Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 K0MIÐ06 DflNSlÐ! 1 æsta námskeið :RÐU 15‘ 09 16‘ október LÉTTA DANSSVEIFLU ÁTVEIM dögumí 620700 Áhugahópur um almenna dansþátttökuÉ íslandi hringdu núna KRIPALU1Ó6A Leiðbeinandi: DAYASHAKTI (Sandra Scherer) SAMSKIPTI TJÁNING. Kvöldnámskeið: (2 kvöld) Flest okkar viljum meiri hreinskilni og kærleika í samskiptum. Lærum að: segja sannleikann, heyra sannleikann, biðja um það sem við þörfnumst og skapa heil og taust sambönd. Þriðjudagskvöldin 11. og 18. okt. kl. 20.00. EINSTAKLINGSÞJÁLFUN. Stig I og 2. Helgarnámskeið Markmið: Að þjálfa leiðbeinendur að liðsinna fólki um öldur tilfinninganna eins og útfaert hefur verið og þróað á Kripalumiðstöðinni. Að styðja áframhaldandi andlegan þroska þeirra sem veita eða þiggja þessa þjónustu. Stig I: Föstud. 14. okt. Stig 2: Helgin 15.—16. okt. ALDAN FRÁ SÁRSAUKA TIL GLEÐI. Helgamámskeið Á þessu námskeiði munt þú læra á nýjan hátt að umbreyta sársauka í gleði. Þér verður kennt á naergætinn hátt, með aðferðum sem byggðar eru á Kripalujóga, að upplifa dýpt tilfinninganna og læra að þekkja þín innri skilaboð. Helgin 21.—23. okt. ÞJÁLFUN í NÁMSKEIÐAHALDI. Helgarnámskeið Markmið: Að þjálfa þátttakendur I að halda og búa til námskeið I anda Kripalustöðvarinnar þar sem leitast er við að næra hvern einstakling, þannig að viska hans og orka fái notiö sín til fulls. Þekking á Kripalujóga nauðsynleg. Helgin 28.-30. okL SAMVERUSTUND: (Satsanga) með Dayashakti fimmtudagskvöldin 13., 20. og 27. okt. kl. 20.00. Ath. breyttan tíma. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, Skeifunni 19, 2. hæö. Sími 889181 milli kl. 17 og 19. Skiptinemadvöi í Ástralíu, S-Ameríku, Asíu, Evrópu og Bundaríkjunum Ef þú ert á aldrinum 16-18 ára, átt þú möguleika á að gerast skiptinemi á veg- um AFS. Þú dvelur 11 mánuði í viðkomandi landi, eykur þekkingu þína á umheim- inum, lærir nýtt tungumál og kynnist skóla- og fjölskyldulífi í viðkomandi landi. □ í janúar og febrúar 1995 fara íslenskir skiptinemar til Ástralíu, Chile, Argentínu og Paraguay. Hugsanlegt er að fleiri lönd i S-Ameríku verði í boði. □ í júlí og ágúst 1995 fara íslenskir skiptinemar til Jamaika, Venezuela, Mexíkó, Guatemala, Ekvador, Brasilfu, Bólivíu, Bandaríkjanna, Portúgals, Austurríkis, Ungverjalands, Frakklands, (talíu, Þýskalands, Lettiands, Indónesíu, Tælands og Norðurlandanna. Hugsanlegt er að fleiri lönd verði í boði. Sérstök athygli er vakin á því að AFS á íslandi hefur útvegað sér- staka styrki til handa þeim, sem fara til Lettlands og Ungverjalands sumarið 1995. Nánari upplýsingar um styrkina veitir framkvæmdastjóri AFS á íslandi. Umsóknarfrestur er til 14. október 1994. AFS eru ein virtustu samtök heims á sínu sviði og hafa staöið að nemendaskipt- um í nálægt 50 ár. Samtökin starfa í 55 löndum í öllum heimsálfum. Markmið samtakanna er að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna. Einnig að víkka sjóndeildarhring ungs fólks og bæta menntun þess. AFS á íslandi eru samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Um 1.700 félagar eru í samtökunum og eru þeir flestir fyrrum skiptinemar. Þegar skiptinemar snúa heim eftir ársdvöl á erlendri grund gefst þeim kostur á að taka þátt í fjöl- breyttu og uppbyggilegu félagsstarfi AFS á íslandi. Á hverju ári fara um 130 íslenskir skiptinemar erlendis á vegum AFS á íslandi og á sama tíma hýsa sam- tökin um 40 erlenda skiptinema. AFS á íslandi leggur ríka áherslu á undirbúning nema og foreldra fyrir brottför. AFS á íslandi hvetur þá, sem eru að hugleiða skiptinemadvöl, að gera saman- burð á reynslu, þjónustu og kjörum. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu AFS, Laugavegi 59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sfmi 91-25450. 4FS Á ÍSL4NDI Alþjóöleg fræðsla og samskipti I DAG BRIDS VELVAKANDI Umsjón Guóm. I’áli Arnarsun í grundvallaratriðum er vandamál vesturs í vörninni gegn 5 tíglum að staðsetja hjartaásinn. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ KG3 Y DG862 ♦ DG6 ♦ 106 Vestur ♦ Á762 ¥ K3 ♦ 54 ♦ KD982 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull 2 lauf 2 hjörtu Dobl* 5 tíglar Pass Pass Pass * neikvætt dobl, sem lofar fyrst og fremst spaða Útspil: laufkóngur. Sagnhafi drepur strax á laufás og spilar spaðatíu. Vestur ákveður að drepa á ásinn og austur sýnir fimm- lit. Hvað nú? Spilið er frá Rosenblum- keppninni í Nýju-Mexíkó og kom upp f leik sveita frá Hong Kong og Bandaríkjun- um. Vestur hugsaði sig um í dágóða stund áður en hann spilaði hlutlaust spaða. Hann taldi ekki öruggt að makker hans ætti hjartaásinn og vonaðist til að fá slag á hjartakóng í fýllingu tímans. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni: Norður ♦ KG3 ¥ DG862 ♦ DG6 ♦ 106 Vestur ♦ Á762 ¥ K3 ♦ 54 ♦ KD982 Austur ♦ 65 Suður ♦ 10 ¥ 9 ♦ ÁK109873 ♦ ÁG73 Vestri er a.m.k. vorkunn að spila ekki hjarta. Á þess- um hættum þarf austur ekki að eiga mikinn háspilastyrk til að blanda sér í sagnir, því hann getur verið að bjóða upp á fóm. En austur gat leyst vanda félaga síns á ein- faldan og stílhreinan hátt með því að henda spaða- drottningunni undir ásinn! Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags „Misjöfn málagjöld“ í Þjóðarsálinni, Rás 2 var farið með vísu 23. septem- ber, sem margir kannast við en muna á ýmsa vegu. Árið 1943 kom út lítið kver sem nefndist Ljóð og lausavísur eftir Þórð Ein- arsson, sem flestir Hafn- firðingar þekku, eða könn: uðust við á þeim tíma. í þessu kveri er þessi vísa og nefnist þar „Misjöfn málagjöld" og er svona: Stelirðu litlu í steininn mátt staulast, karl minn, sérðu. En stelirðu miklu og standir hátt í Sþ'ómarráðið ferðu. Þuríður Sigurðardóttir, Hjallabraut 3, Hafnarfirði. mLiimm Kettlingur 10 VIKNA grábröndótt kassavön læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 23556. Kettlingúr ÞRIGGJA mánaða, kassa- vön læða óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 44708. Týnd læða LÍTIL alsvört kettlingafull læða týndist frá nágrenni Kringlunnar. Látið vita í síma 38707. TAPAÐ/FUNDIÐ Gullarmband fannst MJÓTT gullarmband fannst á göngustíg við Ægisíðu sem liggur út í Skeijafjörð sl. laugardag. Eigandinn má vitja þess í síma 75185. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Baraaspítala Hringsins og varð ágóðinn 4.100 krónur. Þær heha Bergrós K. Jóhannesdóttir og Valdís G. Vil- hjálmsdóttir. HÖGNIHREKKVÍSI „ PápC htfar -e-idcL mikjS—ban*. baunc*-boltou og bfefkúLu." SKAK Umsjðn Margcir Pétursson Á Sigeman & Wembro al- þjóðlega mótinu í Malmö í sumar kom þessi staða upp í skák sænska alþjóðlega meistarans Stellan Brynell (2.480) og unga ungverska stórmeistarans Zoltan Alm- asi (2.620) sem hafði svart og átti leik. ' Bent ‘Larsen ságðí eln- hvem timann í gríni að sá yrði ekki mát sem stutthrók- aði og setti riddara á fl (eða f8 með svörtu), en sú regla gildir greinilega ekki alltaf: 21. - Rf3+!, 22. gxf3 - Bxf3, 23. Rbd2 - Bxh2+! og hvítur gafst upp, því eftir 24. Rxh2 — Dg6+ blasir mátið við. Úrslit mótsins: 1.-2. Hellers, Svíþjóð, og Curt hansen, Danmörku, 7 v. af 9 mögulegum, 3.-4. Episín, Rússlandi, og Almasi 6'/2 v., 5. Andersson, Sví- þjóð, 6 v., 6. Krasenkov, Rússlandi, 4 v. Víkveiji skrifar... Hvað er það sem 35 milljónir manna af íbúum OECD-ríkja eiga sameiginlegt á þessu herrans ári 1994? Sjálfsagt margt. Eitt af því, og ekki það skemmtilegasta, speglast í eftirfarandi pistli sem Víkverji barði augum í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1995: „Áætlað er að um 35 milljónir manna, eða 8,5% mannafla, séu án atvinnu í aðildarríkjum OECD í ár - og aðrar 15 milljónir hafi annað hvort horfið af vinnumarkaðnum eða farið í hlutastarf án þess að óska þess. Atvinnuleysi var enn meira meðal fólks á aldrinum 15-24 ára, eða um 15% 1993 ... Atvinnuástand meðal aðildarríkja í Evrópu er mun lakara, því bæði er atvinnuleysið meira, eða 11,7% í ár, og vinnúaflið dregst þar enn saman.“ Atvinnuleysi hér á landi í ár verð- ur að meðaltali, samkvæmt spám, 4,8%, sem þýðir að um 6.300 ein- staklingar séu án vinnu að jafnaði. Þetta er alltof mikið. Samt verulega minna en í umheiminum, samanber framansagt, og minna en fyrri spár stóðu til, vegna nokkurrar uppsveiflu í íslenzku atvinnulífi og átaksverk- efna ríkis og sveitarfélaga. xxx Landbúnaður var frá upphafi byggðar og fram um síðustu aldamót höfuðatvinnugrein þjóðar- innar, þótt sjór væri jafnframt stund- aður frá fyrstu tíð. Um aldamótin síðustu bjuggu enn um 73% þjóðar- innar í strjálbýli; aðeins 27% í þétt- býli. Þetta hefur heldur betur breytzt á 20. öldinni. Nú búa níu af hveijum tíu íslendingum, og reyndar rúmlega það, í þéttbýli. Á síðustu áratugum hefur land- búnaðurinn legið undir vaxandi gagnrýni vegna útflutningsbóta á búvöru, niðurgreiðslna og annarra opinberra fjárframlaga, sem verið hafa fyrirferðamikil í fjárlögum og hallareknum ríkisbúskapnum. Land- búnaðurinn hefur átt undir högg að sækja vegna breyttra neyzluvenja fólks og erlendrar samkeppni. Bæði stjórnvöld og bændur sjálfir hafa unnið hörðum höndum að því að aðlaga landbúnaðinn breyttum aðstæðum - og skera niður landbún- aðarstyrkina. Þannig les Víkveiji í áður tilvitnaðri Þjóðhagsspá: „Afnám útflutningsbóta og sam- dráttur í framleiðslu kindakjöts og mjólkur í kjölfar búvörusamningsins hefur leitt til þess að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála eru nú um 40% minni en þau voru fyrir nokkrum árum. Hér er um varanlegan niður- skurð að ræða .... Framundan eru miklir breytinga- tímar í íslenzkum landbúnaði. Mikil- vægasta verkefni stjómvalda er að greiða fyrir nauðsynlegri hagræð- ingu til þess að bæta samkeppnis- stöðu landbúnaðarins gagnvart er- lendum afurðum og til að mæta kröf- um neytenda um lægra vöruverð og fjölbreytt vöruúrval." XXX Víkveiji hefur áður minnt á það, hve þjóðarbúskapur okkar og lífskjör eru háð milliríkjaverzlun, verði útflutnings og innflutnings. Fáar þjóðir flytja út jafn stóran hluta framleiðslu sinnar né inn jafn hátt hlutfall meintra lífsnauðsynja. Af þessum sökum hefur efnahagsþróun- in í umheiminum ómæld áhrif á af- komu okkar og efnahag. Á seinustu árum liðins áratugar og það sem af er líðandi hefur heimsbú- skapurinn gengið í gegn um eitt lengsta skeið stöðnunar og samdráttar frá lyktum síðari heimsstyijaldar. Sá veruleiki hafði mikil neikvæð áhrif hér. Þetta stöðnunartímabil er nú um það bil á enda runnið. Hagfróðir spá nokkrum hagvexti í OECD-ríkjum 1994 og 1995, allt að 3%. Heldur bjartara er yfir efnahagshimni Norð- urlanda en annarra OECD-ríkja. Þessi bati í umheiminum auðveldar íslendingum, að dómi Víkveija, að rétta úr kútnum, ef þeim tekst að viðhalda stöðugleikanum heimafyrir: á vinnumarkaði, í verðþróun, í gengi, í vöxtum o.sv.fv. Að ekki sé nú talað um ef þeir slá skjaldborg um þorsk- stofninn og aðrar sjávarauðlindir - og hætta að eta „útsæðið"!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.