Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÓÐIFINNSSON + Fróði fæddist í Reykjavík hinn 12. júní 1975. Hann lést á Landspítal- anum 30. sept- ember síðastliðinn. Fróði var sonur Eddu Þórarins- dóttur leikkonu og Finns Torfa Stef- ánssonar tón- skálds. Hálfsystk- ini hans eru: Gróa Margrét, Jens og Herdís Steinunn. Fróði var nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Dómkirkj- unni í dag. NÚ ER hann Fróði frændi allur og þungur harmur kveðinn að okkur sem hann þekktum. Sannarlega er hlutskipti mannanna misjafnt í líf- inu, og þau voru örlög Fróða að þurfa á unglingsárum að beijast af mikilli hörku fyrir lífi sínu í rúm fjögur ár og bíða að lokum lægri hlut, þótt ekkert væri til sparað og engu hlíft í því stríði. í minning- unni er hann þó síst af öllu niður- dreginn; hann er framtakssamur og glaðsinna ungur maður, rokk- músíkant af lífi og sál, félagslyndur og elskulegur drengur. Hugurinn hvarflar til baka, til áranna áður en veikindin sneru áhyggjuleysi bernskunnar upp í al- vöru hins fullorðna manns. Hvernig drengur var hann? Frá fyrstu tíð ódeigur í lund, stundum dálitill grallari og jafnan í miðjum vina- hóp. Minningarnar eru margar: unglingurinn sem kom heim frá Ameríku og var allt í einu ekki leng- ur lítill strákur heldur langur sláni, fyrsta bílskúrshljómsveitin þar sem hann og Tóti frændi hans voru gít- arleikarar, dýravinurinn sem neitaði að láta ferma sig af því presturinn taldi öll tormerki á því að kötturinn hans færi til himna að loknu þessu jarðlífi, Fróði sem átti heima á Bókhlöðustígnum og þekkti hvern krók og kima í miðbænum,. Svo hófst baráttan við krabba- meinið. Þá sögu er ekki hægt að segja í stuttu máli, allt það sem á sjúklinginn er lagt og hans nán- ustu, varnarsigrar sem vekja vonir um varanlegan bata, ósigrar og vonbrigði sem menn verða að reyna að rísa undir. Líf ungs manns tekur nýja stefnu, skólaganga raskast, kunningjar fjarlægjast en traust- ustu vinaböndin styrkjást. Vissu- lega var þetta mikil þrekraun, en Fróði naut líka lífsins af fullum krafti þegar stund var milli stríða. Hann spilaði í hljómsveitum, kom fram á tónleikum og gaf út tónlist á geisladiskum, sá sig um í útlönd- um, eignaðist kærustur og lék við hvern sinn fingur. Þar var engan bilbug að finna. A öðrum stundum lagðist sjúk- dómurinn þyngra á hann og hann varð að hafa hægara um sig. Þá var hann oft hjá ömmu og afa á Sjafnargötu, þar sem barnabörnin hafa ætíð verið tíðir gestir, og á Freyjugötu hjá Helgu frænku sinni. Litla frændfólkið var afar hænt að þessum bamgóða frænda sínum, og frá síðasta vetri stendur ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum minning- in um Fróða með Þór eða Dodda í fanginu að púsla saman kubba og spjalla. Þegar Fróði hafði misst allt hárið í lyfjameðferð komst sú saga á kreik hjá sjö ára vinum hans að hann væri alvitur. Því til sönnunar bentu þeir á, að bæði væri hann sköllóttur og svo héti hann líka Fróði! Gæðingsefni munu hvorki vera auðmjúk né auðsveip í lund og svo er líka um mann- fólkið. Skapstyrkur og kjarkur heita stundum óstýrilæti og agaleysi hjá börnum og ungling- um, en þroskast svo með aldrinum og verða aðalsmerki hins fullorðna manns. Fróði lifði aðeins í rúm- nítj- án ár, en eins og oft mun vera um þá sem þurfa að horfast í augu við erfiðleika, tók hann út mikinn þroska í veikindum sínum. Sá sterki efniviður sem í honum bjó, skírðist og hertist í eldraun langrar baráttu. Undir lokin, þegar sýnt var að hveiju stefndi, var kjarkur hans enn óbugaður og æðruleysið svo mikið, að hann huggaði þá sem næstir honum voru. Sú minning er okkur efst í huga núna: hugrakki, lífs- glaði Fróði sem ekkert virtist hræð- ast og aldrei gafst upp. Og þá er komið að kveðjustund. Ungir frændur og frænkur sjá á bak góðum frænda og vini og við hin eldri höfum misst barn úr hópn- um sem okkur er svo kær. Orð fá ekki tjáð þá hryggð og enginn tími læknar sár Eddu og Finns til fulln- ustu. En minningin um góðan dreng mun vera með okkur alla tíð og þar lifir hann áfram, í hug og hjarta þeirra sem þekktu hann og elskuðu. Hvíldu í friði, Fróði Finnson. Móðursystkini, makar og börn. Hann Fróði er dáinn. Langri og harðri baráttu við krabbameinið, hinn illvíga.sjúkdóm, er lokið. En ekki með ósigri. Nei, þvert á móti. Æðruleysið og kraft- urinn sem hann Fróði sýndi á þeim fjórum árum, sem baráttan stóð yfír undirstrikar í raun sigur lífsvilj- ans og sálarstyrks mannsins þegar erfiðleikar steðja að. En hann stóð ekki einn. Mamma hans vék ekki frá honum og var hans stoð og stytta. Og besti vinur. Pabbi hans var honum öflugur styrkur og svo nauðsynleg kjölfesta á erfiðum stundum. Hin gagn- kvæma elska sonar og foreldra birt- ist okkur ástvinum þeirra Fróða, Eddu og Finns með svo skýrum og ljósum hætti. Umhyggjan, fórnfýsin og traustið, hinn takmarkalausi kærleikur, sem umvafði þeirra sam- skipti hljóta að vera okkur öllum til eftirbreytni í hinu daglega lífi. Lífið hefur ævinlega sigur yfír dauðanum, því það er eilíft. Hann Fróði vissi það líka, þegar hann sá að hveiju stefndi. Hann hafði ekki ótta af þeim vistaskiptum sem dauðanum fylgja og lagði í siglingu á aðra strönd, þar sem ný ævintýri og endurfundir við áður horfna ást- vini bíða. En söknuður okkar sem eftir er- um hérna megin, er að sönnu sár. Sorgin gagntekur líkama og sál. Hann Fróði hafði svo skamma við- dvöl. Hann átti svo margt eftir að gera en gerði þó svo margt. Spor hans eru skýr í vitund okkar. Áhrif- in af samvistum við Fróða verða ekki afmáð. Minningarnar mörgu góðu ylja og munu iifa með okkur. Kæru Edda og Finnur. Áfall ykk- MINNINGAR ar er mikið. Það er ógjörningur að sjá tilganginn. Hann er okkur hul- inn. Hvers vegna hann Fróði? Svo ungur og fullur af lífi og eftirvænt- ingu. Lífssýn ykkar hefur breyst varanlega. Ekkert verður eins aft- ur. En í flóru tilfinninga, þar sem eftirsjá, biturð og jafnvel reiði safn- ast saman í sorginni, sársaukinn er svo óendanlegur, er líka að finna kærleikann, þakklætið fyrir að hafa átt hann Fróða — þó um allt of skamma stund væri. En hann er hjá ykkur og verður áfram — þótt með öðrum hætti sé. Ég þakka kærum frænda sam- fylgdina. Ég trúi að um leið og hann kvaddi hafi hann jafnframt heilsað — endurnýjað fyrri sam- skipti við frændur og vini. Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Við Jóna Dóra biðjum þess að góður Guð líkni í sárri sorg þeirra Eddu og Finns, og systkina Fróða. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til annarra ástvina. Guð blessi minningu Fróða Finnssonar. Guðmundur Árni. Elsku Fróði minn. í þau skipti sem við hittumst áttum við alltaf ánægjulegar stund- ir og við skemmtum okkur vel. Nú eru þessar stundir minningar, ynd- islegar minningar sem ég á um þig. Þín er saknað af okkur öllum, en við vitum að þinni sáru þrauta- göngu er loks lokið. Þetta er aðeins ðrstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins (Þorgeir Sveinbjamarson) Hvíl þú í friði, elsku frændi. Þín frænka, Margrét Hildur. Að kveðja kæran vin og frænda er sársukafullt, að horfa upp á sína nánustu missa það sem þeim er kærast í lífinu er ólýsanlega þung- bært. Fróði frændi minn var um margt sérstakur og óvenjulegur drengur. í langvarandi og átakamiklum veik- indum hans komu þessir sérstöku eiginleikar hans mjög berlega í ljós. Fróði hafði til dæmis þann einstaka hæfileika að geta umgengist alla, óháð aldri og kyni og notið þess. Hann tók þátt í ærslafullum leikjum yngri frændsystkina sinna, hann naut félagsskapar litríks hóps jafn- aldra og hann ræddi um lífið og tilveruna við okkur fullorðna fólkið sem jafningi. Einmitt í þeim viðræð- um vakti hann máls á mikilvægum þáttum í mannlegum samskiptum sem brýnt er að hafa að leiðarljósi, ekki síst nú, þegar sorgin og magn- leysið heltekur okkur. Fróði minnti okkur á mikilvægi mannlegra samskipta og lagði mik- ið upp úr því að halda nánu sam- bandi við ættingja og vini. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga mjög góðar og innihaldsrík- ar stundir með honum frænda mín- um. Stundir sem gera bæði mig og mín störf ríkari. Við ræddum margt, meðal annars tilgang lífsins, af hveiju sumir þurfi að heyja harðari baráttu fyrir lífinu en aðrir, um dauðann og um sorgina. Við sumu fundum við svör sem okkur fannst færa okkur nær skilningi, annað var skilið eftir sem ósvarað. En við brostum framan í hvort annað og nutum samverunnar ríku- lega. Þessar stundir eru mér afar dýrmætar og rista djúpt í minning- unni um góðan og vitran dreng. Elsku Edda og Finnur, megi þið fínna styrk til að takast á við ykk- ar miklu sorg. Guð verði með ykkur. Snjólaug Stefánsdóttir. Ég þekki aðeins eina leið til að nálgast eitthvað sem kalla má sátt við atburð eins og ósigur komungs manns í ótímabæru helstríði, eftir áralanga hetjulega baráttu. Hún er sú að minna sig á að líf okkar allra er í raun safn endurminninga og við vitum ekki að kvöldi hvort okk- ur auðnast að bæta í safnið daginn eftir. Fróði safnar ekki fleiri minn- ingum. En hann er og verður áfram óijúfanlegur hluti af lífi okkar sem þekktum hann. Eitt fyrsta skiptið sem við hitt- umst var á sólheitum haustdegi í Los Angeles árið 1986, þegar hann og Edda fóra með okkur upp í Hollywood, þar sem til stóð að sum okkar træðu upp á árlegri hátíð Norðurlandabúa í borginni. Öll vor- um við nýflutt þangað vestur, ókunnug og óvön að ferðast um þessa lágreistu en víðfeðmu borg og ekki bætti steikjandi hitinn úr skák. Það vakti strax athygli okkar að Fróði, sem var allmörgum árum eldri en börnin okkar, sýndi þeim mikla virðingu og lét ekki á sér finnast annað en hann væri innan um jafningja sína. Kannski var þessi áberandi þroski til kominn vegna þess hve vanur hann var að vera í samfélagi við fullorðna. Alt- ént er víst að Vala og Baldvin eign- uðust ekki aðra vini nánari á Kali- forníuáranum, en hún dáði þennan stóra vin sinn og vildi líkjast honum í einu og öllu. Þau vora ófá skiptin sem börn og fullorðnir léku saman knatt- spyrnu í Victor Park í Torrance eftir að Finnur, Edda og Fróði fluttu í nágrenni við heimili okkar þar vestra og aldrei man ég eftir þvi að Fróði léti yngri krakkana kenna aflsmunar. Hitt man ég að hann var ekkert lamb að leika við fýrir okkur sem eldri vorum og fyrirferð- armeiri á vellinum. Þannig held ég reyndar að við munum helst minn- ast hans Fróða, sem glettins og tápmikils stráks með bjarta Kalíforníusól í augunum og djúpan íslenskan þroska í sálinni. Þau ár sem við vorum samtíða þarna vesturfrá var stöðugt náinn vinskapur milli fjölskyldnanna sem haldist hefur síðan, þótt hinn einatt árangurslitli íslenski erill hafi gert samneytið stopulla eftir að heim kom. Við hittum Fróða síðast að ein- hveiju gagni um síðustu jól, þegar nokkrir fyrrverandi og núverandi Kaliforníulandar hittust eina kvöld- stund. Við vissum vel að það var ekkert allt of auðvelt fyrir hann að mæta í boðið, enda átökin við sjúk- dóminn búin að vera mikil. En Fróði kom með Eddu og tók þátt í gleð- skapnum og rifjaði upp aðra og átakaminni tíma. Aldursmunurinn gufaði upp á skammri stund, ekki aðeins milli hans og krakkanna okkar, heldur líka milli hans og okkar sem eldri vorum. Sú reynsla sem hann hafði gengið í gegnum hafði hrifið hann burt úr áhyggjulausu ungæði tán- ingsáranna og í sumu tilliti var hann ugglaust reyndari en flest fullorðna fólkið. Elsku Edda og Finnur, orð eru lítils megnug á stundum sem þess- um. Við getum í raun ekki annað sagt en að við munum geyma minn- ingu Fróða með ykkur, svo lengi sem okkur er auðið; minningu um hlýja birtu, gáska og mikinn kjark. Sveinbjörn I. Baldvinsson. Orð eru margs máttug. Orð eru máttlaus. Orð eru tjáningaskipti. Það getur verið erfitt að tjá sig með orðum. Orð eru ríkidæmi. Orð eru fátæk. Mér finnst ég orðlaus, en ekki mállaus. Ég vildi ykkur segja, en kannski er best að þegja því orðum er hér ofaukið. Það er mér ofur erfitt, alla leið frá Ástralíu, að skrifa kveðjuorð til þín elsku Fróði, baráttubróðir minn. Við kynntumst í gegnum sameig- inlega baráttu okkar við krabba- mein. Á Landspítalanum vorum við öll í sömu erindagjörðum, þú, ég og Óli Hjörtur vinur okkar, sem einnig varð að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn. Mér finnst ég ofurein í dag og ofsa langt í burtu. Við þijú trúðum á baráttuna, líf- ið, að njóta þess til fulls og miðla öðram af okkar reynslu og hjálpa öðram í sömu sporum. Við áttum margar góðar stundir saman, ég, þú og Óli, músíkölsku vinirnir mínir. Stundum var vart pláss á litlu stofunni minni uppi á barnadeild, þegar þið voruð þar báðir með gítarana, og sungið var og spilað og allir dropateljararnir og lyfjastandarnir tóku of mikið pláss. Já, það er líka hægt að upplifa dásamlegar stundir á sjúkrahúsi með jákvæðu hugarfari og baráttu- gleði. Ég hélt við gætum breytt myrkri i ljós, látið geisla sólar verma heit- ar. í hugarheimi mínum afneitar lífsins rós dauðanum í duldum draumi. í kvöld ætla ég niður á strönd og hlusta á öldugjálfrið, loka aug- unum og finna það breytast í tón- listina þína og Óla. Svo ætla ég að biðja vin minn, höfrunginn, að synda heim og skola tónunum upp í íslenska fjörugijótið, um leið og ég bið vindana að blása tárin mín í burtu og sólina að senda ykkur bjart bros frá mér, í trúnni um daginn á morgun. Þið lifið áfram í hjarta mínu. Ykkar, Anna Christina Rosenberg. Ég veit ekki hvert ég skal snúa, hugsa eða gera. Hvað get ég skrif- að, því orð virðast svo lítilfjörleg og máttlaus miðað við minninguna. En eitt veit ég, að hafa fengið að ferðast með Fróða stutta stund í gegnum þetta líf hefur gefíð mér meira en nokkuð annað og einn hluti af hjarta mínu mun ætíð vera hans. Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjöm lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabam ógæfunnar. (Jóhann Siguijónsson) Edda og Finnur, ég veit hvað missir ykkar er mikill og votta ég ykkur mína innilegustu samúð. Elíza María. Hann Fróði okkar, sem við kveðj- um í dag, var þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga góða og trausta for- eldra, ættingja og vini. Ég veit að hann er núna á fallegum stað þar sem hann bíður eftir okkur með frátekin sæti. Ég hlakka til að hitta- hann. Gaukur Úlfarsson. Mig langar að minnast Fróða Finnssonar, vinar míns, í fáeinum orðum, en hann er nú fallinn frá, eftir langa baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Fróði var einstakur maður, góður vinur og frábær félagi. Þegar ég kynntist honum fyrst var hann á kafi í tónlistinni, eins og reyndar alltaf. Fróði var alinn upp innan um listir og ýmiss konar menning- arstarfsemi og þekkti því ótrúlega vel til alls kyns listamanna og verka þeirra. Hann var einstaklega vel að sér á mörgum sviðum og fékk ég oft að njóta þess. Til dæmis minnist ég þess í sumar, eitt sinn þegar við voram að spjalla saman, að hann kom mér gífurlega á óvart með því að vita allt um gömlu uppá- haldshljómsveitina mína. Hann vissi miklu meira en ég, sem þóst hafði vera sérfróð um málið. Fróði hafði sterkar skoðanir á öllum hlutum, enda var hann sá albesti gagnrýnandi sem ég hef kynnst. Hann var ófeiminn við að benda á það sem honum fannst betur mega fara, og var jafnframt uppfullur af hugmyndum um hvern- ig mætti breyta og bæta. Fróði skilur eftir sig fjölda tón- smíða, bæði útgefin lög og óútgef- in, enda hafði hann spilað með fjölda hljómsveita. í tónlistinni leit- aðist hann alltaf við að skapa eitt- hvað nýtt og spennandi, t.d. kynntu hann og vinir hans í Sororicide
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.