Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Skagfirðingar kaupa frystitogarann Sjóla DJÚPHAF hf., sem er nýstofnað dótturfyrirtæki Skagfirðings hf. á Sauðárkróki, hefur keypt frystiskipið Sjóla HF-1 af Sjólaskipi hf. í Hafnar- firði. Einar Svansson, framkvæmdastjóri Skag- firðings, segir að skipið verði gert áfram út frá Hafnarfirði með svipuðum hætti og verið hafí. Hann segir að ef þess þurfí verði eitt af skipum Skagfirðings selt til að fjármagna kaupin. Áform um sölu séu hins vegar ekki inni í áætlunum fyrirtækisins. Sjóli HF-1 er 1.500 tonna frystiskip byggt í Flekkefjord 1987. Það er systurskip Haraldar Kristjánssonar, sem Sjólaskip gerir út frá Hafn- arfírði. Skipin hafa á undanfömum árum stundað úthafskarfaveiðar og eru frumkvöðlar í þeim veiðum. Það sem af er árinu hefur Sjóli veitt um 6.000 tonn af fiski, þar af um 3.500 tonn af úthafskarfa og 1.000-2.000 tonn af þorski í Smugunni. 400 tonna kvóti fylgir Kvóti upp á 400 þorskígildistonn fylgir með í kaupunum, en tæplega 1.000 t kvóti, sem verið hefur á Sjóla, verður eftir hjá Sjólaskipum. Einar sagði að kaupverðið yrði ekki gefíð upp að sinni. Einar sagði að áformað væri að gera skipið út með sama hætti og gert hefði verið undanfar- in ár. „Það hefur verið mjög góð útgerð á þessu skipi. Skipið hefur verið mjög framarlega í veið- um á úthafskarfa. Skipveijar þekkja þær mjög vel og líklega betur en flestir aðrir. Við viljum nýta þessa þekkingu.“ Einar sagði að skipið yrði gert út frá Hafnar- firði, a.m.k. til að byrja með. Auk veiða á úthafs- karfa yrði skipið að veiðum í Smugunni. Hann sagði að öllum sjómönnum sem verið hafa á skipinu yrði boðin vinna áfram á skipinu. Sjóli er nú í slipp, en verður afhentur nýjum eigendum um næstu mánaðamót. Skagfirðingur hf. á fjögur skip, sem sum hver eru orðin nokkuð gömul. Einar sagði þessi skipakaup ekki hugsuð sem endurnýjun á skipa- stóli fyrirtækisins heldur sem hrein viðbót. Hann sagði hins vegar að sá möguleiki væri inni í myndinni að selja eitt af skipum Skagfirðings ef þess þyrfti til að fjármagna kaupin. Sem stæði væri sá möguleiki ekki inni í áætlunum fyrirtæk- isins. Viljayfirlýsing hafnarstjórnar Slippur Stálsmiðju keyptur HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt viljayfírlýsingu, um að Reykjavíkurhöfn sé tilbúin til að kaupa slipp Stálsmiðjunnar hf., á athafnasvæði félagsins við Ægisgarð í Reykjavík. Umsamið kaupverð er 70 milljónir króna. Samningurinn er samþykktur með þeim fyrirvara að nauðasamningar verði samþykktir og að nýtt 40 milljóna króna hlutafé komi inn í fyrirtækið. í fundargerð Hafnar- stjómar kemur fram að Sigurður Rúnar Magnússon, fulltrúi Reykjavíkurlistans í stjórninni, gerir athugasemd við að fjármunir Reykjavíkurhafnar skuli nýttir til að tryggja einokunarstöðu Stál- smiðjunnar hf. á upptökubúnaði í Reykjavíkurhöfn. Yfirtökur 25 millj. áhvílandi veðskulda í viljayfírlýsingu hafnarstjómar kemur fram að umsamið kaupverð eigi að greiða með yfirtöku áhvfl- andi veðskulda að fjárhæð 25 millj. samkvæmt sérstöku samkomulagi við veðhafa. Gért er ráð fyrir að 30 millj. verði greiddar með pen- ingum og er miðað við að lána- stofnanir með veðrétt í eigninni muni lána Reykjavíkurhöfn upp- hæðina. Jafnframt að greiðslur verði inntar af hendi eftir því sem viðgerðum á slippnum lýkur. Þá er gert ráð fyrir að 15 millj. verði greiddar vegna efniskostnaðar við endurbætur á eigninni og skulu þær greiðast eftir því sem endur- bótunum miðar áfram. Tekið er fram að þeim skuli ljúka innan 12 mánaða frá dagsetningu kaup- samningsins. Endurskipulagning takist Yfirlýsingin er með þeim fyrir- vörum að fjárhagsleg endurskipu- lagning takist eins og fram hefur komið og að fyrir liggi samþykki þeirra lánastofnana sem veðrétt- indi eiga í tækjum, áhöldum og lóðaréttindum. Jafnframt að samningar takist milli Reykjavík- urhafnar og Stálsmiðjunnar hf. um leigu á þeim áhöldum og tækj- um sem fjallað er um í yfírlýsing- unni. Þannig að árlegar leigu- greiðsiur verði ákveðinn hundraðs- hluti af framreiknuðu kaupverði og ákveðin fjárhæð sem leigutaki skal veija til viðhalds. EINS og sjá má er í raun um að ræða tvö hús með tengibyggingu. Ef allt gengur að óskum stefna Bretar og Þjóðverjar á að taka húsið í notkun á 50 ára afmæli stríðsloka á næsta ári. Bretar og Þjóðverjar hanna sendiráð saman Umsóknin afgreidd frá skipulagsnefnd eftir helgi „EG vona að umsókn okkar verði afgreidd fljótlega, svo við getum hafíst handa við bygginguna," sagði Michael Hone, sendiherra Bretlands á Islandi, í samtali við Morgunblað- ið. Bretar og Þjóðveijar hafa látið hanna sameinginlega sendiráðs- byggingu þjóðanna, sem þeir hafa hug á að byggja á lóð í eigu breska ríkisins að Laufásvegi 31. Mótmæli hafa borist frá íbúum í Þingholtun- um, sem telja húsið of stórt og að umferð aukist með tilkomu þess. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, segir að málið, verði tekið fyrir að fundi nefndar- innar á mánudag. Stórlax sleppt í Reynisvatn ÞAÐ voru engir smálaxar sem Halldór Sigurðsson, veiðivörður í Laxalóni, sleppti í Reynisvatn í vikunni. Þessi er 28 pund og einn- ig var einum 22 punda laxi sleppt. Fyrir tveimur vikum var 40 löxum sleppt i vatnið. Af þeim hafa 17 veiðst nú þegar. Að sögn Ólafs Skúlasonar í Laxalóni verða laxarnir eins konar bónus fyrir veiðimenn sem renna fyrir silung í vatninu. Mikil spurn hef- ur verið eftir veiðileyfum í vatn- ið í sumar og hafaum 10.000 stykki af silungi komið á land. Veiðinni verður haldið áfram út þennan mánuð. Góð veiði hefur verið upp á síðkastið. Bretar og Þjóðveijar ætla að reisa húsið, sem er hannað af Arkþingi hf., en áður hafði verið rætt um að Frakkar og ítalir tækju einnig þátt í byggingunni. Af þvi varð þó ekki. „Við lögðum teikningar okkar og áætlanir fyrir borgaryfirvöld í byij- un júlí og bíðum nú svara. Við hlökk- um til samstarfsins við Þjóðveija og ætlum að hefja bygginguna um leið og við fáum til þess heimild,“ sagði sendiherra Breta, Michael Hone. Hann kvaðst ekki hafa ástæðu til að ætla annað en leyfið fengist, en það tæki tíma, þar sem það þyrfti að fara fyrir skipulags- og byggingaryfirvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvö hús og tengibygging Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykj avíkurborg- ar, sagði að íbúar í nágrenni fyrir- hugaðrar sendiráðsbyggingar hefðu gert athugasemdir við hana. „íbú- amir óttast aukna umferð á gatna- mótunum, auk þess sem þeir gera athugasemd við stærð hússins og hvernig það fellur að nánasta um- hverfí. Þama er í raun um tvö hús að ræða, með tengibyggingu á milli." Samkvæmt aðalskipulagi er þetta svæði íbúðabyggð og þarf að sam- þykkja breytingu þar á. Sleppt eftir tugi innbrota HÆSTIRÉTTUR felldi á föstudag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfír tveimur mönnum sem brutust inn á 15-20 stöðum aðfaranótt fímmtudags í síðustu viku og voru þeir látnir lausir. Mennirnir kærðu 45 daga gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms til hæstaréttar. Hæstiréttur tók ekki undir sjónarmið Rann- sóknarlögreglu ríkisins og héraðs- dómS sem voru þau að í ljósi þess að mennirnir, sem báðir eru undir tvítugu, ættu talsverðan afbrota- feril og annar þeirra óafplánaðan dóm, þyrfti að ljúka málum þeirra til að koma í veg fyrir frekari af- brot. A ► 1-48 Við höfum skipt um gír ►Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur nú lagt fram síðasta fjárlagafrumvarp sitt á kjörtíma- bilinu og lýsir hér sigrum og ósigr- um í baráttunni við ríkisútgjöldin, nýjum viðhorfum til velferðarkerf- isins og markmiðum næstu ára./lO Sagan leiðrétt ►Með játningum sínum um tengsl við leppstjóm nasista hefur Francois Mitterand Frakklandsfor- seti komið aftan að stuðnings- mönnum sínum og ruglað and- stæðingana með því að draga fram í dagsljósið ýmsar óþægilegar staðreyndir um sögu Frakka./12 Fordómar og þjóðar- sálin ►Um viðhorf Íslendinga til inn- flytjenda, en greinin er byggð á rannsóknum fjöimiðlafræðinema á viðhorfum gagnvart fímm innflytj- endahópum sem hingað hafa kom- ið./14 Að þegja yfir sannleik- anum ►Rætt við Arvo Alas, sendiherra Eistlands um Stalín, Gretti og nútímann./16 Gríptu daginn! ►í viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Óskar Finns- son og Kristján Þór Sigfússon um veitingarekstur./20 B ► 1-28 Uppskerudagar í Bo- urgogne ►í nokkrar vikur á hveiju hausti fyllast litlu rólegu bæimir á vín- svæðum Búrgundarhéraðs í Frakklandi af lífí. Blaðamaður Morgnblaðsins var þar á ferð ný- verið og fýlgdist með þegar vín- þrúgunum var komið í hús./l Forspár um tækni 20. aldar ►Týnd vísindaskáldsaga Jules Veme komin í leitimar./6 Hvernig væri að vinna lín? ►Hugmyndir um línrækt á íslandi hefur fallið í góðan jarðveg./12 Lífsbrot ►Kristinn á Dröngum er 82 ára og fer á hveiju sumri að Dröngum á Ströndum þar sem hann nytjar æðarvarp og önnur lífsins gæði./14 BÍLAR______________ ► 1-4 Fornbílar ►Sagt frá Renault „hagamúsinni" sem á sér skemmtilega sögu á ís- landi./2 Reynsluakstur ►Hljóðlátur og lipur Toyota Car- ina E Catchy GLÍ./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 36 leiðari 24 Fólk t fréttum 38 Helgispjall 24 Bíó/dans 39 Reykjavtkurbréf 24 íþróttir 44 Minningar 26 Útvarp/sjónvarp 46 Myndasögur 34 Dagbók/veður 47 Brids 34 Mannlífsstr. 4b Stjömuspá 34 Kvikmyndir 8b Skák 34 Dægurtónlist 9b Bréf til blaðsins 34 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.