Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Paul Tiedemann, þjálfarinn frábæri, velurtíu bestu handknattleiksmenn allra tíma
Vujovic bestur - sá sem
kemst næst fullkomnun
1VESELIN VUJOVIC. í hóp-
íþróttum er það mjög erfitt
að velja besta leikmann allra tíma,
og sjálfsagt í rauninni ómögulegt.
Tilraun til slíks hlýtur alltaf að vera
huglæg og þannig er það hjá mér.
Besti leikmaður allra tíma er í mín-
um huga Júgóslavinn Vesely
Vujovic, en samkvæmt mínum
kokkabókum kemst hann næst því
að vera hinn fullkomni leikmaður.
Hann hafði mikla útgeislun, ein-
staka skottækni og fáheyrða skot-
hörku. Vujovic er gífurlega mikill
persónuleiki á vellinum.
Vujovic er fæddur árið 1961.
Hann lék sem útileikmaður með
Metaloplastiea Sabac í Júgóslavíu,
FC Barcelona og Balonmano Gran-
ollers á Spáni. Hann varð heims-
meistari og Evrópumeistari og árið
1988 var hann valinn besti hand-
knattleiksmaður í heimi.
2HV0RJE HORVAT. Hann
fór fyrir besta liði sem nokkru
sinni hefur leikið handknattleik,
júgóslavneska landsliðinu sem varð
Ólympíumeistari árið 1972. Liðið
naut góðs af stjórnunarhæfileika
og snilli Horvats, bæði í sókn og í
vörn, en hann fór fremstur í öllu
sem þurfti að gera og hafði ein-
stakt lag á að finna alltaf bestu
leiðina að settu marki.
Horvat er fæddur árið 1946 og
var leikstjórnandi. Hann lék með
Partiza Bjelovar í Júgóslavíu og
síðar MTSV Schwabing í þýsku
úrvalsdeiídinni. Hann varð Ólymp-
íumeistari árið 1972.
3MAGNUS ANDERSON.
Hann afsannar kenninguna
um að handknattleikmenn verði að
vera hávaxnir. Hann er einn tekn-
ískasti handknattleiksmaður sem
komið hefur fram. Sérlega snjall
stjórnandi sem hefur gott auga fyr-
ir öllum samleik og sem skytta er
hann gjörsamlega óútreiknanlegur.
Hann er einn þeirra leikmanna sem
gerir handknattleikinn skemmtileg-
an.
Anderson er fæddur árið 1966
og leikur sem leikstjómandi. Hann
varð heimsmeistari með Svíum og
lék eitt ár með Schutterwald í þýsku
deildinni en leikur nú með Drott í
Svíþjóð.
4GE0RGHE GRUIA. Ein
fárra skytta í heiminum sem
gat unnið leik upp á sitt einsdæmi,
og gerði reyndar oft. Hann var
ekki njörfaður niður í ákveðin leik-
kerfi heldur þurfti aðeins aðstoð
félaga sinna til að fá smá rými. Á
sínum tíma, og miðað við þann
handknattleik sem þá var leikinn,
var hann nærri fullkominn.
Gruia er fæddur árið 1940 og lék
í stöðu skyttu. Hann varð heims-
meistari með Rúmenum og Evrópu-
meistari með Steaua Búkarest.
5MILE ISAKOVIC. Hinn full-
komni hornamaður. Gríðar-
lega skynsamur og með frábæra
skottækni auk þess sem hann var
einstaklega sterkur í stöðunni mað-
ur á móti manni. Hann missti samt
ekki yfirsýnina og var oft óútreikn-
anlegur. Hann var einstakur „slútt-
ari“.
Isakovic er fæddur árið 1958 og
lék í vinstra horninu. Heimsmeist-
ari varð hann með Júgóslavíu, Evr-
ópumeistari með Metalopastica
Sabac, lék með Milbertshofen í
þýsku deildinni og US Creteil í
Frakklandi.
Tveir frábærir
Morgunblaðið/Júlíus
VESELIN Vujovic, t.v., bestl handknattleiksmaður sögunnar að mati Pauls Tiedemanns, og Mile
Isakovic, hornamaðurinn frábæri, en þeir léku hlið við hlið með Metaloplastica og Júgóslavíu.
I\lýr stfll
JAE-WON Kang kynntl nýjan
stíl í alþjóðlegum handbolta.
Þýskalandi, Evrópumeistari með SC
Magdeburg.
8JAE-WON KANG. Sterkasti
handknattleiksmaður sem ég
hef séð í stöðunni maður á móti
manni. Kynnti nýjan stíl í alþjóðleg-
um handknattleik með Suður-Kóreu
á Ólympíuleikunum 1988. Hann er
fljótur og svo „lúmskur" að maður
nemur ekki allt sem hann gerir.
Kang er fæddur árið 1963 og
leikur sem skytta. Hann vann til
silfurverðlauna með Suður-Kóreu á
Ólympíuleikunum árið 1988. Lék
síðast í Sviss.
9JOACHIM DECKARM. Úti-
spilari með einstaklega góða
nýtingu. Þegar hann skaut skoraði
hann oftast. Einstök stökktækni og
eins var hann mjög góður í stökk-
skotum auk þess sem hann var
góður í aukaköstum og í vörn. Því
miður slsaðist hann mjög alvarlega
og gat ekki leikið eftir það.
Deckarm er fæddur árið 1954
og lék sem útispilari, einnig í vinstra
horninu. Heimsmeistari með Þýska-
landi og Evrópumeistari með Gum-
mersbach.
4 INGOLF WIEGERT.
i Línumaður af Guðs náð.
Mjög sterkur og hafði mikinn
sprengikraft auk þess sem hann
skoraði alltaf mikið úr því sem kalla
má hálffæri. Hafði gott auga fyrir
meðspilurum sínum og setti upp
kröftuga og snjalla blokk fyrir
skytturnar.
Wiegert er fæddur árið 1957 og
lék sem línumaður. Hann varð
Ólympíumeistari með Austur-
Þýskalandi og Evrópumeistari með
Magdeburg.
6ALEXANDER KARSAKI-
EWITSCH. Besti hraðaupp-
hlaupsmaður sem sögur fara af.
Hann var svo fljótur fram kantinn
að það var ómögulegt að stöðva
hann og í þokkabót hafði hann
mikinn skilning á leiknum. Hann
var kænn í að skipta um stöður á
vellinum og skaust í þær með leift-
urhraða.
Karsakiewitsch er fæddur árið
1959 og var hornamaður vinstra
megin. Hann varð heimsmeistari
með Rússlandi og Evrópumeistari
með SKA Minsk.
7WIELAND SCHMIDT. Besti
markvörður allra tíma þrátt
fyrir marga góða eins og Jiri Vicha
(Tékkóslóvakíu), Penu (Rúmeníu),
Mats Olssop (Svíþjóð) og Andreas
Thiel (Þýskalandi). Auk hæfileika
sinna sem markvörður hafði hann
ódrepandi vilja til að sigra og smit-
aði út frá sér þannig að lið sem
hann lék með vildu alltaf sigra. Það
var ekki síst honum að þakka að
Austur-Þýskaland varð Ólympíu-
meistari árið 1980.
Schmidt er fæddur árið 1953.
Ólympíumeistari með Austur-
Hraði
ALEXANDER Karsakiewitsch:
besti hraðaupphlaupsmaöur
sem komið hefur fram.
Margur er...
MAGNUS Andersson afsannar
þá kenningu að handboltamenn
verði að vera hávaxnlr.
Tiedemann
PAUL Tiedemann er tvímæla-
laust meðal þekktari hand-
knattleiksþjálfara heims.
Hann lék handknattleik á sín-
um yngri árum og þótti góður
en stærstu viðurkenninguna
fékk hann samt sem þjálfari.
Hann gerði marga handknatt-
leiksmenn að
stórkostleg-
um leik-
mönnum og
toppnum
sem þjálfari
náðí hann er
austur-þýska
landsliðið
yarð
Ólympíu-
meistari undir hans stjórn í
Moskvu árið 1980. Ekki alls
fyrir löngu valdi hann tíu bestu
handknattleiksmenn heims
fyrr og síðar fyrir þýska
íþróttatímaritið Kicker og birt-
aBt niðurstöður hans hér á síð-
unni.