Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Hugleiðingar um skák Frá Hrannari Baldurssyni: SVEINN Kristinsson, einn virkustu skákmanna Reykjavíkur um áratuga skeið, fann sig knúinn til að senda greinarkorn í Morgunblaðið um dag- inn. Þar gagnrýnir hann fjöimiðla fyrir áhugaleysi gagnvart íslenskum skákmönnum, skákum þeirra og ekki síst fyrir skeytingarleysi gagnvart heilu mótunum. Nú virðist sem svo að skákfréttir eigi greiðan aðgang að dagblöðum, að því leyti að hálfu síðumar íjalla um framúrskarandi árangur íslenskra skákmanna er þeir tefla á mótun erlendis, eða ef svo vill til að alþjóðieg mót eru haldin hér á landi. Sveinn nefnir sem dæmi þau tíð- indi að Halldór Garðarsson hafi sigrað á Oðlingsskákmóti Taflfélags Reykja- víkur. Undirritaður hefur hvergi heyrt minnst á þetta skákmót, þó svo hann fylgist vel með skákfréttum, hvorki í daglegri umræðu, skákmanna né í íjölmiðlum. Ekki má gleyma að um- fjöllun flölmiðla er yfirleitt leiðandi í daglegri umræðu, hvort sem um skák- menn er að ræða eða annað fólk. Oft hefur Sveinn Kristinsson sjálfur náð góðum árangri við skákborðið, en þau tíðindi hafa oftast orðið að víkja fyrir „merkilegri" tíðindum úr hinum al- þjóðlega skákheimi stórmeistara, þar sem nánast er barist upp á líf og dauða, eða peninga. Markaðshyggja látin víkja Til allrar hamingju eru fáir ís- lenskir skákmenn knúnir áfram af markaðshyggju. Flestir þeir sem ég þykist þekkja tefla fyrst og fremst af ævintýraþrá og fmna mikilvæg mannleg gæði í skákinni; svo sem mannleg átök á réttlætisgrundvelli, hugrekki, þolinmæði, stöðumat, inn- sæi; ávallt með heiðurinn í húfi (eða skákstig) og með það markmið að leiðarljósi að ná aðal- stign í skákheiminum. Þó svo að í samanburði við stórmeistara eða prinsa skáklistarinnar séu aðrir íslenskir skák- menn ekki nema greifar, jarlar, prinsessur eða riddarar, þá ber þess að minnast að riddarasögur eru alltaf gott fréttaefni og nóg er að finna af íslenskum riddurum sem eiga í sífellu stríði gegn óþekktum öflum andstæðinga og kringum- stæðna. Riddarar leggja ætíð líf sitt að veði fyrir hinar æðstu dyggðir og hugsjónir, skákmaðurinn leggur að veði það sem dýrmætast virðist vera í nútíma þjóðfélagi: tímann. Skák er list Skák er listgrein, stundum fáguð, stundum gróf, stundum kaótísk, stundum úthugsuð. Skák er íþrótt, það er barist af hörku fyrir hveijum sigri og tekur mikið af mönnum eftir erfiða skák, ekki síður líkamlega en andlega. Skák er saga, hefur upphaf sem ræður endinum að miklu leyti. Skák er fréttnæm, hún lýsir mannleg- um viðburðum og það er jafnvel mögulegt að skrá feril þeirra ná- kvæmlega. Skák er ekki hreyfmg- arlausir trékallar á borðfleti milli tveggja manna sem hreyfa sig varla. Hér með hvet ég ijölmiðla til að fá til liðs við sig áhugamenn um skák sem fylgjast grannt með skákmótum innanlands og eru reiðubúnir til að skrifa af nákvæmni um þá viðburði sem eru að gerast í skáklífí okkar. Ég vil enda þetta með því að minn- ast á örfáa innlenda viðburði sem varla hefur verið minnst á, þó svo að þeir séu nvjög eftirtektarverðir: 1) Helgi Áss sigraði átta manns í íjöl- tefli, blindandi! 2) Undanrásir Atskák- móts íslands voru æsispennandi og sigraði Jón Garðar Viðarsson örugg- lega. Meðal annarra kappa tóku öflugir skákmenn eins og Þröstur Þórhallsson, David Bronstein og Björgvin Jónsson þátt í mótinu. 3) Undanrásum Atskákmóts Reykjavík- ur lauk nýlega, og sigraði þá Þröstur, Þórhallsson glæsilega. Var það mót vel skipað og skemmtileg- ar skákir tefldar. 4) Haustmót Skákfélags Hafnarfjarðar (eða var það Haustmót Taflfélags Garðabæjar?) var haldið um daginn. Ég hef ekkert heyrt um úrslit þess og enga skipulega umflöllun heyrt, enda veit ég aðeins að mót var haldið og veit naumast hvaða mót það var. 5) Nú stendur Haustmót Taflfélags Reykjavíkur yfir. Vonandi verður skýrt vel frá keppninni. Og þá ekki eingöngu keppninni í A-flokki, heldur einnig B-, C- og D-flokki. f öllum flokkum gerist eitthvað athyglisvert. Það þarf bara hæfa menn sem kunna að beita penna til að fylgjast með og skrá það athyglisverðasta. 6) Deildakeppnin hefst föstudagskvöldið 7. október og hefur nú þegar töiuvert verið skrifað um liðskipan í 1. deild, en lítið sem ekkert verið fjaliað um keppnina í 2. og 3. deild. Allur árangur er athyglisverður Það má ekki gieyma þeim sem beijast áfram eftir árangri, hvort sem þeir hafa 2.500, 1.700, 1.210 ELO- stig eða eru stigalausir. Árangur þeirra er ekkert síður athyglisverður en þeirra sem beijast á toppnum hér á landi, ekkert síður en að árangur okkar bestu manna er athyglisverður, ekkert síður en að árangur stórmeist- ara okkar og heimsmeistara eru at- hyglisverðir, ekkert síður en að árang- ur Kasparovs, Karpovs og allra hinna er athyglisverður. Við verðum að velja úr því sem er að gerst í okkar eigin umhverfi, ekki líta stöðugt út í heim eftir nýjungum, heldur líta í eigin barm og virða hæfileikafólkið okkar fyrir verk sín. Þannig stuðlum við að framför á öllum sviðum og lærum að bera virðingu fyrir sjálfum okkar. Því tek ég heils hugar undir meira en tímabæra grein Sveins Kristins- sonar og óska af einlægni eftir tíðari og nákvæmari fréttaflutningi af ís- lenskum skákviðburðum. Það er ekk- ert annað en sjálfsögð skylda fjöl- miðla að fylgjast vel með og segja skýrt og greinilega frá því sem mark- vert gerist innanlands sem utan í hverri þeirri keppni sem haldin er opinberlega. HRANNAR BALDURSSON, Álfhólsvegi 15a, Kópavogi. Enn um dauðaleiki Frá Páli Bergþórssyni: í GREIN sem ég skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum vik- um og kallaði Dauðaleiki leitaðist ég við að rökstyðja þá lífsreglu sem Jónas Hallgrímsson setti fram á sínum tíma, að aldrei skyldi aflífa dýr að nauðsynjalausu og aldrei til eintómrar skemmtunar. Úr ýmsum áttum hef ég fengið ánægjuleg viðbrögð við þessari litlu grein. Það_ merkilega er að meðal þessa fólks eru ekki síst þeir sem atvinnu sinnar vegna komast ekki hjá að deyða dýr, eink- um bændur. Sérstaklega vil ég þakka Valtý Guðmundssyni á Sandi fyrir ummæli hans í Morg- unblaðinu, þó að ekki kæmi mér á óvart drengskapur úr þeirri átt. Það hefði verið til of miírils ætlast að þeir sem stunda aflífun dýra einungis sér til ánægju tækju fagn- andi þessum boðskap. Einn þeirra hefur þó gagnrýnt grein mína á þeirri veiku forsendu að ég kunni að hafa lagt of mikið upp úr hneykslun Jóns nokkurs Jóakims- sonar á andaskyttiríi sem útlendir ferðamenn skemmtu sér við í land- areign hans. Sem sagt, þegar á allt er litið finnst mér hægt að skoða viðtökurnar við grein minni sem dálitla vísbendingu um virð- ingu flestra íslendinga fyrir öllu lífi. PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurfræðingur. Andleg meinsemd Frá Hugrúnu: Rógburðinum stjórnar illur andi því eyða vill hann gæfu og sálarró. Að lifa syndlaus, manns er mesti vandi og vilja þarf að halda friði og ró. Saklaus maður síst af öllu þolir að sé hann níddur fyrir enga sök undri lostinn, fir.nur fátt til ráða fatast honum lífsins vængjatök. Síngirnin er satan undirgefm síst hann gleymir illum verkahring. Þegar fær hann mikla veiði í vefinn verður stríð og þjáning allt um kring. Þegar vinir vini sínum bregðast þeir varpa skugga á æviveginn hans. En alltaf koma svikin upp um síðir þeim saklausa er bundinn heiðurskrans. HUGRÚN MICROSOFT WORD 6.0 GLUGGAPUKI 3.0 fylgir Islenska ritvillu- og orbasafnsforritiö GluggaPúki 3.0 fylgir Microsoft Word 6.0 fyrir Windows á afar haqstæbu kynninqarverbi. Oröasafn, samheitasafn og beyging oröa II Oröskiptaforrit samkvæmt íslenskum reglum ■ ■ Verb abeins 24.900 kr. m. vsk EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.