamal- reyndur öldungadeildarþingmað- ur“. „Hann lítur út eins og umrenn- ingur í hundrað þúsund króna jakkafötum," var haft eftir manni á kosningafundi með Kennedy. Ef til vill átti Joe Faherty, verka- lýðsleiðtogi í Massachusetts og stuðningsmaður Kennedys, koll- gátuna þegar hann var að velta fyrir sér hvers vegna útlit hans væri svo umtalað: „Fóik horfir á Kennedy og hugsar með sér að hann líti ekki út eins og Kennedy lengur því að þeir hafa aldrei séð neinn Kennedy verða gamlan.“ Bræður hans, John F. Kennedy og Robert Kennedy, voru myrtir langt um aldur fram og lifa í minn- ingu Bandaríkjamanna eins og þeir litu út þá. Þegar Ted Kennedy var kjörinn á þing var John F. Kennedy forseti. Almenningsálitið snerist fyrir alvöru gegn Kennedy þegar frændi hans, William Kennedy Smith, var kærður fyrir nauðgun eftir að þing- maðurinn hafði dregið hann á bar um miðja nótt í páskafríi. Kennedy var ekki viðriðinn málið, en slík var hneykslan almennings eftir að siðprúðir dálkahöfundar höfðu kynt undir að hann sá sig knúinn til að játa syndir sínar og Iofa iðrun og yfírbót opinberlega. Skömmu síðar kvæntist hann á ný ungum lög- fræðingi, sem hann hafði kynnst í Washington. Jafnir í skoðanakönnun En það hefur lítið gert til að breyta ímyndinni meðal kjósenda í Massachusetts. Samkvæmt skoð- anakönnun, sem dagblaðið Boston Globe gerði ásamt sjónvarpsstöð- vinni WBZ naut Kennedy fylgis 49 af hundraði aðspurðra, en Romney var með 44 prósent og stendur Kennedy nú öllu betur að vígi en í skoðanakönnnun sem gerð var fyrir tæpum hálfum mánuði þar sem munurinn var aðeins 2% og því innan skekkjumarka sem eru 5% til eða frá. Frambjóðendumir eiga eftir að leiða saman hesta sína í kappræð- um og búast má við að þar muni halla á Kennedy. Romney kemur vel fyrir og linsa sjónvarpsvélanna er honum náðug. Kennedy er í ess- inu sínu þegar hann ávarpar stórar samkundur, en hann á í erfiðleikum með að koma hugmyndum sínum til skila í kappræðum. Það var frammistaða Johns F. Kennedys í sjónvarpi sem tryggði honum forsetaembættið. Nú gæti sjónvarpið orðið Ted Kennedy að falli. Romney er sonur fyrrum ríkis- stjóra Michigan, Georges Romneys, og getur Iagt út fé til jafns við Kennedy í kosningabaráttunni. Það hefur sést á mikilli auglýsingaher- ferð hans í sjónvarpi, þar sem kosn- ingabaráttan er í raun háð. Reynsluleysi akkur... Reynsluleysi Romneys virðist ekki ætla að verða honum til traf- ala, þótt sagt sé um hann að sann- færing hans sé ekki meiri en svo að hann geti í mesta lagi talað í liálfa mínútu um hvert málefni. Þótt Romney sé óskrifað blað í stjórnmálum hefur hann verið um- svifamikill í fjármálaheiminum. Hann kveðst með fjárfestingum sínum hafa skapað tiu þúsund störf og hamrar á því í auglýsingum. Ein helsta rósin í hnappagatinu er stórverslunin Staples, sem selur skrifstofuvörur. Fyrirtækið var stofnað fyrir tíu árum og hefur 15 þúsund starfsmenn á launaskrá. Velgengni Staples hefur hins vegar bitnað á smærri verslunum af þessu tagi og í auglýsingum Kennedys er talað um að fjöldi starfsmanna fyrirtækisins njóti ekki einu sinni sjúkratrygginga á meðan Romney hafí 11 milljónir dollara i tekjur. Fréttaskýrendur hafa margir tekið í sama streng og Romney og sagt að Kennedy sé staðnaður og útbrunninn. Kennedy virðist hins vegar síður en svo hafa misst ítök sín á þingi og Romney yrði lengi að ná stöðu hans. Kennedy hefur haldið fast í þá sannfæringu sína að ríkinu beri að hafa afskipti af félagsmálum. Hann hefur varið rétt samkynhneigðra og fatlaðra. Um leið hefur hann óhikað farið fram gegn hugmyndum hins svo- kallaða fijálslynda arms Demó- krataflokksins með því að styðja viðskiptafrelsi og reka áróður fyrir bæði GATT og NAFTA. ... ogítöktiltrafala Ahrif Kennedy eru óvefengjan- leg hvort sem menn eru honum sammála og ná allt inn í Hvíta húsið. Hann tryggði Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þrátt fyrir mót- mæli breskra stjómvalda, og kom Stephen Breyer að í hæstarétti. Georg Mitchell, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sest nú í helgan stein og nái Kennedy kjöri yrði hann síðasti fijálslyndi demó- kratinn. Fyrir 15 árum voru þeir þijátíu. Reynslan er ekki akkur heldur dragbítur í bandarískum stjómmálum um þessar mundir og það gæti reynst vatn á myllu áskor- enda úr röðum repúblikana í við- leitni þeirra til að steypa meirihluta demókrata. Leifar síðari heims- styrjaldar í Berlín Sprengj- ur í þing- húsinu? I Berlín. Reuter. YFIRVÖLD í Berlín óttast að virkar sprengjur frá því í síðari heimsstyij- öld geti leynst í grunni ríkisþing- hússins, Reichstag, og verður nú gerð vandleg leit í húsinu. Gert er ráð fyrir að þýska þingið flytji end- anlega inn í húsið um aldamótin. Bandamenn létu sprengjum rigna j nær daglega yfir borgina í lok stríðsins og er talið að tíunda hver hafi ekki sprungið. I Fyrir þrem vikum fórust tveir verkamenn í austurhluta borgarinn- ar er slík sprengja sprakk á bygg- ingarlóð en ákveðið hefur verið að þing og ríkisstjórn flytji frá Bonn til Berlínar og kemur þingið nú öðru hveiju saman í Reichstag. Sprengjur í húsinu? Yfirmaður stofnunar sem sér um sprengjuleitina, Annette Bleidiesel, sagði hugsanlegt að sprengjur hefðu lent inni í húsinu eftir að gat kom á hvolfþakið þegar barist var um Berlín í apríl og maí 1945. Reichstag skemmdist mikið en var endurbyggt 1957-1961. Að sögn Bleidiesel var þó ekki gerð nákvæm leit að sprengjum í þing- húsinu, sennilega hefði einfaldlega verið hellt steypu eða mold í sprengjuholur. --------------- Vinnuhópur Finnlandsforseta Vilja lög um skulda- söfnun Ilelsinki. Morgunblaðið. VINNUHÓPUR á vegum Marttis Ahtisaaris Finnlandsforseta hvetur þingið til að setja lög sem leggi bann við aukinni skuldasöfnun ríkisins. Helsta hugmyndin í greinargerð- inni e_r að stuðlað verði að þjóðar- sátt. í henni fælist samkomulag á vinnumarkaðinum og lagasetning. Efnahagsmál eru ekki á könnu Finn- landsforseta en Ahtisaari setti samt sem áður vinnuhóp á laggirnar und- ir forystu Mattis Pekkanens, fyrrum ríkissáttasemjara. Greinargerð Pekkanen-hópsins byggist á aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum niðurskurði ríkis- útgjalda og sveigjanleika í kjaramál- um. Þá telur hópurinn að árlegur hagvöxtur í Finnlandi verði 5% á næstu sex árum. Er þessi spá meðal þess sem hefur verið gagnrýnt og þykir allt of bjartsýn. ------» ♦ ------ Glannaakst- ur lögregju- foringjans BJÖRN Eriksson, sænskur yfir- maður alþjóðalögreglunnar Inter- pol, var tekinn fyrir of hraðan akst- ur í miðborg Stokkhólms, aðeins fáum dögum eftir að hann var skip- aður í háa embætti. Var hann á leið í sjónvarpsviðtal og orðinn seinn fyrir þegar hann var tekinn á hvorki meira né minna en 46 km hraða. Hámarkshraðinn á þessum stað er hins vegar 30 km og hefði Björn, fyrrverandi yfirmaður sænsku lög- reglunnar, farið upp í 50 hefði hann misst ökuskírteinið. Hann slapp með 11.000 kr. sekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.