Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. { lausasölu 125 kr. eintakið. HARÐUR TONN Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austur- lands, segir í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann hafi aldrei áður heyrt jafn harðan tón í mönnum í umræðum um kjaramál eins og fram hafi komið í umræð- um á þingi ASA í fyrradag. Hann sagði jafnframt: „Fólk vill ekki og mun væntanlega ekki sætta sig við þá tekjuskiptingu, sem orðin er í þjóðfélaginu. Það er aiveg ljóst.“ Jafnframt segir í frásögn Morgunblaðsins: „Hann sagði að misréttið færi vaxandi ár frá ári og hitt væri ekki síður mikilvægt, að það hefði verið gert sýnilegt. Fjölmiðlar hefðu hjálpað til þess. Það væri mikil reiði ríkjandi. Forystumenn verkalýðsfélaga rektu mörg dæmi þess úr sínum heimabyggðum að fólk væri að missa ofan af sér húsnæðið þrátt fyrir, að það hefði atvinnu og væri reglusamt. Hvernig væri þá komið fyrir þeim, sem væru atvinnulausir? Þetta sýnir ástandið í hnotskurn og „hvernig er búið að byggja þetta þannig upp, að menn geta ekki hækkað laun án þess, að það komi í höfuðið á þeim strax aftur eins og með lánskjaravísi- tölunni," sagði Sigurður." Formaður Alþýðusambands Austurlands sagði ennfremur: „Við erum ekki að tala sérstak- lega um kauphækkanir hvað krónutölu varðar heldur verulega kaupmáttaraukningu og sértæk- ar aðgerðir fyrir þá, sem verst eru settir. Við teljum að það sé komið að því, að það megi gera sérstakar aðgerðir fyrir launafólk alveg eins og fyrir fyrirtækin í landinu." Það er full ástæða til að taka mark á þessum orðum. Sex ára samfellt kreppuástand í efna- hags- og atvinnumálum þjóðar- innar hefur skapað mikla erfið- -leika hjá þorra fólks. Kaupmáttur launa hefur verið skertur mjög. Það hefur verið látið sitja í fyrir- rúmi að byggja fyrirtækin upp, enda eru þau grundvöllur afkomu fólks. Bankarnir hafa staðið frammi fyrir gífurlegum útlána- töpum, sem viðskiptavinir þeirra, fólkið í landinu, hafa borgað að langmestu leyti. Það þarf engum að koma á óvart, þótt þetta lang- varandi kreppuskeið leiði til þess, að tónn harðni hjá almenningi. Því til viðbótar er alveg aug- ljóst, að tekju- og eignamunur hefur aukizt mjög. Það hefur ekki gerzt á nokkrum árum, held- ur á tæpum aldarfjórðungi. Á viðreisnarárunum ríkti mesti jöfnuður sem þekkzt hefur í þessu landi a.m.k. á lýðveldistímanum. Á árum óðaverðbólgunnar eftir að viðreisnartímanum lauk hófst öfugþróun, sem staðið hefur fram á þennan dag. Þeir sem höfðu aðgang að fjármagni á tímum óðaverðbólgunnar söfnuðu mikl- um eignum á þeim árum. Þeir hinir sömu voru í góðri stöðu til þess að hagnýta sér kosti verð- tryggingar og hárra vaxta, þegar það tímabil gekk í garð. Einhver hópur þjóðfélagsþegna naut því góðs af hvoru tveggju. Þarna var lagður grundvöllur að þeim tekju- og eignamun, sem síðan hefur. orðið æ meira áberandi og návíg- ið í fámennu samfélagi gerir enn sárara fyrir alla aðra. Kjarasamningarnir, sem fram- undan eru, verða augljóslega erf- iðir. Það skiptir miklu að halda þannig á málum, að stöðugleik- anum verði ekki fórnað. Það skiptir ekki bara máli fyrir fyrir- tækin, ekki síður fyrir launþeg- ana og allra mest fyrir þá lægst- launuðu. En það verður ekki hjá því komizt að koma til móts við vandamál launþega eins og for- maður Alþýðusambands Austur- lands lýsir í Morgunblaðinu í gær. Forystumenn VSÍ hafa lýst sig reiðubúna til þess. Eorsvars- menn ríkisstjórnar hafa sagt, að það sé svigrúm til þess. Er eftir nokkru að bíða að menn setjist niður og hefji viðræður? ÉG HEF • áður minnzt á það sem Borges sagði á sínum tíma, að skáld- in ættu að breyta les- endum sínum eða áheyrendum í skáld. í raun og veru væri ekkert eitt kvæði til heldur væru kvæðin jafnmörg og lesendur þess. Engir tveir lesendur hefðu sömu afstöðu til kvæðis, né upplifðu það með sama hætti heldur væri reynsla hvers og eins sérleg og persónuleg og allsekki með sama hætti og reynsla annarra. Ekkert kvæði er því eitt heldur tvö eða þrjú eða fjörutíu eða fimmhundruð, allt eftir því hve margir lesa eða hlusta. Allt leiðir þetta hugann að kvæði Kristjáns Karlssonar um skáldskap þarsem hann svarar athugasemdum mínum í helgispjalli um verðlaun til skálda en ég hef verið þeirrar skoðun- ar að þau séu i raun einskis virði og skipti engu máli nema ef rithöfundur- inn fær álitlega peningaupphæð, þá getur hann drýgt tekjur sínar og er það aðvísu vel ef hann hefur lítið fé milli handanna. Að öðrum kosti eru bókmenntaverðlaun einungis uppá- koma í fjölmiðlum og auglýsingabras; þakklæti úr lófa dýratemjarans sem á að sjá um aðsóknina I íjölleikahúsið. Hamsun fjallar um þessa tvo ólíku heima í fyrirlestri í Drammen. Þar er sýnt hvernig skáldið getur einungis haft ofanaf fyrir sér í fjölleikahúsi. Þessvegna er gott að hafa efni á að skrifa, án tillits til sölu. Að öðrum kosti getur verið auðvelt að breyta skáldinu f enn einn trúðinn; að kröfu markaðsþjóðfélagsins. Það er ekki endilega hliðhollt fagurbókmenntum og mikilli list. Mergðin leitar á grunn- sævi. Það vita útgefendur. Og á þessi mið sækja stjómmálamenn. Prédikarinn talar - og ekki að ástæðulausu - um hégóma og eftirsókn eftir vindi. Það minnir líka á vindheim sjónvarps og sjálfsupphafningar. í fyrmefndu kvaeði segir Kristján Karlsson að skáldskapur sé sérmál, einsog hann kemst að orði, og sér- hvert kvæði sé í raun einkamál og getur það vel komið heim og saman við fyrmefnda afstöðu Borges. Kvæð- ið er einkamál þess sem upplifir það og tileinkar sér. En hann þarf engan- veginn að líta kvæðið sömu augum og höfundur heldur get- ur hann upplifað það með allt öðrum hætti og lagt allt aðra merk- ingu í orð og setningar en höfundurinn gerði þegar hann orti það. Á sama hátt og sérhvert kvæði er sér- mál eða einkamál höfundarins þá er það einnig einkamál lesandans og hann fer með það eða nýtur þess eins- og honum sjálfum lystir. Honum kem- ur ekkert við hvað fyrir skáldinu vakti upphaflega. Reynsla hans sjálfs skipt- ir öllu máli. Hitt er svo annað mál það getur verið skemmtilegt að hafa ein- hvem pata af því hvað fyrir höfundin- um vakti upphaflega en það getur ekki ráðið úrslitum um reynslu lesand- ans, nema því aðeins að hann geri sér far um að tileinka sér fyrirætlun höf- undarins. Þegar ég skrifaði um Jónas Hallgrímsson og reyndi að skýra kvæðin Alsnjóa þarsem hjartavörður- inn kemur fýrir og Brot þarsem Jónas talar um hvert ár einsog eilífðarlítið blóm og hugur hans sjálfs „i hjarta þoli vörðu“ þá ber Jónas Hallgrímsson á engan hátt ábyrgð á skýringum mínum og ég ekki heldur á fyrirætlan Jónasar, heldur skýri ég kvæðin einsog þau séu sérmál mitt eða einkamál og reyni að veita öðrum hlutdeild í reynslu minni og skilningi. En hann þarf alls- ekki að vera sá eini rétti. Þó ég hafi talið og reynt að sýna fram á það með líkum að hjartavörðurinn í Alsnjóa sé Kristur má vel vera að hann sé Jónas sjálfur, ef Brot er haft til hliðsjónar. Þó á ég erfitt með að upplifa kvæðið með þeim hætti og tel upphaflega skýringu mína í mestu samræmi við dulmagnaða og einka- lega reynslu skáldsins. Kristján Karlsson skýrði kvæði Steins, Ég geng í hring, á sínum tíma með mjög persónulegum hætti. Hann er þeirrar skoðunar að kvæðið sé eitt merkiiegasta ástarkvæði tungunnar og eftir þá skýringu hans opnast í kvæðinu nýjar víddir og það veitir innsýn í óvænta reynslu. Steinn orti kvæðið þegar hann var að sýsla við geómetríska list og því ekki úr vegi að ætla hann hafi sjálfur einungis verið að velta fyrir sér hringnum í bókstaflegri merkingu en þó auðvitað með hliðsjón af táknlegum möguleik- um afstraktlistar og hringtákni eilífð- HELGI spjall arinnar eða hins óendanlega, en mér er til efs hann hafi talið þetta kvæði til ástarkvæða, því síður til helztu ástarkvæða tungunnar. En eftir skýr- ingu Kristjáns Karlssonar er kvæðið ekki lengur einkamál Steins heldur hefur orðið til annað kvæðí í meðförum Kristjáns. En þá eru kvæði Steins orðin þijú þarsem ég tel að Steinn hafi ekki ort kvæðið af ásetningi sem mikilvægt ástarkvæði heldur glímu við orð, tákn og afstrakthugsun og mætti lfta svo á að þriðja kvæðið hafi nú séð dagsins ljós og sé það í raun sérmál mitt eða einkamál hvaðsem fyrirætlun eða hugmyndum Steins Steinars leið. Þetta litla kvæði Steins er að mínu viti jafnmagnað og kvæði Jónasar þóað það sé gagnsærra eftirað Krist- ján Karlsson lét eggið standa uppá endann. í samtali mínu við Auden segir skáldið, Þegar ljóðið er fullgert hefur það tekið ákveðið form og losnar við höfund sinn og bíður lesendanna, jafn- vel þó það sé ekki gott. Skáldið hefur gert sitt bezta. Það reyndi, nú vonar það. Allt sýnir þetta að menn skyldu fara varlega í að fullyrða að til sé endanleg gerð kvæðis. Kvæði er aldrei lokið, sagði franska skáldið Paul Valéry. Skáldið lætur það einungis frá sér einsog það telur rétt en Valéry segir jafnframt að hann viti ekkert heimskulegra eða grófara og óheflaðra en langa til að hafa rétt fyrir sér! í skáldskap hefur enginn rétt fyrir sér. Og þó hlýtur Jónas að hafa rétt fyrir sér í Alsnjóa og Steinn í sínu kvæði. Ástæðan er einföld. Mikilvæg list hlýtur að hafa rétt fyrir sér, kannski einmitt vegna þess að við getum ekki skýrt hvers vegna. Þannig lítum við á sköpunarverkið sjálft — og höfund þess. Kristján Karlsson hefur talað um að kvæði sé hús sem lesandinn geti gengið um og tekið sér bústað í, eins- og hann hefur komizt að orði. En það hafa ekki aliir sömu reynslu af húsum þótt þau séu nauðsynlegt skjól í um- hverfi sem gott er að skilja eftir utan dyra ef menn vilja fá næði til íhugun- ar með sjálfum sér; ef þeir vilja t.a.m. fá næði fyrir háværu fjölmiðlaglamri og bemsku upphlaupi gulu pressunnar. M (meirn næsta sunnudag) REYKJAVTKURBREF Iframhaldi af þeim umræðum, sem staðið hafa undanfarnar vikur um embættisfærslur Guð- mundar Árna Stefánssonar, fé- lagsmálaráðherra, á meðan hann gegndi embætti heilbrigð- is- og tryggingaráðherra og að nokkru leyti í bæjarstjóratíð hans í Hafnarfirði, hafa spunnizt frekari umræður um aðrar ákvarðanir stjórnvalda. Hið svonefnda ráðstöfunarfé ráðherra, sem þeir geta ráðstafað án atbeina fjárveitinga- valdsins, hefur verið töluvert til umræðu, enda þar um að ræða tæpar 100 milljónir króna. Þá hefur túlkun heilbrigðisyfirvalda á kjarasamningum lækna, eins og hún hefur birzt í'uppgjöri við nokkra nafn- greinda einstaklinga, valdið deilum og m.a. sætt harðri gagnrýni lækna sjálfra. Ennfremur hafa spurningar vaknað um tvöfaldar og jafnvel margfaldar launa- greiðslur í ríkiskerfinu. Allar eru þessar umræður af því góðu að því leyti til að þær verða áreiðanlega og hafa nú þegar orðið til þess, að stjórn- málamenn og embættismenn sýna meiri varkárni í ákvörðunum en þeir virðast í einhverjum tilvikum hafa gert. Þá hefur Svavar Gestsson, alþingismaður, flutt at- hyglisverða tillögu á Alþingi um ábyrgð ráðherra, sem vafalaust á eftir að leiða til einhverrar niðurstöðu um málsmeðferð um álitamál af því tagi, sem upp hafa komið um embættisfærslu fyrrverandi heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Ef tekið er mið af þeim upplýsingum, sem fram hafa komið, virðist augljóst, að það skortir aðhald í ríkiskerfinu. Áður hefur verið rætt um embættisfærslur Guð- mundar Árna Stefánssonar. Þegar litið er til gagnrýni Læknafélags íslands og læknaráðs Borgarspítalans, sem frá er sagt í Morgunblaðinu í dag, laugardag, á túlkun heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis á kjarasamningum lækna, fer tæpast á milli mála, að framkvæmd þessa kjara- samnings hefur farið úr böndum af hálfu yfirvalda. Af þessu tilefni er eðlilegt að Alþingi, sem á að veita framkvæmdavald- inu aðhald um meðferð almannafjár og tekur allar meginákvarðanir í þeim efnum, geri ráðstafanir til þess að herða þetta aðhald og koma í veg fyrir að svo fijáls- lega sé farið með fjármuni skattborgara. Hins vegar er ástæða til að vara við og spoma gegn því að þessar umræður leiði til þess, að hér skapist einhvers kon- ar galdrabrennuæði, þar sem fólk og fjöl- miðlar sjást ekki fyrir í gagnrýni á ein- staklinga og leggi þá í einelti. Slíkt andrúm hefur áður myndazt í framhaldi af umræð- um sem þessum og má minna á það ástand, sem hér ríkti á tíma svonefndra Geirfínns- mála. Þegar sagnfræðingar og stjómmála- fræðingar taka til við að rannsaka það tímabil og þær umræður mun niðurstaðan áreiðanlega verða sú, að langmest af því sem þá var sagt og þeim ásökunum, sem þá var haldið á lofti, hafi verið hugarórar einar. Það er ekki allt spilling, sem stjómmála- menn og stjómmálaflokkar koma nálægt. Þvert á móti. í langflestum tilvikum er unnið af heiðarleik og brennandi áhuga á vettvangi stjórnmálanna. En stundum bregzt dómgreindin mönnum og alvarlega á köflum. Eins og vikið var að hér á þess- um vettvangi fyrir viku er hægt að færa sterk rök fyrir því, að misnotkun aðstöðu af hálfu stjórnmálamanna og embættis- manna heyri sögunni til í nokkmm veiga: miklum þáttum þjóðlífsins. Alveg með sama hætti og krafa er gerð um að al- menn hæfnissjónarmið ráði veitingu emb- ætta hjá opinberum aðilum þarf ekkert að vera athugavert við það, að pólitísk sjónarmið ráði skipan manna í vissar trún- aðarstöður í opinbera kerfinu. Það er t.d. eðlilegt, að ráðherrar vilji eiga sína trúnað- armenn í ákveðnum lykilstöðum í stjórnum og ráðum á meðan þeir gegna embætti. En jafnframt er sjálfsagt, að þessir trúnað- armenn hverfi úr sínum stöðum um leið og ráðherrar. Þessa dagana streyma inn á fjölmiðla margvíslegar upplýsingar um menn og málefni. í sumum tilvikum er þar um rétt- mætar ábendingar að ræða, í öðrum tilvik- um er á ferðinni hreinn rógburður. Nú er vilji til að hreinsa til í kerfinu og það er áreiðanlega tímabært. En sú herferð má ekki snúast upp í andhverfu sína. Þá er verr af stað farið en heima setið. Þess vegna er ástæða til að hvetja fólk til að halda þessum umræðum, sem eru nauðsyn- legar, tímabærar og gagnlegar, á málefna- legum grundvelli. Ríkisendur- skoðun um matar- skattinn RÍKISENDUR- skoðun hefur sent frá sér ítarlega skýrslu um áhrif lækkunar hins svo- nefnda matar- skatts, sem ákvörð- un var tekin um í tengslum við kjarasamninga vorið 1993. Skýrslan var tekin saman að beiðni Hall- dórs Ásgrímssonar, núverandi formanns Framsóknarflokksins. I stuttu máli sagt er skýrslan þungur áfellisdómur um þá ákvörðun að lækka matarskattinn. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir m.a.: „Ætla má að lækkun virðisaukaskatts á matvælum samkvæmt lögum nr. 122/1993 hafi í för með sér um 17 þúsund króna kaupmáttaraukningu hjá þeim tekjulægstu eða um 1,8% hækkun samanborið við um 36 þúsund króna kaupmáttaraukningu hjá þeim tekjuhæstu sem svarar til 0,5% hækk- unar. Meðalhækkun kaupmáttar hjá fjöl- skyldum í úrtakinu reyndist vera um 1% og meðalávinningur ijölskyldunnar um 28 þúsund krónur á ári. Aðgerðin vegur hlut- fallslega þyngra hjá þeim sem lægri hafa tekjumar en þeir tekjuhærri fá engu að síður fleiri krónur í sinn hlut.“ Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar þarf ekki að koma á óvart. Hinn 28. nóv- ember á sl. ári birtist frétt í Morgunblað- inu, sem bar fyrisögnina: „Lækkun VSK á mat skilar tekjuhærri fjöískyldum fleiri krónum en tekjulægri.“ I fréttinni sagði m.a.: „Lækkun virðisaukaskatts á mat- væli úr 24,5% í 14% skilar tekjuhærri fjöl- skyldum meiru í krónum talið en þeim tekjulægri. Þessi lækkun er þó ekki skil- virk leið til tekjujöfnunar, er auk þess kostnaðarsöm fyrir ríkissjóð, flókin í fram- kvæmd og opnar leið til skattsvika. Beinar fjölskyldubætur eða lækkun almenna virð- isaukaskattsins eru betri aðferðir til tekju- jöfnunar og einnig mun ódýrari fyrir ríkis- sjóð. Þetta kemur fram í gögnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og unn- in voru í stjómarráðinu í tengslum við kjarasamningana sl. vor og að nokkra leyti í tengslum við neyzlukönnun Hagstofu íslands." í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Útreikningar á dreifingu útgjalda og tekna benda til þess, að beinar aðgerðir til tekjujöfnunar séu almennt áhrifameiri en óbeinar aðgerðir. Þannig hafa beinar aðgerðir á borð við hækkun hátekjuskatts eða barnabótaauka mun meiri tekjujöfnun- aráhrif en lækkun óbeinna skatta eins og virðisaukaskatts." f forystugrein Morgunblaðsins hinn 19. desember á síðasta ári sagði m.a.: „Á undanfömum vikum hafa hrannast upp efnislegar röksemdir fyrir því, að lækkun hins svonefnda matarskatts nái ekki þeim markmiðum, sem að var stefnt með gerð kjarasamninganna sl. vor. Þótt staðreynd- imar blasi við virðist sem ríkisstjórnin og Alþýðusambandið hafi tekið höndum sam an um að hlusta ekki á þau augljósu rök, sem færð hafa verið fram fyrir því, að skynsamlegra væri að nota þessa peninga með öðrum hætti. Hvað veldur? ... Innan stjórnarráðsins hafa verið teknar saman greinargerðir um þetta mál, sem ráðherrar hafa væntanlega undir höndum. í þeim kemur m.a. fram, að lækkun virðisauka' skatts á matvælum skilar tekjuhærri fjöl- skyldum meira í krónum talið en tekju lægri fjölskyldum. Er það sérstakt mark- mið Alþýðusambands lslands? Er ASÍ að Laugardagur 8. október Morgunbladið/RAX verða málsvari hinna tekjuhærri í þjóðfé- laginu eftir að hafa áratugum saman ver- ið helzti málsvari hinna tekjulægri?" í viðtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag, segir Halldór Grönvold, skrifstofu- stjóri ASÍ, m.a. um skýrslu Ríkisendur- skoðunar: „Það kemur fram í niðuratöðu skýrslunnar, að lækkun skattsins skilaði sér til launþega. Meginrök andstæðinga breytingarinnar vora, að þetta mundi ekki skila sér, en skýrslan staðfestir annað.“ Það er rétt hjá skrifstofustjóra ASÍ að í skýrslunni segir: „Þá sýndu þær verðkann- anir, sem gerðar voru í kjölfar breytingar- innar að lækkun skattsins hefði skilað sér að mestu í lægra verðlagi." Það er hins vegar ekki rétt, að megingagnrýnin hafi snúizt um þetta atriði, eins og sjá má í ofangreindri tilvitnun í forystugrein Morg- unblaðsins. Halldór Grönvold segir í Morgunblaðinu í dag, laugardag: „Menn hafa einnig sagt, að þetta sé ekki bezta aðferðin til tekju- jöfnunar. Halldór Ásgrímsson hefur t.d. bent á þetta. Þetta er alveg rétt og við höfum raunar aldrei mótmælt þessu. Við bentum á þetta í fréttabréfi, sem við gáfum út daginn eftir að samningurinn var gerð- ur. Ástæðan fyrir því, að við kusum þessa leið var að líklegt væri, að hún yrði varan- legri heldur en ýmsar aðrar, sem fræðilega séð gætu skilað betri árangri.“ Aldrei mótmælt þessu?! í samtali við Morgunblaðið 30. desember sl. sagði Bene- dikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands- ins: „Þegar við sömdum um þessa skatta- lækkun í kjarasamningunum í vor, höfðum við skoðað vel aðra kosti og vorum sann- færðir um, að þessi kostur mundi skila mestri tekjujöfnun og þar af leiðandi mestu til okkar fólks, sem hefur úr minnstu að spila. Þá ekki sízt þeirra, sem standa utan við tekjuskattskerfið eins og ellilífeyris- þega. Við töldum þetta vera þann hóp, sem notaði mestan hluta sinna .tekna til kaupa á brýnustu lífsnauðsynjum.“ í þessu sam- tali gekk Benedikt Davíðsson raunar svo langt að gagnrýna Halldór Ásgrímsson fyrir það að „leggja ekki neitt mat á tekju- jöfnunaráhrifin". Og forseti ASÍ herti enn á því, að tekjujöfnun væri helzta markmið ASÍ, er hann bætti við: „Til að geta stuðl- að að víðtækari tekjujöfnun í þjóðfélaginu verður að beita öðram aðferðum til að hafa áhrif á tekjudreifinguna og við mátum matvælaútgjöldin mjög mikilvægan lið í því sambandi." Svo segir skrifstofustjóri ASÍ tæpu ári síðar að forystumenn ÁSÍ hafi aldrei mótmælt því, að lækkun mat- vælaskattsins væri ekki bezta leiðin til tekjujöfnunar! Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir, að það er allt rétt, sem sérfræðingar ríkis- stjómarinnar höfðu sagt um matarskattinn í þessu sambandi. Það er svo umhugsunar- efni, hvers vegna bæði ríkisstjóm og ASÍ völdu aðra leið þrátt fyrir að allar upplýs- ingar væra fyrir hendi. STUNDUM ER Y .ímirnar talað um eldhús- , , . dagsumræður á Al- SKyraSt þingi af lítilsvirð- ingu og á þann veg, að þær skiptu engu máli og bæti litlu við. Þetta er rangt. Sýndu t.d. umræðurnar um stefnuræðu forsætisráðherra sl. þriðju- dagskvöld vel hversu mikilvægar slíkar umræður geta verið. Þær sýndu nefnilega í hnotskum, að línur era að skýrast með mjög afgerandi hætti í íslenzkum stjórn- málum og nokkuð ljóst á hvaða grand- velli kosningabaráttan á næsta ári verður háð. Hér er auðvitað átt við afstöðu flokk- anna til dægurmála og breytir ekki því að í grundvallarmálum hafa flokkarnir nálg- ast eftir lok kalda stríðsins og hran sósíal- ismans. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flutti sterka ræðu í umræðunum, þar sem hann lagði áherzlu á að draga fram þann já- kvæða árangur, sem náðst hefur á tæp- lega íjögurra ára valdatíma núverandi rík- isstjórnar. Ekki fer á rriilli mála, að forsæt- isráðherra getur sýnt fram á veralegan árangur í efnahags- og atvinnumálum og á þeim granni mun Sjálfstæðisflokkurinn augljóslega byggja kosningabaráttu sína. Með þau rök og upplýsingar, sem forsætis- ráðherra lagði fram í stefnuræðu sinni, hefur Sjálfstæðisflokkurinn býsna sterka vígstöðu, þegar kemur að kosningum, ef ekkert óvænt kemur upp á, svo sem erfið staða í kjarasamningum. Umræðumar leiddu líka í ljós, hvár leið- ir skilja á milli núverandi stjómarflokka þegar kemur að kosningabaráttunni sjálfri. Alþýðuflokkurinn mun að sjálfsögðu njóta góðs af árangri ríkisstjórnar í efnahags- málum að einhverju marki, en höfuðá- herzla flokksins verður þó á Evrópumálin. Flokkurinn hefur skapað sér sérstöðu á þeim vettvangi og mun væntanlega leggja vaxandi áherzlu á aðildarumsókn að ESB. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar hafið aðgerðir til þess að veijast þeirri sókn Alþýðuflokksins, eins og m.a. mátti sjá á málefnaþingi ungra sjálfstæðismanna fyrir skömmu, en augljóst er, að forystumenn flokksins lögðu áherzlu á að tryggja að ungir sjálfstæðismenn lentu ekki í mál- efnalegri samstöðu með Alþýðuflokknum í þessum málaflokki. Á hinn bóginn kom líka skýrt fram hver málatilbúnaður stjórnarandstöðunnar verður. í stuttu máli verður hann á þá leið, að sá efnahagsbati, sem forsætisráð- herra lýsti, hafi ekki skilað sér til al- mennra launþega, ekki til hinna atvinnu- lausu, ekki til skjólstæðinga félagsmála- stofnana og að misréttið í þjóðfélaginu hafi aukizt. Tekjumunur og eignamunur hafi aukizt o.s.frv. Sterkasti boðberi þess- ara sjónarmiða í umræðunum var Jóhanna Sigurðardóttir og að nokkru leyti Ólafur Ragnar Grímsson. Sá málefnagrandvöllur, sem Jóhanna Sigurðardóttir lagði í umræð- unum, getur orðið öllum flokkum erfiður, ekki sízt Alþýðuflokknum. Umræðurnar leiddu í ljós, að menn draga ekki í efa, að ástandið í efnahags- málum þjóðarinnar er að batna. Hins veg- ar benda efasemdarmenn á, að efnahags- batinn byggist um of á happdrættisvinn- ingum eins og Smugunni og loðnuveiðum og því óvíst, hvort á honum megi byggja. Það þarf hins vegar engum að koma á óvart, þótt efnahagsbatinn hafí enn ekki skilað sér til almennings. Það mun ráðast af næstu kjarasamningum, hversu fljótt það gerist. Staðreyndin er hins vegar sú, að málefnastaðan í íslenzkum stjórnmálum er óvenju áhugaverð um þessar mundir, línumar eru skarpari en oft áður og þess vegna má búast við spennandi átökum á vettvangi stjórnmálanna í vetur og fram að kosningum. „Hins vegar er ástæða til að vara við því og sporna gegn því að þessar umræður leiði til þess, að hér skapist einhvers konar galdrabrennuæði, þar sem fólk og fjölmiðlar sjást ekki fyrir í gagn- rýni á einstaklinga og leggi þá í ein- elti. Slíkt andrúm hefur áður mynd- azt í framhaldi af umræðum sem þessum og má minna á það ástand, sem hér ríkti á tíma svo- nefndra Geirfinns- mála... Það er ekki allt spilling, sem stjórnmálamenn og stj órnmálaflokkar koma nálægt. Þvert á móti. I langflestum tilvik- um er unnið af heiðarleik og brennandi áhuga á vettvangi stjórn- málanna. En stund- um bregzt dóm- greindin mönnum og alvarlega á köfl- um.“ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.