Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 43 I I : i i i i i í i í 4 4 4 Jafnokar Bakkabræðra ræna Lilla, barni forríkra foreldra, en sá stutti strýkur úr vistinni - á fjórum fótum! Sprellfjörug og stórskemmtileg gamanmynd úr smiðju höfundar Home Alone-myndanna. Sannkölluð stórmynd fyrir alla fjölskylduna. Aöalhiutverk: Joe Mantegna, Lara Flynn Boyle, Joe Pantoliano. Handrit: John Hughes. Leikstjóri: Patrick Read Johnson. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9og11.____________________ Emmess-ís á 3- sýningu: Allir krakkar á þrjú sýningu fá ókeypis ís frá Emmess. Neyðarúrræði Spennandi, stílfærð, áleitin og erótísk ný- sjálensk verðlauna- mynd sem sameinar á eintakan hátt leikhús, óperur og kvikmynd- ir. Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. mpJswJiyniflESku Allir heimsins morgnar ★★★★ Ó.T Rás2 ★★★ A.I.MBL ★★★ Eintak ★★★ H.K. DV. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Ástríðufiskurinn **★ G.E. DV Sýnd kl. 5.10. Ljóti strákurinn Bubby *** A.i. MBL.*** Ó.T. RÁS 2. Sýnd kl. 3, 9 og 11.10. B. i. 16 ára. GESTIRNIR *** Ó.T. RÁS 2. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B. i. 12 ára. Fólk Fraser í vinsælda samkeppni KELSEY Grammer sem Fraser. Nú veitir ekki af einhveiju sniðugu. ► Óskapleg samkeppni er milli stóru sjónvarpstöðvanna vestan- hafs um áhorfendur. Vinur okkar hér, Fraser sálfræðingur, er þar í harðri keppni um besta áhorf- endatímann. Hann er á NBC sjón- varpsstöðinni klukkan 9 á þriðju- dagskvöldum, fluttur á þessan óskatíma til þess að sigra Rosanne, aðra þætti sem íslend- ingum eru kunnir. En nú hefur ABC sjónvarpsstöðin tekið upp á því að skifta Rosanne út fyrir enn harðari samkeppnisaðila, þátt sem nefnist á frummálinu “Home Improvement" með Tim Allen. Er gefið upp að Allen hafi náð til 36,3 milljón áhorfenda meðan Fraser hefur 25,9 milljón áhorf- endur. Eru það einkum karlar sem sá fyrrnefndi dregur að. Ekki var Kelsey Grammer sem leikur Fraser neitt ánægður þeg- ar hann heyrði að stöðin hans væri að hugsa um að færa hann til, sagði nóg komið eftir flutning- inn á þriðjudaga vegna Rosanne og nú vilji hann bara leiða bardag- ann til enda. En framleiðendur leggja heilann í bleyti um hvernig þeir geti unnið á. Þar sem mótað- ilinn leggur áherslu á samspil og samheldni stórrar fjölskyldu segj- ast þeir ætla á næstu önn að ganga í þá áttina:“Við ætlum að beina athyglinni meira að þessari yndislega skrikkjóttu fjölskyldu- mynd. Þótt góður skammtur af þættinum haldi áfram að fara fram í útvarpsstöð Frasers, verð- ur áherslan lögð á heimilislíf sál- fræðingsins“, segir framleiðand- inn.“Fraser mun halda áfram að þroskast, skilja föður sinn betur, verða nákomnari bróður sínum og kannski taka á endanum upp samband við konu. Það er aðra konu en Lilith, en hafið ekki áhyggjur Lilith kemur aftur, að minnsta kosti í einni þáttaröð. David Hyde Pierce, sem leikur Niles bróður Frasers, ljóstrar því uþp að fjölskyldan kunni að stækka, enda búið að gefa í skyn að hann langi til að eignast erf- ingja“. Og loks segir framleiðand- inn að Fraser muni vísast taka aftur upp samband við píanókenn- arann sinn, sem leiddi hann fyrstu sporin í kynlífinu þegar hann var 17 ára gamall." En Fraser er nú 41 árs og hún...þá líklega um sjö- tugt. Þegar gengið var á hann um hvort fleira væri í farvatninu, sagði hann að hundurinn Eddie lendi í mestu hremmingum, gott ef ekki verði að gelda hann, eftir að þrjóturinn gerir Lhasa Apso í sambýlishúsi í nágrenninu hvolp. Og hinar persónurnar sem héldu að þær væru í klandri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.