Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson ÞAÐ var ekki mikið eftir af húsunum þegar slökkvilið Skagastrandar mætti á staðinn. Þrjú hús brunnu í Kálfshamarsvík Morgunblaðið. Skagaströnd. ÞRJÚ hús brunnu til kaldra kola í Kálfshamarsvík aðfaranótt 4. októ- ber. Húsin stóðu í þyrpingu og var stutt á milli þeirra en öll hafa þau verið notuð sem geymslur. Það var um klukkan 1.40 sem Sveinn Sveinsson, bóndi á Tjörn, varð eldsins var. Þá var mikill eldur í húsunum. Þar sem ekkert slökkvi- lið er starfandi í Skagahreppi kall- aði hann til slökkviliðið á Skaga- strönd, en rúmlega 25 km eru það- an að Kálfshamarsvík og voru hús- in brunnin til ösku er slökkviliðið kom. Talið er að kviknað hafí í út frá rafmagni. Nú stendur aðeins eitt hús eftir ásamt vitanum á þessum sögu- fræga stað þar sem eitt sinn bjó á annað hundrað manns. Sjálf stæðisflokkurinn í Austurlandskjördæmi Fyrsta prófkjör fyrir kosningar FYRSTA prófkjörið fyrir komandi alþingiskosningar, prófkjör Sjáif- stæðisflokksins á Austurlandi, fór fram í gær. Kosið er á öllum þétt- býlisstöðum kjördæmisins og sums staðar í sveitum. Kjörstaðir voru opnaðir um klukkan tíu og kosn- ingu átti að Ijúka í síðasta lagi klukkan 18. Raðað í sjö efstu Níu buðu sig fram í prófkjörinu: Kristinn Pétursson, Jóhanna Hall- grímsdóttir, Skúli Sigurðsson, Olafur Ragnarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Egill Jónsson, Magn- ús Brandsson, Sigurður Eymunds- son og Asmundur Ásmundsson. Kjósendur áttu að raða fram- bjóðendum í sjö efstu sætin. Flokksbundið sjálfstæðisfólk 16 ára og eldra var á kjörskrá, svo og þeir sem undirrituðu stuðnings- yfirlýsingu við væntanlegt fram- boð flokksins í kjördæminu. Telja átti í Þórðarbúð á Reyðar- firði á laugardagskvöld. Urslit ættu að liggja fyrir í dag, sunnu- dag. -------♦ ♦ ♦------- ■ / BRÉFI til blaðsins sem birt- ist í gær, laugardag, segir að kirkjudagur í Laugarneskirkju sé „á morgun, sunnudaginn 16. október." Eins og glöggir lesendur munu átta sig á er kirkjudagurinn ekki fyrr en eftir viku. ut.ur ciiEríf \ . iUii'KBvn/ * VcjiADAosr^ ískir ostar eru hrein orkulind sem 3 kiak raft í á öllum tímum tlags. Auk Jress a peir tennur og Lein. Njóttu nragðsins og fjölkreytninnar — prófaðu |iá alla! ÍSLENSKIR m ^WllNASfy > HVÍTA HÚSin / RÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.