Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bíl stolið Kvöldnámskeið um umhverfissiðfræði SIÐFRÆÐISTOFNUN hefur nú um nokkurt skeið unnið að rannsóknum og fræðslu á sviði umhverfissiðfræði (environmental ethics). Stofnunin hefur gengist fyrir námskeiðum, ráð- stefnum, fyrirlestrum og útgáfu á þessu sviði. Nú hefur stofnunin ákveðið að halda kvöldnámskeið um umhverfissiðfræði sem hefjast mun 19. okt. Markmið þess er að veita undirstöðuþekkingu á helstu kenn- ingum og viðfangsefnum umhverf- issiðfræði. Umsjón með námskeiðinu hafa Páll Skúlason prófessor og Þor- varður Ámason líffræðingur. Umhverfissiðfræði er tiltölulega ung að árum sem skipuleg og af- mörkuð fræðigrein. Tilurð hennar tengist ekki síst vaxandi áhyggjum af umhverfisspjöllum frá og með sjö- unda áratug þessarar aldar en hún teygir þó rætur sínar allt aftur til Forngrikkja. Mörg ríki heims og ótal félagasamtök leggja nú ofurkapp á að beijast gegn spillingu umhverfis- ins og finna leiðir til að nýta náttúru- auðlindir á farsælan hátt. Einn höf- uðvandi slíkrar viðleitni er skortur á skýrum og skynsamlegum forsend- um ákvarðana og stefnumótunar. Segja má að meginmarkmið um- hverfíssiðfræði sé að afla slíkrar for- sendna, segir í fréttatilkynningu. Á námskeiðinu verður fjallað um ýmsar þær stefnur og kenningar sem hæst hafa borið í umhverfíssiðfræði síðustu árin. Kennt verður á miðviku- dagskvöldum frá kl. 20-22, í átta vikur. Þátttökugjald er kr. 8.000. Skráning fer fram á Siðfræðistofnum þar sem jafnframt má nálagst nán- ari upplýsinga um námskeiðið. BIFREIÐINNI R-69193, sem er rauð að lit af gerðinni Toyota Corolla, árgerð 1982, hefur verið stolið. Bifreiðinni var stolið einhvern tíma frá hádegi 1. október til sama tíma 3. október frá Eyjabakka 20. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar frá þeim tíma eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til lögreglu. -------------------- ■ DA YASHAKTI (Sandra Scher- er) verður í október gestakennari hjá Jógastöðinni Heimsljósi. Day- ashakti verður með helgarnámskeið fyrir almenning og eitt tveggja kvölda námskéið. Á námskeiðunum verður fólk leitt á nærgætinn hátt í gegnum tilfínningar og hægt að fara djúpt inn á við í öruggu umhverfi. Dayashakti verður iíka með sam- verustundir á hveiju fimmtudags- kvöldi og verður aðgangur ókeypis. Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 9.-16. október: Hjartanlegar þakkir fyrir hlýhug, heillaskeyti, blómasendingar og aðrar gjafir á niræðisafmœli mínu 27. september. Anna Þórhallsdóttir, söngkona. SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 33 Vesturfold 17 Til sölu er fasteignin Vesturfold 17, sem er steinsteypt einbhús á einni hæð m. tvöföldum innbyggðum bílskúr, samtals 226,9 fm að stærð. Húsið skiptist m.a. í góða stofu m. arni, borðstofu, sjónvarpshol, for- stofuherb. og 3 önnur góð svefnherb. Innaf hjónaherb. er fataherb. og baðherb. Einnig er gestasnyrting. Vandaðar viðarklæðningar í loftum og vönduð gólfefni. Bílskúr er tvöfaldur m. háum innkeyrsludyrum og millilofti að hluta. Verð kr. 16.900.000. t ÁSBYRGI if Suóurlandsbraut 54 vió Faxafen, 108 Reykjavik, simi 682444, fax: 682446. JNGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Þórður Ingvarsson og Lárus Hauksson. mtmtmmmammammmmmmmmammmmí Mánudagur 10. október. Erindi um umhverfísmál verður kl. 17.15 í stofu 158 í húsi Verk- fræðideildar að Hjarðarhaga 2-6. Magnús Jóhannesson, verkfræðing- ur og ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytis flytur erindið: Sjálfbær þróun. Aðgangur er öllum heimill. Þriðjudagur 11. október. Á vegum málstofu í stærðfræði flytur Rögnvaldur G. Möller fyrir- lestur Brotnar sjálfmótanir vensla- kerfa. Gamla ioftskeytastöðin kl. 10.30 f.h. Föstudagur 14. október. Dr. Sigríður Ólafsdóttir flytur er- indi á vegum málstofu efnafræði- skorar sem nefnist: Tjáning á fenýl- alanín hýdroxýlasageni manna í bakteríunni E. coli. Stofa 158, VR II, kl. 12.10. Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ: 10. og 12. okt. kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði: Hagnýtir þættir í starfsmannastjórnun. Leiðbeinandi er Þórður S. Óskarsson, vinnusál- fræðingur. 10., 11., 13. og 14. okt. kl. 8.30- 12.30 í Tæknigarði: Hlutbundin greining og hönnun hugbúnaðar. Leiðbeinandi Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur. 10. og 11. október kl. 16-19 í Tæknigarði: Umhverfisréttur. Um- sjón hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur. 10. og 11. okt. kl. 17-21 í Odda: Fjölmiðlanámskeið, sjónvarpsfram- koma, fjölmiðlatengsl. Leiðbeinandi Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræð- ingur. Mánudaga 10. okt.-28. nóv. kl. 20.15-22.15 í Odda: Expressjónism- inn; tjáning sjálfsins í myndlist 20. aldar. Leiðbeinandi Aðalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur. 11. október kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði: Endurgerð hugbún- aðarferla (Software re-engineering). Leiðbeinandi Irwing Fletcher, verk- fræðingur. 11. október kl. 13-16 í Tækni- garði: Siðareglur fagstétta. Leið- beinandi Róbert Harðarson, heim- spekingur. 11., 13., 17., 19. og 25. okt. kl. 13-18.50 í Tæknigarði: Námskeið um stofnun fyrirtækis, ætlað há- skólafólki og nemendum HI og TÍ. Leiðbeinendur Ingvar Kristinsson, Karl G. Friðriksson og Björgvin N. Ingólfsson. 13. okt. kl. 16-19 í Tæknigarði: Marmiðsstjórnun. Umsjón: Thomas Möller, hagverkfræðingur. 14., 18. og 21. okt. kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði: Gerð gæðakerfis og handbókar samkvæmt ISO-9000. Leiðbeinendur Haukur J. Alfreðsson og Örn T. Johnsen, rekstrarráðgjaf- ar. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR 1. VIIUNINGIIR kr4—- Pajero Super Wagon jeppi, sjálfskiptur, V.6. árg. 1995 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MITSUBISHI MOTORS Sendu E tl ím\ fi! 3 Ú 11 11 j * | íj| 1 UAIS6(-A SS/ CoocrrHPifisr éþ SGœjbi þtr, a& i/tcf htf&um tkki ditt cJ> komei. <x matarti/na

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.