Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 19
HÚSASMIÐJAN
Súðavogi 3-5 • Skútuvogi 16* Helluhrauni 16
og helstu byggingavöruverslanir
á landsbyggðinni
LISTIR
Söng-
skemmtun
á sýningu
GUÐRÚN Jónsdóttir sópran og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
munu skemmta sýningargestum á
málverkasýningu Kristínar Þor-
kelsdóttur í Listasafni Kópavogs,
Gerðarsafni, í dag, sunnudag, um
klukkan 17.
Þau munu flytja lög eftir Pál
ísólfsson og óperuaríur eftir Pucc-
ini. Sýningin er opin frá kl. 12 til
18 alla daga nema mánudaga.
Aðgangur er ókeypis. Sýning-
unni lýkur 16. október.
-----» ♦ ♦ '-
Háskóla-
fyrirlestur
SVEND Áge Madsen rithöfundur
frá Danmörku flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla íslands mánudaginn 10.
október 1994 kl. 18.00 í stofu 101
í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist
At fortælLe menneskene og fjallar
um það hvernig hægt er að nota
frásögn og hvernig hann hefur
notað frásögn í verkum sínum.
Skáldskapur Svend Áge Madsen
er umfangsmikill og einkennist af
kímnigáfu. Hann meðhöndlar
hversdagsleg efni á óhefðbundinn
hátt, snýr ef svo má til orða taka
veruleikanum á hvolf, þannig að
nýr, trúverðugur veruleiki mynd-
ast. Sögusvið í bókum hans er nær
undantekningarlaust borgin
Árósar. Meðal bóka hans má nefna
Sæt verden er til (1971), Tugt og
utugt i mellemtiden (1976), At
fortælle menneskene (1989) og
Syv aldres galskab, sem kemur út
14. október nk.
Fyrirlesturinn verður fiuttur á
dönsku og er öllum opinn.
-----».♦ ■ 4-
Húnakórinn
hefur sitt ann-
að starfsár
HÚNAKÓRINN er nú að hefja sitt
annað starfsár og hefur Sesselja
Guðmundsdóttir verið ráðin stjórn-
andi í vetur.
Húnakórinn var stofnaður á
vegum Húnvetningafélagsins í
Reykjavík í desember 1993. Helstu
verkefni vetrarins verða meðal
annars vetrarfagnaður 22. október
í Húnabúð, heimsókn til kóra í
Húnaþingi og árshátíð, auk þess
sem stefnt er að tónleikum í vor.
Allir þeir sem hafa áhuga á að
starfa með Húnakórnum í vetur
mæti næsta þriðjudag kl. 20 í
Húnabúð, Skeifunni 17.
-----*_♦_♦---
Kvikmynda-
sýning í Nor-
ræna húsinu
DANSKA kvikmyndin „Hojda fra
Pjort“ sem er byggð á sögu eftir
Ole Lund Kirkegaard verður sýnd
í Norræna húsinu í dag sunnudag
kl. 14.
Saga gerist í framandi landi og
snýst um baráttu góðs og ills eins
og öll spennandi ævintýri. Myndin
segir frá Hojda sem flýgur um á
teppi ásamt vinkonu sinni
Smargad og lenda þau í ýmsum
ævintýrum.
Kvikmyndin er rúm klukkustund
að lengd með dönsku tali. Allir eru
velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Guðrún Jónsdóttir
Maísbaunastrákurinn
og fleiri sögur
LESTRARDAGUR evrópskra leik-
húsa er í dag sunnudag, en í dag
er sama sagan lesin í leikhúsum
víða um Evrópu og er upplesturinn
sérstaklega ætlaður börnum. Að-
gangur er ókeypis.
Að þessu sinni verður lesin saga
eftir portúgalska skáldkonu, Ag-
ustina Bessa Luis, sem hlotið hefur
margskonar viðurkenningar fyrir
ritverk sín. Hún hefur skrifað fjöl-
margar skáldsögur, smásögur og
barnabækur sem byggðar eru á
minningum úr bernsku hennar.
, Maísbaunastrákurinn og fleiri sög-
ur eru af þeim toga, sögur frá
bernskuslóðum skáldkonunnar,
sem hún kallar Sögur frá Amar-
ante.
Upplesturinn fer fram á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins og verða
alls fjórir lestrar á sunnudeginum,
því sögurnar eru fluttar nokkrum
sinnum yfir daginn.
Flytjendur að þessu sinni eru
Guðrún Þ. Stephensen, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Randver Þorláksson,
Sigurður Skúlason og Ragnheiður
Steindórsdóttir, sem jafnframt hef-
ur umsjón með flutningnum.
Maísbaunastrákurinn og fleiri
sögur verða lesnar á Smíðaverk-
stæðinu sunnudaginn 9. október
og hefst fyrsti lestur klukkan 14,
en hann er túlkaður á táknmáli.
Næstu lestrar eru kl. 15, 16 og
loks kl. 17. Allir velkomnir.
SCANDIC
Scandic parket er vönduð gæðaframleiðsla.
A
Scandic er rakaþolið og umhverfisvænt.
A
Scandic parketið er auðveldara
að leggja en annað parket.
A
Seandic hefur meira höggþol en sambærilegt parket.
A
Scandic parket er shtsterkt og þohr mikinn umgang.
A
Scandic parket má slípa oftar en einu sinni.
Scandic parket fæst sérpantað í mörgum htum.