Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Friðrík Sophusson Höfum skipt umgír Það er ekki alltaf dans á rósum að vera fjár- málaráðherra, sérstaklega þegar á að skera útgjöld ríkisins niður og enginn vill láta af hendi sinn skerf af kökunni. Friðrik Sophus- son hefur nú lagt fram síðasta fjárlagafrum- varp sitt á kjörtímabilinu og í viðtali við Guðmund Sv. Hermannsson og Omar Fríðriksson lýsir hann sigrum og ósigrum í baráttunni við ríkisútgjöldin, viðhorfum til velferðarkerfísins og markmiðum næstu ára Nýtt fjárlagafrumvarp ger- ir ráð fyrir áframhald- andi hallarekstri á ríkis- sjóði, eða 6,5 milljörðum á næsta ári. Standist sú áætlun hefur ríkissjóður verið rekinn með um 35 milljarða króna halla á kjör- tímabilinu, en í upphafi þess lýsti ríkisstjórnin því yfir að markmiðið væri að ná hallarekstri ríkisins nið- ur á tveimur árum. „Þegar þetta markmið var sett var gert ráð fyrir því að byggt yrði álver, að fiskveiðar við landið ykjust, að það yrði hagvöxtur og betri tíð framundan,“ sagði Friðrik Sophusson. „Því miður rættust þessar spár ekki. Það varð ekkert úr álversbyggingu. Þorskveiðar drógust verulega saman og at- vinnuleysi jókst. Framundan var einhver dýpsta efnahagslægð eftir- stríðsáranna. Þetta gerði það að verkum að við fómuðum tímabundið markmið- inu um hallalaus fjárlög, fyrir önn- ur mikilvægari markmið. Þau voru fyrst og fremst að vinna að stöðug- leika með hófsömum kjarasamn- ingum, að lækka skatta á atvinnu- lífínu og freista þess þannig að halda aftur af atvinnuleysi, og veija kjör þeirra sem hefðu að óbreyttu fanð verst út úr kreppunni. í þessari varnarbaráttu hefur okkur tekist mjög vel að sigla á milli skers og báru og taka tillit til þeirra aðstæðna sem hér hafa ríkt. Okkur hefur tekist þetta með víðtækri samstöðu, meðal annars við aðila vinnumarkaðarins um þessi mál. En afturkippur í efna- hagsmálum og aukið atvinnuleysi hefur kostað mikil ný útgjöld. Þannig bætast 3 milljarðar við út- gjöldin vegna atvinnuleysistrygg- inga á hveiju ári. Og við höfum lauslega slegið á að kjarasamning- ar á kjörtímabilinu hafa kostað rík- issjóð beint í lægri sköttum og auknum útgjöldum samtals um 10-11 milljarða króna. Okkur hefur tekist að halda hallanum niðri þrátt fyrir þetta og innbyggða útgjalda- aukningu og þrátt fyrir að vaxta- gjöldin séu sífellt að aukast frá ári til árs. Aðrar þjóðir voru að beijast við svipuð vandamál á þessum tíma. Svíar áttu afgang af ríkissjóði á árunum fyrir 1990 en þegar sló í bakseglin hjá þeim skaust atvinnu- leysi upp í 10% og halli á ríkinu varð uppundir 15% af landsfram- leiðslu. Hallinn hér á landi fór í 3,3-3,5% af landsframleiðslu þegar hann var mestur, þannig að ef við berum okkur saman við aðrar þjóð- ir þá var ríkissjóðshallinn minni hér en víðast annars staðar. Það kom einnig fram á fundi fyrir skömmu með fjármálaráð- herrum EFTA og Evrópusamband- inu að ESB-þjóðimar setja sér það markmið að ná hallanum niður í 3% af vergri landsframleiðslu á árunum 1996 og 1997. í okkar fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkis- ins verði 1,5% af landsframleiðslu. Það verður að meta árangur okkar í ljósi þess hvernig aðrar þjóðir hafa brugðist við samskonar erfið- leikum hjá sér og við höfum verið að glíma við.“ Halli í dag - skattar á morgun - Á móti þessu kemur að skuld- ir hins opinbera hafa aukist stöðugt á síðustu árum og nema nú um 55% af þjóðartekjum. Þessi lán voru meðal annars tekin til að fjár- magna hallarekstur ríkissjóðs. Hafa þessi markmið um stöðug- leika ekki verið of dýru verði keypt? „Það var mat ríkisstjórnarinnar að ef ekki yrði slakað á þessu markmiði um sinn, hefði ekki tek- ist að gera þá kjarasamninga, sem talið var æskilegt að ná, og við hefðum hjakkað áfram í gamla verðbólgufarinu. Hins vegar er það rétt að þessár skuldir eru fyrst og fremst ávísun á skattbyrði í fram- tíðinni, en á undanförnum árum hef ég ítrekað bent á að hallarekst- ur ríkissjóðs í dag verður óhjá- kvæmilega skattar morgundagsins. Þess vegna held ég að það sé miklu meiri skilningur núna en nokkurn tíma áður á því að það beri að ná halla ríkissjóðs niður,“ sagði Frið- rik. - Samt virðist sem það hefði mátt taka hraustlegar á ríkisút- gjöldunum og niðurskurðurinn minni að sumu leyti frekar á smá- skammtalækningar en uppskurð á ríkiskerfinu. Því er spurningin hvort þið notið ekki efnahags- ástandið að hluta til sem afsökun fyrir að hafa ekki verið nógu dug- legir við að skera niður? „Við höfum lækkað ríkisútgjöld- in um 6% að raunvirði frá 1991. Það er meiri árangur en aðrar ríkis- stjórnir hafa náð. Ég hef lagt áherslu á að halda þurfi áfram á sömu braut og nýta svo auknar tekjur vegna efnahagsbatans til að ná hallanum niður. Og það gerum við núna eins og sést í fjárlaga- frumvarpinu. Við teljum að ef svo fer fram sem horfir, sé hægt að ná hallanum „Égtel mjög mikilvægt að ná hallanum niður með niðurskurði útgjalda en takist ekki pólitísk samstaða um það,þá verður að grípa til skattheimtu til að brúa bilið“ niður á nokkrum árum, en vissu- lega þarf að taka einnig til hend- inni gjaldamegin eins og lýst er í greinargerðinni með fjárlagafrum- varpinu. Þar hef ég rætt fyrst og fremst um tilfærslurnar gegnum velferðarkerfið, en jafnframt höf- um við núna dregið úr fjárfestingu, því við teljum að nú geti atvinnulíf- ið farið að fjárfesta til að skapa ný störf.“ Virðing fyrir verðmætum - En þegar fjárlagafrumvarp- inu er flett sést að reksturskostnað- ur ríkisins eykst að raungildi á næsta ári og ársverkum hjá ríkinu á að fjölga um 1,6% frá þessu ári. Er ekki útþenslan komin á fulla ferð aftur nú þegar er farið að rofa til í efnahagsmálunum? „Það er rétt að reksturinn dregst ekki saman. En við verðum að horf- ast í augu við, að það er erfitt að sjá verulegan samdrátt í þeim þátt- um ríkisstarfseminnar, sem eru mannaflsfrekastir, menntakerfinu og rekstri sjúkrastofnana, nema þá með því að færa starfsfólk yfir til sveitarfélaga eða einkafyrir- tækja. Nú þegar betur árar og við ger- um ráð fyrir hægum hagvexti á næstu árum hlýtur kúnstin við stjórn ríkisfjármálanna að felast í því að halda útgjöldunum í skefjum og ég tel að það verði meðal ann- ars gert með því að auka sértekjur stofnana og nota auknar tekjur í betra árferði til að draga úr hallan- um. Ég er sannfærður um að það er vaxandi skilningur á því, að þeir sem betur mega sín eigi að taka meiri þátt í kostnaðinum við þjónustu á vegum ríkisins, en að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.