Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 11 Mogrunblaðið/Kristinn stoðin eigi að beinast fyrst og fremst að þeim sem verr eru settir. Það kemur kannski á óvart, að í framhaldsskólunum er meðal- námstími nemenda 5 ár,_ þótt nám- ið sé miðað við 4 ár. Eg held að það sé eðlilegt að fólki sé gerð grein fyrir því hvað hlutirnir kosta og það sé látið borga ákveðinn hluta þess til að það beri meiri virð- ingu fyrir þeim verðmætum sem felast í þjónustunni." - Það er ljóst að sértekjur ríkis- ins af þjónustugjöldum hafa lítið breyst á seinustu árum. Þýðir það að þið hafið ekki komist lengra á þessari braut og að ekki sé pólitísk- ur vilji til að auka þjónustugjaldtök- una frekar? „Við töldum ekki vera pólitískan grundvöll að sinni til að taka fleiri skref í þessa átt. Því miður gerðist það, að í Alþýðuflokknum festu menn sig í yfirlýsingum um að ekki kæmi til greina að fólk greiddi fyrir dvöl á sjúkrahúsum, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða greiðslur fyrir samskonar þjónustu og greitt er utan sjúkrahúsanna, né heldur að hækka skólagjöld í framhaldsskólum og Háskóla ís- iands. Af þeim ástæðum var ljóst að við kæmumst ekki lengra.“ Skattar gegn halla? - Setjum sem svo, að þú verðir áfram íjármálaráðherra að aflokn- um næstu kosningum og að engin óvænt áföll ríði yfir í þjóðarbú- skapnum næstu ijögur árin. Ertu þá tilbúinn til að lýsa því yfir að fjárlög verði hallalaus í lok kjör- tímabilsins? „Það er alltaf erfitt að svara ef-spurningum. Eg tel að við höfum núna fengið í hendurnar tæki, sem eru niðurstöður íjármálaráðu- neytisins, Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka, um áætlun í ríkisljár- málum til næstu ára. Þær sýna að hægt er að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum og jafnframt lækki vext- ir, hagvöxtur eykst og dregur úr atvinnuleysi. Þess vegna er ég sannfærður um að ijármálaráð- herra næstu ríkisstjórnar, hver sem hann verður, þarf ekki að hvika frá þessu marki. Það sem er meira um vert er að báðir stjórnarflokkarnir standa að þessari stefnumörkun og þeir hljóta því að styðja þetta mark- mið, hvort sem þeir verða í stjórn eða stjórnarandstöðu. Eg er því þeirrar skoðunar að við óbreyttar ytri aðstæður sé hægt að ná hallan- um niður á næsta kjörtímabili." - Telurðu þá koma til greina að hækka skatta til að ná því mark- miði? „Ég tel mjög mikilvægt að ná hallanum niður með niðurskurði útgjalda, en takist ekki pólitísk samstaða um það, þá verður að giápa til skattheimtu til að brúa bilið.“ Árásir þrýstihópa - En má ekki rekja hallarekstur ríkissjóðs, sem hefur verið viðvar- andi síðasta áratug, að hluta til innbyggðs vanda í ríkiskerfinu sjálfu sem ykkur hefur ekki tekist að taka á? „Við höfum tekið á mjög mörg- um erfiðum málum og dregið úr sjálfvirkri útgjaldaaukningu. En efnahagslögmálin hafa sama gildi hér á landi og annarstaðar og því eru lausnirnar einnig svipaðar. Það er mjög athyglisvert að fylgjast með umræðunni um halla á ríkis- sjóði í nágrannalöndunum vegna þess að smám saman hefur runnið upp fyrir mönnum að efnahags- vandamálin eru ekki eingöngu efnahagslegs eðlis. Þau eiga einnig rætur í stjórnkerfinu, sem er í raun opið fyrir árásum þrýstihópa. Menn hafa verið að reyna að átta sig á hvernig bregðast eigi við þessu og það blasir við hér og ann- arstaðar, að reyna að tryggja að ekki sé hægt að taka ákvörðun um að eyða tilteknum peningum án þess að fyrir liggi ákvörðun um hvernig þeirra verður aflað. Það getur gerst hér á landi að samþykkt sé í þinginu fjárlaga- frumvarp sem byggist á ákveðnum lagabreytingum, en þegar á þær breytingar reyni heykist stjórnar- þingmenn á að samþykkja þær. Víða í öðrum þjóðþingum hafa menn tekið á þessu og í raun þrengt möguleika þingmanna til að hlaup- ast undan merkjum og varið þann- ig stjórnarmeirihlutann fyrir ut- anaðkomandi þrýstingi." - Er þá ekki verið að þrengja að lýðræðinu? „Nei, alls ekki. Það verður að hafa í huga, að stór hópur kjós- enda, að minnsta kosti á Norður- löndum, er orðinn háður ríkisfram- lögum. í nýlegri bók sem varafor- maður danska Vinstriflokksins, Anders Fogh Rasmussen, skrifaði, segir hann frá því að 'lU danskra kjósenda eigi í raun afkomu sína undir ríkinu. Þá telur hann saman lífeyrisþega, ríkisstarfsmenn, námslánaþega o.s.frv. Og er það lýðræði ef margir ríkisstarfsmenn og bótaþegar greiða atkvæði með því að lítill hópur manna, sem hef- ur hærri laun, borgi helmingi hærri skatta til að greiða fyrir þarfir þessa tiltekna fólks? Eina svarið sem maður kemur auga á er að draga eins mikið úr ríkisafskiptunum og hægt er og sjá til þess að ábyrgð fylgi völdunum en reyna jafnframt að koma í veg fyrir að aðstoð ríkisins og umsvif nái til þeirra sem í raun þurfa ekki á þeirri aðstoð að halda. Þetta er kjarninn í allri stjórn- málaumræðu í Norður-Evrópu vegna þess að menn sjá fram á að ef ekki verði tekið á þessu svokall- aða velferðarkerfí, þá er hætta á að lýðræðisþjóðfélögin hrynji til grunna. Ég er sannfærður um að á næst- unni verða menn að raða verkefn- um ríkisins í forgangsröð og huga betur að því hvernig leggja á grunn að framtíðarhagvexti, svo að at- vinnulífið geti gefið meira í aðra hönd. Það verður ekki gert nema að meiri fjármunir fari en nú ger- ist til menntamála og rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrir atvinnu- lífið. Það má lesa út úr fjárlagafrum- varpinu að fjármunir til rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi hafa auk- ist á kjörtímabilinu, Við erum brenndir af ríkisafskiptum af at- vinnulífinu á undanförnum árum, þar sem við töpuðum milljörðum á loðdýrarækt, fiskeldi og fleiri at- vinnugreinum sem áttu að gefa okkur gull í mund, meðal annars vegna þess að rann- sóknir vantaði. En við höfum verið að skipta um gír, bæði með því að veita meiri Ijármunum til rannsókna hér innan- lands og að taka meiri þátt í samstarfi Evrópulanda um þessi efni á grund- velli EES-samnings- ins.“ - Ríkisstjórnin hafði í upphafi þá stefnu að koma á fjármagns- tekjuskatti en ekkert hefur orðið úr því og nú á að fella niður há- tekjuskattinn um næstu áramót, þrátt fyrir áköf mótmæli m.a. úr röðum verkalýðshreyfingarinnar. „Við getum rifjað það upp að hátekjuskattur var á dagskrá vinstri stjórnarinnar sem var á undan þessari, en komst þá ekki fram. Það sem réttlætti að setja á hátekjuskatt nú var sá mikli efna- hagsvandi sem við stóðum frammi fyrir. Og þessi skattur var tíma- bundinn og átti að falla niður þeg- ar betur áraði. Það var ástæðan fyrir því að margir þingmenn sam- þykktu þennan skatt. Þessi ríkisstjórn leggur ekki á fjármagnstekjuskatt Ég tel eðlilegt að það sé greiddur skattur af fjármagnstekj- um eins og öðrum tekjum, en það verður að hafa það í huga að sá skattur átti ekki að skila ríkinu nýjum tekjum heldur var hugmynd- in að lækka eignarskatta á móti. Ætlunin var að fylgja þessu eftir, en vegna þess að við höfum með ýmsum aðgerðum verið að lækka vexti stórkostlega og opna íslenska ljármagnsmarkaðinn, þá töldum við óráðlegt að leggja á fjármagns- tekjuskatt sem hefði getað haft áhnf á vextina. Ég tel einnig rétt að benda á að þetta skattform er víkjandi í nágrannalöndunum. Aðrar þjóðir eru að hverfa frá þessari skatt- heimtu vegna þess að það ríkir mikil samkeppni um Ijármagnið í heiminum sem streymir nú í stórum stíl til vaxtarsvæðanna í Suðaust- ur-Asíu, Suður-Ameríku og Aust- ur-Evrópu.“ - Ertu ekki með þessum orðum að blása þennan skatt af? „Þessi ríkisstjórn mun ekki leggja á ljármagnstekjuskatt. Um næstu áramót mun íslenski fjár- magnsmarkaðurinn opnast alveg. Það eru viðkvæmar hræringar á peningamarkaðnum hér og við höf- um verið að reyna að hverfa frá vísitölubindingu. Það varð niður- staðan, eftir samráð við Seðlabank- ann, að það væri óráðlegt að leggja á ijármagnstekjuskatt við þessi skilyrði.“ - Er samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn sammála þessu? „Hann hefur ekki gert tillögu um hátekjuskatt eða Ijármagns- tekjuskatt nú. Við höfum hins veg- ar samþykkt að ræða frekar á síð- ari stigum málsins um tekjur ríkis- sjóðs og hvort gera eigi þar ein- hveijar breytingar.“ Nýskipan í ríkisrekstri - Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lagt mikla áherslu á einka- væðingu ríkisfyrirtækja. I fjárlög- um kjörtímabilsins hafa verið áform um að selja ríkiseignir, en þau áform hafa ekki náð fram nema að mjög takmörkuðu leyti. Brást þessi stefna? „Það hefur orðið árangur af einkavæðingarstefnu ríkisstjórnar- innar. Ég minni á að það er ekki nóg að skoða tölur yfir söluand- virði heldur verður einnig að skoða hvað hefur sparast. Ég nefni í því sambandi að við spöruðum nærri 200 milljónir á að leggja niður Ríkisskip, þótt söluandvirði skip- anna væri ekki hátt. Við höfum.verið að selja fyrir- tæki og leggja starfsemi niður. En við höfum einnig aukið útboð á innkaupum og rekstrarverkefnum. Við höfum unnið að rannsóknum á einingarkostnaði ríkisstofnana sem hafa sama markmið og sinna sama hlutverki til að finna út hvers vegna rekstrar- kostnaður er mis- munandi mikill. Við erum að helja tilraunaverkefni um þjónustu- samninga sem gerðir eru við ákveðin ríkisfyrir- tæki og stofnanir um að þau skili ákveðnum árangri fyrir tiltekna íjármuni. Hugmyndin er að líkja eftir markaðskerfinu og neyða ríkið um leið til að skilgreina tilganginn með starfseminni og til hvers sé ætlast af viðkomandi stofnunum. Þetta höfum við allt kallað nýskip- an í ríkisrekstri og felst í hugar- fars- og viðhorfsbreytingu til ríkis- rekstrarins.“ - Hefur þitt viðhorf til einka- væðingar þá breyst? „Nei. Ég tel að það hefði þurft að einkavæða hraðar en tekist hef- ur, en til þess að það sé hægt þarf meirihluti að vera fyrir hendi á Alþingi. Það sem mest ríður á að gera nú er að koma bönkunum og fjár- málastofnunum í hlutafélagsform vegna þess að það er ekki lengur réttlætanlegt að fyrirtæki í ríkis- eign með fulla ríkisábyrgð sé í sam- keppni við samskonar fyrirtæki i einkaeign. Þangað til við gerum þessi fyrirtæki að hlutafélögum, þannig að ábyrgð þeirra sé bundin við eignirnar, verðum við að taka gjald fyrir ríkisábyrgðina til að samkeppnin sé eðlileg milli þessara aðila. Síðan er það næsta spurning hvort það eigi að selja þessar stofn- anir.“ - Nú er framundan kosninga- vetur og kjarasamningar eru lausir um áramót. Er ekki hætt við að fjárlagafrumvarpið eigi eftir að taka stakkaskiptum og breytast í kosningafjárlög þar sem allt fer úr böndunum? „Það er alþekkt að í lok kjörtíma- bils freistast stjórnmálmenn til þess að bjóða upp á framkvæmdir með íjármunum sem ekki eru til. Ég held hins vegar að það verði í mun minna mæli núna en oftast áður, vegna þess að tíðarandinn hefur breyst. Sem betur fer skynjar fólk nú að greiða þarf niður skuldir og að eðlilegt sé að þeir sem njóta ríkisútgjaldanna eigi líka að útvega tekjurnar. Unga fólkið veit að við erum að þrengja að möguleikum þess í framtíðinni ef við höldum þessari skuldasöfnun áfram og mér sýnist að ijölmiðlar hafi mun betri skilning á þessu en áður var. Hug- arfarið hefur breyst og ég tel að það sé orðið úrelt ef menn halda að hægt sé að kaupa sér atkvæði á kosningaári og að mun vinsælla sé fyrir stjórnmálamenn að sýna ábyrgð og að stjórna með ráðdeild og fyrirhyggju.“ - Er raunhæft að leggja nú fram fjárlagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir þátttöku ríkis- ins í gerð næstu kjarasamninga? „Það getur auðvitað enginn sagt um það hvernig niðurstaðan verður í kjarasamningum og að hve miklu leyti ríkið þarf að koma að því máli. En það liggur þó ljóst fyrir að atvinnulífið er betur í stakk búið til að semja um einhverjar launahækkanir og frumvarpið byggir á að afskipti ríkisins þurfi ekki til að koma, og það er hin eðlilega meginregla. Allar tölur um afkomu fyrirtækjanna benda til þess að þar sé eitthvert svigrúm til launahækkana; aðalatriðið er að launahækkanirnar séu í takt við efnahagsbatann.“ Breyttar dagpeningareglur - Hvernig hefur verið, fyrir fjármálaráðherra, að fylgjast með þeirri miklu umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undan- förnu um meðferð stjórnmála- manna og embættismanna á opin- beru fé og um ráðdeild og sparnað? „Ég held að þessi umræða hafi út af fyrir sig hjálpað mér sem fjár- málaráðherra, en ég tel að hún hafi líka stundum farið úr böndun- um. Stundum hafa smæstu málin verið fyrirferðarmest í umræðunni. Rétt er að benda á að það hefur verið tekið á þessum málum. Það má taka ferðakostnað ríkisstarfs- manna sem dæmi, en hann nemur um 1,5 milljörðum á hveiju ári. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneyt- ið hafa gripið til ýmissa aðgerða og m.a. var samþykkt á sínum tíma að minnka dagpeninga ráðherra um 20%. Þá höfum við ráðgert að gera breytingar á reglum um dagpen- ingagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gera þær líkari því sem við- gengst hjá einkafyrirtækjum, þar sem miðað er við ferðanætur frekar en daga. Þannig sparast hálfur dagur í hverri ferð. Og það er ver- ið að vinna að fleiri lausnum. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort hægt sé að fækka ferðun- um. Ég get í raun ekki svarað því og mér sýnast þessar ferðir frekar hafa færst í aukana, vegna vax- andi alþjóðlegra samskipta." Með góða samvisku - Hvað hefur að þínu mati áunnist í ríkisfjármálunum á kjör- tímabilinu umfram þá varnarbar- áttu sem þú hefur lýst? „Okkur hefur í fyrsta lagi tekist að breyta undirbúningi fjárlaga- gerðarinnar, sem er mun vandaðri og ábyrgari en áður var. Nú bera allir ráðherrar ábyrgð á sinum hluta fjárlagafrumvarpsins og það kemur í veg fyrir að einstakir ráð- herrar sæki sér meiri peninga til þingsins. Árangur þess kemur með- al annars fram í því að það hefur ekki gerst í tið þessarar rikisstjórn- ar að hallinn í ljárlögunum hafí orðið meiri en í fjárlagafrumvarp- inu. Og þrátt fyrir allt hefur okkur líka tekist að halda útgjöldunum ótrúlega vel í skefjum, þó að við höfum losað okkur út úr fortíðar- vandanum hjá ýmsum sjóðum á borð við Byggingarsjóð , verka- manna og Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem standa núna und- ir sér sjálfír þannig að ríkisframlög- in duga til þess að viðhalda eiginfé þeirra. í þriðja lagi hafa skatttekjur rík- issjóðs lækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á þessu tímabili, þótt skattbyrðin hafí vissulega flust til. Að mínu mati hefur þó mikilvæg- asta skrefið sem ríkisstjórnin hefur tekið, og mun þegar til lengri tíma er litið skilja mest eftir sig, verið þær gjörbreytingar sem orðið hafa á lánsfjármarkaði. Eftir að ríkis- sjóður hætti að taka yfirdráttarlán hjá Seðlabankanum og fór út á markaðinn hefur okkur tekist að byggja upp fjármagnsmarkað, sem er nauðsynleg forsenda fyrir öllum framförum í efnahags- og fjár- málalífi þjóðarinnar. Þessi aðgerð gerði líka kleift að ná niður vöxtun- um.“ - Ert þú með góða samvisku þegar þú horfir til baka á þessi ár sem þú hefur setið í ijármálaráðu- neytinu? „Ríkisstjórnin tók á fortíðar- vandanum. Við höfum gert varan- legar umbætur á ríkisrekstrinum og aukið fjármálalega ábyrgð ein- stakra ráðuneyta og stofnana. Fjármagnsmarkaðurinn hefur þró- ast og vextir stórlækkað. Þegar á allt er litið er augljóst að árangur- inn er mikill að hann mun skila sér til skattborgaranna þegar til lengi'i tíma er litið." Verði ekki tekið á velferðar- kerfinu er hætta á að lýð- ræðisþjóð- félögin hrynji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.