Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verður þetta næsta Viðeyjarparið eða sættir Davíð sig við áframhaldandi sambúð með
„gervi-krata“?
Tómar íbúðir vegna tapp-
ans í húsbréfakerfinu
SKORTUR á heimild til útgáfu hús-
bréfa er farin að valda íbúðakaup-
endum og seijendum svo og fast-
eignasölum miklum vandræðum. Nú
bíða 560 umsóknir alls að fjárhæð
1,6 milljarði kr. afgreiðslu hjá hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar. Fólk-
ið er búið að gera kaupsamninga en
lögskil og þar með greiðslur og af-
hending íbúða geta ekki farið fram
fyrr en húsbréfadeildin gengur frá
skuldabréfaskiptum. Að sögn for-
manns Félags fasteignasala standa
margar íbúðir auðar vegna þessa.
Heimild lánsfjárlaga til útgáfu
húsbréfa á þessu ári var fullnýtt síð-
ari hluta ágústmánaðar vegna mik-
illa fasteignaviðskipta í sumar og
haust. Ríkisstjórnin ákvað að gefa
út nýjan húsbréfaflokk en málið hef-
ur verið að velkjast í stjómkerfinu
og frumvarp þessa efnis hefur ekki
verið lagt fram.
Jón Guðmundsson, formaður Fé-
lags fasteignasala, segir að þessi
tappi í húsbréfakerfínu valdi fólki
sem eigi í íbúðaviðskiptum miklum
erfiðleikum. Húsbréf hafí ekki feng-
ist afgreidd frá því 25. ágúst og
hefðu elstu umsóknimar því beðið
afgreiðslu í einn og hálfan mánuð.
Lögskil geti ekki farið fram fyrr en
menn fái síðara greiðslumat hjá
Húsnæðisstofnun og menn geti
hvorki fengið íbúðimar afhentar né
greiðslur samkvæmt kaupsamning-
um. í sumum samningum sé gert ráð
fyrir afhendingu íbúða einum mánuði
eftir að samningar hafí náðst og því
standi töluvert af íbúðum auðar
vegna þessa máls.
Dráttur á útgáfu húsbréfa kemur
einnig illa við fastaeignasala, að sögn
Jóns Guðmundssonar. „Við fáum ekki
greidda söluþóknun fyrr en kaupin
em frágengin og hlýtur því rekstrar-
kostnaður að safriast upp hjá okkur.“
Jón segir að gengið sé frá samning-
um í trausti þess að gefinn verði út
nýr húsbréfaflokkur og sé því verið
að selja upp jL hann. Hugsanlegt sé
að sá flokkur klárist í desember og
að þá myndist aftur tappi. Sigurður
Geirsson, forstöðumaður húsbréfa-
deildar Húsnæðisstofnunar, segir að
vinna við afgreiðslu umsókna gangi
enn eins og venjulega nema hvað
lokapunktinn vanti, það er útgáfa
sjálfra húsbréfanna. Nú bíða 560
umsóknir lokaafgreiðslu, samtals að
fjárhæð 1,6 milljarður kr. Sigurður
segir að enn hafí ekki dregið úr fast-
eignaviðskiptum vegna þessa ástands
en gera megi ráð fyrir að það gerist
ef frekari tafír verði á afgreiðslu.
3.000-4.000 manns bíða
Jón Guðmundsson segir að það sé
algerlega óviðunandi að húsbréf skuli
ekki alltaf vera til. Stjómvöld hefðu
átt að taka á þessu máli í tíma. Mið-
að við að tvær þriggja til fjögurra
manna fjölskyldur eigi aðild að hverj-
um óafgreiddum samningi má reikna
með að nú þegar eigi 3.000-4.000
manns í íbúðaviðskiptum sem ekki
er hægt að ganga frá. Jón segir að
haustið sé sérstaklega viðkvæmur
tími, því fjölskyldurnar vilji koma sér
fyrir í því hverfi sem það er að flytja
í áður en skóli hefst hjá börnunum.
_NOVEIMCO
pwmnm m mmMmxn
Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar
og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra,
veitingahús og verkstæði. Höfum einnig
þakblásara og þakhettur fyrir skemmur,
skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl.
Novenco er dönsk gæðavara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val
á loftræsibúnaði og hitablásurum.
RAFVÉLAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviögeröir
og allar almennar
rafvélaviðgeröir.
90ÁKK
Þekking Reynsla Þjónusta4
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
Islendingum boðið til Kína
Uppbyggmg á við
50 Manhattan
Ólafur R. Grímsson
Fórir íslendingar
þáðu nýverið heim-
boð kínverskra
stjómvalda. Markmið
heimsóknarinnar var að
vega og meta hvort og á
hvem hátt íslendingar
gætu tekið þátt í gríðar-
legri breytingu í kínversku
efnahagslífi. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, formaður AI-
þýðubandalagsins og einn
Kínafaranna, segir upp-
bygginguna svo mikla að
orð veiti aðeins föla mynd
af veruleikanum.
„Mér finnst helst hægt
að líkja breytingunum við
að verið sé að byggja 50
Manhattan í Kína á þessum
áratug. Ég nefni sem dæmi
að á ijórðaparti af upp-
byggingarsvæði í Sjanghai
einni á að reisa þijátíu til
íjörutíu skýjakljúfa frá 25
og upp í 40 hæðir, fjóra um 90
hæða skýjakljúfa og nálægt eitt-
hundrað byggingar frá 6 og uppí
20 hæðir.“
„Síðan eru um 50 sams konar
svæði annars staðar í Kína. Ef
Kínveijum tekst að fylla alla bygg-
ingarnar af fyrirtækjum á þessum
áratug taka þeir til sín svo stóra
sneið að hagkerfi heimsins verður
á engan hátt eins á eftir. En stóra
spumingin er hvort verið sé að
reisa draugaborgir, glæsilegar að
utan og tómar að innan, eða borg-
ir fullar af lífí, framleiðslu, við-
skiptum og þjónustu."
„Mér finnst áberandi að úrval
stórfyrirtækja heimsins er búið að
eða í þann veginn að koma sér
fyrir í landinu. Kínverjar bjóða
forsvarsmönnum fyrirtækjanna
tvennt. Annars vegar landsvæði
fyrir byggingar til næstu 50 ára.
Að þeim tíma liðnum eignast Kín-
veijar byggingarnar. Hins vegar
bjóða heimamenn vinnuafl. Þeir
spyija einfaldlega: „Viljið þið eitt
þúsund manns, fimm þúsund
manns, tíu þúsund manns, tuttugu
þúsund manns? Hvers konar eigin-
leika og menntun viljið þið?“ Síðan
skaffa stjómvöld fólkið. Þau
greiða tæknimenntuðu vinnuafli
sem samsvarar 40 til 60 dollumm
á mánuði. Slíkt stenst auðvitað
ekkert ríki í Evrópu eða Banda-
ríkjunum. Því vaknar sú spurning
í hugum Evrópubúa í Kína hvern-
ig sú hagþróun eigi að vera hjá
þeim sjálfum sem standist alþjóð-
lega markaðssamkeppni á næstu
áram. Hugmyndir um hvemig
draga eigi erlent fjármagn til ís-
lands verða satt að
segja ansi innantómar
þegar menn sjá þau
tækifæri sem alþjóðleg-
um fjármagnseigend-
um bjóðast í Kína.“
sagði Ólafur og bætti við að ekki
mætti gleyma að harðstjóm eins
flokks væri enn við lýði í landinu.
„Hin öguðu tök eru notuð til að
skaffa fjölþjóðlegum auðhringum,
ódýrt, agað og þjálfað vinnuafl."
-Sýndist ykkur einhverjir mögu-
leikar fyrir íslendinga í Kína ?
„Þar er auðvitað mikilvægt að
meta hlutina rétt og satt að segja
fínnst mér hugmyndir, sem maður
heyrði hér fyrir rúmu ári eða svo,
um að íslendingar færu og kenndu
Kínverjum eitthvað í byggingar-
iðnaði, ansi bamalegar þegar
maður sér þessi stórhýsi, skýja-
kljúfa og hraðbrautakerfi rísa á
mörgum hæðum. Við getum hins
vegar boðið þekkingu á hátækni
og háþróaðra verkkunnáttu í ýms-
um greinum þar sem við höfum
ákveðna sérhæfni og sem eru
kannski svo viðkvæm að þeir hika
við að hleypa öðram að þeim. Þar
kemur enn á ný að því að fá-
menni okkar og sú staðreynd að
►Ólafur Ragnar Grímsson, al-
þingismaður og fyrrum ráð-
herra, er fæddur 14. maí 1943.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1962
og doktor í stjórnmálafræði frá
háskólanum í Manchester 1970.
Ólafur var alþingismaður frá
1978 til 1983 og fjármálaráð-
herra 1988 til 1991, formaður
og síðar forseti alþjóðlegu
þingmannasamtakanna Parlia-
mentarians for Global Actions.
Formaður Alþýðubandalagsins
hefur Ólafur Ragnar verið frá
1987. Hann er kvæntur Guð-
rúnu Katrínu Þorbergsdóttur,
framkvæmdastjóra, og eiga
þau tvær dætur.
við erum ekki með neina annar-
lega hagsmuni, og ógnum engum,
getur auðveldað þjóðum, Kínveij-
um og fleiram, að gera við okkur
samninga um framkvæmdir á há-
tæknisviðum sem eru kannski
pólitískt viðkvæm og þjóðimar
væra hikandi að hleypa, þýskum-,
japönskum- eða bandarískjum fyr-
irtækjum að. Til viðbótar má nefna
að alþjóðlegar lánastofnanir, eins
og Alþjóðabankinn og aðrar öflug-
ar lánastofnanir, eru að fjármagna
veigamikla þætti í uppbygging-
unni. Ef vilji er hjá kínverskum
stjómvöldum að eiga samvinnu við
íslendinga getur slíkt auðveldað
þessum alþjóðlegu ijármálastofn-
unum að tengja okkur inn í þau
verkefni. Aðalatriðið ér að við átt-
um okkur á því að nauðsynlegt
er að finna raunhæfar syllur í
þessu mikla uppbyggin-
arbjargi en vera ekki
að spanna yfir alltof
mikið. Þarna eru mjög
miklir möguleikar. En
það er Iíka mjög auðvelt
að ímynda sér möguleika sem síð-
ar reynast hjóm þegar grannt er
skoðað.“
Ólafur segir að hann og sam-
ferðamenn hans þeir Steingrímur
Hermannsson, seðlabankastjóri,
Stefán Friðfinnsson, forstjóri ís-
lenskra aðalverktaka og Guð-
mundur Björnsson frá verkfræði-
fyrirtækinu Hnit, hafí átt afar
gagnlegar viðræður við ráðamenn
í hinum ýmsu héraðum. „Við gát-
um opnað ákveðna velvild gagn-
vart framhaldinu. Eg held að tek-
ist hafí að koma til skila þeirri
hugsun að íslendingar hefðu
ákveðna hluti að bjóða sem Kín-
verjar hafa áhuga á. En það ger-
ist ekki nema menn leggi verulega
vinnu í að velja sér slíkar syllur
eins og ég kalla. Og þó við næðum
ekki nema örlitlu broti af þeim
markaði sem ég líki við 50 Man-
hattan á 10 áram getur það verið
stórkostleg viðbót við okkar litla
hagkerfi,“ segir Ólafur Ragnar.
Getum boðið
háþróaða
verkkunnáttu