Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 48
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 <o> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 6911S1, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forseti Islands o g utanríkisráðherra á fundi Bandaríkjaforseta / TT Am 1 / • Vamar- og ör- yggissamstarf efst á baugi FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra áttu fund með Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húsinu, síðastliðinn föstudag. Á fundinum, sem hófst klukkan 17.45 að staðartíma, ræddu forset- arnir um vináttuna milli íslands og Bandaríkjanna. Frú Vigdís, sem var stödd í Was- hington í tilefni hátíðahalda vegna 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands, þakkaði Clinton fyrir þá hjálp, sem Bandaríkjamenn veittu íslendingum, þegar tekin var ákvörðun um sjálf- stæði landsins. Ræddu NATO og Evrópusamstarf Aðspurð hvernig Bandaríkjafor- seti hefði komið henni fyrir sjónir, sagði frú Vigdís hann „fríðan og föngulegan og koma mjög vel fyrir.“ Eftir að hafa rætt hvað samband landanna er gott, ræddu forsetarnir um NATO og Evrópusamstarf og samskipti þjóðanna í varnar- og ör- yggismálum. „Ég fagna því,“ sagði frú Vigdís, „að ég hef aldrei komið til Washing- ton án þess að vera boðið í Hvíta húsið í heimsókn," en þetta mun vera í fjórða sinn, sem hún sækir Bandaríkjaforseta heim. Framkvæmd vamar- samnings rædd Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, sagði að á fundi sínum og forseta með Clinton hefði hann ítrekað meginþættina í þeim viðræð- um, sem hann hefur átt undanfama daga við forsvarsmenn utanríkis- og varnarmála í Bandaríkjunum, um framkvæmd þess varnarsamnings, sem þjóðirnar gerðu með sér í jan- úar síðastliðnum. Utanríkisráðherra lagði áherslu á endurnýjun varnarsamningsins árið 1996 og sagði að þar væru flugvarn- ir grundvallaratriði. Meðal annars var rætt um sam- starfið innan Atlantshafsbandalags- ins og stækkun þess í austur og er ráðgert að sú stækkun nái til Tékk- lands, Slóvakíu, Póllands og Ung- veijalands. Áð sögn utanríkisráðherra hafa Bandaríkjamenn reynt að sannfæra Jeltsín, í samtölum þeirra Clintons og Jeltsíns, um að slíkt sé ekki ógn- andi fyrir Rússland og að Banda- ríkjamenn útiloki ekki rússneska aðild í framtíðinni. Morgunblaðið/DV - Guðmundur Magnússon FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir ásamt Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, í „Oval Office“ Hvita hússins. SKÍRNARSÁRINN í Róm. Skírnarsár Thorvald- sens í Róm SKÍRNARFONT úr brenndum leir eftir Bertel Thorvaldsen, sömu gerð- ar og skímarfonturinn í Dómkirkj- unni í Reykjavík, er að fínna í þýsku mótmælendakirkjunni við Toscana- götu í Róm. Tilvist fontsins hefur verið á fárra vitorði. Sagt er frá honum í nýútkomnu hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. Á fontinum í Róm er sama lat- neska áletrun og á fontinum í Dóm- 'kirkjunni. Jónas Hallgrímsson skáld þýddi hana svo: „Albert Thorvaldsen gjörði smíðisgrip þennan í Róma- borg, og gaf hann Islandi, ættjörð sinni, í ræktunarskyni 1827.“ Að mati Veturliða Óskarssonar, sem ritar í Sögu, hefur fonturinn í Róm verið eins konar vinnueintak, þar sem hann sé úr leir og gerður T827 eða jafnvel fýrr. Fonturinn í Dómkirkjunni er gerður 1833. Ríkíssjóður þarf ekki meira lánsfé á árinu Staða Islands á erlendum lánamörk- uðum góð miðað við önnur ríki RÍKISSJÓÐUR mun ekki afla frekari lánsfjár á innlendum mark- aði á þessu ári þegar undan er skilin útgáfa í þessari viku á nýrri tegund spariskírteina til 5 ára sem verður tengd við evr- ópsku mynteininguna ECU og er ætlað að breikka það úrval verðbréfa sem ríkissjóður býður hér á landi. isfjármálin á kjörtímabilinu segir Friðrik Sophusson að breytingar á innlenda lánamarkaðnum væri það verk ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar, sem myndi skilja mest eftir sig þegar til lengri tíma væri litið. Skattahækkun réttlætanleg Friðrik segir einnig að markmið um hallalaus fjárlög á næstu árum sé svo mikilvægt, að grípa verði til aukinnar skattheimtu til að brúa bilið, takist ekki að skera nægilega niður ríkisútgjöld. Hann lýsir því þó yfír að núverandi ríkisstjórn muni ekki Ieggja á fjármagnstekju- skatt, þar sem slíkt sé ekki ráðlegt við núverandi skilyrði. Hann segir einnig, að fjármagnstekjuskattur sé víkjandi skattform í nágranna- löndunum, þar sem alþjóðleg sam- keppni um fjármagn fari sífellt harðnandi. ■ Höfum skipt um gír/10 „Þetta þýðir að lánsfjárþörf ríkis- ins mun ekki leiða til eftirspurnar á ijármagnsmarkaðnum það sem eftir er ársins. Það hlýtur því að leiða til meira jafnvægis og draga úr þrýstingi á vextina," sagði Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra við Morgunblaðið. Ríkissjóður hefur í lok september aflað með sölu verðbréfa á lánsfjár- markaði innanlands 9,6 milljarða króna að frádreginni innlausn eldri bréfa. Síðustu mánuði ársins hefur ríkissjóður hins vegar meiri tekjur en gjöld og þarf því ekki meira lánsfé. Friðrik sagði að í samtölum við lánardrottna Islendinga á aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Madrid í síðustu viku hefði komið fram að staða íslands á erlendum lánamörk- uðum væri mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir og Islendingar nytu þar áfram góðra kjara. í viðtali við Morgunblaðið um fjárlagafrumvarp næsta árs og rík- Morgunblaðið/Þorkell Kirkjugarðsklukkan úr skipi? ÞEGAR klukkan í klukknaportinu í gamla kirkjugarðinum við Suð- urgötu var tekin niður fyrir nokkru vegna endurbyggingar portsins, kom í ljós á henni áletr- un, sem þykir geta bent til að klukkan hafi komið úr skipi. Áletrunin virðistvera „The Nic- holas and Anne“. Kirkjan er með kirkjuklukkulagi, og telja fróðir menn hugsanlegt að hún hafi upphaflega verið í kirkju, en svo farið i skip. Það rökstyður þá til- gátu að áletrunin er höggvin í hana, en ekki steypt. Klukka þessi er sennilega kom- in úr gamla líkhúsinu, sem stóð þar sem klukknaportið stendur nú í austanverðum garðinum og var reist 1838. Líkhúsið var notað sem kirkja meðan á stækkun Dómkirkjunnar stóð 1847-48, og í önnur skipti, sem Dómkirkjan var í viðgerð. Klukka þessi kall- aði Reykvíkinga þá til messu. Henni var einnig hringt þegar jarðað var í garðinum. Nú hefur klukkunni ekki verið hringt í mörg ár, og er ekki einu sinni spotti i henni lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.